Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 18
18 heygarðshqrnið LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Lög gamla fólksins Þegar ég var lítill sá Gerður G. Bjarklind um Lög unga fólksins á föstudagskvöldum upp úr níu. Nú sér hún um Lög gamla fólksins á föstudagsmorgnum upp úr níu. Þá var ég ekki búinn að ná því al- veg að vera Unga fólkið - var falleg í blygðunarlausri þung- lyndisdýrkun sinni og maður kemst einhvern veginn í betra skap á því að byrja daginn með sorglegri músík en tveimur fyndnum. Og stundum, þegar ég er heppinn og strætó er seinn, þá drengilega að tær og fölskvalaus rödd hans hóf sig upp yfir alla skruðningana. Ég ákvað með sjálfum mér að meiri trítill en bítill, en hlustaði samt heillaður. Og nú er ég enn ekki búinn að ná því alveg að vera Gamla fólkið en hlusta samt heillaður. Ég er aldrei alveg sam- ferða sjálfum mér. Sjálf er Gerður alltaf eins. Ég vil frekar hlusta á þetta en eínhverja tvo fyndna, sem eru alls staðar á hinum stöðvunum. Gömul íslensk dægurlög eru svo sorgleg músík, svo einlæg, svo næ ég eiriu eða tveimur lögum í vasaútvarpinu mínu á leiðinni í vinnuna. Þá er dagurinn góður. í gær náði ég heilum tveimur lög- um; þau voru bæði mjóg þung- lyndisleg. Fyrst kom Elsa Sigfúss að syngja eitthvert lag frá Hawaii, síðan karlakór sem ég heyrði ekki hver var því stundum eru svo miklar truflanir í vasaút- varpinu, nema þarna söng með þeim tenór sem þandi sig svo þetta hefði verið karlakórinn Heimir og einhver Álftagerðis- bróðirinn að syngja einsöng. Mér fannst að svo hlyti að vera, senni- lega vegna þess að Elsa Sigfúss var að syngja lag frá Hawaii, eynni sem færði Skagfirðingum lagið Undir bláhimni. Ég fékk nýjasta diskinn lánaðan um daginn með þessum meginkarlakór landsins - ásamt disknum Rætur, sem Andri Snær Magnason tók saman úr safni Árnastofnunar á gömlum ís- lenskum söng. Er þetta tvímæla- laust skemmtilegasti diskur síð- asta árs. Sem er ekki síst að þakka fallegum útsetningum Didda fiðlu, sem gæðir lögin hátíðlegri reisn strengja án þess að blása þau út í eitthvað sem þau eru ekki, til dæmis Verdi. Yfirleitt er hvíld í því að fá að hlusta á dægurlög sem eru ekki annað hvort þungbúið skrölt úr trommuvélum, svo að manni líður eins og mað- ur sé staddur einhvers staðar í álverinu - og strax kominn ósýnilegur hjálmur á haus- inn - eða þá hitt, sem nú ber sem mest á: tónlist í gæsa- löppum, safn af tilvitnunum með glotti út í annað, sniðug- heit þar sem ekkert er þannig meint, og þar með ekki á neinn hátt meint og þar með fullkomlega mein- ingarlaust. Það er eitthvað frískandi við að hlusta á menn sem hafa ekki frétt að maður eigi alltaf að gera eitt- hvað nýtt, eru ekki að reyna að gera neitt nýtt, heldur þvert á móti endurtaka það sem er gamalt, músík með einlægri laglínu, músík sem miðl- ar falsleysi, hrekkleysi, er mennsk. Hvað er svona skemmtilegt við að hlusta á karlakór? Þetta er karlamennmg af því tagi sem verð- ur æ sjaldheyrðari. Hljómurinn er breiður og voldugur og karlmann- legur - og þegar farið er niður í pi- Guðmundur Andri Thorsson anissimo gefst ekkert betra tæki- færi til að heyra þrekvaxna karl- menn tjá viðkvæmustu kenndir sínar. Og þegar beljað er í fortis- simo skynjar maður ekki bara kraftinn sem býr í íslenskum karl- mönnum, heldur líka geðshræring- una sem þeir láta ógert að tjá alla jafnan, gleðina yfir bræðralaginu í söngnum, vinalegan keppnisand- ann í því hver geti óskrað sem óg- urlegast. Hér gefst óvænt innsýn í menningarkima karlaklósettsins, sem alveg eins