Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Spurningalið Menntaskólans við Hamrahlíð. Stigamet MH Spurningalið Menntaskólans við Hamrahlíð setti stigamet í spum- ingakeppninni síðan reglum var breytt árið 1995 í síðustu keppni. Þar sigraði MH lið Menntaskólans í Kópavogi með 39 stigum gegn 15. Þykja spumingarnar hins vegar hafa verið í léttari kantinum en metið engu að síður staðreynd. Lið MH er nú komið í undanúrslit ásamt sigurvegurum síðasta árs, MR. Margir telja líklegt að það verði þessi tvö lið sem komi til með að keppa um hljóðnemann í úrslita- leik keppninnar. Þó má ekki útiloka liðin sem eftir em sem eiga eftir að sanna sig á morgun og í næstu viku. Hundrað manns frá Egilsstöðum Nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum ætla að vonum að fjöl- menna á keppnina á Selfossi enda þótt leiðin sé löng. Búist er við að um hundrað manns komi á keppn- ina frá Egilsstöðum en það er sami fjöldi og hefur skráð sig í svokallaða „menningarferð" skólans um næstu helgi. Keppnin verður haldin í há- tíðarsal skólans sem tekur fimm hundruð manns í sæti. Selfyssingar ætla að fjöltnenna á keppnina og er sannkölluð verslunarmannahelgar- stemning í bænum að sögn inn- fæddra. Um þrjátíu manns koma að upptökunni á einn eða annan hátt. Fyrir utan hefðbundið starfslið verður fjölmennt upptökulið sent til Selfoss. Úr síðasta þætti MK kemur ekki meira við sögu í keppninni en komst þó í sjónvarps- keppnina. Illugi Jökulsson dómari stóð sig með ágætum í síðustu keppni og Þóra Arnórsdóttir taldi stigin rétt. DV-myndir Pjetur Pað var frábær stemning í salnum í siðustu keppni. Fjölbrautaskóli Suðurlands: Stillum lióskunni í frontinn Eyjólfur Þorkelsson, Herdís Sigurgrímsdóttir og Sigursveinn Sigurðs- son. DV-mynd Kr.Ein. Þriðja og næstsíðasta keppni átta liða úrslita Gettu betur fer fram á morgun. Þá eru það lið Fjölbrautaskóla Suður- lands og Menntaskólans á Egilsstöð- um sem mætast í húsakynnum Fjöl- brautaskólans á Selfossi. Þetta er fyrsta keppnin sem fer fram á lands- byggðinni en næsta keppni fer fram á Akureyri þegar lið Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans við Sund mætast. Fjölbrautaskóli Suðurlands, FSU, lagði lið Fjölbrautaskóla Austur- lands að velli í fyrstu umferð keppninn- ar, 16-13, en í annarri umferð tapaði liðið á móti MA. Það komst þó áfram í átta liða úrslit þar sem það var eitt af stigahæstu tapliðunum. Menntaskól- inn á Egilsstöðum mætti Verkmennta- skólanum á Akureyri í fyrstu umferð og vann, 28-25, og í annarri umferð sigr- aði hann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, 14-11. Fjölbrautaskólinn á Suðurlandi hefur einu sinni sigrað í spumingakeppni framhaldsskóla og það var í fyrsta skipti sem keppnin var hald- in, árið 1986. Stetnan hjá Sunnlendingum er að sjálfsögðu sett á fyrsta sætið í ár enda segja keppendumir að liðið í ár sé fima sterkt. Það era þau Eyjólfur Þorkelsson, Herdís Sigurgrims- dóttir og Sigursveinn Sigurðsson sem skipa liðið. „Við höfum æft mjög vel fyrir keppnina í Sjónvarpinu. Það er spenn- andi að komast í sjón- varpið og við verðum að sýna að við séum þess