Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 20
24 &ikmyndir FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1999 903 • 5670 Laugarásbíó - Clay Pigeons: Traustur vinur. Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu: 4 Pú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. 4 4 Pú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Þá heyrir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. 4 Pú leggur inn skilaboð eftir hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. 4 Þá færö þú aö heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu: 4 Þú hringir í slma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara atvinnuauglýsingu. 4 4 Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. 4 Þú leggur inn skilaboð eftir hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. 4 Þá færð þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. 1 Þegar skilaboöin hafa veriö geymd færð þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. 4 Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valiö 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar ayglýsandans ef það er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 903 • 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrlr alla landsmenn. iririr Ég myndi ekki vilja hitta Vince Vaughn í dimmu öngstræti þótt hann sé aga- lega sætur. Hann er bara einum of sannfærandi sem fjöldamoröinginn Lester Long og ég get varla beðið eftir að sjá hann fróa sér sem Nor- man Bates. En samt, hann er góður vinur vina sinna. Ef þú átt kærustu sem þú vilt losna við sér hann um það og hann gerir allt til að reyna að ná þér úr fangelsi, meira að segja að drepa aðra vinkonu þína, ung- lingsstelpuna sem þú passaðir. Kvikmyn, da GAGNRYNI Leirdúfan er Clay Bridwell (Joaquin Phoenix), einn af þessum afskaplega góðu piltum sem finnur sig skyndilega í óþægilegri aðstöðu. Besti vinur hans, Earl, skýtur sig því Clay hélt við konuna hans, Amöndu, og lætur líta út fyrir að Clay sé morðingi. Clay þarf nú bæði að koma af sér sök og segja Amöndu upp. En það bjargast því í staðinn fyrir Earl eign- ast hann nýjan vin sem síðan myrðir Amöndu. Því miður tókst Amöndu i milli- tíðinni að stúta nýju kærustu Clay og þar með þarf hann að fela annað lík... Og siðan fara líkin að hrannast upp, því nýi besti vin- urinn Lester er óvart fjöldamorðingi og Clay i vond- um málum. Bæði leik- stjóri og hand- ritshöfundur eru nýliðar og þeir ætla sér greini- lega mikið með þessari mynd sem ber bæði merki Tarantino Lester Long (Vince Vaughn) og Amanda (Georgina Gates) og Cohen- eru örlagavaldar Leirdúfunnar bræðra, og þrátt fyrir að þeir ætli sér á stundum aðeins of mikið þá verður það að segjast eins og er að þeim tekst bara ansi vel upp. Það er mikið til að þakka skemmtilegum persónum og frá- bærum leik, en þeir smástrákam- ir Vince og Joaquin eru stórgóðir í sínum hlutverkum. Janeane Garofalo (sú eftirminnilegasta úr Romy and Michele) er jafnvel enn betri sem eitilhörð FBI-lögga, Déde Shelby, og önnur hlutverk em almennt vel mönnuð. Þetta er kannski ekki frumlegasta eða markverðasta mynd ársins, en hún er svo sannarlega skemmti- leg, ekki síst fyrir hvað hún hafði góðan húmor fyrir sjálfri sér og persónum sínum. Leikstjóri: David Dobkin. Handrit: Matthew L. Healy. Kvikmynda- taka: Eric Edwards. Tónlist: John Lurie. Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Georgina Gates, Scott Wilson, Vince Vaughn, Janeane Garofalo. Úlfhildur Dagsdóttir !§M 10 í Bandaríkjunum - aösókn dagana 19. - 21. febrúar. Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur Mel Gibson vill fá endurgreiöslu í Payback. Mel Gibson aftur á toppinn Vinsældir Mel Gibson eru miklar og hann leyföi Kevin Costner ekki aö vera nema eina viku I efsta sæti listans og er nýjasta mynd kappans, Þayback, aftur komin í efsta sætiö. Annars eru litlar breytingar á listanum þessa vikuna enda var lítiö um stórar frumsýningar. Um næstu helgi verður aftur á móti spennandi aö sjá hvernig viötökur spennumyndin 8MM fær, en í henni leikur Nicolas Cage aöalhlutverkiö. Sú nýja mynd sem hæst fer er October Sky sem er frá Universal og sérstaklega ætluö kvenfólki, enda fór þaö svo aö konur 25 ára og eldri fjölmenntu á myndina og sögöust I 90% tilfella myndu mæla meö henni viö vinkonur sínar. í vikunni geröist þaö aö Saving Private Ryan varö aösóknarmesta kvikmynd sem gerö var áriö 1998 og leysti Armageddon af hólmi í því sæti. Þær kvikmyndir sem flestartilnefningar hafa fengið til óskarsverölauna eru yfirleitt í góöum glr þessa dagana og stíf og góö aösókn á þær. Tekjur Heildartekjur 1. (2) Payback 10.268 57.147 2.