Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Lesendur______________ Lóðarí hjá lands- byggðarfólki „Allt um það veit Davíð að til að stöðva þennan fólksflótta er leiðin ekki sú að tryggja nægilegt framboð lóða í Reykjavík," segir Friðrik m.a. í bréfinu. Spurningin Ertu búinn að fá flensuna? ívan Ólafsson nemi: Já. Tinna Margrét Jóhannsdóttir nemi: Já. Karl Viðar Pétursson verkstjóri: Nei. Harpa Ingólfsdóttir nemi: Nei. Ásrún Karlsdóttir nemi: Nei. Sigrún Sigurðardóttir reiðkenn- ari: Nei, ég er svo hraust. Friðrik Guðmundsson skrifar: Talsmenn D-listans í Reykjavík fara hamforum þessa dagana við að saka R-listann um að standa með- vitað fyrir lóðaskorti í höfuðborg- inni. Þau þekkja persónulega hvað það er mikilvægt að lóðir séu til fyrir landsbyggðarfólkið sem vill yf- irgefa heimabyggðir sínar og byggja yfir sig í borginni; Inga Jóna Þórðardóttir, flóttakona frá Akra- nesi, og Guðlaugur Þór Þórðarson, flóttmaður frá Borgamesi. Þau telja aö það eigi jafhvel að vera forgangs- atriði að koma flóttafólkinu af landsbyggðinni fyrir í sprungunum svakalegu við Rauðavatn - til að forða því frá þeirri óáran að flytja til Kópavogs af öllum stöðum. Verkstjóri viðreisnar lands- byggðarinnar er Davíð Oddsson, methafi í þrásetu í stúkusæti kjöt- katlanna. Allan tíunda áratuginn hefur hann haft það hlutverk að draga úr fólksflóttanum frá lands- byggðinni til Reykjavíkur, með al- deilis afleitum árangri. Allt um það veit Davíð að til að stöðva þennan fólksflótta er leiðin ekki sú að tryggja nægilegt framboð lóða í Reykjavík. Davíð á að vera að fram- fylgja þeirri stefnu að fólkið haldist á landsbyggðinni. Viðreisn landsbyggðarinnar kost- ar óhemju fé og utan um ríkiskass- ann heldur Geir Haarde fjármála- ráðherra, borinn og barnfæddur Reykvíkingur og að líkindum eftir- maður Davíðs í formannsstóli D- listans. Geir hefur það verkefni að Eyrún Ragnarsdóttir skrifar: Ég velti því fyrir mér hvort það gæti snúist upp í andhverfu sína hversu „margir öflugir forystu- menn“ (eins og Margrét Frímanns- dóttir orðar það) gætu ekki eyði- lagt samfylkingu þjóðarinnar að baki Samfylkingunni. Nú er Sighvatur Björgvinsson búinn að lýsa því yflr að hann og Alþýðuflokkurinn styðji Margréti Frímannsdóttur, formann Alþýðu- Ómar Ragnarsson skrifar: Skoðanakannanir geta oft verið gagnlegar og forvitnilegar, einkum ef spurt er um álit manna á huglæg- um matsatriðum, svo sem fylgi við stjórnmálaflokka. Hins vegar er hæpið að nota aðferð skoðanakann- fjármagna viðreisn landsbyggðar- innar, gæta þess að landið sporð- reisist ekki með flóttamanna- straumnum af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Geir er eiginmaður Ingu Jónu Þórðardóttur frá Akra- nesi og það hlýtur að vera truflandi fyrir hann, mitt í þessu hugsjóna- verki sínu við að hefta strauminn til Reykjavíkur, að eiginkonan syngur yfir kaffibollanum á morgn- ana; það vantar fleiri lóðir í Reykja- bandalagsins, til forystu Samfylk- ingarinnar. Það á að ganga þvert á vilja og siðferðilegan rétt þeirra þúsunda Reykvíkinga sem kusu Jóhönnu í prófkjöri. Einstaklingar stærsta sveitarfélagsins á landinu eru hundsaðir enn og aftur. Um leið og Jóhanna vann sinn stóra sigur í Reykjavík fengu landsbyggðarfor- kólfarnir hland fyrh hjartað og ótt- uðust um sinn hag. ana um mældar staðreyndir, svo sem um það hvort fjallið sé hærra, Esja eða Skarðsheiði. Þótt flestum sýnist Esjan hærri, séð frá Reykja- vík, er staðreyndin sú að Skarðs- heiðin er um 140 metrum hærri. í skoðanakönnun DV á dögunum um það hver sé mesti íþróttamaður, sem íslendingar hafa átt, lenti Jón Amar Magnússon í fyrsta sæti en Örn Clausen í 12.