Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 10
10 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 i ">"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Obreytt stjórnarsamstarf Stjórnarflokkarnir réttu sig af í skoðanakönnun DV, sem birtist í gær, en stjórnarandstöðuflokkarnir misstu flug. Breytingarnar voru samt litlar og Samfylkingin með 20 þingsæta fylgi er mun öflugra framboð en Fram- sóknarflokkurinn með 12 þingsæta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn með 26 þingsæta fylgi gæti sam- kvæmt tölum könnunarinnar myndað stjórn hvort sem er með Framsóknarflokknum eða Samfylkingunni, en samstjórn Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar mundi hanga á bláþræði 32 þingmanna. Sennilega yrðu þeir flokkar tveir að ná samstarfi við Græna vinstrið með 4 þingsæta fylgi til að geta myndað stjórn með traustum þingmeirihluta. Þriggja flokka stjórnarmyndun er mun erfiðari en tveggja flokka stjórnarmyndun og hlýtur að teljast ótrúlegri. Þótt breytingar séu litlar milli kannana, nægja þær samt til þess að magna líkur á framhaldi núverandi stjómarmynzturs. Samkvæmt tölunum stendur valið milli stjórnar Sjálfstæðisflokks með Framsóknarflokki eða Samfylkingunni. Niðurstaða þess vals er ljós. Þótt ráðamenn stjórnarflokkanna segist hafa óbundn- ar hendur, hafa þeir ekki verið ómyrkir í máli um, að þeir séu ánægðir með núverandi samstarf og vilji halda því áfram. Jafnframt hafa þeir valið Samfylkingunni hvassyrði, sem ekki stuðla að opnun í þá átt. Skoðanakönnunin bendir ekki heldur til, að Fram- sóknarflokkurinn tapi svo miklu fylgi, að hann þori ekki að vera í óbreyttu samstarfi í eitt kjörtímabil í viðbót. Hnignun úr 23% fylgi í 19% fylgi nægir ekki til þess, að flokkurinn telji sig þurfa að fara í valdafrí. Ef niðurstaða kosninganna verður sú, að annar stjórnarflokkurinn vinnur einn þingmann og hinn tapar þremur þingmönnum, en þingmeirihlutinn er áfram tryggur, er ekki hægt að segja slíkt vera augljósa ávísun á uppstokkun aðildar flokka að ríkisstjórn. Skoðanakönnunin sýnir 40% fylgi Sjálfstæðisflokks, 31% fylgi Samfylkingar, 19% fylgi Framsóknarflokks og 6% fylgi hjá Grænu vinstri. Þetta er gamla fjögurra flokka kerfið með þeirri breytingu, að Samfylkingin hef- ur náð öðru sæti af Framsóknarflokknum. Auðvitað er þetta bara skoðanakönnun. Enn eru sjö vikur til kosninga. Fylgissveiflur verða áfram, þótt þær verði mun minni en á undanförnum tíma prófkjöra og landsfunda. Hér eftir mun fylgi aðeins leka í smáum stíl milli framboða í hinni eiginlegu kosningabaráttu. Meira máli skiptir, að 30% kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn. Ótrúlegt er, að þeir raðist á framboð- in í alveg sömu hlutföllum og þeir, sem þegar hafa ákveðið sig. Kosningabaráttan mun fyrst og fremst snú- ast um að ná eyrum þessa síðbúna hóps kjósenda. Kosningaskjálfti framboðanna leynir sér ekki. Yfirboð eru komin á fulla ferð og munar ekki mikið um milljarð- inn í þeirri sláturtíð. Skiptir þar engu, hvort loforðs- menn hafi áður hrósað sér af gætni í fjármálum. Gætni í loforðum er altjend fokin út í veður og vind. Grundvallarmunur sést þó í ýmsum veigamiklum at- riðum, þar sem sumir lofa hreinum og klárum breyting- um, en aðrir leggja áherzlu á, að áherzla verði lögð á áherzluatriði, svo að notað sé bráðskemmtilegt orðfæri eins þekktasta pistlahöfundar þjóðarinnar. Við vitum nú, hvernig staðan er við upphaf hinnar raunverulegu kosningabaráttu. Svo er að sjá, hvernig framboðin spila úr kortunum, sem þau hafa á hendi. Jónas Kristjánsson Sá sögulegi ávinningur sem Evr- ópusamstarfið hefur skilað frá stríðslokum er áþreifanlegur: það hefur ekki aðeins