Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Fréttir Skiptar skoðanir um málavöxtu í e-töflumáli Bretans Kios Alexanders Briggs: „Ákæruvaldið hefur ekki sannað það með gögnum eða trúverðugum upplýsingum að ákærði sé sekur,“ sagði Helgi Jóhannesson, verjandi Kio Alexanders Ayobambele Briggs, í lokaréttarhaldi fikniefnamálsins þar sem hinum 26 ára Breta er gef- ið að sök að hafa flutt 2.031 e-töflu til íslands þann 1. september. Ragn- heiður Harðardóttir hafði þá flutt sóknarræðu sína þar sem hún beindi m.a. orðum sínum til Bret- ans þess efnis að á meðan hann „þegi um þátt annarra" væri ekki hægt að ákæra fleiri - þar átti hún aöallega við 24ra ára Islending sem sagði fyrir dómi að hann hefði samið við lögregluna og nýlega við DV að hann hefði „fórnað Bretan- um“ - þetta er m.ö.o. sá maður sem hafði samband við lögregluna löngu áður en Bretinn kom með efnin til íslands. Hálfs árs málarekstur Bretinn er nú búinn að sitja í tæpt hálft ár í gæsluvarðhaldi. Mál manna er, lögmanna sem leik- manna, sérstaklega í ljósi framburð- ar framangreinds vitnis, að verði ákærði dæmdur verði einungis um að ræða sakfellingu á líkum. Sumir hafa haldið því fram að lagalega skuli Bretinn sýknaður á þeim skynsamlega vafa sem vömin telur fram komna í málinu - það megi ekki gerast að réttarkerfið sakfelli hugsanlega saklausan mann - a.m.k. ekki meðan áþreifanlegri sannanir liggi ekki fyrir. Önnur sjónarmið lögmanna hníga hins vegar að því að Bretinn „hafi örugg- lega vitað af e-töflunum“ í töskunni þegar hann kom til landsins. Hvað sem því líður er það nú dómarans, Péturs Guðgeirssonar, að ákveða niðurstöðuna. Geðlæknir styður framburð Kios Það kom talsver á óvart í réttar- haldinu í gær þegar Helgi verjandi lagði fram skýrslu Magnúsar Skúla- sonar geðlæknis á Sogni. Magnús hefur í starfi sínu sem fangelsisgeð- læknir einnig á Litla-Hrauni oft rætt við sakbominginn og myndað sér læknisfræðilega faglega afstöðu til framburðar Kios - hann hafi Sakborningurinn Kio heilsar verjanda sínum, Helga Jóhannessyni, við upphaf réttarhaldsins í gær. Geir Jón Þóris- son aðstoðaryfirlögregluþjónn, lengst til vinstri, fylgist með. DV-mynd Sveinn hins vegar ekki kynnt sér máls- gögnin. Efnisleg niöurstaða geðlæknisins er á þá leið að samkvæmt hans ára- löngu reynslu þá finnist honum mjög ótrúlegt að ákærði sé með framburði sínum að sviðsetja eitt- hvað annað en raunveralega gerðist - frásögn Bretans hafi ávallt verið mjög staðfost í langan tíma í gæslu- varðhaldinu. Það séu öll teikn á lofti - tilfinningaþrangi og innri ákafi - um að maðurinn sé að segja satt, þ.e. að einhver hefði komið efn- unum fyrir í tösku hans. Ekki efni til að ákæra aðra Ragnheiður Harðardóttir sækj- andi sagði í vamarræðunni i gær að allar líkur bentu til sektar sakbom- ingsins - hann hefði m.a. nánast komið peningalaus til landsins með stuttbuxur og boli í farangrinum. Ólíklegt væri að hann hefði ætlað að leita sér að vinnu á íslenskum togara eins og hann hefði haldið fram. Allt að einu sagði Ragnheiður að ósagt skuli látið hvort framan- Margumtalað vitni var grunað um að hafa átt þau - maður sem síðan hélt því fram fyrir dómi að hann hefði samið við lögregluna áður en hann sagði til Bretans. Þverstæðurn- ar eru svo miklar að menn hrista höfúðið. Hvemig verða vitibomar yfirheyrslur hjá lögreglu sem hefúr samið við grunaðan mann? Og enn fremur; hvaða trúverðugleika hefur maður sem segist fyrir dómi og í DV hafa samið við lögregluna en þegar hann er yfirheyrður - hjá sömu lög- reglu aftur - þá neitar hann öllu sem máli skiptir? Þegar Ragnheiður sækjandi og Helgi verjandi höfðu lokið greini- lega vönduðum ræðum sínum í rétt- arsalnum í gær, þar sem dómtúlkur þýddi allt jafnóðum fyrir sakbom- inginn, sagði Pétur dómari að dóm- ur gengi a.m.k. ekki fyrr en að liðn- um tveimur vikum. Við svo búið sagði hann: „Er þá málið tekið til dóms.