Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Fréttir Kvörtun ESA vegna kaupa Reykjavíkurborgar á rafli án útboös: Gæti orðið dómsmál - segir Björn Friðfinnsson Evrópufræöingur „Þetta getur sjálfsagt orðið dómsmál milli ESA og íslenska ríkisins, sem er ábyrgt fyrir því að þegnarnir fari eftir reglunum," sagði Björn Friðfinnsson ráðu- neytisstjóri, sérfræðingur í Evr- ópumálefnum, þegar DV innti hann eftir áliti á klögumáli ESA, Eftirlitsstofnunar Evrópusam- bandsins, sem sent var til fjár- málaráðuneytis. ESA vill fá skýr- ingar á viljayfirlýsingu um kaup þriðja rafalsins frá Mitsubishi til NesjavaUavirkjunar - án útboðs. Hér er um að ræða viðskipti upp á 600 til 1.000 milljónir króna og mikið í húfi fyrir borgarbúa, selj- endur og ekki síst umboðsmenn. Borgin borgar Þrír borgarfulltrúar og hita- veitustjóri halda utan til Japans á sunnudag og munu í ferðinni þiggja boð stórfyrirtækisins Mitsu- bishi. Þetta eru Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri, Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúi, Al- freð Þorsteinsson, borgarfulltrúi og formaður Veitustofnana Reykja- víkur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Með þeim í för að hluta til verður Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu hf., sem er umboðsaðili Mitsubis- hi. Alfreð Þorsteinsson vísaði því á bug i gær að borgarfulltrúarnir væru að þiggja boð um friar ferðir og uppihald. „Ég fullyrði að það er ekki verið að bjóða okkur slíkt af Mitsubishi. Það er mjög alvarlegt ef menn eru að búa til slika hluti. Þetta er ekki boðsferð," sagði Alfreð Þorsteins- son, borgarfulltrúi og formaður Veitustofnana, í gær. Undir það tekur Sigfús Sigfússon, forstjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Alfreð Þor- steinsson. Heklu hf. Hann segir það andstætt reglum Mitsubishi að bjóða slíkt. Þá gilda reglur um boðsferðir borg- arfulltrúa, sem erfitt reyndist að fá uppgefnar hverjar væru. En þar mun það skýrt að bannað er að þiggja boðsferðir viðskiptavina. Það á einnig við um starfsmenn borgarfyrirtækja. Alfreð segir að flugið til Japans og heim kosti um 100 þúsund krón- ur á hvem farþega. Borgin greiðir fargjöldin og einnig uppihaldið ytra auk dagpeninga. Farseðlarnir vora tilbúnir hjá Samvinnuferðum í gær. Ferðin er ekki farin vegna þriðja rafalsins, sem keyptur verður frá Mitsubishi samkvæmt viljayfirlýs- ingu sem aðilarnir undirrituðu síðastliðið haust. Alfreð segir að ferðast sé í öðrum tilgangi, til að heimsækja Tokyo sem menningar- borg og fræðast um hana og ekki síður að kynnast nýrri tækni Jap- ana, sem leiða ljósleiðara um hol- ræsi borganna í stað þess að grafa upp götur. Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitu Reykjavík- ur, hefur kannað þessa tækni og skoðar hana betur í Japan. Alfreð segir að þessi tækni gæti sparað borgarbúum stórfé, ef hún hentar okkur. Hins vegar staðfestir Alfreð Glímumenn semja við söðlasmið í framhaldi af frétt DV frá í gær um íslenska glímubúninginn og skort á honum í verslunum hafa reykvískir glímumenn bundist samtökum um úr- bætur. Skipuð hefur verið nefnd til að finna nýtt efni í búninginn og verður bandarískt gæðaefni, sem meðal ann- ars er notað í