leitt til pólitísks og efnahagslegs stöðugleika heldur einnig hindrað uppgang öfgasinn- aðrar þjóðernisstefnu sem var und- irrótin að tveimur heimsstyrjöld- um. En það er jafnljóst að Evrópu- sambandið getur ekki lengur frestað því að takast á við þrjú grundvallar- vandamál sem hafa dregið úr stuðn- ingi við markmið Evrópusamstarfs- ins og samrunaferlið: fámennisveld- ið, landbúnaðarstefnuna og óvirka utanríkis- og öryggismálastefnu. Af- sögn framkvæmdastjómar Evrópu- sambandsins vegna fjármálaspill- ingar í vikunni var aðeins dropinn sem fyllti mælinn. Brostnar vonir Það hefur sýnt sig að staða ríkja eða bandalaga innan alþjóðakerfisins getur tekið breytingum á örskömmum tíma. Við upphaf þessa áratugar var staða Vestur-Evr- ópu og Japans svo sterk að margir voru farnir að af- skrifa Bandaríkin sem efnahagsstórveldi vegna þráláts fjárlaga- og viðskiptahalla. Maastrict-samkomulagið frá árinu 1991, sem tengdi Evrópuríkin enn nánari stjórn- mála- og efnahagsböndum, endurspeglaði þann bjartsýn- isanda sem sveif yfir vötnum. En aðeins nokkrum árum síðar var komin upp gjörólik staða: ESB-ríkin þurftu að glíma við efnahagssamdrátt og gátu ekkert gert til að koma í veg fyrir fjöldamorð og stríð í fyrrverandi Júgóslavíu. Á þessum áratug hafa Bandaríkjamenn end- urheimt stöðu sína sem voldugasta efnahagsveldið í heiminum og treyst forræðisstöðu sína í Evrópu með af- skiptum sínum af Bosníu-deilunni. Á sama tíma hefur áhuginn á Evrópusamstarfinu dofnað í ESB-ríkjunum. Afsögn framkvæmdastjórnar Evrópu-sambandsins í vikunni verður því að skoða sem hluta af miklu stærra vandamáli. Vitaskuld eru það stórtíðindi að fram- kvæmdastjórnin hafi í fyrsta sinn í sögu sinni axlað ábyrgð á fjármálspillingu innan ESB. En vandinn risth- dýpra og snertir ekki aðeins framkvæmdastjórnina, sem er skipuð af ríkisstjórnum aðildarríkjanna, heldur eirinig ráðherraráðið sjálft. Það er auðvelt að skella skuldinni á dómgreindarlausan embættismann eins og Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórn- arinnar, eða aðra hrokafulla full- trúa hennar, eins og Edith Cresson, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakklands. Síðustu daga hefur þeim Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, og Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, orðið tíðrætt um nauðsyn þess að stokka upp í framkvæmdastjórn- inni og auka eftirlit með störfum hennar. Það er vissulega til góðs að áhrif Evrópuþingsins aukist eft- ir að lausn hefur verið fundin á stjórnkerfiskreppunni. En lýðræð- isumbætur verða ekki síður að ná til ráðherraráðsins Nrf hittist það á lokuðum fundum og tekur ákvarðanir um málefni Evrópu án þess að hafa til þess beint umboð evrópskra kjósenda. ESB, hafa lagt áherslu á að lækka íjár- framlag sitt til ESB og gera breytingar á landbúnaðarstefnunni. Á 6. og 7. ára- tugnum var hér um að ræða það verð sem Þjóðverjar greidau fyrir að ná sögu- legum sáttum við Frakka og fá viður- kenningu sem fullgilt Vestur-Evrópuríki eftir reynsluna af nasismanum. En það er óeðlilegt að Þjóðverjar standi undir meginkostnaði við rekstur ESB og hrein tímaskekkja að helmingi flárlaga Evr- ópusambandsins sé varið til niður- greiðslna til landbúnaðar. Sú málamiðl- un sem rædd verður á fundi ESB í næstu viku gengur mun skemmra en efni standa til. Og það er alveg ljóst að ~ hún mun ekki fjarlægja þær hindranir RTflAnH tmÍtlHÍ seni standa í vegi fyrir stækkun Evrópu- 1-1 ICIIU UVIIIUI sambandsins til austurs. Maastrict-samningurinn írá árinu 1991 var það verð sem Þjóðverjar greiddu Frökkum og Bretum fyrir sameiningu Þýskalands. Hugmyndin var að rígbinda Þjóðverja enn frekar við yfirþjóðlegar