“ Viðstaddir, sem aðallega vora lög- reglumenn, gengu við svo búið út úr dómsalnum. ádrætti um að lögreglan hefði lofað manninum einhverju varðandi að fá að vera í friði við eigin innflutn- ing - lögreglan hefði engar heimild- ir til slíks. Ótrúverðugt og ruglings- legt vitni Allt frá þvi aö Kio var handtekinn í lok smnars hefur sú spuming legið í loftinu hver í raun „átti efnin“. greint vitni - íslendingurinn sem hýsti Bretann síðustu dagana fyrir íslandsferðina og sagði svo lögreglu frá öllu - hefði talið sig hafa samið við lögregluna. Hún vísaði á bug Áhöld um sekt - lögmenn telja þetta sakamál „prinsippmár4 varöandi sakfellingu á líkum Kristinn á eftir að iæra Það þótt sumum það spaugilegt þegar Kristinn Gunnarsson, for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis, var að reyna að útskýra það fyrir fréttamönnum sjón- varpsins að nefndin væri enn að skoða hvalveiðitillöguna, gaf ým- islegt í skyn og tók fram að meiri- hlutinn á þingi þyrfti að komast að einhveiju samkomulagi um málsmeðferð. Á sama tíma og í sama frétta- tíma var hins vegar haft samband við Davíð Oddsson forsætisráð- herra sem var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn. Davið tilkynnti að hval- veiðar mundu ekki verða sam- þykktar. Punktur, basta. Þetta þótti spaugilegt vegna þess að Kristinn var að reyna að láta það líta svo út að nefhdin og hann sjálfur réði einhverju um af- drif tillögunnar. Þaö er hins veg- ar ástæðulaust að hlæja að Kristni. Hann er ný- kominn inn í stjómarliðið þegar hann söðlaði yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalag- inu og það tekur tíma fyrir fyrrverandi stjómar- andstæðing að átta sig á þeim leikreglum sem gilda i stjórnarliðinu. Að vísu vefst það ekki mik- ið fyrir reyndum alþingismönnum að skipta um skoðun eins og best sést af Svavari Gestssyni og því nýja hlutverki hans að túlka stefnu ríkis- stjómarinnar í vamarmálum. En meðan Kristinn er að venja sig við það að vera í stjómarliðinu hefur hann af skiljanlegum ástæðum ekki ennþá gert sér grein fyrir því að þar á bæ snúast stjómmálin ekki um að hafa skoðun eða leggja mál í nefndir eða hafa samráð við aðra stjómarliða. Hlutverk hans og annarra í meiri- hlutanum, sem styður ríkistjómina, er að gegna því sem þeim er sagt. Og helst alls ekki að velta því fyrir sér hvað málefiialega afstöðu rétt sé að taka í vandasömum viðfangsefnum. Forsætisráðherra sér um þá hlið mála. Davíð ræður. Og þegar Davíð er búinn að ákveða að ekki verði veidd- ur hvalur þá verður ekki veiddur hvalur. Svo einfalt er það. Kristinn situr auðvitað uppi með það að vera formaður sjávarútvegs- nefndar en hann gerir best í því fram- vegis að láta fréttamenn ekki ná í sig og ef þeir slysast til að ná í hann á for- maðurinn að segja sem minnst. Helst ekki neitt. Annars kemst það upp að hann ráði engu. í það minnsta er það lágmark að formaður sjávarútvegs- nefndar grafi það upp