Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 31
-A LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 frúnni irtæki í fjármálaráðuneytinu. Menn voru slegnir yfír þessu, menn voru farnir að tala um tap á kvóta frá byggðarlögunum, en annars reiknaði enginn með að ríkið færi að taka eitt- hvað frá þeim. Ég sem framkvæmda- stjóri félagsins gerði mér grein fyrir því hvað var að gerast. Ég hóaði sam- an nokkrum hópi á fund, ýmsum fé- lögum mínum, þar á meðal Ólafi Marteinssyni og fjölskyldu hans, sem átti litla rækjuverksmiðju. Við fengum síðan Verðbréfamark- að íslandsbanka til að meta fyrirtæk- ið fyrir okkur. Við fórum suður og gerðum ríkinu tilboð. Við gáfum mjög stuttan frest, viku að mig minnir, við vildum kaupa allan hlut ríkisins og sameina inn í fyrirtækið rækjuverk- smiðjuna og reykhúsið sem ég átti hlut í. Þetta var í desember 1990. Þetta kom alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti, enginn átti von á þessu. Eftir á finnst mér gaman að þessu. Ég var að rifja það upp um daginn með Sigurði B. Stefánssyni þegar við Ólafur Marteinsson komum til hans um árið og báðum hann að meta Þor- móð ramma. Hann opnaði þá nokkra ársreikninga, skoðaði þá stutt og sagði síðan: Þetta félag er einskis virði! En við vorum ekki alveg svona svartsýnir, fengum mat á fyrirtækinu hjá Sigurði og buðum síðan það verð fyrir fyrirtækið. Vegna þess i hvaða stöðu Ólafur Ragnar var fékk hann á sig svæsna gagnrýni og margir töldu sig eiga harma að hefna á honum. Tal- að var um pólitíska spillingu og sið- leysi og sagt að flokksgæðingar hefðu fengið fyrirtækið gefins, án þess að efnt væri til útboðs. Við félagarnir vorum dregnir inn i þessa umræðu en staðreyndin var sú að ég var sá eini í hópnum sem hafði verið í Alþýðu- bandalaginu sem ungur maður. Hinir voru sjáifstæðismenn og mislíkaði að vera kallaðir kommar. Það er gaman að segja frá því núna að í þessu „kommaplotti" hafði ég tvo ráðgjafa sem hjálpuðu mér í aðferðafræðinni og hvernig ég ætti að setja þetta upp. Þessir ágætu menn eru Brynjólfur Bjarnason í Granda og Vilhjálmur Eg- ilsson alþingismaður." Tveir tonarar, fiystihús og miklar sKuldir „Það sem kom mér mest á óvart á þessum tima var hvað menn vissu lít- ið um hvernig verðmeta skyldi fyrir- tæki. Og mest fór í taugarnar á mér hvað þingmenn töluðu frjálslega og gáfulega um þessa hluti án þess að í því væri nokkurt vit. Ólafur Nilsson endurskoðandi var fehginn til að gera mat á fyrirtækinu fyrir fjármálaráðu- neytið og fékk út tölur sem voru á svipuðu róli og okkar. Það sem félagarnir voru að kaupa voru tveir togarar, Sigluvík og Stál- vík, auk Stapavíkur sem var að hruni komin, frystihúsið - og gífurlegar skuldir. Róbert segir að hann hafi nýlega rifjað það upp með föður sínum hversu mikið var lagt undir í ársbyrj- un 1991. „Eigur okkar allra í fjölskyld- unni voru lagðar undir. Ég er tilbúinn að taka áhættu og ganga aUa leið. Hefði þetta mistekist og hefði þessi þróun ekki orðið í sjávarútvegi og al- mennt á hlutabréfamarkaði, þá hefði ég auðvitað orðið eignalaus maður eins og oft hefur komið fyrir í sjávar- útvegi, og það hefðu fleiri orðið," sagði Róbert. Á fimmtudaginn kynnti stjórn Þor- móðs ramma áttunda ársreikning sinn á aðalfundi. Hagnaður ársins 1998 reyndist 200 milljónir króna. Að- eins eitt ár frá 1991 hefur verið tap hjá fyrirtækinu, það var 1992. Hagnaður- inn hin árin sjö nemur rúmum millj- arði þegar tapárið er dregið frá. Kvótalögin á náttborðinu „Þegar lög og reglugerðir um kvóta komu hafði ég þessa lesningu í skúffu við hliðina á rúminu mínu. Þetta las ég svona eins og skemmtiefni, lærði það eins og páfagaukur, rétt eins og Skólaljóðin i gamla daga. Þetta var mikill lestur en ég fann hugsunina á bak við. Ég fylgdist síðan náið með þróun 1 þessum málum. Mér tókst afar fljótt að skilja út á hvað kerfið gekk, tókst að nýta mér alla þætti kvótakerf- isins. Það hjálpaði okkur verulega á þessum árum. Það er reyndar með ólíkindum hvað fáir settu sig inn í kvótakerfið strax í byrjun." - Sjálfur fannstu einhverjar smugur í þessu kerfi og ert talinn höfundur að: „Ja, ég veit ekki hvort ég á að játa það hér og nú. En að öllum líkindum er ég höfundur að þessu tonn-á-móti- tonni-kerfi, kannski telst það löstur á mér og ekkert til að hrósa sér af," seg- ir Róbert. - Og hefur verið gagnrýndur fyrir af ýmsum, til dæmis þingmönnum: „Gamlir viðskiptavinir