Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 17 Raunveruleg samkeppni um fasteignalán að hefjast: Kalt stríð um hús næðislán - förum að leikreglum, segja talsmenn Landsbankans Kalt stríð hefur brotist út milli Landsbankans annars vegar og fé- lagsmálaráðuneytisins og íbúða- lánasjóðs hins vegar vegna fyrir- hugaðra heimilislána Landsbank- ans. Heimilislánin fyrirhuguðu hafa greinilega velgt hinu opinbera húsnæðislánakerfi talsvert undir uggum því að bæði félagsmálaráð- herra og stjómarformaður íbúða- lánasjóðs hafa sakað Landsbankann um að ætla að færa sér í nyt til hins ýtrasta lög um vaxtabætur með ákveðnum tilfæringum sem miði að því að lækka greiðslubyrði af lán- um á lánstímanum. Líklegt megi því telja að ríkisvaldið eigi eftir að bregðast með einhverjum hætti við .. þessari notkun á vaxtabótakerfinu, sem er ætlað til að styðja þá sem minna mega sín. Gera má ráð fyrir þvi að þessi notkun á vaxtabótakerfmu geti kostað ríkis- sjóð verulegar fjár- hæðir í vaxtabót- um,“ segir í frétt frá íbúðalánasjóði. Bankinn svaraði því til að hann spil- aði eftir þeim leik- reglum sem löggjaf- inn hefði sett. Lög- gjaflnn hefði sett lög og reglur um vaxtabætur og eft- ir þeim ætlaði bankinn að fara. Ef þessar ásakanir þýði það að til standi að breyta vaxtabótakerfinu í náinni framtíð verði það vart gert í einu vetfangi án þess að það komi niður á einhverjum. En lítum eilít- ið nánar á hvað í boði er hjá þess- um keppinautum. Lán með líftryggingu Hjá íbúðalánasjóði standa íbúða- kaupendum til boða húsbréfalán til annaðhvort 25 eða 40 ára og eru vextir um þessar mundir 5,1%. hjá Veðdeild Landsbankans standa til boða heimilislán til 30 ára og eru vextir af þeim 5,5 til 5,65%. Ef tekið er lán með söfnunarlíf- tryggingu er hægt að velja lánstíma frá 15 upp í 30 ár. Samkvæmt upp- lýsingum Jakobs Ámasonar, lög- fræðings hjá markaðssviði Lands- bankans, eru heimilislánin allt að 10 milljónir króna og veðsetningar- hlutfall fasteigna er frá 65% upp í 75% af kaupverði eignar. Hæst er það þegar um er að ræða lán með söfnunarlíftryggingu. Almennt er lánshlutfallið 65% en 70% þegar fólk er að kaupa sina fyrstu íbúð.Til að fá lán þarf fólk að skila inn öll- um gögnum um fjárhags- stöðu, m.a. greiðslumati, svipað eins og þarf hjá íbúðalánasjóði. Þeg- ar Veðdeild hafa borist upplýsing- amar tekur innan við tvo daga fyrir bankann að ákveða hvort umsækjandi uppfylli skilyrði til lántöku. Veðflutningur heimill hjá Veðdeild Einn er sá reginmunur á lán- um íbúðalánasjóðs og Veðdeild- ar Landsbankans að heimilt verður að flytja veð fyrir veð- deildarlánunum milli fast- Sex milljón króna húsnæðislán - mikill munur á vaxtabótum Greiöslubyrði á mán. 27.650 35.739 Til söfnunar á mán.* 7.718 0 Samtals greitt 35.368 35.739 Vaxtabætur á lánstíma 4.188.354 2.016.794 Netto vextir * * 2,25% 2,85% *Viö þennann lið bætist iðgjald líftryggingar ] **Vextir að frádregnum vaxtabótum eigna. Veðflutningar hafa raunar ekki tíðkast á fasteignatryggðum lánum á íslandi fram til þessa. Þetta þýðir það að selji lántakandi eign- ina sem hann veðsetti fyrir heimil- isláni hjá Landsbankanum getur hann flutt veðið á nýja eign sem hann kaupir síðar. Lánið getur því fylgt lántakandanum þar til það er að fullu greitt en ekki húseigninni sem það var tekið út á í upphafi. Með þessu geta lántakendurnir losnað við að taka ný lán þegar þeir skipta um húsnæði og þannig spar- að sér stimpilgjöld í framtíðinni en þess má geta í þessu sambandi að fjölskyldur skipta um íbúðarhús- næði að meðaltali um fjórum sinn- um á ævinni og þurfa að greiða