Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 13 Stormur í vatnsglasi Kjallarinn Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndaframleiðandi Stefnur og straumar í kvik- myndagerð hafa sprottið af pólitísk- um jarðhræringum og orðið að raun- veruleika þar sem tæknilegar forsend- ur eru fyrir hendi til að gera myndir. En hvað hefur mót- að íslenska og er- lenda kvikmynda- gerð og hvað er dogma-stefnan? Andspyrna gegn kerfinu Súrrealisma og bróður hans, dada- isma, var beint gegn borgarastéttinni á millistríðsárunum. Hann birtist m.a. í bókmenntum og myndlist og frægasta súrrealíska kvikmyndin er „Andalúsískur hundur" eftir Spánverjana Luis Bunuel og Salvador Dali. ítölsk nýbylgja mót- aðist fyrst og fremst af fátækt og fasisma á Ítalíu og af menningar- legum straumum frá Evrópu. Franska „endurreisnin" með God- ard og fleirum spratt upp úr akademísku umhverfi, eða „in- tellectual" andspyrna gegn kerf- inu. Þýsk kvikmyndagerð leið snemma fyrir pólitískar hremm- ingar þar sem margir af bestu kvikmyndaleikstjórum landins flúðu undan nasismanum, s.s. Billy Wilder. Spánverjar bjuggu við ritstjórn Francos frá því fyrir stríð til árins 1975, og Luis Bunuel gerði bestu myndir sínar á frönsku, kominn á sextugsaldur- inn og fjölda mynda gerði hann í Mexíkó. í Bandaríkjunum voru „film noir“-myndir og „Citizen Cane“ t.d. að prófa sig áfram með tækninýjungar, ljósnæmari film- ur, þróaðri linsur og stærri ljós sem settu mark sitt á stefnur. Og þegar Evrópa var að tala upp fólk íslensk kvikmyndagerð hefur tekið inn sitt Iftið af hverju, en helstu samstarfslöndin í gegnum tíðina, Norðurlönd og Þýskaland, hafa haft meiri áhrif en önnur lönd, segir m.a. í greininni. - Atriði úr kvikmyndinni Dansinum eft- ir Ágúst Guðmundsson fór USA að gera kúrekamyndir. Straumar í Evrópu Þeir straumar sem léku um Evrópu voru aðallega, að öðrum ólöstuðum, straumar Freuds, Nietzsches og Marx. Norðurlönd voru nokkuð laus við pólitískar hremmingar Evrópu, s.s. ritskoðim, en urðu fyrir áhrifum og byggðu líka upp iðnað. Það sem öll vestur-evrópsk kvik- myndagerð átti sam- eiginlegt, að Spáni undanskildum, var að þar byggðist upp hefð og iðnaður fyrir kvik- myndagerð. Auk þess bættist sjón- varp við og eftirspurn eftir myndefni jókst. Með því voru komin skilyrði fyrir kvikmyndagerð til að taka inn strauma og til urðu myndir sem urðu um leið tjáskipti, boð- skipti, hughrif og skiptu máli. Og fram komu höfundar sem settu mark sitt á listgreinina, sem kom ekki einungis fram í ölduróti hug- mynda heldur líka vegna þess að á bak við þá var iðnaður. í dag búa þessi lönd nokkuð vel að kvikmyndagerð og státa af höf- undum í fremstu röð, s.s Alma- dóvar, Luc Besson, Lars von Tri- er, Wenders o.fl. Dogma? íslensk kvikmyndagerð hefur tekið inn sitt lítið af hverju, en helstu samstarfslöndin í gegnum tíðina, Norðurlönd og Þýskaland, hafa haft meiri áhrif en önnur lönd. Þýskaland hefúr sérstöðu í þessu sambandi vegna eftirstríðs- áranna og það sem einkennir kvikmyndir þaðan er samfélagsleg meðvitund, realismi og hræðileg- ur húmor. Á Norðurlöndum að íslandi með- töldu hafa kvik- myndahöfundar verið uppteknir af eigin sögu og menningu og þessara áhrifa má sjá gæta á íslensk- um myndum. En hér er hins vegar ekki iðnaður held- ur „rassvasa- bissness". Til- gangur kvik- myndagerðar al- gjörlega óljós og hún er orðinn að „lone rider“. Dogma gengur út á að pússa rykið af gömlum vinnuaðferð- um (hvað svo?). En upp úr hverju sprettur dogma? Ekki neinu. Til hvers og hvað vill dogma upp á dekk? Það veit ég ekki. Er ekki dogma afsprengi hugsjóna- og hug- myndaleysis samtímans, eins og stormur í vatnsglasi? Einar Þór Gunnlaugsson „Á Norðurlöndum að íslandi með- töldu hafa kvikmyndahöfundar verið uppteknir af eigin sögu og menningu og þessara áhrifa má sjá gæta á íslenskum myndum. En hér er hins vegar ekki iðnaður heldur „rassvasabissness“.