körfuboltaskyrtur, lík- lega fyrir valinu. Þá eru glímumenn að ganga frá samningum við gamal- reyndan söðlasmið um gerð glímubelt- isins sjálfs sem er ólin sem liggur um mitti og lær glímumannsins. Glímu- skórnir verða áfram framleiddir á Skagaströnd þar til annað verður ákveðið. „Glímuskómir hafa lengi verið eitt aðalvandamálið við glímubúninginn. Hér áður fyrr gátum við notað banda- ríska hnefaleikaskó en þeim hefur verið breytt á síðustu árum þannig að þeir henta ekki lengur," sagði Hörður Gunnarsson, fyrrverandi formaður glimudeUdar Ármanns. -EIR Röskva fagnar á kosningavöku í gær. DV-mynd Teitur Kosið í Háskólanum: Vaka vann á Kosið var til stúdenta- og há- skólaráðs í Háskóla íslands í gær. Röskva, félag vinstri sinnaðra stúd- enta, sigraði í kosningum tU stúd- entaráðs og hlaut 52,1 prósent at- kvæða en Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, hlaut 43,6 prósent at- kvæða. Vaka náði aö saxa nokkuð á það mikla forskot sem Röskva hefur haft undanfarin ár í stúdentaráði en Röskva heldur meirihluta sínum í ráðinu eftir kosningamar i gær. Einn fuUtrúi frá hvorum lista var kjörinn í háskólaráð. Kjörsókn var um 42 prósent, sem telst nokkuð slakt, en hún var um 47 prósent í fyrra. -hb að höfuðstöðvar Mitsubishi verða heimsóttar í leið- inni og munu borgarfuUtrúar sitja boð fyrir- tækisins. Sigfús segir að ferðalag Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur til Japans sé í raun gömul saga. For- stjórinn var verkfræðingur við Kröfluvirkjun á sínum tíma en er núna æðsti maður. Hann hafi fylgst vel með framvindu mála hér þegar Mitsubishi seldi tvær túrbín- ur að NesjavöUum. Þá hafi hann boðið borgarstjóranum til Japans. Ekki hafi orðið af þeirri ferð fyrr en nú. Jóna Gróa urðardóttir. Svínarí Frétt DV í gær vakti undrun margra. Fleimm en ESA þykir sjálf- sagt að til útboðs komi. Stjórnarand- stæðingar í borgarstjóm voru harð- orðir. Guðlaugur Þór Þórðarson var inntur álits: „Þama erum við að tala um 600 miUjónir króna og attt að miUjarð. Þetta era ettaust góðir hreyflar frá góðu fyrirtæki, en engu að síðm- er það afar sérkennilegt að menn skuli ekki ætla i útboð sem slíkt og skrifi undir vUjayfirlýsingu um slík kaup. Ég undrast þessi vinnubrögð,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfuU- trúi í gær. SamkeppnisaðUar vom enn frem- ur undrandi og reiðir. Karl Ormsson, forstjóri Bræðranna Ormsson hfl, sagði: „Ég vil ekki tala um þetta svínarí." Þar skírskotaði hann ttt samninga sem gerðir voru við Mitsubishi snemma árs 1997 og síðan viljayfir- lýsinguna sem undirrituð var síðast- liðið haust. -JBP Hanna Kristín Didriksen snyrtifræöingur hefur nóg að gera. Höfuöborgarsvæöið: Vantar 300 snyrtifræðinga „Það er alveg ljóst að það verður skortur á snyrtifræðingum á meðan Fjölbraut í Breiðholti útskrifar ekki nema sex tU átta á ári. Það er hins vegar nóg af förðunarfræðingum og það er aUt annað,“ segir Hanna Kristín Didriksen, snyrtifræðingur á Laugaveginum í Reykjavík. Að mati þeirra sem best þekkja ttt í snyrtivörugeiranum vantar um 300 snyrtifræðinga í Reykjavík. Förðunarskólar útskrifa aftur á móti svipaðan fjölda árlega en Hanna Kristín segir að það bæti ekki upp skortinn: „Förðun er ágæt á fóstudags- og