Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Aukið öryggi fyrir kaupendur notaðra bíla: - í fyrsta sinn á íslandi - bílaviðskipti inn á neytendavænni brautir Toyota-bílaumboðið, P. Samúels- son, hefur tekið upp þá nýjung hér á landi í viðskiptum með notaða bíla að skoða þá itarlega á sérstakri skoðunarlínu af sérmenntuðum fólki og láta ítarlega skoðunar- skýrslu fylgja bílnum til nýs eig- anda. Þetta er gert samkvæmt sér- stöku ábyrgðarkerfi sem Jón Jóns- son verkstjóri stjómar. Umboðið er eina bílaumboðið á íslandi sem selur notaða bUa með 6-12 mánaða ábyrgð. Jón segir í samtali við DV að þetta kerfi hafi verið tekið upp hjá fyrirtækinu i byrjun vikunnar og hafi mælst vel fyrir hjá neytendum. Jón segir að notaðir bílar séu flokkaðir samkvæmt kerf- inu í þrjá flokka; sérflokk, gæða- flokk og sparflokk. I sérflokki eru nýlegir og vel með farnir bílar sem reynast í lagi. Þeir eru endurseldir meö eins árs ábyrgð gagnvart hugsanlegum ágöUum eða bUunum sem ekki upp- götvuðust í skoðun og með þeim Hemlarnir eru prófaðir bæði að framan og aftan. Þá er hjólastellið skoðað með því að hjólin eru hrist fram og til baka, til hliðar og upp og niður til að athuga siit í fjaðrabúnaði og dempurum. Þorsteinn Sigtryggsson, skoðunarmaður notaðra bíla hjá Toyota-umboð- inu, byrjar á að athuga burðarvirki og hjólabúnað notuðu bílanna. Hafi bíll lent í árekstri og illa verið gert við hann kemst það oftast upp á þessu fyrsta stigi skoðunarinnar þannig að bfllinn „sporar" vitlaust. Afturhjólin elta ekki framhjólin rétt og bfllinn er skakkur á vegi eins og hundur á skokki. Sam- kvæmt tölunum og grafinu á skjánum fyrir framan Þorstein er ekki að sjá annað en bfliinn sem verið er að skoða sé í fullkomnu lagi að þessu leyti. Með þvf að mæla útblásturinn er ástand vélarinnar metið. M.a. hægt að meta hvort bflnum hafi verið meira ekið en kílómetrateljarinn sýnir. Þetta er Ifka hægt að staðfesta með þvf að skoða ástandið að innan, hvort teppi, áklæði og fótstig séu óeðlilega slitin. Undirvagn og útblásturskerfi skoð- að. Þorsteinn athugar hvort einhver merki séu um ryð, hvort ryðvörn hafi skemmst, hvort allar leiðslur, barkar og lagnir séu í festingum sín- um og hvort gúmmíupphengjur séu heilar. fylgir aukagangur af dekkjum. Bílar í gæðaflokki eru yfirleitt eldri en sérflokksbílar en seldir í fullkomnu lagi miðað við aldur og notkun. Bílum í gæðaflokki fylgir ábyrgð í sex mánuði. Elstu og jafnframt ódýnistu bfl- amir lenda í sparflokki. Á þeim er ekki tekin ábyrgð á þeim. Þeir eru hins vegar skoðaðir jafn ítarlega, að sögn Jóns, og fyrmefndu bílam- ir. Skoðunarskýrslan er síðan látin fylgja meö sparflokksbílunum þannig að kaupendur geta áttað sig á kostum þeirra og göllum á hlut- lægan hátt. Ef kaupendur telja það ekki nægjanlegt segir Jón að þeim sé velkomið að láta skoða bílana annars staðar líka. Jón segir að sparflokkurinn sé í raun tilboðs- flokkur sem í em bílar sem verið sé að selja á uppítökuverði. Reynt sé að halda öllu til haga varðandi ástand þeirra þannig að kaupendur eigi ekki að þurfa að fara í grafgöt- ur um hvað sé i boði og kaupa kött- inn í sekknum Jón segir að áður en þessu fyrir- komulagi var komið á hafi hann og fleiri starfsmenn fyrirtækisins skoðað viðskipti með notaða bíla í nágrannalöndunum og sniðið sitt ábyrgðarkerfi samkvæmt því sem þar er tíðkað. „Okkur fannst sjálf- sagt að leggja eitthvað af mörkum tfl að auka öryggi neytenda í bíla- viðskiptum. Við teljum okkur hafa með þessu náð ákveðnu og ömggu forskoti sem við eram staðránir í að halda.