“ Starfsmannamál Ríkisútvarpsins í Sandkorni DV 16. febrúar sl., sem merkt er Reyni Traustasyni, er fjallað um málefni Ríkisút- varpsins. Ég get ekki látið hjá líða að gera nokkrar athugasemdir vegna þessa. í fyrsta lagi finnst mér að blaðamaðurinn hefði getað látið þess getið um Leif Hauksson að hann er ekki bara einn af vin- sælustu og færustu útvarpsmönn- um þjóðarinnar heldur var hann um árabil staðgengill dagskrár- stjóra Rásar 2 og ritstjóri dægur- málaútvarpsins og gegndi hvoru tveggja með sóma. Hvort sem rétt er að útvarps- ráðsmönnum hafi verið borin ósannindi um afstöðu Leifs til tímabundinnar afleysingar sem yf- irmaður dægurmála eða yfirmenn hans ekki hirt um að kanna sjálfir hvort hann væri tilleiðanlegur til starfans er nauðsynlegt að yfír- menn RÚV geri grein fyrir ástæð- um þess. Sé það rétt að þessi ráðn- ing á einum af fréttamönnum sjón- varpsins hafi byggst á misskiln- ingi um afstöðu Leifs hljóta að vakna spurningar um það hvort slík lausatök séu algeng í stjóm stofnunarinnar. Mál Önnu Kristine Þá vík ég að öðm Sandkomi um Ríkisútvarpið. Þetta er umfjöllun um vistaskipti einnar vinsælustu útvarpskonu þjóðarinnar sem prýtt hefur dagskrá Rásar 2 í ein átta ár, við sívaxandi vinsældir. Reynir Traustason ber fyrir sig heimildir þegar hann segir að Anna Kristine hafi hætt störf- um vegna þess að ekki var geng- ið að kröfum hennar um helmings launa- hækkun, úr 35 þúsund krónum og upp í 70 þús- und. Eftir því sem ég best veit eru þetta hrein ósannindi og launakrafa Önnu Kristine margfólduð frá raunveruleikan- um. Þegar deilt er um kjör eigast tveir við. „Heimildir“ Sandkoms- ritara em augljóslega ekki Anna Kristine enda virðist hún segja allt aðra sögu en hann. Nú veit ég að Reynir Traustason greinir ekki frá heimildarmönnum sínum frekar en aðrir blaðamenn. Þess vegna spyr ég yfirmenn út- varpsins: Er þessi frá- saga um kaupkröfur ÖKM frá ykkur komin? Að eigin sögn voru það ekki kjaramál sem ollu því að Anna Kristine ákvað að taka pokann sinn. Komið sem fyllti mælinn var að sífellt var verið að bera Önnu athugasemd- ir einstakra útvarps- ráðsmanna við efnistök og viðmælendur sem sagðar voru bornar upp „utan dagskrár". Sá skilaboðaflutningur kemur þeim sem þetta skrifar ekki á óvart en er reyndar sjálfstætt tilefni til þess að yfírmenn RÚV greini frá því hvaða reglum þeir fylgi í þessum efnum. Er það algengt að útvarps- ráðsfólk geri óformlega og munn- lega athugasemdir við vinnubrögð einstakra starfsmanna? Em í gildi reglur í útvarpsráði um hvemig slíkar athugasemdir skuli með- höndlaðar? Fá starfsmenn að bera hönd fyrir höfuð sér sjálflr ? Enginn láir útvarpsmönnum Það er ekkert nýtt að starfs- menn RÚV reyni að fá hærra kaup og láir þeim eng- inn. Og áður hefur það oft komið fyrir að þeir færu til starfa á öðrum miðlum þegar betri kjör buðust þar. En það er nýtt hjá yfir- mönnum útvarps- ins að birta hluta úr uppsagnarbréf- um þegar starfs- menn kjósa að velja sér annan vinnustað. Sá grunur læðist að manni að mótmæli útvarpsstjóra í Degi 11. febrúar sl. gegn því sem hann kallar „grófa rang- túlkun" segi ekki alla söguna í þessu máli. Ég get ekki trúað því að yfir- menn