Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 7 Fréttir Erlent vinnuafl áberandi á Vestfjörðum: Vil kvóta á hlutfall útlendinga - segir Sigurður Hafberg, fj ölbýlishúsaeigandi á Flateyri DV, Flateyri: Erlent vinnuafl er víða orðið hátt hlutfall af íbúatölu í vestfírskum sjávarplássum. Á sum- um stöðum er talað um að nauðsynlegt sé að kimna pólsku til að geta átt samskipti við ná- grannana. Þrátt fyrir áberandi fjölda útlend- inga þá hafa samskiptin við þá gengið nokkuð bærilega og flest er þetta harðduglegt fólk til vinnu. Sigurður Hafberg, um- sjónarmaður íþróttamið- stöðvarinnar á Flateyri, hefur þó ákveðnar skoð- anir á þeirri þróun sem átt hefur sér stað á Vest- fjörðum undanfarin ár. Hann óttast að litlu sam- félögin beri skaða af óheftum innflutningi út- lendinga, sem oftast taki engan þátt í félagsstarfi eða öðrum félagslegum samskiptum við íslend- inga. „Ég veit ekki hvort Sigurður Hafberg, forstöðumaður sundlaugarinnar á Flateyri og fjölbýlishúsaeigandi, vill stemma menn vilja túlka það stigu við fjölda útlendinga. DV-mynd Hörður sem kynþáttafordóma eða hvað, en ég vil samt að það sé settur kvóti á hlutfall útlendinga í þessum litlu samfélög- um. Ég vil ekki að út- lendingar fari að yfir- taka samfélagið. Dæmin sanna líka að það er ekki sama hvaðan fólk kemur. Pólverjarnir halda sig t.d. mikið út af fyrir sig og samlagast ekki samfélaginu eins og Júgóslavarnir," segir Sigurður. Hann tekur fram að viðhorf sín ráð- ist ekki af kynþáttafor- dómum. „Ég held að þessu verði þó ekki breytt öðruvísi en í gegnum fyrirtækin - það eru þau sem flytja þetta fólk inn. Segja menn þá ekki á móti að það fáist engir íslendingar til að starfa við fískvinnslu? Þá spyr maður sig aftur: „Ef sjávarútvegurinn skiptir svona miklu máli, hvers vegna vill þá enginn hvítur maður, eins og sagt er, koma nálægt Björgunarsveitir í Árnessýslu: Formaðurinn sambandslaus Ámundi Kristjánsson, björgunar- sveitarmaður frá Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi, segir ljóst að björgunarsveitamenn finni fyrir miklu öryggisleysi vegna bilunar í símboðakerfi Landssímans. Ámimdi, sem er formaður svæð- isstjómar björgunarsveita í Ámes- sýslu, segir boðleiðir hafa verið rofnar og frekar óþægilegt sé að þurfa að boða menn eftir öðrum leiðum ef til þess komi. Ámimdi er vörubílstjóri við Búrfellsvirkjim og verður þess vegna að vera á stöð- ugu ferðalagi og skrölti inn og út úr bílnum. Hann vill símboðann sinn í lag. „Ég hef verið sambandslaus þar sem ég er ekki með handfrjálsan farsíma. Ég þurfti að hringja í menn sem eru með mér í svæðis- stjórninni og hafa þá í viðbragðs- stöðu þannig að það næðist í ein- hvern í björgunarsveitinni," segir Ámundi. „Undir venjulegum kring- umstæðum tekur fimm mínútur að boða alla björgunarsveitina ef til útkalls kemur en núna getur það tekið allt að hálftíma þegar kerfið er bilað,“ segir Ámundi. Hann tel- ur að ekkert megi út af bregða á þessum árstíma enda sé þetta sá tími ársins þegar mest getur riðið á að símboðakerfið sé í lagi. „Ég er ekki sammála Halldóri Blöndal samgönguráðherra að þetta teljist ekki til öryggismála þar sem björgunarsveitir bjarga lífi fólks. Það er spurning hvort menn hafa sofið á verðinum með þetta og hvort þetta sé eitthvað sem menn geta átt von á með NMT- og GSM- kerfið, það verður auðvitað að at- huga,“ sagði Ámundi, áhyggjufull- ur, í gær. -hb Ámundi Kristjánsson bjargar fólki og vill símboðann sinn í lag. honum." Er ekki eitthvað skrítið um að vera? Þessir útlendingar eru flestir ágætisfólk og ekkert undan þeim að kvarta. Þó einn og einn svartur sauður sé þar innan um eins og gengur, þá má þó ekki stimpla allan hópinn út frá þeim,“ sagði Sigurður Hafberg. -H.Kr. 'SCHWAB Eldtraustir örggisskápar ✓ Nýtísku hönnun ✓ Margargerðir ✓ Hagstæð verð SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍIHI 581-4515 • FAX 581-4510 hugsaðulengra...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.