Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Fréttir Sölustjóri fasteignasölu um nýja íbúðalánasjóðinn og stirða afgreiðslu: Nýja kerfið ekkert annað en svik Mikið var um dýrðir þegar hinn nýi íbúðalánasjóður tók til starfa en síðan hefur allt verið fast. DV, Akureyri: „Viö höfum einungis fengið eitt kauptilboð afgreitt frá áramótum og nú bíða hjá okkur 13 kauptilboð sem sum hver hafa beðið í rúman mánuð,“ segir Hermann R. Jónsson, sölustjóri Fasteignasölunni ehf. á Akureyri, en hann er mjög ósáttur við það hvemig starfsemi hins nýja íbúðalánasjóðs hefur farið fram frá því sjóðurinn hóf starfsemi um ára- mót. Segir Hermann seinagang við afgreiðslu í nýja kerfínu hafa valdið mörgu fólki mjög miklum áhyggj- um. Sem dæmi um seinaganginn lýsir Hermann því hvernig afgreiðslu mál íbúðakaupanda á Akureyri þarf að fá í nýja kerfínu. „Sá sem hyggst kaupa sér fasteign hér á Akureyri fer með samþykkt kauptilboð í við- skiptabanka sinn og fær þar greiðslumat. Það mat er síðan sent til miðvinnslu bankans í höfuð- stöðvum hans í Reykjavík og þaðan fer málið til íbúðalánasjóðs. Eftir af- greiðslu þar fer málið sömu leið til baka til viðskiptabanka viðkomandi einstaklings sem er kallaður fyrir þjónustufulltrúa bankans til viðtals. Að því viðtali loknu fer málið aftur sömu leið í gegn um kerfið. Þetta er auðvitað alveg fráleitur gangur mála.“ Hvað finnst þér um svar félags- málaráðherra þegar Félag fasteigna- sala gagnrýndi þann langa af- greiðslutíma sem er hjá íbúðalána- sjóði? „Mér fannst grín ráðherrans ekki viðeigandi, þegar hann sagði að ekki væri hægt að lemja tölvurnar sem ekki virkuðu, því það er ekkert grin þegar húsbyggjandi sem er í leiguhúsnæði fær ekki afgreitt hús- bréfalán. Grín ráðherrans á heldur ekki við í öðrum tilfellum, s.s. þeg- ar fólk hefur „selt“ sína íbúð og bíð- ur svars til að fá fulla vissu varð- andi það hvort salan hefur verið samþykkt eða ekki. „Ég get ekki kallað þetta nýja kerfi annað en svik vegna þess að við höfðum á síðasta ári kerfi sem virkaði fullkomlega. Afgreiðslutími var þá 5 dagar á meðan Húsnæðis- skrifstofan hér á Akureyri þjónaði okkur Norðlendingum. Nýja kerfið er byggt upp á allt of mörgum milli- liðum og málin fara hringi i kerf- inu. Þetta er ekkert annað en aftur- for.“ En nú segja forsvarsmenn íbúða- lánasjóðs ástandið vera mjög gott, þú ert sem sagt ekki sammála þeim? „Það er rétt að þeir hafa lýst því yfir að allt sé í himnalagi en það er bara ekki rétt. Starfsmenn íbúða- lánasjóðs mata forsvarsmenn sjóðs- ins á röngum upplýsingum. Megin- orsökin fyrir því hvemig ástandið er í dag er sú að forsvarsmenn sjóðsins vom ekki búnir að vinna heimavinnuna sína þegar nýja lána- kerfið kom til framkvæmda um síð- ustu áramót," segir Hermann. -gk Gamla ísafoldarhúsið er á förum úr Austurstræti og verður næsti nágranní Innréttinganna, elsta húss Reykjavfkur. Hér eru tveir starfsmenn Armannsfells að störfum í gömlum búðarglugga. DV-mynd Hilmar Þór \wm ■j - 'Wí ím %'- í lái *>-*>v. *■? » ísafoldarhúsið flytur í næstu götu - en nýtt hús mun tengja saman Austurvöll og Austurstræti Gamla ísafoldarhúsið, sem Bjöm Jónsson ritstjóri byggði yfir blaðið ísafold 1886, er á fórum úr Austur- stræti yfir í Aðalstræti 12 í gámum. Undir lok næsta mánaðar verður haf- ist handa um að púsla húsinu saman að nýju en allir húshlutar em merkt- ir eftir sérstöku kerfi. Verkinu á að ljúka í sumar. Kostnaður við flutning og endurbyggingu er áætlaður 50 milljónh- króna. Á efstu hæð verður íbúð, skrifstofur á annarri hæð en verslun eða verslanir á jarðhæð. Hús- ið var komið í slæmt ástand í Austur- strætinu, burður þess að norðanverðu hafði verið rýrður og húsið því tekið að siga. Þetta hús er fyrir margra hluta sak- ir merkilegt sem blaðahús ísafoldar og síðar Morgunblaðsins en einnig fyrir að vera fyrsta raflýsta hús Reykjavíkur. Fyrstu rafljósin kvikn- uðu þar fyrir réttum 100 árum. Þor- steinn Bergsson hjá Minjavemd segir að í kringum