(1) Message in Bottle 10.042 32.129 3. (3) My Favorite Martian 6.911 19.935 4. (-) October Sky 5.905 5.905 5. (5) Blast from the Past 5.839 16.509 6.(6) Shakespeare in Love 5.827 54.127 7. (4) She's All That 5.288 49.391 8. (-) Office Space 4.231 4.231 9- (8) Rushmore 2.804 9.758 10. (7) Saving Private Ryan 2.417 203.152 11. (11) Life Is Beautiful 2.350 24.666 12. (9) Patch Adams 1.742 129.358 13. (-) Jawbreaker 1.603 1.603 14. (10) Varsity Blues 1.584 50.231 15. (-) Affliction 1.111 2.115 16. (20) Ellzabeth 1.098 21.038 17. (12) The Thin Red Line 0.932 34.370 18. (17) The Rugrats Movie 0.901 97.388 19. (15) Waking Ned Devine 0.787 21.319 20. (13) A Civll Action 0.770 55.150 Saga-bíó - Hamilton: Hasarmynd fátæka mannsins if Hamilton fær eitt prik fyr- ir þá skemmtilegu ósvífni að ganga gegn hinni viðteknu skoðun að Evrópumönnum (sér í lagi Skandinövum) beri að forðast að gera myndir á forsendum Hollywood. Einhverjum ofurhugum í Svíþjóð (já Svíþjóð) hefur sem sagt dottið í hug að gera hasarmynd í þjóðrembustíl um ofurhetju sem elt- ist við illmenni, kálar þeim og bjargar heiminum í leiðinni. Bruce Willis snýtir svona myndum úr nös sem og Stallone, en þeir hafa á bak við sig haug af peningum og ára- tugareynslu sem orðin er afskap- lega straumlinulöguð. Svíarnir bjóða okkur heimamanninn Peter Stormare, sem vissulega er flottur, þeir tjalda líka öllu til en það er ekki nóg. Ef Hollywood-hasarmyndin er Porsche þá má líkja HamUton við Trabant, það eru fjögur hjól undir bílnum en þar end- ar samanburðurinn. Þegar svo ofan á bætist að leikstjór- inn virðist ekki hafa kynnt sér nægilega undirstöðuaat- riði persónugerðar í svona tegund mynda er útkoman vandræðalegur bastarður, líkt og þessar myndb sem fram- leiddar eru fyrir myndbanda- markaðinn í Austrmlöndum fjær. Það er hreinlega pínlegt að sjá klassaleikara á borð við Stormare og Olin þræla sér í gegnum þennan óskapnað, en Mark HamUl (Luke Skywalker) er í essinu sínu; kannski af því að hann skUur form- ið og tekur öUu mátulega alvarlega, en kannski af því hann talar amer- ísku sem er jafn óaðskUjanlegur hluti svona mynda og italskan er óperunnar. Jú, hinir tala ensku líka en hver með sínu nefi og Sví- amir eru illa döbbaðir (þeir tala sænsku upphaflega), svo aUt er þetta svolítið út úr kú. Hamilton er sumsé sænskur sér- sveitarmaður, sem sendur er tU Rússlands tU að stoppa af sölu á kjarnorkuflugskeyti en kemst að því að hann hefur verið gabbaður og bomban er komin tU Libýu þar sem heimamenn hyggja á óskunda. Með fulltingi CIA og bandaríska hersins, auk PLO (því Sviar eru aUra vinir), heldur Hamilton til Austurlanda nær til að stöðvá kjarnorkuþrjótana. Á meðan ógnar vondur KGB-maður kærustu Hamiltons þar sem hún bíður þolin- móð í tæknivæddum kastala ofur- hetjunnar og gerast þá góð ráð dýr fyrir hetju vora. Allt er þetta ágæt- is upplegg í hasar en fer fyrir lítið, þar sem aUa stemningu vantar. Hasarmyndaformið lýtur nefni- lega ströngum lögmálum og krefst trúmennsku. Það er auðvitað nú- tima útgáfa af hetjusögum og goð- sögnum fyrri tima og gerir þær kröfur til bæði kvikmyndagerðar- mannsins og áhorfandans að hann fyrirgeri vantrú sinni og fylgji hetj- unni af heUum hug, gangi helst inn í hana. Þetta er fantasíuheimur sem engu að síður verður að ganga upp í sjálfum sér. Ýmsir Evrópumenn hafa náð ágætum tökum á þessu, t.d. Luc Besson, Paul Verhoeven og Renny Harlin. Zwart á reyndar ágæta spretti í sviðsetningu átaka og sprenginga en þyrfti nauðsyn- lega að iæra nokkur trix varðandi persónusköpun. Það er enginn að tala um að kafa djúpt, en ofurlítið af sjarma og hæfilegur skammtur af geggjun gerði áhorfandanum auð- veldara að hafa á þessu einhvern áhuga og gaman. Til þess er jú leik- urinn gerður. Að lokum, hver sagði að norrænt samstarf væri lið- ið undir lok? Svíar skaffa pening- ana og flesta leikarana, leikstjórinn er norskur og aðstoðarleikstjórinn er enginn annar en íslendingurinn Gunnlaugur Jónasson sem hefur að baki langa reynslu sem upptöku- stjóri og framkvæmdastjóri, bæði hér heima og i Svíþjóð. Leikstjóri: Harald Zwart. Hand- rit: Jonas Cordell og William Aldridge. Tónlist: Trond Bjerknæs. Aðalhlutverk: Peter Stormare, Lena Olin, Mark Hamill. Ásgrímur Sverrisson Kvikmynda GAGNRÝNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.