Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 30
30 viðtal LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Róbert Guðfinnsson keypti hlutabréf fyrir 500 milljónir: Gleymdi að fá leyfi hjá f Róbert Guöfinnsson er Siglfirð- ingur. Reffilegur maður, tœplega meöalmaður á hœö, meö strítt, dökkt hár sem er tekið að grána ei- litió i vangana, andlitið fjörlegt og hlýlegt. í viökynningu er hann kát- ur og innilegur. Hann á stund af- lögu í sólbakaðri höfuðborginni og bíöur eftir fluginu norður. Hann kemur heim síðar um kvóldið í faðm fjölskyldu og vina á Siglufirði meö einstakan sigur á viðskiptasviö- inu ífarteski sinu. Menn höfðu á orði eftir atburði þriðjudagsins vest- ur í Súlnasalnum að Róbert hefði „rammað inn"þann hóp manna í athafnalífinu sem kenndur hefur verið við Kolkrabbann. Að kvöldi sigurdagsins fagnaði Róbert sigri ásamt einni fjögurra dœtra sinna með málsveröi á skyndibitastað i Reykjavík. Norður á Siglufírði er það oft fyrsta verkefhi dagsins hjá Róberti að fara með yngstu dótturina, Bryndísi Erlu, á leikskólann. Hinar dæturnar eru Ragnheiður Steina, 11 ára, Sigriður María, 16 ára, og Gunnhildur, 19 ára. Kona Róberts er Steinunn Ragnheið- ur Árnadóttir, heimavinnandi hús- móðir. 500 milljóna gleymska Berðu það undir konuna þegar þú ræðst í stórverkefhi? „Ég verð að viðurkenna að hlutirn- ir gerðust of hratt í þessu tilviki, mér brá því verulega á miðjum fundinum á Sögu þegar fréttamaður útvarps sagði mér að hann hefði birt frétt um að ég hefði keypt hlutabréf fyrir 500 milljónir. Konan mín heyrði fréttina i útvarpinu. Það er skömm frá þessu að segja því ég ber mikla virðingu fyrir konunni minni," sagði Róbert. Á Radisson-hótelinu Sögu áttust við fulltrúi nýrra og harðra stjórnun- arhátta og fulltrúi gamalla og harðra stjórnunarhátta. Aðeins meiri saman- burður á keppinautunum: Róbert fer ekki í launkofa með það að hann var alþýðubandalagsmaður af lifi og sál á yngri árum. Jón Ingvarsson var góð- ur félagi í HeimdaUi. Ljóst er að báð- ir hafa haft nokkurn hag af pólitísk- um afskiptum framan af ævi þótt áhuginn hafi kannski dofhað. Róbert varð 42 ára í fyrradag. Hann tók daginn snemma, enda fór afmælis- dagurinn að hluta til í að halda aðal- fund Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Þar kom í ljós að fyrirtækið greiddi 250 starfsmönnum á Sigluflrði og Ólafsfirði 1.237 þúsund krónur í laun á síðasta ári - meðaltekjur á hvern starfsmann eru því um 5 milljónir króna á ári. Kornungur var Róbert kominn á sjóinn, á skip frá rikisfyrirtækinu Þormóði ramma, sem hann siðar átti eftir að stjórna og eignast hlut í. Hann fór í Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum og útskrifaðist þaðan 22 ára gamall, fór þaðan i Tækniskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan sem út- vegstæknir. Meiningin var ekki að eyða ævinni við sjávarsíðuna og föndra með fisk. Róbert var búinn að fá inngöngu í ljósmyndaraskóla í Sví- þjóð en gafst upp á sænska pappírs- farganinu og hringdi í skólastjórann í Eyjum. Hann var mættur þar viku síðar. Teningunum var kastað. Munaðariaust fyrírtæki Róbert réðst sem stýrimaður á tog- arana Stálvík og síðar Siglfirðing eft- ir að heim kom og undi vel sinum