Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 H>"V Ummæli Verkalýðshreyfingin verði aftur pólitísk „Hér er verk óunnið, það er að gera verkalýðshreyfinguna aftur pólitiska, enda er það háð- ung að flokkur vinnuveitenda, Sjáifstæðisflokk- urinn, skuli vera , einn helsti áhrifaaðilinn innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Ágúst Einarsson alþingismað- ur, í Degi. Launum haldið niðri „Sú þróun sem átt hefur sér \ stað undanfarin ár, að hingað eru flutt hundruð útlendinga til að vinna í fiski, er orðin mjög hættuleg og hefur beinlínis orð- ið til þess að halda lavmum i fiskvinnslunni niðri.“ Aðalsteinn Baldursson, form. fiskvinnsludeildar VMSÍ, í DV. Vinstrimenn Islands „Þeir hanga eins og hundur í roði á andstööunni við herinn. Herinn sem skipti þá engu máli þegar ráðherrastólar voru í boði fyrir þá sjálfa. Svo urra þeir: Við erum Vinstrimenn ís- lands.“ Heimir Már Pétursson samfylkingarmaður, um brott- flogna alþýðubandalagsmenn, í Morgunblaðinu. Vond samviska? „Við sem komið höflun fram í þessum þáttum hljótum að hafa vonda samvisku af ein- hverju sem við höfiim látið út úr okkur og hefur farið í taug- arnar á einhverjum yfirsam- starfsmanna Önnu Kristínar. Það var aldrei meiningin að hún missti vinnuna." Árni Björnsson laeknir, vegna brotthvarfs Önnu Kristínar frá RUV, í DV. Vitlausar reglur „Svona vitlausum og ég end- urtek: Svona vit- lausum reglum verðm- að breyta." Eggert Magnússon, form. KSÍ, um reglur Afreksmannasjóðs | ÍSÍ, í Morgunblað- inu. Það verður að hafa það þótt þeir fari í fýlu „Ég verð að fylgja minni dómgreind og sannfæringu í þessum málum og það verður bara að hafa það ef þeir (KSÍ) fara í fýlu. í mínu starfi hygli ég engum sérstaklega.“ Ellert Schram, forseti ÍSÍ, i Morgunblaðinu. Björgvin Þór Jóhannsson, skólastjóri Vélskóla íslands: Eftirsóknarverð menntun víða í þjóðfélaginu „Skrúfudagurinn var fyrst haldinn 1962 og var hann fyrstu árin ávallt haldinn 12. febrúar, sem var afmælis- dagur Gunnars Bjarnasonar, fyrrum skólastjóra, sem er upphafsmaður Skrúfudagsins. Þegar Gunnar hvarf frá skólanum fór Skrúfudagurinn á ílakk en var oft haldinn í lok svokall- aðrar starfsviku en hefur núna síð- ustu árin verið haldinn í upphafi starfsvikunnar og núna er Skrúfudag- urinn 27. febrúar og strax þar á eftir, fyrstu vikuna i mars, erum við með starfsviku. Þá fara nemendur mikið í heimsókn í stofnanir og fyrirtæki sem tengjast starfsvettvangi þeirra í fram- tíðinni," segir Björgvin Þór Jóhanns- son, skólastjóri Vélskóla íslands, en á Skrúfudaginn er Vélskólinn opnaður almenningi og geta væntanlegir nem- endur, gamlir nemendur og aðrir sem áhuga hafa á starfseminni gert sér glaðan dag með kennurum og nem- endum skólans, fræðst um skólann og fylgst með ýmsu i starfi hans, auk þess sem björgunarþyrla Landhelgis- gæslunnar kemur í heimsókn, svo sagt sé frá einhveiju af því mörgu sem í boði er þennan dag innan veggja skólans sem er til húsa í einni viröu- legustu byggingu borgarinnar, Sjó- mannskólanum. Björgvin er lengi búinn að vera við- loðinn Vélskóla íslands: „Ég var nem- andi við skólann þegar fyrsti Skrúfu- dagurinn var haldinn og í fyrstu skiptin völdu nemendur vinsælasta kennarann og kennarar vinsælasta nemandann en þetta hefur fallið niður um leið og það hefur færst í aukana starfa við sjómennsku sér maður vél- stjóra mikið við störf í virkjunum, vatnsaflsstöðvum, varmaaflsvirkjun- um og jarðvarmavirkjunum, kæli- tækni og í ýmsum viðhaldstörfum." Björgvin er, eins og hann segir sjálf- ur, mjög nátengdur skólanum: „Ég út- skrifaðist frá skólamun 1963 og byijaði að kenna við hann 1969 og hef starfað við harrn allar götur síðan. Þetta hefur verið starfsvettvangur minn í lífinu og verður vonandi áfram og ég hef yfirleitt ekki mikinn tima fyrir annað enda er skólinn áhugamál hjá mér númer eitt, tvö og þijú en þegar mér vinnst tími til finnst mér gaman að fara í göngu- ferðir og sund.