Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Einmana búraþjóð vestræn Öll ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, nema ísland, hafa ritað undir Kyoto-sáttmálann um minni los- un skaðlegra efna út í andrúmsloftið. ísland er eina vest- ræna ríkið, sem ekki tekur þátt í þeim metnaði mann- kyns að skila afkomendum okkar vistlegri hnetti. Sum vestræn ríki eru orðin svo vistvæn, að þau hafa miklar tekjur af þeirri stefnu sinni. Svisslendingar hafa eflt stöðu sína sem ferðamannaland með því að leggja niður öll álver í landinu og Þjóðverjar hagnast á fram- leiðslu og sölu umhverfisvænna véla af ýmsu tagi. Þegar menn og þjóðir setja sér háleit markmið, eru þau hvati til að gera betur en ella. Þeir, sem ná markmið- unum fyrr en aðrir, hafa yfirleitt hag af að selja þekk- ingu sína og verkkunnáttu til annarra, sem skemmra eru á veg komnir. Þannig hafa Þjóðverjar farið að. íslendingar hafa mikla möguleika á að fara á undan með góðu fordæmi og góðum arði. Bezta dæmið um það eru þýzk-íslenzku tilraunirnar til að knýja skip og bíla með vetni. Við getum orðið þjóða fyrstir til að hverfa frá notkun olíu og benzíns og selja öðrum þekkinguna. Skipti úr olíu og benzíni yfir í vetni verður væntan- lega stórtækasta aðgerð mannkyns til að minnka losun skaðlegra efna út í andrúmsloftið. Þjóðirnar, sem taka forustu í því efni, munu ekki eiga í neinum vandræðum með að standa við háleit markmið sín. íslenzka ríkisstjómin kýs að fara ekki þessa leið. Hún neitar að rita undir Kyoto-sáttmálann, ein vestrænna ríkisstjóma. Hún vekur alþjóðlega athygli á okkur með því að neita að setja sér svipuð markmið og ríkisstjórn- ir annarra vestrænna ríkja hafa gert. Fremstur í metnaðarleysinu fer helzti óvinur íslenzkr- ar náttúru, Framsóknarflokkurinn, með ráðherra utan- ríkismála og orkumála í broddi fylkingar, formann og varaformann flokksins. Þeir hafa frosið inni með kosn- ingaloforð um vanhugsað álver á Reyðarfirði. Þetta verða tveir síðustu íslendingarnir, sem falla frá órum um uppistöðulón í Eyjabökkum. Engum, sem hef- ur séð myndir og kvikmyndir frá svæðinu, blandast hug- ur um, að þarna verður aldrei leyft neitt uppistöðulón, hvað sem fjandmenn náttúrunnar bölsótast. Svo frosnir eru metnaðarleysingjarnir að þeir hafa að undanförnu verið að reyna að túlka orð og gerðir ráða- manna Norsk Hydro um, að álver á Reyðarfirði verði ekki á dagskrá á næstu árum, sem eins konar yfirlýsingu um, að álverið sé samt á dagskrá Norsk Hydro. Sorglegt er að búa við ríkisstjórn og ráðherra af þessu tagi. Það er niðurlæging fyrir þjóðina í heild á alþjóða- vettvangi, að utanríkisráðherra skuli ekki vilja setja þjóðinni sömu markmið í framfaramálum og aðrar vest- rænar þjóðir. Það setur okkur á þriðja heims stig. Túristar ríkisstjómarinnar hafa verið að gæla við Mexíkó og Malasíu, Mósambík og Malaví. Þeir hafa meira að segja látið sér detta í hug að koma upp sendi- ráði á slíkum stöðum, eins og þeir séu að reyna að flytja íslendinga yfir í ömurlega sveit þriðja heimsins. Samt höfum við dæmin í kringum okkur, sem sanna, að Vesturlönd auðgast hraðar en þriðji heimurinn og að forusturíki umhverfismála hagnast beinlínis á því að setja sér háleit markmið, sem kostar fyrirhöfn að standa við, en framkalla um leið seljanlega þekkingu. Himinhrópandi er munur viðhorfa framsýnna ráða- manna Þjóðverja og skammsýnna ráðamanna íslendinga til þeirra mála, sem varða framtíð okkar á jörðinni. Jónas Kristjánsson „Það á að malbika Þingvelli. - Þetta er afmælisgjöf kirkjunnar til þjóðarinnar," segir Úlfar í grein sinni.. Á að malbika Þingvelli? Hefði einhver haft hugmyndaflug og kjark til þess að setja mig í kristnihátíðar- nefnd fyrir árið tvö þúsund væri annað uppi um hin fyrirhug- uðu hátíðarhöld en nú er. Ég hefði lagt til að prestum landsins yrði boðið að fara i 40 daga útilegu í Ódáða- hraun að þekktri fyr- irmynd svo að þeir gætu hugsað sitt ráð. Þetta mundi vekja heimsathygli, sem er eitt aðalatriði og markmið mikilla veisluhalda. Fuglar himinsins Síðan hefði ég lagt til að skilið yrði á milli kristni og kirkju á meðan þjónar henn- ar væru úti í auðn- inni. Þegar þeir kæmu til byggða, því allir kæmu þeir aftur eins