Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 15. MARS 1999
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Foreldrar í Grafarvogi mótmæla flutningi skóla á Korpúlfsstaði:
Gróflega brotið á
réttindum barna
Geir felldi Sólveigu
- segir Aðalsteinn Símonarson, faðir, sem stendur fyrir undirskriftasöfnun
Aðalsteinn Símonarson, fyrir miðju, ásamt foreldrum sem ekki eru alls kostar ánægðir með að börnin þeirra fari í
Korpuskóla í haust. Börnin taka fyrstu skóflustungu þar sem Víkurskóli á að rísa. DV-mynd S
notkun fyrr en í fyrsta lagi árið 2002.
„Ég á að taka drenginn úr Engja-
skóla og setja hann í Korpuskóla, en
síðan flytja hann í Víkurskóla þegar
hann verður tekinn í notkun. Ef ár-
talið 2002 stenst hjá þeim, þá hefur
drengurinn nám í sínum þriðja skóla
það ár, þó að alltaf búi hann á sama
staðnum. Mér þykir gróflega brotið á
hans réttindum og þessar tilfæringar
líklegar til þess að skemma tengsl
hans við félagahópinn og kennarana,
sem þó eru svo mikilvæg á þessum
árum,“ segir Aðalsteinn.
Aðalsteinn segir að það sem helst
hafi hleypt í sig illu blóði er að hann
hafi verið að reyna að kynna sér
málin og komast að því hvað hægt
væri að gera, en upplýsingar um það
liggi ekki á lausu.
„Það er alltaf verið að skoða mál-
in og kannski á þetta að vera svona
og ef til vill hinsegin. Maður fær
ekki að vita neitt fyrir víst. Sam-
kvæmt áætlunum sem eru innan við
tveggja ára gamlar var gert ráð fyrir
því að Víkurskóli tæki til starfa í
haust og ég trúi því ennþá að okkur
takist að hafa þau áhrif að svo verði.
Formaður fræðsluráðs sagði við mig
fyrir nokknun dögum að ef það væri
eindreginn vilji foreldra hér í hverf-
inu, þá væri ráðið tilbúið að endur-
skoða ákvörðun sína.“
Aðalsteinn stendur nú fyrir undir-
skriftasöfnun í hverfinu og hefur
þegar undir höndum hátt í tvö hund-
ruð undirskriftir. Hann segist leyfa
sér að vera bjartsýnn og reiknar með
að málið skýrist að verulegu leyti i
kvöld, þegar fundur verður haldinn í
fræðsluráði. „Fólk er að vakna til
vitundar um þessi mál hér í hverf-
inu og ég á ekki von á að það taki því
þegjandi ef haldið verður fast við
fyrri ákvöröun um að flytja bömin á
Korpúlfsstaði," segir Aðalsteinn að
lokum. -þhs
Eins og fram kom í Helgarblaði
DV fá Korpúlfsstaðir nýtt hlutverk í
haust, en þá verður hluti af bygging-
unni tekinn undir starfsemi grunn-
skóla. Skólinn mun bera nafnið
Korpuskóli og hýsa 1.-6. bekk grunn-
skóla og þangað munu sækja börn úr
nýjustu hverfunum í Grafarvogi,
Víkur- og Staðarhverfi.
Ekki eru allir jafnlukkulegir með
þennan ráðahag og hafa foreldrar í
þessum hverfum farið af stað með
undirskriftasöfnun til þess að
hnykkja á um að haldið verði við
fyrri ákvörðun um að taka Víkur-
skóla í notkun í haust.
Aðalsteinn Símonarson keypti
íbúð í Breiðuvík í desember 1997.
Áöur hafði hann kynnt sér skólamál-
in í hverfinu og þá meðal annars tal-
að við Fræðslumiöstöð Reykjavíkur-
borgar og skólastjóra Engjaskóla.