lán- tökugjöld og stimpilkostnað í hvert sinn. „íslendingar hafa ekki haft orð á sér fyrir mikla fyrirhyggju en með því að gefa kost á láni og söfnunar- líftryggingu viljum við aðeins breyta því,“ segir Jakob. Hann seg- ir að í rauninni sé um að ræða skuldartryggingu því að í henni felst að ef lántakandi fellur frá er lániö borgað upp eins og það þá stendur. Þetta skýrist best á með- fylgjandi grafi sem sýnir hvemig og hvenær líftryggingarhluti og skuld- arhluti dæmisins skarast. -SÁ Fjárfestingar íslendinga erlendis: 56 milljarðar í er- lendum verðbréfum - stærstur hlutinn fjárfestingar lífeyrissjóða (30%) (27%) Fjárfestingar íslendinga erlendis - eftir löndum (samtals 56 miljarðar) (Lúxemborg Bandaríkin Bretland Þýskaland Önnur löndj íslendingar hafa, eftir að flæði fjármagns milli landa var gefið frjálst, fjárfest í erlendum hlutabréf- um fyrir rúmlega 56 milljarða króna. Stærstur hluti þess er fjár- festingar lífeyrissjóðanna eða 46 mUIjarðar. Afgangurinn er fjárfest- ingar almennings í gegn um verð- bréfa- og hlutabréfasjóði og loks fjárfestingar banka og tryggingarfé- laga samkvæmt upplýsingum frá hagdeild Seðlabanka íslands. Hjá Seðlabankanum er unnið að því að greina fjárfestingar íslend- inga erlendis, m.a. annars í hvaða löndum er mest fjárfest. Þær athug- anir sýna að vinsælast hefur verið að fjárfesta í Lúxemborg. Þar á eftir koma Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Nokkuð er um að fólk stundi verðbréfaviðskipti og spá- kaupmennsku á Netinu í gegn um heimilistölvuna en Hagdeild Seðla- bankans á óhægt um vik að greina þær fjárfestingar sem þannig eru gerðar. Helst yrði þaö mögulegt með þvi að fylgjast með erlendum greiðslum á kreditkortum lands- manna en það yrði þó ekki einfalt mál að greina á milli hvað eru fjár- festingar og hvað er almenn neysla. Spákaupmennska á Netinu DV hefur rætt við ungan mann sem stundar verðbréfaviðskipti á Netinu. Hann aftók að koma fram undir nafni. Ungi maðurinn, sem er á 25. aldursári, hefur sérhæft sig í viðskiptum í Bandaríkjunum og er með gríðarlegar upphæðir undir í einu svo skiptir milljónatugum sem honum hefur tekist að byggja upp á fáum árum. í síðustu viku seldi hann t.d. hlutabréf í bandarísku fyr- irtæki sem þá var nýskráð á al- mennum hlutafjármarkaði. Bréfln keypti hann hins vegar fyrir þremur vikum þegar ljóst var að það stefhdi inn á almennan hluta- bréfamarkað. Hagnaður unga mannsins af þessum einu viðskiptum varð yfir 100 þúsund ísl. krónur. Ungi maðurinn er há- skólanemi. Hann segir þetta talsvert umfangs- mikið og tímafrekt og kosti mikla yfirlegu eigi það á annað borð að skila hagnaði. Tekjurnar hafi verið litlar í fyrstunni en að undanfómu hafi hann haft allgóðar tekjur af þessum viðskiptum. Vissu jafnvægi náð Hagfræðingar hjá Seðlabankanum segja við DV að er- lendar fjárfestingar íslendinga séu mun meiri en búast mætti við í því ljósi að vextir eru nokkm hærri hér á landi en í helstu fjárfestingarlönd- um íslendinga. Að öllu jöfnu ætti þessi vaxtamunur að færa fjármagn til íslands en ekki frá því. Ástæðan er fyrst og fremst sú að lífeyrissjóð- imir og aðrir fjárfestar eru fyrst og fremst að hyggja upp erlendar eign- ir til að dreifa fjárfestingaráhættu sinni. Seðlabankinn reiknar með því að erlendar fjárfestingar lifeyr- issjóðanna séu nú komnar í visst jafnvægi. Þeir hafi nú þegar fjárfest um 10% af heildareignum sinum er- lendis en minnki vaxtamunur hér heima og erlendis sé ekki ólíklegt að sjóðirnir fjárfesti allt upp í 20-30% af eignum sínum. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.