-14. sæti. - Þetta er skondin niðurstaða. Árangur beggja, miðað við erlenda keppi- nauta, var mældur í metrum og sek- úndum, sem voru grunnur stigaút- reiknings í tugþraut. Af því leiðir eftirtaldar stað- reyndir: Örn Clausen var með þriðja besta heimsárangur i tug- þraut þrjú ár í röð, 1949, ‘50 og ‘51, vík svo fólkið af landsbyggðinni komist til Reykjavíkur. Ofan í sprungumar með liðið! Við þetta er bara einu að bæta. í kosningabaráttunni fyrh síðustu borgarstjórnarkosningar hamaðist D-listinn við að vara kjósendur við að á R-listanum væru misindis- menn. - Er þá ekki umhugsunar- vert að góður meirihluti borgarbúa valdi misindismannalista frekar en það sem D-listinn bauð upp á? Við vitum af hverju Sighvatur og Alþýðuflokkurinn vilja fá Margréti í forsvar og við vitum af hverju Margrét vill þiggja það traust Al- þýðuflokksins, þau eru dauðhrædd við Jóhönnu og Reykvíkinga. Þess vegna skrifa ég; það er hættulegt að hafa of marga for- ystumenn, of margra „öfluga" í einum flokki. - Samíylkingin gæti riðlast. og með besta eða næstbesta árangur í Evrópu þessi ár, efth því hvaða stigatafla var notuð. Hann varð ann- ar á Evrópumeistaramóti 1952 og tólfti á Ólympíuleikum 1948. Jón Arnar varð tólfti á ÓL I Atlanta og hefur hvorki komist eins hátt á heimslistanum og Evrópulistanum og Öm né heldur í keppni á Evrópu- meistaramóti. Þótt breiddin í tugþraut sé mehi nú en á tímum Arnar stingur í augu að Örn sé jafn neðarlega á svona lista. Þess má geta að Valbjöm Þor- láksson varð tólfti i tugþraut á ÓL í Tokyo 1964, Norðurlandameistari og tífaldur íslandsmeistari, en hann komst ekki einu sinni á blað í þess- ari skoðanakönnun um skamm- tímaminni! Farþega- ferja frá Þorlákshöfn Sveinbjörn skrifar: Ég hugsa að margh fleiri en ég líti björtum augum til þess tíma að hægt verði að taka farþegaskip frá Þorlákshöfn til Bretlands eins og ham hefur komið í fréttum að verið sé að kanna. Hér er sagt um skoskt fyrirtæki vera að ræða. En sama hvaðan gott kemur, og úr því íslendingum hefur ekki verið boðið þetta af neinum íslenskum samgöngufyrirtækjum, þá er þetta hið besta mál. Það er búið að vera áhugamál mjög margra landsmanna að komast sjóleiðis frá landinu sem ferðamenn, auk hundraða ef ekki þúsunda er- lendra ferðamanna sem spyrja hvort ekki sé hægt að komast sjó- leiðis sem næst Reykjavík. Kettir gera óskunda Berglind hringdi: Ég las pistil Kristins Sigurðs- sonar í DV sl. mánudag, „Heim- iliskisa - ekki meindýr". - Mín reynsla er nú sú að fólk lætur ketti sína ganga lausa úti við og frá þeim kemur úrgangur, katta- skitur og hland þar sem þeh gera þarfir sínar, t.d. á höppum hjá manni. Þetta er ekki liðið í ná- grannalöndum okkar. Það eru ekki dýravinh sem láta ketti sína út í hvaða veður sem er. Og svo spyr Kristinn í pistli sínum: Ætla menn að setja sérstakan útivistar- tima fyrh kisurnar, því ekki fyrir fugla líka? Hvílíkt rugl. Svona málflutningur dæmh sig sjálfur. Morgunblaðið og Reykjavíkur- flugvöllur Þór skrifar: Ég las leiðara Morgunblaðsins í morgun (þriðjud. 23. febrúar) um Reykjavíkurflugvöll, Vatnsmýr- ina og hugsanlega byggð þar. Ég var sammála leiðarahöfundi um það sem þar sagði í byrjun, að flugvöllurinn tekur upp dýrmætt byggingasvæði og af honum stafl bæði loft- og hávaðamengun. En svo snýst leiðarahöfundi hugur, að því er virðist, því hann segir að flugvöllur og autt svæði í Vatnsmýrinni sé betri kostur en eyðilegging náttúruperlunnar. Þama er sem sé (efth allmiklar vangaveltur um nýjan flugvöll o.fl.) lagt til að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verði bara kyrr. Mér sýnist sem stefnan sé að landsbyggðin og þingmenn henn- ar, þ. á m. samgönguráðherra, skuli ráða hvar innanlandsflug- völlur sé staðsettur. - Vita menn ekki af hinum fullkomna og van- nýtta Keflavíkurflugvelli? Hvalveiðar - engin hálfvelgja Aðalheiður Guðmundsdóttir skrifar: Mig langar til að taka undh skrif Ólafs Heiðars Þorleifssonar í DV sl. þriðjudag um að frestun hvalveiða verði fordæmd af flest- um landsmönnum. Kjósendur ættu auðvitað að sýna vanþóknun sína í verki með þvi að mæta alls ekki á kjörstað í vor. Enga hálf- velgju, bara fara ekki á kjörstað. Það dugh ekki að segjast ætla að skila auðu en fara á kjörstað, því fæsth skila auðu þegar þeir eru á annað borð komnir á staðinn. Að sitja heima nú er reyndar þjóðráð fyrh hvem þann sem einhverju vill mótmæla stjórnarfarslega eða yfirleitt að sýna andúð sína á hverju sem þeim er efst í huga. Svo má kjósa þar næst ef eitthvað hefur úr ræst með það sem við- komandi var óánægður með. - Já, sitjum heima á kjördag. Hræðslan viö Jóhönnu og Reykvíkinga Frægir tugþrautarmenn: Jón Arnar Magnússon, Örn Clausen og Valbjörn Þorláksson. - Einhver fremstur meðal jafn- ingja? Könnun á skammtímaminni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.