mætti skrifa leikrit um líkt og kvennaklósettið. Á al- vöru dansleikjum á alvöru stöðum er karlaklósettið yfirleitt troðið af mönnum sem standa blásvartir í framan og öskra hver upp í annan ýmis valinkunn tenóranúmer, með gífurlegum handaslætti og annað skyrtulafið komið upp úr buxna- strengnum... Og bestir í þessu eru vitaskuld Skagfirðingarnir, þetta fólk sem fær mann til að trúa kenningunni um að íslendingar séu runnir frá Aserbaídsjan. Þegar ég heyri í karlakórnum Heimi skynja ég í mér hirðingjann. Heiðursverðlaunahafi Islensku tónlistarverðlaunanna: Semur eitl lag á dag íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent á fimmtudagskvöld og að venju voru veitt heiðursverðlun til tónlistarmanns sem viðurkenning fyrir framúrskarandi störf í þágu ís- lensks tónlistarlífs. í fyrra var það Jón Múli Árnason sem hlaut verð- launin, en í ár var það Magnús Ei- riksson. Gaman að fá klapp á bakið „Það er alltaf gaman að fá klapp á bakið," segir Magnús Eiríksson. „Það er ekki síst gott þegar klappið kemur frá stóra bróður, iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu." Var þetta sérstök tilfmning? „Þetta er kannski fyrst og fremst viðurkenning á því að ég hafi náð að snerta þjóðartaugina. Það er langt síð- an ég uppgötvaði að ég væri heims- frægur á íslandi. Maður veit það þeg- ar einhver flautar lag eftir mann snemma að morgni án þess að hafa hugmynd um það." Hvernig er að vera í þeirri aðstöðu? „Það er alveg dásamlegt. En svo verða menn stundum leiðir á börnun- um sínum ef þeir eru of mikið innan um þau og börnin leið á manni sjálf." Hefurðu beðið lengi eftir þessum verðlaunum? „Nei, ég bjóst nú ekki við að fá þau svona kornungur. Ég hélt að maður þyrfti að vera kominn í félag eldri borgara til að fá svona verðlaun." Er þetta þá ekki áfall fyrir þig? „Menn voru að spyrja hvort ég væri þá ekki hættur að semja." Ertu hættur? „Nei, ég sem lag á hverjum degi þðtt ég noti þau ekki öll. Þau spretta ýmist fram í höfðinu eða þá að ég gríp eitthvert hljóðfæri og spila þau inn á segulband." Nokkur þúsund lög Magnús byrjaði frekar seint að semja lög, hann var rúmlega tvítugur. Hann hafði þó spilað lengi fyrir þann tíma. „Textarnir hafa verið aðalhöfuð- verkurinn en ekki lagasmíðin." Það eru 365 dagar á ári þannig að þú hlýtur að vera kominn með nokk- ur þúsund lög? „Ég geymi þau því miður ekki öll nema á kassettum í misjöfnu ástandi. Þegar ég þarf á þeim að halda renni ég þeim í gegnum tækið og hirði það sem ég tel þess virði." Hvenær er næsta plata væntanleg? „Ég ætla að reyna að koma út plötu á þessu ári." Hverjir verða með þér á henni? „Ég hef fengið tækifæri til að vinna með fremstu tónlistarmónnum þjóðar- innar og ég mun halda því áfram." Tónleikar á Hveravöllum Magnús hefur leikið mikið með Kristjáni „KK" Kristjánssyni og hafa þeir ferðast um landiö. Er ein- hver munur á því að spila fyrir fólk á landsbyggðinni eða í Reykjavík? Magnús Eiríksson tók á móti heiðursverðlaunum fyrir f ramlag sitt til íslenskrar tónlistar. Um helgina heldur hann tón- leika með KK fyrir Fjalla-Eyvind og Höllu. DV-mynd E.ÓI „Já, Reykvíkingar eru erfiðari. Þeir eru ekki endilega kröfuharðari, heldur örlítið lífsleiðari. Það er erfitt að koma þeim á óvart, en þeg- ar það tekst er það alveg frábært." Og það stendur mikið til hjá Magnúsi. „Við Kristján erum að fara að spila uppi á hálendi um helgina. Við höldum tónleika á Hveravöllum. Það eru 40 búnir að melda sig. Ey- vindur og Halla verða með okkur i anda." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.