“ -SÁ ítarleg söluskoðun og ábyrgð Slæm bílakaup: Keðjumálaferli vegna flóðbíls Bfll sömu geröar og bflllnn sem fjallað er um í fréttinni. Hann var fluttur inn frá Bandaríkjunum fram hjá umboðinu. Bílaviðskipti hafa löngum þótt vera ofurseld því að misvandaðir menn noti þau sem verkfæri við að hlunn- fara fólk. Víst er að bílar em tfltölu- lega margbrotin tæki sem almenning- ur á erfltt með að setja sig inn í. Þess vegna fara velflestir eftir því hvemig bílar koma fyrir sjónir og treysta jafn- framt orðum seljenda eða umboðs- manna þeirra að öðm leyti. Traust ástandsskoðun hefði getað afstýrt því að sú vandræðasaga sem hér fer á eft- ir hefði nokkru sinni gerst. Mjög mikilvægt er því að fólk kynni sér vel ástand bíla sem það hef- ur augastað á, fái þá ástandsskoðaða af sérfræðingum og krefjist þess að fá eigendasögu þeirra frá fyrsta skrán- ingardegi. Tíð eigendaskipti eru oft merki um að ekki sé allt með felldu. Ef seljandi hefur orð á einhveiju af- brigðilegu eins og að bíllinn hafi lent í smátjóni, eða smáflóði, sem „kaup- anda er kunnugt um og sættir sig við“, er full ástæða til að hafa allan varann á. Seint á síðasta ári gekk dómur í máli sem maður höfðaði vegna nýlegs bíls sem hann hafði keypt en reyndist gallaður. Sá sem seldi málshöfðanda bílinn var dæmd- ur til að endurgreiða bílinn og allan málskostnað en þar með er ekki öll sagan sögð: Flóðbíll Billinn var á sínum tíma fluttur til landsins frá Bandaríkjunum af einka- aðila og var óekinn. Hann hafði lent í flóði og hafði kaupandi eignast hann sem slíkan. Þar sem ætlunin var að flytja bílinn út var ekkert skráð í af- sal um tjónið á bílnum. Bíllinn var síðan fluttur til íslands og tekinn inn í skemmu suður með sjó þar sem tek- in var úr honum innréttingin og hann skolaður út og síðan þurrkaður og seldur. Sá sem keypti bílinn fékk að vita að bfllinn hefði lent í ferskvatns- flóði en ætti að vera i lagi. Fljótlega komu upp gangtruflanir í bilnum og tók þá innflytjandinn að sér að skipta um aksturstölvuna í bflnum og stilla hann. Eftir það var bíllinn til friðs að mestu það tæpa ár sem kaupandinn, eigandi nr. 2, átti hann. Allt bilaði Hann seldi svo bilinn en lét þess ekki getið við nýja kaupandann að bfllinn væri flóðbfll. Nýi eigandinn seldi bflinn nánast strax aftur í skipt- um fyrir dýrari bíl. Eigandi nr. 4, fyrmefhdur málshöfðandi, lenti strax í vandamálum með bflinn: Útvarpið bilaði, rafmagnsrúðuvindur biluðu og leirleðja tók að dijúpa úr loftklæðn- ingunni auk þess sem stýrið í bílnum fraus fast í fyrstu frostum. Þegar bfll- inn var tekinn til skoðunar kom í ljós að stýrisvélin í bflnum var full af vatni og út úr sjálfskiptingunni kom, auk smávegis af sjálfskiptivökva, bæði vatn og fínn leir. Þótt í ljós hafi komið að eigandi nr 3, sá sem seldi málshöfðanda bflinn, hafi ekki vitað um þessa forsögu bíls- ins var hann dæmdur til að endur- greiða hann með 1,5 milljónum króna auk 600 þúsund króna málskostnaðar. Hann á síðan kröfu á hendur eiganda nr. 2 og er þegar byrjaður að sækja rétt sinn gagnvart honum. Staða eig- anda nr. 2 er veik vegna þess að hann vissi af forsögu bílsins en lét hennar ekki getið þegar hann seldi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.