Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Page 2
2 LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Miréttir Rúna- og Brúnamenn sem sviku m.a. út tugi tonna af kjötvörum og öðrum varningi: Svikamyllumenn dæmdir í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í einu umfangsmesta fjársvika- og skjalafalsmáli síðari ára í gær þegar íjórir menn, Örn Karlsson, Magnús Hörður Jónsson, Már Karlsson og Stefán Axel Stef- ánsson, voru dæmdir í 3ja ára, 2ja og hálfs, 2ja ára og 18 mánaða fang- elsi þar sem tugir milljóna króna voru sviknir út úr tugum fyrirtækja - m.a. með því að mennimir þóttust hafa milligöngu fyrir nemendafélög framhaldsskóla um sölu á ýmsum kjötafurðum. Mennirnir tengdust fyrirtækjum sem nefndust Rúnir og Brúnir. Fimmti maðurinn var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi, sjötta og sjöunda mannin- um vora ekki gerðar refsingar en áttundi og níundi maðurinn voru sýknaðir. Málareksturinn var gríðarlega umfangsmikill og flókinn. Mennirn- ir voru m.a. sakfelldir fyrir að hafa svikið út mörg tonn af lambakjöti, kjúklingum og fiski úr ýmsum fyr- irtækjum víös vegar um landið. Fóru viðskiptin gjarnan fram með þeim hætti að hringt var á viðkom- andi staði og óskað eftir að fá visst magn af matvörum sent í hvert skipti. Lofað var að greiða með tékkum eftir tiltekinn tíma. Þannig sögðust mennimir m.a. vera að hafa milligöngu fyrir nemendafélög í framhaldsskólum. Ágóðann átti m.a. að nota fyrir skólaferðalög. Þegar tékkamir síðan bárust fyrir- tækjunum reyndust þeir innstæðu- lausir. Vélsleði, jeppi, tölvubúnaður og margt fleira var einnig svikið út ásamt ógrynni af öðrum varningi. BYKO, ÁTVR, Húsasmiðjan, Penn- inn sf., Hekla hf., og Samvinnusjóður íslands voru meðal þeirra aðila sem töpuðu miklum peningum á við- skiptum sínum við mennina. Slátur- félagið Barðinn á Þingeyri, Útgerðar- félag Akureyringa, Alifuglabúið í Akraneshreppi og Vor í Villinga- holtshreppi voru þær kjöt- og fisk- vinnslur sem töpuðu milljónum króna á viðskiptum sínum við menn- ina. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn í gær. -Ótt Meira smygl Tollverðir fundu í gær nokkra kassa af bjór til viðbótar við þegar fundið smygl um borð i' Goðafossi. Skipið var í gær kyrrsett til að leita enn frekar. Verulegar áhyggjur höfðu komið fram af hálfu forsvarsmanna Eimskips um að skipið fengi ekki að fara út á áætlun. Skipið hefur mjög vi'ða verið „skrúfað í sundur" og Ijóst hvað bíður nýrrar áhafnar i' næstu ferð á leið skipsins vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna - að skrúfa allt saman eftir toll- verðina. í gærkvöld var þremur af ellefumenningunum, sem hafa verið í haldi lögreglu frá því á þriðjudagskvöldið, sleppt. Fáheyrt er að svo margir sitji inni i' einu vegna sama máls. Á meðfylgjandi mynd er verið að búa Goðafoss til brottfarar í gær. Á annarri mynd er tollvörður við áfengið sem fannst f skipinu á fimmtudag en þriðja myndin er af hátt í 500 li'trum af vodka sem fundust við komu skipsins í vikunní. DV-myndir Sveinn Bæjarstjórinn ætlaði að gleðja börnin: Traktorinn hvarf ofan í skautasvelliö Mikið var um dýrðir þegar inngöngu Póllands í Atlantshafsbandalagið var fagnað. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra voru við athöfnina ásamt forseta og forsætisráðherra Póllands. DV-mynd Guðlaugur Tryggvi Börkur aflahæstur DV, Akureyri: Aflaskipið Börkur NK-122 er afla- hæsta skipið á loðnuvertíðinni sam- kvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva sem gefnar voru út í fyrradag. Stutt er þó í næstu skip, og greinileg keppni um hvaða skip verður aflahæst þegar upp verður staðið, sem getur orðið á hverjum degi héðan af. Börkur hafði landað samtals 33.858 tonnum, en í næsta sæti kom Víkingur AK-100 með 33.463 tonn. Börkur á eftir 5.409 tonn af kvóta sínum en Víkingur 6.855 tonn. Næstu skip eru Öm KE-13 með 30.921 tonn, Sigurður VE-15 með 29.705 tonn og Hólmaborg SU-11 með 29.333 tonn. Ef teknar eru með landanir erlendra skipa, hefúr mestu verið landað í Vest- mannaeyjum, 63.680 tonnum, en ijórar Austfjarðahafnir koma næstar: Seyðis- fiörður með 59.988 tonn, Eskifjörður með 59.261 tonn, Neskaupstaður með 52.382 tonn og Fáskrúðsfjörður með 44.720 tonn. -gk Sjö tonna vinnuvél, sem var að skafa skautsvellið á Stokkseyri í