laugardagskvöldum en snyrtingin er nauðsyn alla daga. Það vantar snyrtifræðinga í snyrtivörabúðir, hjá heildsölum og á snyrtistofur víða um bæinn. Sjálf gæti ég ráöið fimm snyrtifræðinga strax í dag og þeir hefðu nóg að gera,“ segir Hanna Kristín. Uppi eru hugmyndir um að rýmka inntökuskUyrði á snyrti- fræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti tU að mæta þessum vanda en fagið er ekki kennt annars staðar. Förðun er hins vegar kennd á námskeiðum á minnst sex stöðum í Reykjavik. -EIR Stuttar fréttir i>v Bókhaldið í klessu Leikfélag Akureyrar hyggst standa fyrir heilsársrekstri í framtíðinni. Vond afkoma og bók- haldsbrestur fráfarandi leikhús- stjómar, auk annarrar óvissu, setur félaginu þó þröngar skorð- ur. Dagur segir frá. Risasamtök VSÍ og önnur félög atvinnurek- enda renna saman í ein stór og mið- stýrö samtök ef samningavið- ræður sem nú standa yfir ganga upp. Þór- arinn V. Þórar- insson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir í sam- tali við Dag að á annað ár hafi ver- ið í athugun búa ttt sterkara og ódýrara félagsumhverfi. M&M í hljóðbækur Mál & menning hefur tekið að sér dreifingu á hljóðbókum frá Hljóðbókaklúbbi Blindrafélags ís- lands og þjónustu við klúbbfélaga. Fyrsta hljóðbókin i þessu samstarfi er í þann veginn að koma út, en það er Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálmsson sem höfundur les. Ljósleiðari í klóakið Orkuveita Reykjavíkur hefur hug á að hefja samkeppni við breiðbandskerfi Landssímans með rekstri gagnaflutningskerfis um ljósleiðara, sem lagt yrði um skolpkerfi borgarinnar að jap- anskri fyrirmynd. Þetta kemur fram í frétt í DV í dag. Villimennska „Sú viUimennska sem viðgengst innan raða út- gerðarmanna með því að stela af launum sjó- manna hefur neytt okkur tU að vera óvægnir," segir Konráð Alfreðs- son, formaður Sjómannafélags Eyja- tjarðar, við Dag. Hraðar hendur Lögregla á Akureyri kom upp um stórfeUt sígarettusmygl hol- lensks skipstjóra á flutningaskipi frá Panama. Málið var upplýst fyrir hádegi. Þá var ákært og dómur faUinn fyrir síðdegiskaffi. Kært vegna hunda Reykjavíkurborg hefur verið stefnt fyrir aðgerðir gegn hunda- ræktarbúi fyrir 3 árum og krefst ræktandinn mUljóna króna í skaðabætur. Vísir.is segir frá. Sótti bryggjuna Björgunarsveitarmaður á Þórs- höfn, Guðmundur S. Sigurðsson, stakk sér til sunds og tókst að koma taug i flotbryggju sem slitn- aði frá landi í smábátahöfninni á Þórshöfn í aftakaveðri um helg- ina. Morgunblaöið sagði frá. Heimilishagir ráða Breytilegm- bakgrunnur nem- enda á meiri þátt í mismunandi ár- angri grunnskólanema í Reykjavík á samræmdum prófum í 10. bekk en mismunandi innra starfi skólanna. Morgunblaðið sagði ffá. Loðnan rýr Meðalþyngd loðnu á yfirstand- andi vertíð er sú minnsta sem mælst hefur í tvo áratugi. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, telur að leita verði skýringa tU óvenju- legra aðstæðna í hafinu. Morgun- blaðið segir frá. Hrafninn í hættu Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræði- stofnunar, telur að islenski hrafiiinn sé í út- rýmingarhættu. Um 8.000 hrafn- ar era skotnir árlega hér á landi. Stöð 2 sagði frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.