Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 4 15 Fermingarnar nálgast: Undirbúningurinn mikilvægur Nú styttist í að mörg hundr- uð ungmenni landsins verði fermd, foreldrum og öðrum ættingjum til mikillar gleði. En fermingarveislan sjálf, sem flestum finnst nú ómissandi, er mikiil höfuð- verkur hjá mörgum foreldr- mn. Flestir vOja bjóða ættingj- um og vinum til þess að gleðj- ast með fermingarbaminu á þessum degi en útgjöldin og vinnan sem felst í þvi að halda stóra veislu geta reynst yfirþyrmandi. Hagsýni leitaði ráða hjá Hjördísi Eddu Broddadóttur, forstöðumanni hjá Leiðbein- ingarstöð heimilanna, um hvernig halda megi góða fermingarveislu án þess að fjárhagurinn og fjölskyldan sjálf kollvarpist. Veisluvandræði „Það er mikið hringt í okk- ur á þessum árstíma vegna ferminganna og margir eru í stökustu vandræðum af því þeir vita einfaldlega ekki á hverju þeir eiga að byrja. Það er auðvitað mjög misjafnt hversu mikið fólk leggur upp úr veislunum og hversu tím- anlega fólk hugsar um þær en ég hef það nú samt á tiifinn- ingunni að sumir einfaldlega sprengi fjárhaginn á þessu sem er auðvitað alls ekki ætl- unin. Ég skipti mér auðvitað ekki af fjárhag fólks en mér virðist sem það sé svolítU sam- keppni í þessu eins og öllu öðru, þ.e. fólk sé að reyna að gera eins og nágranninn, jafnvel þótt það hafi kannski ekki efhi á þvi. Þetta á að sjáifsögðu alls ekki við um alla og margir eru hagsýnir og skipulagðir í sér. Það sem skiptir auðvitað mestu máli er að gera daginn sem eftirminnilegastan fyrir fermingarbamið því þetta er nú dagurinn þess. Mikilvægt er að hafa fermingarbamið með í ráðum: hefur það einhverjar sérstakar óskir, hvað finnst því gott? o.s.frv.“ Skipulag og árvekni Hjördís Edda segir að mjög mikilvægt sé að fólk ofgeri sér ekki í alls kyns undirbúningi á sjálfan fermingardaginn. Mikilvægt sé að Hjördfs Edda Broddadóttir hjá Leiðbeiningarstöð heimilanna segir mikilvægt að fólk ofgeri sér ekki daginn heldur undirbúi sem mest fyrir fram. byrja undirbúninginn snemma, gera sér grein fyrir hvað fólk vill og skipuleggja síðan út frá því. Þá verði minna álag á sjálfan fermingar- daginn og veislan komi betur út fjárhagslega. Hjördís Edda segir að jcifnvel þótt fólk þurfi að kaupa talsvert mikið af hráefni, annað- hvort í kökur eða mat, þá verði það ódýrara en að fá veisluþjónustu til að sjá um matinn. Galdurinn sé meðal annars sá að velja rétt hráefhi og vera vel vakandi fyrir tilboðum á alls kyns mat, t.d. kjöti, laxi, rækjum eða bök- unarvörum, vikumar fyrir ferminguna. Matarveislur Hjördís Edda segir að ef skipulagið sé gott ættu flestir að geta séð sjáifir um fermingar- veislur bama sinna. „Eins og áður sagði er skipulagið mjög mikilvægt. Fyrst er auðvitað að ákveða hvort á að vera með mat eða kök- ur. Næsta skref er síðan að ákveða nákvæm- lega hvers konar mat eða kökur eiga að vera á borðum. Þá er mikilvægt að velja mat eða kökur sem hægt er að búa til fyrir fram svo ekki þurfi að gera mikið á sjálfan fermingar- daginn og foreldrarnir geti notið þess að vera með baminu. Ólíkt því sem margir halda getur verið ódýrara að vera með matarveislu heldur en kafiiboð. Hráefnið í kökumar er nefnilega mjög dýrt því í þær fer mikið af rjóma, eggj- um, súkkulaði og slíku. Ef fólk ákveður að vera með matarboð er t.d. ekki nauðsynlegt að vera bara með dýrar steikur. Það er heppilegt að vera meö pottrétti sem hægt er að steikja daginn áður og ódýrt meðlæti, eins og hrísgrjón, salöt sem hægt er að undirbúa fyrir fram, t.d. kartöflusalöt og hvít- kálssalöt, og alls kyns gerbrauð. Eins er snið- ugt að vera með mat sem hægt er að kaupa fyrir fram og setja í frysti, t.d. svínahamborgarhrygg eða lax. Þessa rétti má auðveldlega bera fram kalda með heitum eða köldum sósum. Sósumar má líka búa til fyrir fram og hita síðan upp en ef áfengi er í þeim er það sett í sama dag og veislan er haldin. Kökuveislur Kosturinn við köku- veislumar er, að mati Hjördísar Eddu, sá að flestar kökumar er hægt að búa til fyrir fram og stinga í frystinn. Köku- veislunum fylgir því minna bras á fermingar- daginn sjálfan heldur en matarveislunum. Hjör- dís