niðurrif hússins hafi komið í ljós allmörg gömul perastæði, einkum á þeim stöðum þar sem setj- aravélar voru. Ólafur Hauksson, verkfræðingur hjá Ármannsfelli hf., sagði í samtali við DV að hafist yrði handa um að byggja fjögurra hæða byggingu, auk þakhæðar, á lóðinni í Austurstræti, vonandi í næsta mánuði. Byggingin er í grenndarkynningu sem er rétt að ljúka. Stefnt er að því að hefja bygg- ingarframkvæmdir strax og leyfi byggingarnefndar liggur fyrir. Áætlað er að ljúka framkvæmdum á ca 10-11 mánuðum, eða í ársbyijun 2000. Ólafur sagði að töluverður áhugi væri fyrir húsinu og margir að spyij- ast fyrir. Húsið er hannað af arki- tektastofunni Tisona, arkitektunum Hlédísi Sveinsdóttur og Orra Árna- syni. Gert er ráð fyrir tengingu milli Austurstrætis og Austurvallar gegn- um kaffihús á jarðhæð. -JBP Samfylkingin: Hákon framkvæmdastjóri Hákon Gunnarsson, viðskipta- fræðingur og fjármálastjóri hjá Járnblendifélaginu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Samfylkingunni. Ekki er gert ráð fyrir því að núverandi fram- kvæmdastjórar A-flokkanna láti af störfum. „Ég mun hefja störf hjá kosningastjóm Samfylkingar- innar 1. mars. Mín ráðning er gerð í mjög góðu samráði við alla þá sem koma að Samfylkingunni. Hvort sem það eru A-flokkamir, Kvennalistinn, Jóhanna eða aðr- ir. Annars hefði ég aldrei tekið verkefnið að mér. Þetta leggst gríðarlega vel í mig enda skemmtilegir tímar fram undan," sagöi Hákon. -hb Þorsteinn í hvalnum Nú er talið víst að ærið verk bíði núverandi sjávarútvegsráð- herra Þorsteins Pálssonar þeg- ar hann tekur við embætti sendi- herra í London. All- ar líkur era á því að samþykkt verði að veiða hvali á nýrri öld og þá mun fjandinn verða laus við sendiráð íslend- inga í heims- borginni London. Reynsla er fyrir því að viö slíkar pólítisk- ar aðstæöur safnast umhverf- issinnnar saman við sendiráðið og mótmæla og þá gjarnan með upp- blásinn hval. Hafi Þorsteinn hald- ið að rólegir tímar væra fram undan er það byggt á miklum mis- skilningi. Sjávarútvegsmálin munu væntanleg elta hann út og ekki er ólíklegt að hann sjái upp- blásna hvali í upphafi vinnudags... Veðurfréttir Á tónleikum Gus-Gus fjöllista- hópsins í flugskýlinu á Reykjavík- urflugvelli um síðustu helgi stóðu áhorfendur agndofa og störðu á sviðið. Gus-Gus- hópurinn og for- ingi hans, Ðaníel Ágúst Haralds- son, fóru mikinn í tónlistarflutn- ingi þótt liðs- menn hefðu lýst því yfir að þeir kynnu ekki á hljóðfæri. Voru áhorfendur á einu máli -um að sviðsframkoman heföi verið lík- ust því aö horfa á 20 veðurfrétta- tima í röð hjá ríkissjónvarpinu með poppi og kók. Helst voru það myndbönd sem sýnd voru í bak- grunni sem nálguðust það að eiga eitthvað skylt við list... Hitti fram hjá Svo sem Sandkorn hefúr ítrekað bent á verða íþróttafréttamönnum oft á mismæh í hita leiksins. Þetta gullkorn er frá hinum einlæga Valtý Birni Val- týssyni á Stöð 2 þar sem hann lýsti leik Manchester United og Arsenal á Sýn nýverið: „Sá hitti fram hjá!“ Og annð frá Val- tý Birni í sama leik: „Hefði verið sniðugt hefði það heppnast." Þá hraut þetta gullkorn af munni hans: „Þetta hefði verið mark hefði skotið verið gott!“ Predikarar Það þykir tíöindum sæta í Rangárþingi að sr. Önundur Bjömsson, prestur á Breiðahól- stað hefur fengið frambjóðendur á Suðurlandi til að taka þátt í svokall- aðri samtal- spredikun í kirkj- um í prestakall- inu. Fyrstir riðu á vaðið þeir fé- lagar ísólfur Gylfi Pálma- son og Guðni ____ Ágústsson . Þóttu þeir taka sig óvenju vel út í orði og æði og gamall bóndi úr Fljótshlíðinni sagði að það mætti vel notast við þá sem presta. Bjama Helga- syni , vélsmið og uppfinninga- manni á Hvolsvelli, er margt til lista lagt og orti til þeirra eftirfar- andi vísu sem nefnist „Eftir predikun" Um velgengni Framsóknar vonir ég el hún vaxi og styrkist og dafni. Þeir messuðu báðir svo mikið og vel í Meistarans helgasta nafni. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.