Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 36
lur miðvikudaginn 24. Vinni, 02. ’99 VinningAupphœð Fjöldi Vtnmngar vinninga I. 6 aþ 6 39.358.300 2.5 aþ o 326.910 3-5 Qg 6 B5.610 ± 4*4 at 6 3.160 530 326 HeudarvinningAupphœð 40.522.460 A Iólandi 1.164.160 Lwrra FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Mosfellingar: Óttast læknaleysi - 2000 undirskriftir 'W Mosfellingar gengu á fund Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra í morgun og afhentu um 2000 undirskriftir sem safnast hafa í bæjarfélaginu. „Við erum að krefjast þess að ráðuneytið geri það sem til þarf til þess að við höldum læknunum okkar,“ sagði Frímann Lúðvíksson, einn tals- manna íbúanna, við DV i morgun. Þrír heilsugæslulæknar hafa nú sagt upp störfum. Mosfellingar ótt- ast að læknislaust verði með öllu á heilsugæslustöðinni ef fram held- ur sem horfir. Frimann sagði það sina persónulegu skoðun að skipta þyrfti um hluta yfirstjórnar á ,^heilsugæslustöðinni ætti að fást friður á nýjan leik. -JSS Lífið eftir vinnu í Fókusi sem fylgir DV á morgun er spjallað við og birtar myndir af stúlkunum sex sem taka þátt í ís- landsmeistarakeppninni í erótísk- um dansi. Einnig er rætt við Gabrí- elu Friðriksdóttur myndlistarkonu •~sem segist ekki nenna að líta gáfu- lega út. Fjallað er um 10 ára afmæli lögleiðingar bjórs á Islandi og Stein- grímur J. Sigfússon spurður hvort hann sé enn á móti bjór en hann var einn þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði gegn bjórnum á sínum tíma. Valinn hópur spekinga segir okkur hvað hafi merkast gerst á þessari öld og hvað merkilegast muni henta á þeirra næstu. Rætt er við Hrafn Jökulsson, sem er aftur orðinn ritstjóri, og birt próf sem leiðir í ljós hvort fólk er fífl eður ei. í Fókusi á morgun birtist blaðauk- inn Lífið eftir vinnu í fyrsta sinni en það er nákvæmur leiðarvísir um allt það sem fólk getur tekið sér fyr- -ir hendur í frítímanum annað en legið fyrir framan sjónvarpið. Tveir formenn í sátt og samlyndi með ánægðan viðskiptavin: Lovísa Jónsdóttir, formaður Hárgreiðslumeistarafélags ísiands, og Reynir Sigurðsson, formaður Meistarafélags hárskera. DV-mynd Pjetur Sögulegur samruni: Hárgreiðslu- dömur og rak- arar sættast Ef að líkum lætur verða sögulegar sættir á milli rakara og hárgreiðslu- dama í byrjun næsta mánaðar þegar fagfélög þessara aðila sameinast. Er þar með lokið 25 ára „stríði" sem hef- ur tekið á sig ýmsar myndir. „Það hefur tekið okkur aldar- fjórðung að lenda þessu máli,“ sagði Torfi Geirmundsson, rakari á Hlemmi. „Reyndar má rekja mis- klíð og samskiptaörðugleika hár- greiðsludama og rakara allt aftur til átjándu aldar í Evrópu. Þá litu hár- greiðsludömur niður á rakara og oft með réttu því þeir ráku gjarnan gleðihús samhliða rakstrinum. Og einhverra hluta vegna hefur hár- greiðsiudama alltaf þótti eitthvað fmni en rakari," sagði Torfi. Fyrir tveimur árum urðu þau tíma- mót að byrjað var að kenna greiðslu og klippingu sem eitt fag í Iðnskólan- um undir námsheitinu hársnyrtiiðn. Samkvæmt tillögu sem lögð verður fyrir stofnfund nýs félags 2. mars verður nýtt nafn á sameiginlegu fagfé- lagi Meistarafélag í hárgreiðslu. Þá verður kosinn formaður og samkomu- lag hefur náðst um að hann komi úr stétt hárgreiðsludama. -EIR Hundruö milljóna uppkaup á hættusvæði í Súðavík en enn búið í gömlu byggðinni: Sveitarstjórnarmenn búa á snjóflóðasvæði - annar að byggja en hinn hefur keypt teikningar. Gagnrýnt, segir sveitarstjóri Tveir sveitarstjómarmenn Súða- víkurhrepps búa enn á snjóflóða- hættusvæði í gamla bænum. Þetta era þau Friðgerður Baldvinsdóttir og Heiðar Guðbrandsson og fjölskyldur þeirra, alls 8 manns. Báðar fjölskyld- urnar þurftu að rýma hús sín um helginga vegna yfirvofandi hættu. Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóri í Súðavík, segist orða það svo að enn séu eftir tvær fjölskyldur i gamla þorpinu. Hann segir að þessir aðflar séu enn ekki búnir að færa heimfli sín. Annar sé búinn að hanna og teikna, en hinn með fokhelda neðri hæð. “Ég hef vissulega fundið fyrir gagnrýnisröddum undanfarið, meðal annars gagnvart þessum tveimur. En það er algjör tflviljun að þeir era hreppsnefndarmenn. Þeir era ekkert að nýta sér setuna í hreppsnefnd sem stöðu í þessu máli. Þeir eru bara seinni en aðrir að flytja, hvers vegna það er get ég ekkert sagt um,“ sagði Ágúst. “Síðan hef ég heyrt raddir sem segja almennt: Af hverju erað þið að rýma gömlu byggðina? Eigið þið nokkuð að vera þama? En þá koma upp tvö svör. Fyrst að gamla byggðin er söguleg staðreynd og það verður hún um ókomna framtíð. Það þarf að gæta að umgangi um hana meðan hættuástand varir. Svo hitt að upp- kaupum er ekki lokið. Hér era hús sem ekki hafa fengið styrk Ofanflóða- sjóðs þar sem þó fer fram ýmis þjón- usta, banki, pósthús, heilsugæsla, kaupfélag, hreppsskrifstofa, áhalda- hús, bílaverkstæði og verktakastarf- semi. Þetta vill sjóðurinn ekki beina fjármagni til,“ sagði Ágúst. Hann seg- ist trúa því að samningar takist um uppkaup á þessum eignum. Ráðuneytið undrast „Það kemur mér vissulega á óvart að enn skuli vera tvær fjöl- skyldur eftir á svæðinu. Menn gerðu sér vonir um að þessu yrði lokið fyrr. En það gildir með þessar íbúðir að þær verða rýmdar sam- stundis og hætta skapast. Þetta eru þvi fyrst og fremst óþægindi fyrir íbúana í þessum húsum,“ sagði Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri i umhverflsráðuneytinu, i gær. Magnús segir að ekki sé hægt að bera saman ástandið núna og fyrir 1996. Allt skipulag á rýmingu, marg- falt ítarlegri vöktun og fleira hafi komið tfl sögunnar og auki öryggið. Menn séu því tiltölulega rólegir núna og telji að öryggi íbúanna sé meira en áður. Bannið við því að dvelja í húsun- um í gamla hverfinu byggir á lögum um vamir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. í reglugerð sem fylgir er talað um að umhverfisráðuneyti setji reglur um nýtingu. Ráðuneytið ákvað að bannað skyldi að búa á svæðinu frá 1. nóvember til 30. apr- fl. “Þetta er gert í skjóli þess að búið sé að kaupa upp. Þess vegna nær þetta ákvæði ekki til þessara tveggja. Annar aðilinn hefur enga greiðslu móttekið en hinn er byrjað- ur á húsbyggingu og hefur fengið einhverjar greiðslur," sagði Ágúst. -JBP Veðrið á morgun: Gola að sunnan Á morgun verður sunnan- og suðvestangola eða kaldi og él sunnan- og vestan til, norðaust- angola og snjókoma eða él á norðvesturhominu, en lengst af þurrt norðaustanlands. Frost verður yflrleitt á bilinu 0 til 5 stig, kaldast norðan tfl. Veðrið í dag er á bls. 37. Dísel 2,7 TDI sjálfskiptur Ingvar • Helgason hf. Sœvarhöfba 2 Simi 525 8000 www.ih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.