Sonur Aðalsteins, sem nú er í öðram
bekk í Engjaskóla, átti þá samkvæmt
áætlun að fara í Víkurskóla haustið
1999. Nú nýverið kom siðan í ljós að
Víkurskóli verður ekki tekinn í
Fáskrúðsíjörður:
Loðnuvinnslan
fengið 45 þús-
und tonn
DV, Fáskrúðsfirði:
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
hefúr tekið á móti 45 þúsund tonn-
um af loðnu frá áramótum til 10.
mars. Á síðasta ári vora fryst lið-
lega 4200 tonn af loðnu en nú er að-
eins búið að frysta tæp 86 tonn. Sem
fyrr er það Bergur VE sem hefúr
landað mestum afla til Loðnuvinnsl-
unnar það sem af er, eða tæplega
13.500 tonnum. Að undanfómu hef-
ur loðnumjöl verið sekKjað hjá
Loðnuvinnslunni, þar sem mjölt-
umar standa fúllir, og þeim komið
fyrir í skemmum hjá KFFB. -ÆK
Landsfundi Sjáifstæð-
isflokksins lauk í gær.
Sem var eiginlega synd,
því þetta var afar
skemmtilegur fundur
og merkilegur og mark-
aði tímamót í sögu
flokksins, hvemig sem
á hann er litið.
Sjálfstæðismenn
veittu konum brautar-
gengi í kjöri til mið-
stjómar og enda þótt
Geir Haarde hafi verið
kosinn varaformaður er
ljóst að landsfundarfull-
trúar bera mikið traust
til Sólveigar, sem fékk
mjög góða kosningu
miðað við að hafa ekki
sigrað. Hún getur vel
við úrslitin unað, sem
sameinaði flokksmenn í
hyllingu flokksforyst-
unnar og húrrahrópum
í fundarlok.
Landsfundurinn einkenndist að öðra leyti af
mikill samstöðu, enda er ljóst að Sjálfstæðisflokk-
urinn stendur afar vel að vígi í stjómmálabaráttu
sinni, nokkrum vikum fyrir kosningar.
Mikið góðæri ríkir i landinu sem er flokknum
að þakka og þó sérstaklega styrkri forystu Davíðs
Oddssonar og Davíð hefur verið góður við fólkið
í landinu og þá sérstaklega þá sem minna mega
sín. Dóttir Ólafs Thors mætti með öryrkjum með
kröfuspjöld til handa landsfundarfufltrúum og
gaf Davíð tækifæri til að spfla gamla segulbands-
spólu meö Ólafi þar sem hann undirstrikar mik-
flvægi þess að flokkurinn standi með öryrkjum
og Davíð gat síðan farið yfir það hvað flokkurinn
hefur verið góður við öryrkja sem hlýtur að hafa
glatt dóttur Ólafs. Flokkurinn og Davið hafa líka
verið góðir við launafólk sem hefur fengiö marg-
faldan kaupmátt og það sem mestu máli skiptir
þó að atvinnurekendur hafa búið við stöðugleika
og stefnufestu í efnahagsmálum og var eiginlega
vandfundið það mál sem landsfundurinn gat gert
að umtalsefni.
Endaði sú umræða raunar með því að ungir
sjálfstæðismenn gátu leyft sér að mótmæla of
háum styrkjum til menningarinnar, þeir gátu
fellt út delluhugmyndir um stuðning við tónlist-
arhús og íþróttanefndin undir forystu unga fólks-
ins gat lagt fram tillögu um hnefaleika sem vakti
einna mesta athygli.
Þetta era auðvitað stórmál í pólitíkinni og
landsfundarfufltrúar gátu rætt þessi mál án þess
að hafa neinar verulegar áhyggjur að því að
raska stöðugleikanum.
Auk þess má geta þess að Davíð gat þess i upp-
hafi fundarins að menn skyldu taka öllum hug-
myndum um hvaða vitleysu sem er með opnum
huga og opnum örmum, enda var formaðurinn
fljótur að átta sig á því að það yrði að leyfa vit-
lausar tillögur til að landsfundurinn hefði eitt-
hvað til að tala um.
Ástandið er það gott í þjóðfélaginu, flokkurinn
hefur staðið sig svo fullkomlega, formaðurinn er
svo gjörsamlega hafinn yfir gagnrýni að
pínulítiö röfl um aukaatriöi gerir bara gott.