mínir frá þessum tíma eru menn eins og Einar Oddur og Einar Kristinn, ágætir þing- menn á Alþingi íslendinga, og ég man ekki betur en að Kristján Pálsson al- þingismaður hafi átt ágæt viðskipti við mig líka, þegar hann var að gera út í Ólafsvík. - Ertu spennufikill? „Æskuvinkona mín, Signý Jóhann- esdóttir, sem nú er formaður Verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði og gagnrýnir mig af og til, hefur sagt um mig að mér hafi alltaf verið nákvæm- lega sama hvað aðrir segðu um mig og hvað öðrum fannst. Ég hef alltaf þurft að berjast á móti vindinum, ég hef val- < ið mér þannig verkefni. Ég ólst upp á þeim tíma þegar síldin brást, í því erf- iða umhverfi þar sem faðir minn var atvinnulaus mánuðum saman. Það hefur mótandi áhrif á ungan mann að fylgjast með slíku ástandi. Maður ger- ir sér grein fyrir því að það fylgir þvi ákveðin ábyrgð að reka fyrirtæki." kjaradeilu sjomanna i ekið veitir 250 manns atvinnu á Siglufirði og Olafsfirði. - En þú þykir harður í horn að taka, ekki síst þegar þú þarft að semja, og sérstaklega við sjómennina,: þína gömlu starfsbræður: „Ekki er ég tilbúinn að viðurkenna það. Ég vann auðvitað mikið með sjó- mönnum, byrjaði 17 ára á togara og eyddi öllum mínum fríum til sjós. Ég þekki sjómenn og hvernig þeir hugsa. Þegar ég hitti sjómenn í kjaradeilu þekki ég vel þessa hörku. Þetta er sú harka sem gerir íslenska sjómenn svo góða sjómenn. Ég kann að meta þá. En ég tel mig líka vita hvenær þeir fara út á ystu nöf i kröfuhörkunni. Laun sjómanna eru góð og eiga að vera góð. En jafnframt verður að segj- ast eins og er að launabilið milli land- verkafólks og sjómanna er orðið allt of breitt," segir Róbert. Talinu er snúið að hallarbylting-^ unni sem svo er kölluð og gerð var i' SH í vikunni. „Ég hef verið ósáttur við hversu hægt breytingin á SH hf. hefur gengið og oft rætt það við formanninn. Við náðum ekki saman um leiðir. Við fé- lagarnir, Ólafur og ég, og Gunnar Sig- valdason, framkvæmdastjórinn okkar á Ólafsfirði, ræddum um hvort við ættum ekki að losa okkur út úr félag- inu. Á þeim tíma var verðið á bréfum í SH á niðurleið og hægara sagt en gert að losa sig út úr þessari fjárskuld- bindingu. Við ræddum hvort við ætt- um að bæta við okkur bréfum og fór- um aðeins að skoða í kringum okkur. Þannig gætum við ef til vill náð for- ystu. Þetta var á síðasta ári. Nú gerist það að ég fæ símtal upp úr 8 einn morguninn. Þetta var Alli ríki frá Eskiflrði, mættur á bridgemót á Siglufirði. Aðalsteinn er, eins og all- ir vita, morgunhani og vaknar snemma til að taka stöðuna, hann skildi ekkert í hvers vegna ég var ekki mættur í vinnu. Þegar við Alli hittumst barst talið að Sölumiðstöð- inni. Hann sagðist íhuga að kaupa bát og selja hlutabréfin í SH. Við litum hvor á annan, við Ólafur. Að lokum spyr ég Alla hvað hann vilji fá fyrir bréfin. Hann segir okkur það en seg- ist svo þurfa að drífa sig. Ég fór strax' af stað og fékk samþykki stjórnar- manna til að kaupa þessi 5% af Alla. Alli hafði fengið sér hádegislúrinn sinn á hótelinu og ég þurfti að bíða til hálfþrjú. Þarna var útbúinn samning- ur og þegar Alli skrifaði undir fann maður að allt var þetta aukaatriði í hans augum - en ekki okkar. Bridgemótið hafði allan forgang. Jón Ingvarsson hringdi í mig og sagði mér að þetta hefði verið snjall leikur og spurði hvað ég hygðist fyrir. Ég sagði honum strax að ég vildi taka fullan þátt í SH og ná fram ýmsum breytingum. Síðan hef ég unnið mark- visst að þessum málum. Ég vissi af þessum bréfum Haraldar Böðvarsson- ar hf. sem voru til sölu, 7% hlut í SH*. hf. Ég lét rétt athuga með þau fyrr á þessu ári til að skapamér enn sterk- ari stöðu en fór hægt í það. Á mánu- dagskvöldið sá ég að ég væri ekki að ná settu marki. Ég vissi nokkurn veg- inn hvernig landið lá hjá flestum stærstu hluthöfunum. Ég treysti mér bara ekki að fara í þennan slag með svo veika stöðu. Ég gerði þess vegna tilboð í þessi bréf. Það var hik á mönnum, það er ekkert leyndarmál. Ég spurði þá hvort ég væri eitthvað verri kaupandi en hver annar og óskaði eftir að fá bréfin keypt. Á þriðjudagsmorgun, eftir símafund* stjórnarmanna Haraldar Böðvarsson- ar, var samþykkt að selja mér bréfin. Þá um nóttina hafði ég vakið upp nokkra úr mínum ágæta vina- og kunningjahópi og safnað saman því sem þurfti til að borga út í bréfunum. -JBP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.