Edda segir að undir- búningurinn fyrir köku- veislurnar sé talsverður og þá sé gott að vera með nákvæman lista yfir hvað á að vera í veisl- imni: „Ég ráðlegg fólki matartilbúningi á sjálfan fermingar- að vera ekki með of margar tegundir af kök- um heldur meira af hverri sort því það sparar tíma við bakstur- inn. Eins er ekkert gimilegt að koma að veisluborði þar sem allt of margar sortir em á borðum og maður veit ekki á hverju á að byrja. Einnig ráðlegg ég fólki að vera ekki einungis með sætar kökur heldur einnig eitt- hvert brauðmeti. Brauð er dýrt og því má spara mikið með því að baka t.d. skinkuhom og bollur sem má frysta og vera með heita eða kalda brauðrétti. Með því að vera ekki bara með sætar kökur kemst líka meira jafnvægi á veisluborðið og þeir sem eru að hugsa um lín- urnar geta borðað án samviskubits." Að lokum segir Hjördís Edda að gott sé að fá vini eða ættingja til að standa vaktina í eld- húsinu á fermingardaginn svo foreldrar og nánustu ættingjar geti notið dagsins áhyggju- laust. -GLM Utanlandsferðir: Kauptu ekki köttinn í sekknum íslendingar verða sífellt ferðaglaðari með árunum, ef svo má að orði komast, og víst er að stór hluti landsmanna mun leggja land undir fót í sumar og bregða sér til fallegra stórborga eða suðrænna stranda. Hvert sem haldið er kosta slikar ferðir umtalsverðar fjárhæðir og þvi er mikilvægt að skoða vel hvað er í boði og hvaö er innifalið svo við- skiptavinurinn endi ekki á því að kaupa kött- inn í sekknum í þessum efhum. Hér á eftir fylgja nokkur ráð sem gott er að hafa í huga áður en ferðin er keypt. fyrir þann sem vill slappa af og „rólegur stað- ur“ gæti þýtt að þeim sem ætla að skemmta sér gæti leiðst. 2) Gerðu verðsamanburð á milli ferðaskrifstofa og athug- aðu vel að „lægsta verð“ ein- hverrar ferðaskrifstofu er e.t.v. ekkert betra en meðal- verð einhverrar annarrar ferðaskrifstofu. heldur en þegar á áfangastað er komið. Þú gætir t.d. spurt hvenær tíma ársins myndir frá sólarströndinni sem þú ert að hugsa um að skella þér á eru teknar ef ströndin er mjög mann- mörg yfir sumartímann en myndin er tekin að vorlagi. Einnig er ágætt að lesa lýsingar í bæklingunum með gagnrýnu hugarfari, „líflegt hótel" gæti e.t.v. þýtt að það sé of hávaðasamt Misjafnar lýsingar 1) Skoðaðu bæklinga ferða- skrifstofanna með gagnrýnisaugum því stundum lítur staðurinn betur út í bæklingnum Stór hiuti íslend- inga mun leggja land undir fót í sumar og þá er mikilvægt að kaupa ekki kött- inn í sekknum. 3) Skoðaðu smáa letrið vel og athugaðu hvort þar felst ein- hver aukakostnaður sem þú vissir ekki um, t.d. flugvallar- skattur, gjald fyrir akstur frá flugvelli eða annað slíkt. Skoðaðu einnig vel hvaða skilyrði liggja á bak við þegar boðið er upp á frí flugsæti fyr- ir bömin eða ókeypis bUa- leigubU. Venjan er sú að tveir fullorðnir þurfa að fylgja bömunum tU þess að þau fái frítt Uugsæti og oft þarf að greiða sérstaklega fyrir trygg- ingu á bílaleigubílnum og bensín á hann, jafnvel þegar sagt er að ferðinni fylgi ókeypis bUaleigubUl. Næturflug 4) Skoðaðu vel hvenær tíma dagsins flogið er út og hvenær er flogið heim afinr. Einnig skEdtu skoða hvort um beint flug er að ræða eða hvort millUent er á leiðinni og jafnvel skipt um flugvél. Stundum em flogið á næt- umar og skipt um vélar eða milhlent á leið- inni ef um ódýrt flug er að ræða. Slíkt getur valdið óþægindum og stytt dvalartímann á áfangastaðnum meira en ætlunin var. 5) Kauptu ferðatryggingu um leið og þú bókar ferðina tU að komast hjá óþægindum og peningaútlátum ef þú þarft að hætta við. 6) Fáðu nákvæma lýsingu á hótelherberg- inu eða íbúðinni þannig að þú og fjölskyldan verði ekki eins og sardínur í dós í áUtof lítUli íbúð sem virtist mun rúmbetri í bæklingnum heldur en þegar á staðinn er komið. 7) Ef þú hefur einhverjar sérþarfir, þarft t.d. að vera nálægt lyftunni eða á neðstu hæð, skaltu senda inn skriflega beiðni inn slíkt áður en haldið er af stað. Best er einnig að fá skriflega staðfestingu á að ferðaskrifstofan geti orðið við beiðni þinni áður en þú leggur af stað. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.