útvarpsins hafi af ásetningi losað sig við eina ástsælustu út- varpskonu samtímans. En mikið er þá lánleysi þeirra að missa hana yfir til keppinautarins. Ef það er rétt, að brotthvarf Önnu Kristine Magnúsdóttur stafi ein- vörðungu af ágreiningi um launa- kjör, hljóta að vakna spurningar um hvemig var á málum haldið. Sigurður G. Tómasson „Ég get ekki trúað því að yfír- menn útvarpsins hafí af ásetningi losað sig við eina ástsælustu út- varpskonu samtímans. En mikið er þá lánleysi þeirra að missa hana yfír til keppinautarins.“ Kjallarinn Sigurður G. Tómasson fyrrverandi dagskrár- stjóri Rásar 2 Nær Samfylkingin sér á flug eftir slakt gengi Alþýðubandalagsins í prófkjörum? Verður stærsti flokkurinn „Já, á því er enginn vafi að Sam fylkingin mun ná flugi. í öllum prófkjörunum var gríðarleg þátt- taka almennings og mikil stemn- ing skapaðist í kjölfar þeirra. Listarnir eru sterkir, útkoma kvenna var ein- staklega góð og ungur maður, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, náði glansandi Björgvin G. sigr árangri í urðsson. Reykjavík og er í baráttusætinu í höfuðborginni, Allt þetta varð til þess að rífa fylgi Samfylkingarinnar upp og gera úr henni trúverðugt afl. Vissulega voru það vonbrigði aö Alþýðu- bandalagið skyldi ekki koma betur út úr prófkjörunum en þetta voru leikreglurnar - mikil þátttaka og byggðasmalanir skekkja alla mæl- ingu á fylgi við flokkana. Þaö eru hins vegar margir firnasterkir al- þýðubandalagsmenn á listum Sam- fylkingarinnar: Margrét Frímanns- dóttir er í forystu á Suðurlandi, Einar Már Sigurðsson á Austur- landi, Bryndís Hlöðversdóttir er í þriðja sæti í Reykjavík, Anna Kristín Gunnarsdóttir er í baráttu- sætinu á Norðurlandi vestra og enn er prófkjörið eftir á Vestur- landi. Einnig styrkir það stöðu Al- þýðubandalagsins að Margrét Frí- mannsdóttir er leiðtogi Samfylk- ingarinnar á landsvísu. Áherslur Alþýðubandalagsins verða ríkj- andi í málefnaskrá Samfylkingar- innar og með henni starfar nú obb- inn af flokksmönnum Alþýðu- bandalagsins, kjarninn fór með og tekur fullan þátt í mótun hins nýja afls. Allt gerir þetta það að verkum að Samfylkingin mun fljúga hátt í kosningum vorsins og lenda far- sællega í vor með kosningasigri og sem sterk og öflug hreyfing. Allt stefnir í að hún verði stærsti flokk- urinn á Alþingi íslendinga eftir kosningar og landslag íslenskra stjórnmála verður gjörbreytt frá því sem áður var. Það eru að hefj- ast nýir tímar í íslenskum stjórn- málum og þar verður Samfylking- in leiðandi afl.“ Þjóðvaki fram- kvæmir stefnu Al- þýðubandalagsins „Þessi Samfylking er mjög sér- stakur bræðingur. Hún byrjar á að kynna stefnuskrá sína sem er einhvers konar stefnuskrá Al- þýðubandalags- ins og gengur aðallega út á tvennt: í fyrsta lagi endalaus ríkisútgjöld og í öðru lagi brott- flutning hersins og úrsögn úr Nató. Að vísu hélt hún að Guðlaugur Þór Þóröarson. varnarsamnmg- urinn væri að renna út. Síðan ger- ist það að þungavigtarmennirnir i Alþýðubandalaginu ætla ekki að vera með í bræðingnum heldur stofna sitt eigið Alþýðubandalag og eftir stendur að í forystu í öll- um kjördæmum, ef undanskilin eru Suðurland og Austurland, svo fremi að hemaðaraðgerðin að losa sig viö Gísla S. Einarsson gangi ekki upp, eru annaðhvort þjóð- vakamenn eða alþýðuflokksmenn. Með öðrum orðum: Þjóðvaki og Alþýðuflokkurinn eiga að hrinda í framkvæmd stefnu Alþýðubanda- lagsins. Ég hef aldrei skilið ís- lenska vinstrimenn. Nýjustu upp- hlaup breyta þar engu um.“ -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.