Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Sviðsljós Miðvlkudaginn 17. mars fylgir hin sívinsæla fermingargjafahandbók DV. Þessi handbók hefur þótt nauðsynleg upplýsinga- og innkaupabók fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum. Umsjón efnis: Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir Umsjón auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720. Ath. Skilafrestur á vinnsluauglýsingum er til 5. mars. Spiluðu fyrir hálftómu húsi Annað hvort eru vinsældir Micks Jaggers að dvína eða mið- amir á tónleika hans of dýrir. Rolling Stones léku nefnilega fyr- ir hálftómi husi í Auburn Hills fyrir utan Detroit nú í vikunni. Rollingarnar eru nú á tónleika- ferðalagi í Bandaríkjunum og hingað til hefur verið uppselt þó að miðarnir hafi kostað allt að 22 þúsund krónur. Mel Gibson gef- ur 50 milljónir Mel Gibson hefur gefið leiklist- arskólanum NIDA í Sidney, þar sem hann stundaði á sínum tíma nám, um fimmtíu milljónir ís- lenskra króna. Tilkynnt var um gjöfma rausnarlegu á fjörutíu ára afmæli skólans. Nota á féð til að reisa nýtt stúdíó og bókasafn við skólann. Gibson, sem býr í Los Angeles, var þrjú ár i skólanum í lok átt- unda áratugarins. Meðal skólafé- laga hans voru Judy Davis og Geofirey Rush. Mel Gibson ólst upp í Ástralíu þar sem foreldrar hans fluttu þangað frá Bandarikjunum. talskir rómeóar kunna svo sannarlega listina að heilla hið veika kyn upp úr skónum. Franska ofurfyrirsætan Laetitia Casta fékk að kynnast því við upp- haf sönghátíðarinnar í San Remo þegar ítalski skemmtikrafturinn Fabi Fazio smeliti laufléttum kossi á hönd hennar. Laetitia er kynnir hátíðarinnar. Snjóflóð stöðv- uðu James Bond Kvikmyndaleikarnir Pierce Brosnan og Sophie Marceau áttu á dögunum að halda til Frakk- lands þar sem taka átti upp senur fyrir nýjustu Bond-myndina, The World Is Not Enough. Tökunum var hins vegar aflýst á síðustu stundu vegna kröfu tryggingafélaga framleiðenda myndarinnar. Of hættulegt þótti að kvikmynda í og við Chamonix í kjölfar snjóflóðanna sem þar hafa fallið. James Bond verður því að bíða með að sýna kúnstir sínar í frönsku Ölpunum. Von- andi kemst kappinn þó í brekk- umar sem fyrst. Frestun á tökun- um kostar tugi milljóna króna. óskar eftir blaðberum eftirtaldar götur í Garðabæ: Birkihæð Blómahæð Eyktarhæð Melhæð Óttuhæð Upplýsingar í síma 550 5777 lágður göngutúr fyrir heimavinnand Tískukóngurinn Calvin Klein er búinn að reka ofurfyrirsætuna Kate Moss, ef marka má frásagn- ir erlendra blaða. Ástæðan er sögð vera sú að Kate sagði frá fíkniefnamisnotkun sinni í við- tali við tímaritið Face. Calvin Klein hefur notað andlit Kate Moss, sem nú er 25 ára, í auglýsingaherferðum sínum um allan heim síðan 1992. Sumar auglýsingarnar voru harðlega gagnrýndar en á þeim voru myndir af Kate þar sem hún var fól og mögur. Þótti mörgum sem hún liti út eins og heróínfikill. Meira að segja Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að mynd- imar væru hræðilegar. Auglýs- ingaherferðin var einnig harka- lega gagnrýnd vegna þess hversu mögur Kate Moss var. Þótti hún minna á lystarstolsjúkling. Auk þess var stúlkan sögð of ung. Fannst sumum auglýsingamar heinlínis bamaklám. En nú er samstarfi Kate og Kate Moss er úti í kuldanum. Símamynd Reuter Calvins Kleins sem sagt lokið. Á tískuvikunni í New York var komin önnur stúlka í stað Kate Moss, rússneska fyrirsætan Colette Pechekonova sem er 18 ára. í viðtalinu sem sagt er vera ástæða brottrekstrar Kate segir hún frá því að hún hafi byijað að drekka tólf ára gömul. Hún hafi í raun alla ævi átt við fikniefna- vanda að stríða. Calvin Klein hefur ekki bara verið gagnrýndur fyrir myndim- ar af Kate. Hann neyddist nýlega til að stöðva auglýsingaherferð með myndum af litlum bömum. Sögðu gagnrýnendur hættu á að myndirnar höfðuðu til barnaníð- inga. Klein virðist vera að reyna að skapa sér betri ímynd en í tískubransanum þykir mönnum aö hann hefði átt að koma betur fram við Kate. Það sé lélegt að svíkja hana fyrir það eitt að hún hafi greint opinberlega frá vandamálum sínum. Rússarnir sjá rautt yfir Tom Rússar eru að vonum orðnir langþreyttir á þeirri mynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood hafa dregið upp af þeim. Þingmaður- I *nn Alexei ■ Mítrofanov, * *'"#■' skoðanaþróð- ir þjóðern- isöfgamanns- ins Zhírínov- skís, hefur oft kvartað sáran og nú siðast yfir mynd með Tom Hanks. Þingmað- urinn heldur því fram að þar sé Rússum lýst sem lötum drykkju- rútum. Hann hefúr þó ekki séð myndina enn og þíður með loka- dóminn þangað til. Gwyneth kemur ekki með Benna Er nema von að almenningur hristi hausinn í forundran? Sund- ur, saman, sundur, saman, eða öf- ugt. Þannig er það víst með þau Gwyneth Paltro og Ben Affleck þegar óskarsverð- launaafhend- ingin er ann- ars vegar. Einn daginn er fullyrt að þau muni leiðast hönd í hcnd eftir rauða dreglinum en þann næsta er allt slíkt borið til baka og sagt að Gwyneth ætli bara aö mæta með pabba gamla, leikstjóranum Bruce Paltrow. En þótt Gwyneth fari ekki með Ben tii verðlaunaafhendingarinn- ar er vist ekkert sem kemur í veg fyrir að þau fari saman í partíin sem haldin eru síðar um kvöldið og fram á nótt. Hvað sem öðru líð- ur eru skötuhjúin enn á góðum talefod, eins og danskurinn segir, þótt hætt séu saman. C al vin Klein rak Kate Moss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.