hvort Davíð hafi myndað sér skoðun og þá hvaða skoðun til að formaður nefiidarinnar geti gefið í skyn að nefndin og hann sjálfúr hafi komist að þeirri sömu niðurstöðu og Davíð hefur ákveðið. Þannig gerast kaupin á eyrinni í stjómarmeiri- hlutanum og því fyrr sem Kristinn Gunnarsson getur tileinkað sér þau vinnubrögð því betra. Því minna ber á þvi að hann ráði engu um það hvað nefndin hans leggur til. Dagfari Stuttar fréttir i>v Óháðir fordæma Þingflokkur óháðra fordæmir þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að undirrita ekki Kyoto-bókunina við loftslagssamning SÞ áður en tilskilinn frestur til 15. mars er úti. í frétt frá þingflokknum segir að ríkisstjórnin hafi þar með skorist úr leik í viðleitni þjóða til að hefta háskalegar loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum. Forsetinn til Póllands Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, hefur þegið boð Alex- anders Kwasni- ewski forseta um að koma í opinbera heim- sókn til Pól- lands 10. til 13. mars. Dalla Ólafsdóttir, dótt- ir forsetans, fylgir honum í ferðinni. Auk þess verða með í fór utanríkisráð- herra, ráðuneytisstjóri utanrikis- ráðuneytisins oJl. Flóðahætta Veðurstofan ákvað skömmu fyrir kl. 16 i gær eftir samráð við sýslumann á Patreksfirði og al- mannavamanefiid á Bíldudal að rýma þrjú hús neðan Gilsbakka- gils. í ljósi veðurspár fyrir síðustu nótt og í dag var talin hætta á snjó- og krapaflóðum. Kosningasímgjöld Landssíminn hf. birti í gær sér- taxta fyrir kosningasima. Stofn- og uppsetningargjald fyrir tíma- bundinn kosningasíma er kr. 4.018. Þá er afsláttur frá fullu skrefagjaldi 85% og kostar hvert talskref 50 aura. Kosningasimar verða læstir þannig að ekki er hægt að hringja beint úr þeim til útlanda, í farsíma eða síma- torgsíma. Undir væntingum Hagnaður fyrirtækja Aðal- steins Jónssonar, Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. og dótturfélags þess, Tritons hf„ árið 1998 var 212 milljónir króna. Það er minni hagnaður en sérfræðingar höfðu vænst en vonir stóðu til þess að hagnaður- inn yrði 300400 milljónir króna. Ifréttavefur Viðskiptablaðsins sagði frá. Steinullarhagnaður 97,7 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Steinullarverk- smiðjunnar í fyrra miðað við 82 milljónir árið áður. Tekjur félags- ins drógust litillega saman, úr 632 milljónum króna í 620 milljónir milli áranna 1997 og 1998. Veltufé frá rekstri nam 160 milljónum króna. Fréttavefur Viðskipta- blaðsins sagði frá. Vantar fólk í atvinnukönnun Þjóðhags- stofnunar, sem gerð var í janúar, kemur frani að atvinnurekendur töldu æskilegt að fjölga starfsfólki um 325 á öllu landinu sem er 0,3% af áætluðu vinnuafli. Þetta er heldur meiri eftirspum en var á sama tíma í fyrra. Aukningin er öll á höfuðborgarsvæöinu og er eftir fólki í þjónustugreinum. Sukku vegna ofhleðslu Rannsóknarnefnd sjóslysa segir að allir sex plastbátamir sem sukku í róðri 1995 hafi sokkið vegna ofhleðslu, í sumum tilfell- um vítaverðrar. Dagur sagöi frá. Gagnagrunnsnefnd Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra skipaði í gær nefnd til að hafa umsjón með gerð og starf- rækslu gagna- grunns á heil- brigðissviði. í henni eru Davíð Þór Björgvins- son lagaprófess- or, formaður, Jóhann Ágúst Sig- urðsson, prófessor í heimilislækn- ingum, og Ebba Þóra Hvannberg, lektor i tölvimarfræði. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.