og sjóaramir frá Akranesi i sálminum, væri hafin ný kristniöld í landinu. Þá væru prestar hvergi á launa- skrá, en litu þess í stað til fugla himinsins. Kirkjumar hefðu verið teknar i almennt brúk sem dag- heimili fyrir unga og aldna, tón- listarhús, leikhús og til hvers annars sem þjóðin vildi nota þær. Predikarar, friðflytj- endur og kvæðamenn fengju þar aðgang eft- ir því sem þeir teldu sig þurfa og þegar röðin kæmi að þeim. Þetta myndi ekki síð- ur vekja athygli heimsins en eyði- merkurgangan sem er nauðsynlegt fyrir þjóðina. sem hún vinnur eins og síra Andri í gömlu lestrarbókinni úr barna- skólanum; gerir eins og fyrirrenn- arinn gerði. Hún stefnir þjóðinni á ÞingvöO. Á upplýstum tímum lærist eitt og annað með hægðinni. Sumarið 2000 á að forðast líkt umferðaröng- þveiti og varð þegar landinn skundaði þangað síðast. Það á að leggja vegi. Það á að búa til bíla- stæði. Það á að malbika ÞingveUi. - Þetta er afmælisgjöf kirkjunnar til þjóðarinnar. Vegna þessara fyrirhuguðu gleðiláta spyr ég að því hvort Al- þingi hafi gefið leyfi til þess að malbika í þjóðgarðinum, hvort þingmenn hafi fengið að sjá teikn- ingar af fyrirhuguðu jarðraski og hvort ekki sé rétt að kristnihátíð- amefnd verði látin gangast fyrir svokaUaðri grenndarkynningu á framkvæmdum svo þjóðin megi heyra þann nýja boðskap sem biskupar hennar boða við ald- arlok og sjá svart á hvítu hvaða örlög bíða vaUanna við Öxará. Heimsspurn Þegar kirkjan vígði sér biskup fyrir nokkru var ekki unnt að standa að verkinu á til þess vígðum stað vegna þess að þar voru ekki nógu mörg herðatré fyrir gestina. Og enn fjölgar í veislunni; helmingur þjóðar- innar farinn að búa sig uppá og at- hygli heimsins á leiðinni. Því er spurt: Hvað á að gera við kápumar? Úlfar Þormóðsson Kjallarinn Ulfar Þormóðsson rithöfundur Sjá, hinn nýja sið! Meinið er bara það að ég var ekki settur í nefndina. Kannski er það þess vegna „A upplýstum tímum læríst eitt og annaö með hægðinni. Sumar- ið 2000 á að forðast líkt umferð- aröngþveiti og varð þegar land- inn skundaði þangað síðast. Það á að leggja vegi. Það á að búa til bílastæði." Skoðanir annarra Aðkeyptar upplýsingar í sakamálum? „Nauðsynlegt er að um sérstakar rannsóknarað- ferðir gUdi skýrar reglur. Það hefur ítrekað verið bent á það af hálfu flkniefnalögreglunnar að slík heimild þurfi að vera til staðar og þar sem við búum við vaxandi sölu og neyslu fikniefna, þarf að vera mögulegt að beita öUum ráðum tU að sporna við þessari þróun. Ég tel einnig að til staðar þurfi að vera reglur um vitnavernd, sem tryggi öryggi vitna viö rannsókn mála.“ Margrét Frímannsdótir í Degi 24. febr. Aðhaldiö aukið „Við þær aðstæður sem hér hafa verið að skapast að undanfórnu er deginum ljósara að nauðsynlegt er að skapa aðhald að þeirri þenslu sem hér hefur ver- ið að grafa um sig. í því sambandi er það virðingar- verð viðleitni hjá ríkisstjórninni að hvetja til aukins lífeyrissjóðssparnaðar, en það hefur reynst hvergi nægjanlegt. Því ber að fagna 0,4% vaxtahækkun Seðlabankans, sem tUkynnt var um í dag, og reglum um auknar lausafjárkvaðir á lánastofhanir. Hér er verið að koma framan að hlutunum, sem er ólíkt því sem íslenskir kjósendur áttu að venjast árið 1991, þegar vöxtum var haldið aUtof lágum vegna kom- andi kosninga og það óvinsæla verkefni beið nýrrar ríkisstjórnar að beygja sig fyrir raunveruleikanum." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 24. febr. Hvar voru stjörnurnar? „Mörg hundruð manns komu saman á glæsilega móttökuhátið á 100 ára afmæli KR 16. febrúar 1999 í Ráðhúsi Reykjavíkur...Eftir ræðurnar og kafFisam- sæti tók við úthlutun á sUfri, guUi og stórriddara- krossum til stjóma, nefnda og sjálfboðaliða sem vinna ómetanlegt starf í þágu félagsins og var upp- talningin og afhendingin löng og mannmörg. En eitt- hvað vantaði. Hvar voru stjörnurnar?...Sjálfboðaliðar eru ómissandi i hverju félagi og vinna ómetanlegt starf. En það em stjörnurnar sem eiga að fá að skína. Án þeirra væri kvöldhiminninn dapur á vetrarsíð- kvöldum...Það eru nefnUega bara stjörnumar sem skína og skipta máli. Við hin erum bara stjörnuryk." Ólafur H. Hannesson í Mbl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.