hag. Hann átti þó ekki eftir að vera lengi til sjós, aðeins þrjú ár. Þá bauðst honum að koma í land og gerast fram- leiðslustjóri í frystihúsi Þormóðs ramma. Einnig þar stoppaði hann stutt. „Ég tók við Þormóði ramma 28 ára gamall, árið 1985, þá var fyrirtækið í Róbert Guöfinnsson, stjórnarformaður SH, sjálfgerður maður eins og það kallast fyrir westan. Maður sem ætlaði að verða Ijósmyndari en er nú toppurinn á valdapíramída sem kenndur hefur verið við Kolkrabbann. DV-mynd Teitur eigu ríkisins að mestu og bæjarins. Þáverandi forstjóri hafði sagt upp stórfum eftir stutta veru í fyrirtæk- inu. Ég held það hafi verið mín gæfa, eða kannski ógæfa, að þá voru ein- göngu utanaðkomandi menn frá rík- inu í stjórn og þeir sáu eitthvað í mér og vildu gefa mér tækifærið. Það var vitað að ég var á förum frá fyrirtæk- inu, ég vissi ekki hvað átti að taka við, bara eitthvað annað en það sem mér líkaði ekki. Ég var ungur við srjórn á fyrirtæki í minni heima- byggð, þar sem greinilega þurfti aö taka á ýmsum hlutum. Það var auð- vitað einkennilegt fyrir mig sem ung- an mann úr verkalýðsstétt að taka á hlurunum og finna hvað umhverfið var óskaplega hart. Það hefur fylgt Siglufirði að verkalýðspólitíkin er hörð, hún er það enn, en timarnir hafa þó breyst og fólkið með," segir Róbert. Hann er sonur hjónanna Steinfríðar Ólafsdóttur og Guðfinns Aðalsteinssonar sem bæði hafa stund- að verkamannastörf um ævina. „Skilaboðin til manns voru nánast að reyna að halda þessu fyrirtæki gangandi. Maður átti að hafa tiltölu- lega friðsælt umhveríi fyrir atvinnu- skapandi fyrirtæki í byggðarlaginu. Kröfur til arðsemi voru ekki miklar. Vandamál Þormóðs ramma var að fyrirtækið var hálfmunaðarlaust. Lánastofhanir vildu ekki lána því og bentu á ríkissjóð sem gæti látið þaö hafa peninga." Batteríin tæmdust - Mikil átök í viðskiptalífinu boða oft streitu. Ertu stressaður? „Ég held ekki, en ég viðurkenni að ég tæmdi batteríin 34 ára gamall, slík voru átökin við að fá fyrirtækið á lappirnar aftur. Ég var fluttur í sjúkraflugvél suður. Ég gekk allt of nærri mér. Ég tók fyrirtækið á hausn- um og tókst að koma því gegnum skuldbreytingar. Um haustið hélt starfið áfram, og erfiðleikarnir, án þess ég væri undir það búinn. Eitt kvöldið sat ég fyrir framan sjónvarp- ið, sofhaði út af og vaknaði aftur tveim tímum síðar með 41 stigs hita," sagði Róbert. Hann segist hafa tekið á þessu vandamáli og tekist að yfir- vinna það. Hann hafi verið við góða heilsu alla tíð síðan. r Olafur Ragnar og Þormóður rammi „Ég var þó ekki veikari en svo að í ágúst 1990 var ég boðaður á fund sem Ólafur Ragnar Grímsson, þá fjármála- ráðherra, hélt. Hann óskaði eftir að ræða stöðu Þormóðs ramma á bæjar- skrifstofunum á Siglufirði. Þangað voru boðaðir margir af helstu at- vinnurekendunum í bænum, bæjar- stjórnin og verkalýðsforystan. Ólafur Ragnar sagði okkur að hann sæi ekki neina framtíð í þessu félagi. Nú yrði að skoða hvernig reka mætti þetta fyrirtæki sem væri hálfgert skúffufyr- Fyrirtækið Þormóður rammi, höfuðstöðvar á Siglufirði - ríkisfyrirtækið sem komst f einkaeign - borgar starfsfólkinu um 5 milljónir á ári að meðaltali. Fyrirtækið \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.