valdastofnanir Valur Ingimundarson Evrópuríkjanna til að koma í veg fyrir að þeir næðu pólitískri forræðisstöðu í krafti efnahagsmáttar síns. Síðan Maastrict-samkomulagið tók gildi árið 1993 hefur hvorugt gerst. Þjóðverjar sýna þess engin merki að þeir vOji verða stórveldi á stjómmálasviðinu og ekkert bólar á sameiginlegri utanríkis- og vamarstefnu Evrópuríkj- anna eftir það áfall sem Evrópuríkin urðu fyrir í Bosn- íu. Dayton-samkomulagið frá 1995 gerði út um tilraunir Evrópuþjóðanna til að verða sjálfstæðari í utanríkismál- um. Sú staðreynd, að Evrópa er gjörsamlega háð Banda- ríkjunum í öryggismálum gerir það að verkum að stríðsæsingamenn eins og Slobodan Milosovic, leiðtogi Serbíu, hafa reglubundið sniðgengið ESB-ríki. Það er alls ekki sjálfgefið að Bandaríkjamenn séu viljugir tO að skerast í leikinn í hvert skipti sem átök blossa upp i Evrópu. Talsmenn Evrópuhugsjónarinnar á 5. og 6. ára- tugnum töldu að mikilvægast væri fyrir Evrópuríkin að taka höndum saman til að koma í veg fyrir strið þeirra á miUi. Þvi markmiði verður ekki náð nema ESB sýni fram á það með trúverðugum hætti að það sé reiðubúið að axla ábyrgð á öryggi Evrópu. Pólitískt verðmætamat En það eru ekki aðeins valda- stofnanir ESB sem standa Evrópu- samstarfinu fyrir þrifum. Þjóðverj- ar, sem fara nú með formennsku i Afsögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er hluti af stærra vanda- máli sem snertir innviði og stefnu ESB. Trúverðugleiki Evrópusambandsins ræðst af því hvort takist að gera raunverulegar lýðræðisumbætur innan valdakerfis ESB, ná fram breytingum á landbúnaðarstefnunni og marka skýra stefnu í öryggismálum. Á myndinni má sjá Jaqcues Santer, Manuel Marin, Edith Cresson, Emmu Bonino, Anitu Gradin og Erkki Liikanen í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Qkoðanir annarra Ahyggjur af fjármagninu „Aukin geta fjármagns tO að flytjast yfir landa- mæri til hagstæöasta umhverfisins getur á margan hátt aukið framleiðni, hagræði og hagsæld. En hún veldur líka áhyggjum. Meðal annars bendir margt til að hún stuðli að ójafnræði mOli ríkra og fá- tækra. Hægrimenn hafa almennt ekki áhyggjur af því. Gömlu vinstrihreyfingarnar hafa áhyggjur en eiga ekki til neina lausn. Gerhard Schröder Þýska- landskanslari slæst nú í hópinn meö Clinton (Bandaríkjaforseta) og Blair (forsætisráðherra Bretlands) og fær tækifæri til að sýna hvort nýja vinstrihreyfingin hefur betri hugmyndir." Úr forystugrein Washington Post 16. mars. Nú er lag „Sumar fórnir eru til blessunar. Framkvæmda- stjórn Santers átti ekki annarra kosta völ en að segja af sér þar sem skýrsla rannsóknamefndarinn- ar veitti henni náðarhöggiö. Afsögnin á sér ekki fordæmi og hún hefur valdiö erfiðustu stjómar- kreppunni í 42 ára sögu bandalagsins. Hún er til vitnis um breytingar á valdahlutfóllunum innan ESB þar sem þingið í Strasbourg fær aukin áhrif. En þetta sameiginlega sjálfsmorð framkvæmda- stjómarinnar í Bmssel veitir sambandinu nýtt tækifæri tO að sætta betur siðgæðisvitund og skO- virkni, siðfræði og kraft.“ Úr forystugrein Le Monde 17. mars. Trúa ekki á gróðurhúsaáhrif „Það að stjórnmálamenn hirða ekki um að taka pólítískar ákvarðanir til að hrinda í framkvæmd áætlunum loftslagsráðstefnunnar má túlka á ýms- an hátt. Stjórnmálamenn trúa ekki á gróðarhúsaá- hrif. Þeir reikna með að gróðurhúsaáhrifin séu svo langt undan að varpa megi vandamálinu yfir á komandi kynslóðir. Þeh' telja sig ekki hafa ráð á að takast á við vandamálin. Þeir telja að almenningur sætti sig við loftslagsbreytingar verði dregið úr notkun kjamorku." Úr forystugrein Dagens Nyheter 18. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.