fyrradag, hvarf ofan i svellið fyrir augum barna sem stóðu á tjarnar- bakkanum með skauta sína og eft- irvæntingu í augum. IKvótalausir fresta aö- geröum Eigendur kvótalausra báta hafa slegið aðgerðmn í Reykjavíkurhöfn á frest vegna slæms veðurútlits. Ráðgert hafði verið að loka innsigl- ingunni í Reykjavíkurhöfh á morg- j un með því að sigla tugum skipa 1 inn í hafnarmynnið. I „Það er bölvuð bræla héma og Ívið komumst einfaldlega ekki fyrir röstina. Við ætlum að endurskipu- leggja aðgerðir en þið megið trúa því að við kommn og lokum Reykja- vikmhöfn,“ sagði Erlingur Haralds- son, útgerðarmaðm á Patareksfirði. Hann gerir út Svein Sveinsson BA : 325 sem er kvótalaus. -EIR „Þetta var í fyrsta sinn sem svellið var skaflð og við hlökkuð- um mikið til,“ sagði ungur dreng- ur sem fylgdist með aðforum bæj- arstarfsmanna. „Okkur brá.“ Forsaga málsins er sú að við umræðu í bæjarstjórn Árborgar kom fram að ekkert skautasvell væri á Selfossi en hins vegar væri ágæt tjörn á Stokkseyri sem notuð hefði verið til skautaiðkana um áratugaskeið. Brá bæjarstjórinn á það ráð að senda traktor á staðinn til að skafa svellið og gleðja börn- in. Þegar bæjarstarfsmenn voru komnir út á miðja tjörn á trakt- omum brast ísinn og tækið hvarf ofan í vatnið. Rétt grillti í yfir- byggingu traktorsins upp úr ísn- um. Dælan heitir tjörnin þar sem skautasvellið er og er botn hennar „...eitt dý og drulla", eins og íbúar á Stokkseyri orða það. Gekk því erfiðlega að ná traktornum upp, auk þess sem björgunarmenn voru á hálum ís. Allt fór þó vel að lok- um og er nú verið að þurrka trakt- orinn fyrir næsta verk. -EIR stuttar fréttir Ekki Arnþrúður Karlsdóttir, kaupkona í Reykjavík og framsóknar- maðru, segir að fullyrðingar kjördæmisfé- Ílags Frjáls- lynda flokksins á Norðurlandi Ieystra um að hún muni leiða lista flokksins í kjördæminu séu ekki réttar. Henni hafi borist áskorun | þess efnis en sé óákveðin. Góðar varnir Snjóflóðavarnir á Sigluflrði sönnuðu sig í gær þegar snjóflóð féll úr Strengsgili í átt að bænum. Varnirnar færðu farveg flóðsins, I sem var nokkuð kröftugt, þannig | að bærinn slapp alveg. Ekki er talin hætta á fleiri flóðum í kjöl- p farið. Kominn í lag | CANTAT3- sæstrengurinn, sem i bilaði 23. febrúar norðan við Fær- | eyjar, komst í lag í gær. Bannað í Samkeppnisstofhun komst að | þeirri niðurstöðu á fundi sinum í gær, að breyting Flugfélags ís- lands á Egilsstaðaflugi félagsins í samræmi við flug samkeppnis- aðilans íslandsflugs, til bæjar- ins, stríði gegn skilyrðum sem samkeppnisyfirvöld settu félag- I inu áriö 1997. Viðkvæmt Davíð Odds- son forsætis- ráðherra viður- kenndi á lands- fundi Sjálfstæð- isflokksins í gær að ákvörð- un um að skipa ISvavar Gests- son sendiherra í Kanada hefði ver- ið viðkvæm. Davíð var spurður i um málið á fundinum í gær en efa- | semdir hafa verið uppi um að rétt i hafl verið að ráða andstæðing að- ildar íslands að NATO sem sendi- herra í NATO-ríki eins og Kanada. Rúta út af Rúta, fúfl af nemendum úr Reykjavik á leið til Akureyrar, fór út af veginiun við Bönduós í gær. Engan sakaði en ferð nem- | endanna taföist því nokkra I stund tók að koma rútunni aftur upp á veginn. Fiskistofa svaraði Fiskistofa hefur gefið DV upp- Ílýsingar um viðskipti tiltekinna skipa um Kvótaþing. DV ritaði stofnuninni bréf með vísan til upp- lýsingalaga og svarið berst í gær. I Þar er tíundað hversu mikið magn j; bátarnir leigðu og fyrir hvaða : verð. Sjómannasambandið hefur ; ekki fengið svar við svipuðu er- | indi. Til bráðabirgða Heilbrigðis- og tryggingamála- 1 ráðuneytið hefur ákveðið að ráða I Guðmund Einarsson, forstjóra I heilsugæslunnar í Reykjavík, | timabundið tfl að sinna verkefn- | um framkvæmdastjóra heilsu- | gæslu Mosfellsbæjar en miklar deflur hafa átt sér stað innan * stöðvarinnar undanfarið. Ný stjórn A skiptafundi Stúdentaráðs á 1 fimmtudag var kjörin ný stjóm ;; Stúdentaráðs. Þar var Finnur 1 Beck stjórnmálafræðinemi kjör- inn formaður og Pétur Maack sálfræðinemi kjörinn fram- | kvæmdastjóri. Ný stjórn meiri- hluta Röskvu tekur formlega við 115. mars næstkomandi. Áfengi í búðir? Geir H. | Haarde fjár- I málaráðherra h telur aað ekki | verði hjá því komistánæstu I árum að leyfa ! kaupmönnum að selja bjór og p léttvín. rett

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.