Sem sagt, finn landsfundur. Dagfari
Guðrún hætt að skúra
Guðrún Helga-
dóttir mun ekki
verða á lista
Vinstri hreyfing-
ar - græns fram-
boðs í Reykjavík
fyrir kosningam-
ar eftir að ljóst
varð að hún væri
ekki í efstu sætum listans. í viðtali
við Dag segist hún ekki vilja vera
neðarlega á listanum - hún nenni
ekki að „skúra fyrir strákana".
Goðafoss af stað
Goðafoss sigldi af stað til Banda-
ríkjanna um hádegisbil á laugardag
eftir að tollverðir hættu leit um borð
í skipinu um morguninn. Alls fúnd-
ust um 700 litrar af áfengi, nokkurt
magn af bjór og vindlingar í skipinu.
Mbl. greindi frá.
ÞÞÞ selt ódýrt
Dómkvaddir matsmenn hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu að þegar
Þórður Þórðarson seldi hlutafélagi
sona sinna rekstur og eigur bifreiða-
stöðvarinnar ÞÞÞ, áður en til
skattsvikamála hans og síðar gjald-
þrots kom, hafi hann selt eigumar á
undirverði sem nemur um 30 miflj-
ónum króna. Dagur sagði frá.
Veitt við Azoreyjar
Túnfiskveiðibáturinn Byr frá
Vestmannaeyjum var við veiðar við
Azoreyjar í vikunni og fékk þar átta
túnfiska og tvo sverðfiska. Búist er
við að Byr komi aftur til eyja í júli
með allan afla veiðiferðarinnar.
Morgunblaðið sagöi frá.
Þuríður leiðir
Þuríður Back-
man, hjúkrunar-
fræðingur á Eg-
ilsstöðum, mim
leiða framboðs-
lista Vinstri
hreyfingar
græns framboðs
við alþingiskosn-
ingamar i Austurlandskjördæmi.
Annað sætið skipar Gunnar Ólafs-
son jarðfræðingur og það þriðja
Gunnar Pálsson bóndi.
Nígeríumaðurínn eftirtýstur
Nígeríumaðurinn sem er í gæslu-
varðhaldi hérlendis vegna ávísana-
fólsunar er eftirlýstur í Austurriki
fyrir fikniefnadreifmgu, skjalafals,
svik og líkamsmeiðingar. Gæslu-
varðhald mannsins á að renna út 18.
mars. Morgunblaðið sagði frá.
Lítiö brottfall
Ejarkennsla Verkmenntaskólans
á Akureyri er orðin griðarlega vin-
sæl og nú stunda hátt í 300 manns
nám með þessum hætti við skólann.
Að sögn umsjónarmanna fjarkennsl-
unnar er brottfall úr henni mjög lít-
ið, eða um 10%. Dagur sagði frá.
Ummælum fagnað
Kaupmannasamtök íslands sögð-
ust um helgina fagna ummælum
Geirs Haarde ijármálaráöherra á
landsfúndinum varðandi smásölu
bjórs og léttvíns. Samtökin vonast
jafnframt til að ráðherrann láti at-
hafnir fylgja orðum fái hann til þess
umboð eftir kosningamar.
Halldór mun berjast
í helgarviðtali
Dags segir Hall-
dór Ásgrímsson
að hann hafi góða
starfsorku og
muni vinna af
krafti í kosninga-
baráttunni sem
fram undan er.
„Mér ftnnst ég hafa eitthvað tfl að
berjast fyrir. Og ég ætla að berjast,“
segir Hafldór.
Skortur á hjúkkum
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga kynnir í dag skýrslu um
manneklu í hjúkrun. í skýrslunni
eru enn fremur birt spá um þörf
fyrir hjúkranarfræðinga næstu 15
árin.
ViUa leyfa hnefaleika
Æskulýðs- og iþróttanefnd Sjálf-
stæðisflokksins hugðist í gær leggja
fram tillögu á landsfúndinum um að
ólympískir hnefaleikar verði leyfðir
á ný hér á landi. Morgunblaðið sagði
frá. -KJA