Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 JL>V
4 fréttir_____________________________________________________
Gagnagrunnar á heilbrigðissviði og líffræði:
Menn farnir að leika Guð
- segir Simon Mawer
Breski rithöfundnrinn Simon
Mawer flytur fyrirlestur í Háskólabíói
í dag, laugardag, á vegum samtak-
anna Mannvemd. Hann fiallar m.a.
um málefni tengd gagnagrunnsmál-
inu og nýjustu skáldsögu sína
Mendel’s Dwarf, eða Dvergur
Mendels. Höfuðpersóna bókarinnar er
líf- og erfðafræðingurinn Benedict
Lambert, fjarskyldur ættingi Gregors
Mendel, munksins sem á ofanverðri
19. öld skilgreindi lögmálið um erfðir
og erfðaeiginleika lífvera. Lambert er
dvergur og sem vísindamaður mjög
upptekinn af því að finna genið sem
veldur dvergsköpulagi. Hann kynnist
konu sem er eðlilega vaxin og saman
eignast þau bam á þann hátt að hann
frjóvgar fjölda eggja úr konu sinni,
tekur síðan frumusýni úr þenn öbum
og gengur úr skugga um að það fóstur
sem síðan er komið fyrir í legi kon-
unnar er laust við fyrmefnt gen sem
veldur dvergvexti. „Á því stigi erum
við nú - farin að leika Guð,“ sagði
Simon Mawer í samtali við DV í gær.
Simon Mawer er menntaður líf-
fræðingur og kennari. Hann býr í
Róm þar sem hann er aðstoðarskóla-
stjóri enska skólans St. George’s Eng-
lish School, Rome. Hann hefúr gefið
út allmargar skáldsögur en nýjasta
bók hans er sú sem hér er nefhd og er
Breski rithöfundurinn og líffræðingurinn Simon Mawer, höfundur metsöiu-
bókarinnar Mendel’s Dwarf. DV-mynd E.ÓI
metsölubók bæði í Evrópu og Banda-
rikjunum. Aðspurður um íslenskan
gagnagrunn á heilbrigðissviði og lög-
in um hann kvaðst hann ekki vilja
blanda sér í innanlandsdeilur um það
mál. Almennt séð væm hins vegar
mörg álitamál varðandi gagnagrunn
af þessu tagi og notkun hans, ekki síst
siðfræðilegs eðlis. Þá væri umhugs-
unarvert að við erfðatæknina og
gagnagrunn eins og þann sem hér er
verið að smíða, sé verið að tengja
saman óskylda hluti.
Gagnagrunnsmálið snúist í sjálfú
sér ekki um liffræði og erfðafræði
heldur um söfnun, varðveislu og úr-
vinnslu líffræðilegra gagna. Nú sé
orðið tæknilega mögulegt að safna
gríðarlegu magni upplýstnga saman á
einn stað, nánast I eina tölvu og í
gagnagrunna á heilbrigðissviði er
safnað saman miklu magni líffræði-
legra upplýsinga . Ágreiningsefhið í
gagnagrunnsmálinu sé um það hvern-
ig síðan verður imnið úr þessum líf-
fræði- og erfðafræðilegu gögnum og á
hvem hátt þau verða notuð. „Nú er
tæknilega mögulegt að geyma upplýs-
ingar um nánast hvert einasta atriði í
uppbyggingu hverrar einustu mann-
eskju á einum stað sem ekki hefur
verið mögulegt til þessa. Þetta skapar
áður óþekkta möguleika til að stýra
líkamsvélinni og gæti haft mjög alvar-
legar afleiðingar sem ég rek að
nokkm í bóktnni. Ég held að við ætt-
um að hugsa okkar gang ákaflega vel
í þessum efnum,“ segir Simon Mawer.