“ -HK að Skrúfudagurinn er opinn kynning- ardagur og haldinn í samstarfi við ýmis fyrirtæki sem tengjast starfi vél- stjóra og fá þá fyrirtækin að kynna þjónustu sína og vöru. Við leggjum Maður dagsins nokkra áherslu á að fá ungt fólk til okkar, fólk sem oft og tíðum er leit- andi að framtíðarstarfi, og kynna því skólann, auk þess sem alltaf er gaman að fá eldri nemendur í heimsókn en þeir koma gjarn- an með ábendingar." Björgvin segir ásókn í Vél- skólann hafa verið jafna í gegnum árin: „Við erum með um 200 nemendur í skólan- um. Við gætum tekið við fleiri nemendum en samt er ekki hægt að segja að nokkum tímann hafi verið skortur. Það virðist engin áhrif hafa á aðsókn- ina í skólann hvort það sé uppgang ur í atvinnulíflnu eða ekki, þetta hefur í gegnum tíðina verið mjög jöfh að- sókn og það hefur sýnt sig að þessi menntun er eftir- sóknar- verð víða í þjóðfé- laginu. Auk Hönnun menningar- stöðva Guðmundur Jónsson arki- tekt heldur fyr- irlestur sem hann nefnir Þak yfir menningar- arfínn í fyrir- lestrasal Lands- bókasafns/Há- skólabóksafns á 2. hæð í Þjóð- arbókhlöðu kl. 17.15. Tauganet Sigurður R. Sæmundsson tannlæknir flytur fyrirlestur- inn Tauganet á málstofu í læknadeild. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags ís- lands, Skógarhlíð 8, efstu hæð, og hefst kl. 16.00 með kaffiveit- ingum. Fullveldisætlan landstýrisins Högni Hoydal flytur fyrirlest- ur sem ber yfirskriftina Full- veldisætlan landstýrisins á fundi um sjálfstæði Færeyja í boði rektors Háskóla Islands. Fundarstjóri verður Sigurður Líndal lagaprófessor. Fundur- inn verður haldinn í Hátíðasal Háskólans og hefst kl. 16.15. Samkomur Samtök lungnasjúklinga í kvöld kl. 20 verður hald- inn fyrirlestur í fyrirlestraröð Samtaka lungnasjúklinga í Safnaðarheimili Hallgríms- kirkju. Kolbrún Ragnarsdótt- ir, sem vinnur sem ráðgjafi hjá Fjölskylduráðgjöf kirkj- unnar, mætir á fundinn og heldur fyrirlestur um sam- starfsverkefni sem unnið var að árið 1997. Hefur vetursetu Myndgatan hér að ofan lýsir orðasambandi. Garðar og Hildur, höf- undar og leikarar. í raun og veru í kvöld sýnir unglingadeild Leikfélags Halharfjarðar nýtt leik- rit í Hafnarfjarðarleikhúsinu við Vesturgötu. Það nefnist í raun og veru og er eftir Garðar Borgþórs- son og Hildi Kristjánsdóttur. Leik- stjóri sýningarinnar er Þorsteinn Bachmann. Leikritið er sérstakt að því leyti að það er skrifað af tveimur félögum unglingadeildar- innar, þeim Garðari Borgþórssyni og Hildi Krisfjánsdóttur sem einnig leika í sýningunni. Leikrit- ið er óvægin sýn unglinga á sina eigin veröld og á veröld hina fúll- orðnu. Það spyr þá sem fjalla um unglinga, vandamál þeirra og langanir hvort þeir séu á réttri leið. Vita þeir nokkuð um hvað unglingar eru að hugsa í dag? Er nokkuö hlustað á 14-15 ára krakka? Leikritið fjallar um hvemig fíkniefnadjöfullinn dreg- ur 6 unglinga niður í svaðið. Þeir búa á vörulofti í miðborg Reykja- víkur án allra afskipta umheims- ins og uppáþrengjandi, taugveikl- aðra foreldra. Þeir líta á lifið sem leik og vilja ekki opna augun fyr- ir alvöru þess. Leikhús Helstu hlutverk eru í höndum Hildar Kristjánsdóttur, Garðars Bergþórssonar, Völu Hrannar Pét- ursdóttur, Andra F. Gunnarsson- ar, Sjafnar Þórarinsdóttur, Brynju Bjargar Jóhannsdóttur og Ástrós- ar Óskar Jónsdóttur. Brídge Á hveiju ári veita alþjóðasamtök bridgeblaðamanna (The Intemational Bridge Press Association) verðlaun fyrir bestu sagnraðir, vöm og úrspil og er oft mikil keppni um þessi verð- laun. Spil dagsins þykir koma til greina fyrir bestu sagnröðina á líð- andi ári. í sætum NS vom Roger Titk- in og Erin Deloney. Suður gjafari og NS á hættu en spilið kom fyrir í tví- menningi: * KD643 ♦ KG9752 * K8 * 7 * DG863 * 104 * D10652 4 ÁG52 - K972 ♦ Á8 * Á73 Suður 1 grand 3 ♦ 5 ♦ Vestur pass pass pass Norður 2 * * 5 * 74 Austur pass pass p/h Grandopnun suðurs sýndi 15-17 punkta og tvö hjörtu norðurs var yf- irfærsla í spaða. Þrír tíglar lýstu há- markshendi með fjögurra spila stuðningi í tromplitnum og tvíspili í tígli. Þá greip norður til sagnar sem getur reynst vel i mörgum til- fellum, sagði 5 hjörtu sem spurði um ása þar sem hjartalit- urinn er ekki tal- inn með („Woid- wood“ - sumir vilja kalla þessa sagn- venju „Exclusion Blackwood'j. Svar suðurs á fimm spöðum greindi frá engum eða þremur ásum og norður vissi að suður átti þijá en ekki engan ás og lyfti því í alslemmuna (suður hefði varla sagt þijá tígla með spaða- gosann og nánast alla aðra punkta í hjartanu). Norður sá að alslemman gat jafnvel unnist þó tígullinn væri 4-1 og í þessari legu var hún lítið vandamál. Sjö spaðar gáfu hreinan topp i tvímenningnum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.