verðug,“ segja krakk- amir í FSU. Þau hafa lesið mikið þó mest í sitt hvora lagi. „Nema þegar það kemur að því að æfa hraðaspurningar, þá æfum við öll saman. Það er nauð- synlegt til þess að reyna að ná upp hraða og samhæf- ingu í liðinu. Svo er sérhæf- ing í liðinu hjá okkur. Við stillum ljóskunni í frontinn og fáum með því áhorfsvænni liðsheild heldur en aðrir bjóða upp á,“ segir Eyjólfur og hlær. Herdís er þó hvergi bangin að vera eina stelpan í liðinu. „Vinir mín- ir voru að benda mér á að það væra ekki gáfum- ar sem kæmu mér í liðið heldur hafi ég komist í liðið til að hressa upp á útlitið. Þetta eru ekki vinir mínir lengur," sagði Herdis. Þeim fmnst gott að vera á heimavelli á morg- un. „Og svo ef við fáum að velja hvort liðið á að yfirgefa salinn á undan þá ætlum við að vera fjar- verandi og láta salinn klappa okkur inn. Það skiptir töluverðu máli. Við eigum von á því að salurinn verði fullur af stuðningsmönnum enda er mikill áhugi á keppninni á Selfossi," segja þau. Kr.Ein. Menntaskólinn á Egilsstööum: Algjörlega nýtt lið „Það var sex manna hópur sem valinn var til æfinga í haust og síðan voru þrír valdir í aðalliðið rétt fyrir próf. Þau vora öll í vara- liðinu i fyrra þannig að við erum með algjörlega nýtt lið. Við höfum verið að æfa tvisvar til þrisvar í viku. Það er ekkert stress í liðinu en þau eru áhugasöm og það er engin atvinnumennska í gangi. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu,“ segir Hrafnkell Freyr Lár- usson sem þjálfar spurningalið Menntaskólans á Egilsstöðum. Hann er þrautþjálfaður í þessari Gettu betur 1999 8 - liða úrslit Undanúrslit Margrét Urður Snædal, Ríkharður Hjartar Magnússon og Einar Hróbjartur Jónsson. DV-mynd S.B. 12. febr. Menntaskólinn í Reykjavík 25 Menntaskólinn í Reykjavík VerzTúnBrskóiUsIands^ 13 19. febr. lvÍefrntaská(innU<ógayogi 15 Menntaskólinn viö Hamrahlíö Menntaskólinn viö Hamrahlíö 39 26. febr. á Selfossi Fjölbrautaskóli Suöurlands (Selfossi) ? Menntaskólinn á Egilsstööum 5. mars á akureyrl Menntaskólinn á Akureyri Menntaskólinn viö Sund keppni þar sem hann keppti þrisvar fýrir ME. Tvö síðustu ár komst liðið í undanúrslit, keppti við MR í bæði skiptin og féll með sæmd, 1997 með aðeins tveggja stiga mun. Þau sem keppa núna fyrir hönd ME eru Ríkharður Hjartar Magnússon, á fjórða ári í skólanum, Margrét Urður Snædal, á þriðja ári, og Einar Hróbjartur Jónsson, einnig á þriðja ári. „Mér líst vel á keppnina í ár, annars væri maður ekki að standa í þessu. Sunnlendingar eru með sterkt lið en við erum ekkert að fara til að tapa. Það er alveg á tæru. Aðalatriðið er að hafa gam- an af þessu,“ segja keppendur ME. Þeir segjast ekki fara alveg einir suður því þeim fylgir fríður flokk- m: skólafélaga. „Það verður menn- ingarferð í bæinn akkúrat um þessa helgi. Þannig að það er búist við mörgum stuðningsmönnum á Selfoss. Þar fer fremstur i flokki Magnús Einþór Áskelsson, sem er kallaður Maggi Tóki þar sem hann er frá Tókastöðum, hann ætlar að sjá um að áhorfendur verði í stuði og hvetji liðið til sigurs,“ segir spurningaliðið. -S.B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.