-SÁ
Bónus gaf stórgjöf á 10 ára afmælinu:
Lygafrétt hækkaði blóðþrýstinginn
Jóhannes í Bónusi ásamt barnalæknunum Ásgeiri Haraldssyni og Gunn-
laugi Sigfússyni við athöfnina í gær. DV-mynd Hilli
„Sumir hafa valið að rækta tré og
gras, við höfum valið að rækta fólk,“
sagði Jóhannes Jónsson, kaupmaður í
Bónusi, í gær þegar hann afhenti
Barnaspítala Hringsins á Landspítal-
anum hjartaratsjá, vöktunarkerfi,
sem kemur í góðar þarfír hjá barna-
spítalanum. Hann sagði það ánægju-
legt fyrir fyrirtækið, starfsfólkið og
Siðfræðistofnun:
Borgarafundur
um lýðræði og
opinbera um-
ræðu
Siðfræðistofnun heldur í dag
borgarafund um lýðræði og opin-
bera umræðu á íslandi. Ásgeir
Friðgeirsson, ritstjóri Vísis.is, og
Hanna Katrín Friöriksen, blaða-
maður á Morgunblaðinu, munu
ræða um þátt fjölmiðla í virku
lýðræði og skyldur þeirra í lýð-
ræðislegu þjóöfélagi. Einnig
munu þau ræða um möguleika ís-
lenskra fjölmiðla til að fjalla um
mikilvæg þjóömál á vandaöan og
gagnrýninn hátt og forsendur
þess að efla megi málefnalegaop-
inbera umræðu í íslenskum fjöl-
miðlum. Fundurinn verður í
Odda, stofu 101, kl. 12-14.
viðskiptavinina að veita sjúkum börn-
um lið. Hann yrði oft var við þakkir
fólks fyrir þessa liðveislu og væri
ekki í vafa um að þeir væru að gera
rétta hluti.
Ásgeir Haraldsson yfirlæknir og
starfslið deildarinnar tók á móti gjöf-
inni, en fyrri hluti hennar er kominn
i gagnið og hinn síðari kemur í haust.
Bónus hefúr eitt sér eða með Lions-
klúbbnum Fjörgyn og Félagi ein-
stakra bama gefið hátt í 20 milljónir
króna í tækjabúnaði til bamadeildar-
innar á fimm árum.
„Þessi búnaður gerir okkur fært að
vakta böm af meira öryggi, nákvæmar
og betur. Stuðningur Bónuss nú og áður
skiptir okkur verulegu máli,“ sagði pró-
fessor Ásgeir Haraldsson í gær.
Hann segir að betri tækni á bama-
deild auki enn á öryggið. Ungbama-
dauði á íslandi mun sá lægsti sem
þekkist á byggðu bóli. Það er að
þakka góðri mæðravernd og góðri
þjónustu við böm. Þar leggist margir
á eitt til að ná þeim árangri. Ásgeir
segir að um tíma hafi slysatíðni á
börnum á íslandi verið mjög há, en
undanfarin ár hafi sést merki þess að
þróuninni hafi verið snúið við.
Aprílgabb
Læknar vígðu búnaðinn tilhlýði-
lega í gær á gefandanum, Jóhannesi í
Bónusi. Hann reyndist senda ákjósan-
leg skilaboð inn á tölvukerfið, stál-
hraustur. Þó fór blóðþrýstingurinn ei-
litið upp á við þegar yfirlæknirinn las
„frétt“ fyrir Jóhannes. Fyrirsögn: Ný
könnun á verði matvara í Reykjavík.
Undirfyrirsögn: Bónus ekki lengur
með lægsta verðið. Textinn er þannig:
Neytendasamtökin og Gallup hafa ný-
verið gert nýja könnun á verði í mat-
vöruverslunum í Reykjavík. Það sem
kemur verulega á óvart er að Bónus
er ekki lengur með lægsta verðið eins
og verið hefur undanfarið ..." Heyrðu,
nú er greinilega eitthvað að gerast
héma,“ grípur Gunniaugur Sigfússon,
sérfræðingur í hjartasjúkdómum
bama, inn í, hann stendur við nýju
tækin, „hækkandi blóðþrýstingur,
púlsinn á uppleið"..Já, ég þoli ekki
lygi,“ kveður við í Jóhannesi sem er
tengdur við tölvuna og tækin sem
Bónus hefur gefið. Bónus afhenti full-
trúum Lionsklúbbsins Fjörgynjar 500
þúsund krónur, en þeir heija senn
sölu á Rauðu fjöðrinni, sem er Norð-
urlandaátak og mrm vinna að heilsu-
eflingu aldraðra.
Mikill verðmunur á millilandasímtölum
- tölur í kr/mín
Mexíkó Argentína Kína
Danmörk
Bandaríkin og
Kanada
1100-NETsíminn:
Lækkar símgjöld
til útlanda
Símafyrirtækið UOO-NETsíminn
hefur tilkynnt umtalsverða lækk-
un á símtölum til útlanda sem flutt
eru í gegnum 1100 í stað 00 númers
talsímakerfis Landssímans.
