Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Utlönd 9 Skýrsla um lögregluna í London: Gegnsýrð af rasisma Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bað í gær móður svarts unglingspilts, sem myrtur var 1993, um að leggja sér lið í baráttunni gegn kynþáttahatri innan opinbera kerflsins. í skýrslu, sem birt var í gær, um rannsókn lögreglunnar í London á morði Stephens Lawrences er fullyrt að innan lög- reglunnar ríki stofnanabundið kyn- þáttahatur. Fimm hvítir menn voru sakaðir um að hafa stungið Lawrence til bana. Samkvæmt frásögnum breskra blaða hrópuðu mennimir slagorð gegn útlendingum við morð- ið. En lögreglurannsókn var ábóta- vant og enginn var ákærður fyrir morðið. Meira að segja innanhúss- rannsókn lögreglunnar á morðrann- sókninni var röng og óverjandi, að því er kemur fram í skýrslu dómar- ans Williams Macphersons sem kominn er á eftirlaun. „Það var bara ein ástæða fyrir morðinu. Hún var sú að Stephen var svartur," sagði Jack Straw, inn- anrikisráðherra Bretlands, í gær. Móðir Stephens Lawrences, Dor- een, sem gagnrýnt hefur morðrann- sóknina harkalega, sagði í gær að svartir unglingar væru enn óörugg- ir á götum úti. Lögreglan brást skyldum sínum frá fyrstu stundu. Enginn lögreglu- mannanna veitti til dæmis Stephen Lawrence skyndihjálp á morðstaðn- um. Yfirmaður lögreglunnar í London, Paul Condon, bað í gær fjöl- skyldu hins myrta afsökunar. Bandaríska söngkonan Lauryn Hill þurfti aöstoö viö aö halda á Grammy- verölaununum fimm sem henni hlotnuöust vestur í Los Angeles í nótt. Lauryn var fremst meðal jafningja á mikilli sigurhátíö kvenna. Framtíðarsýn færeysks ráðherra: Efnahagslegt sjálf- stæði innan 10-15 ára Tiliögur um hvemig gera eigi Færeyjar efnahagslega sjálfstæðar verða lagðar fyrir færeysku þjóðina og lögþingið í sumar. Sett hefur ver- ið á laggimar nefnd til að vinna að tillögunum. Þegar þær liggja fyrir verður farið í viðræður við dönsk stjómvöld. Þetta segir Hogni Hoydal, ráð- herra sjálfstæðismála í færeysku landstjóminni, að sé næsta stóra skrefið í þeirri viðleitni Færeyinga að öðlast sjálfstæði frá Dönum. Hogni er nú staddur á íslandi og flytur í dag fyrirlestur í Háskóla fs- lands um sjáÚ'stæðismál Færeyinga, hugmyndir sínar um framtiðina og um samvinnuna á Norður-Atlants- hafi. „Ég trúi því að innan tiu til fimmtán ára verði Færeyjar orðnar efnahagslega sjálfstæðar," segir Hogni í viðtali við DV. Færeyska lögþingið skipaði fyrir skömmu nefnd sem á að gera drög að nýrri stjómarskrá fyrir eyjamar og gengur sú vinna vel, að sögn Hogna. Drögin verða síðan borin undir þjóðaratkvæði á næsta ári. Ef allt gengur eftir fá Færeyjar fullveldi á næsta ári, svipað því sem ísland fékk árið 1918. Að fullveldinu fengnu verður farið að vinna að því að lækka styrki danska ríkisins til Færeyja þar til þær geta staðið á eigin fótum í efnahagslegu tilliti. Sjálfstæðismálið hefur verið mik- ið hitcunál á lögþinginu í vetur þar sem stjómarandstaðan hefur lagst gegn hugmyndum landstjómarinn- ar. Þegar tiúagan um stjómarskrár- nefndina var tekin fyrir deildu þing- menn hart og haldnar vom tilfmn- ingaþmngnar ræður. Svo fór þó að lokum að tillagan var samþykkt, enda nú í fyrsta sinn í mörg ár meirihluti á þingi fýrir auknu sjálf- stæði Færeyja. Fulltrúar allra flokka eiga sæti í stjómarskrárnefndinni og trúir Hogni Hoydal því að eining náist um málið. „Ég tel að því lengur sem menn vinna að hinum praktísku atriðum, þeim mun nær færumst við því að eining verði um máliö,“ segir Hogni Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála í færeysku landstjóminni. ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn I rúðum og speglum • • styrktarbita I hurðum • • samlitaða stuðara • á ótrúlegu verði • Hátt og lágt drif - byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíöa: www.suzukibilar.is VITARA TEGUND: VERÐ: JLX SE 3d 1.580.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 KR. GLASGOW sófi, klæddur glæsilegu efni, lausar sessur, bólstraður með kaldsteyptum svampi. Fæst í ýmsum litum og gerðum áklæða. 3ja sæta sófi L220 sm kr. 79.920,- 2ja sæta sófi L200 sm kr. 71.960,- BANGALORE skápur með glerhurð úr fornfáðum býflugnavaxbornum seesham-viði B90 x H165 x D40 sm kr. 49.860,- COLOBA sófaborð úr fornfáðum, býflugnavax- bornum seesham-viði B75 x L135 sm kr. 29.970,- HÚSGAGNAHÖLUN -þar sem úrvalið er meira! Bíldshöfði 20-112 Reykjavík Sími 510 8000 BANGALORI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.