Með lækkun á símgjöldum í
gegnum 1100 númerið er nú 50%
ódýrara að hringja til landa eins og
Argentínu, Alaska, Mexíkós, Kína,
Hondúras og ísraels heldur en í
gegnum 00 númer Landssímans sé
miðað við dagtaxta. Einnar mínútu
símtal til þessara landa kostar nú
60 krónur hjá NETsímanum en 120
krónur hjá Landssímanum.
Einnig má nefna að 1100-NETsím-
inn býður nú 25% lægra verð á sím-
tölum til Bandaríkjanna, Danmerkur,
Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Bret-
lands og Þýskalands heldur en Lands-
síminn. Mínútulangt símtal að degi til
til Bandaríkjanna og Kanada kostar
nú 30 krónur hjá NETsímanum en 40
krónur hjá Landssímanum.
Til að fá aðgang að 1100 númerinu
þurfa símnotendur að skrá símanúm-
er sitt hjá UOO-NETsimanum. -GLM
Allt upp í loft
Mikill titringur er meðal að-
| standenda Samfylkingar á
I Reykjanesi. Alþýðubandalags-
armurinn er sagður leika á reiði-
skjálfi vegna uppstillingarinnar.
Sérstaklega mun
Magnús Jón
Ámason, fyi-rum
bæjarstjóri, vera
brúnaþungur en
Katrfn Júlíus-
dóttir var sett á
milli hans og
Lúðviks Geirs-
sonar. Þá herma
óstaðfestar
Skúli Thorodd-
sen lögfræðingur sem tók þátt í
prófkjörinu sé mjög ósáttur þar
sem hann er ekki inni á listan-
| um. 'l'alin er hætta á að verulega
kvamist úr Samfylkingarmass-
| anum vegna þessa ...
Þversögn
Athygli vakti um helgina þegar
Stöð 2 greindi í fréttatíma frá
Ikönnun sem sýndi að Stöðin væri
útbreiddari en
Morgunblaðið og
Sýn hefði fleiri
áskrifendur en
DV. Átti þetta
væntanlega að
sýna gott gengi
miðlanna sem
Hreggviður
Jónsson stýrir.
Á sama degi er
1 greint frá verulegu rekstrartapi
sem íslenska útvarpsfélagið varð
fyrir á siðasta ári þrátt fyrir hina
j feikilegu útbreiðslu. Menn spyrja
því hvernig á þessu standi í
jmiðju góðærinu og hvort verið
J geti að þarna hafi verið pöntuð
frétt til að dreifa athyglinni frá
jj tapinu ...
Popparinn
Sá brosmildi ísólfur Gylfi
Pálmason, aiþingismaöur Sunn-
jlendinga, gerði sér lítið fyrir á
j dögunum og samdi Framsóknar-
sömdu sem hann
jhyggst gefa út á
geisladiski. ísólfur
\ Gylfi hefur í gegn-
um tíðina verið
I beinn þátttak-
j andi í sögunni.
Þannig lék hann
í með hljómsveit-
| inni Lúkasi frá
Ólafsvík og í árdaga
spiluðu og sungu hann og trú-
badorinn rámi, Siggi Björns,
saman. Lag og ljóö sömbunnar
fi mun til þess ætlað að draga kjós-
endur að Framsóknarflokknum
| og hinn suðræni blær er til þess
hannaður að undirstrika góðæri
það sem stjórnarflokkarnir halda
á lofti. ísólfur Gyifi rær þarna á
| sömu mið og sá gamansami þing-
maður sjálfstæðismanna, Árni
Johnsen. sem undanfarna ára-
tugi hefur vakið sterk viðbrögð
: landsmanna með söng sínum um
kartöflur og annað tilfallandi...
Egill á Skjá 1
Egill Helgason, blaðamaður
sem tii skamms tíma starfaöi á
IStöð 2 og Bylgj-
: unni, er nú að
. hefla stöif á Skjá
II sem sendir út
| sjónvarpsefni í
| opinni dagskrá.
j Ætlunin er sú
fijað brjóta upp
pólitiska um-
ræðu í sjón-
11 varpi með líflegri og
legri umfjöllun en hingað til hef-
ur tíðkast. Agli er ætlað að halda
I úti kosningasjónvarpi með til-
heyrandi upptækjum þrjá daga í
viku og mun honum vera ætlað
að skáka gömiu sjónvarpsstöðv-
unum, Stöð 2 og Sjónvarpinu...
Urnsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is