Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 IjV Qiygarðshornið dagur í lifi Hvar varst þú í Örlygsstaðabardaga? Guðmundur Andri Thorsson skjálftafræömg, þar sem hann tók gagnrýnislaust undir allt það lakasta í málflutningi Serba á um- liðnum árum - um það hvernig þeir hefðu tekið áð sér að reyna að halda Júgóslavíuríkinu saman og hvemig þeir væru ævinlega fórn- arlömbin í öllum átökum, líka þeim átökum þar sem þeir eiga frumkvæðið, vegna þess að ef að þeir myndu ekki myrða fólkið þá myndi það örugglega myrða þá. Þótt loftárásir Nató hafi sýni- lega verið mjög misráðnar, ör- þrifaráð ráðþrota manna og til þess fallnar að hjálpa serbneskum stjórnvöldum við að þjappa þjóð- inni á bak við sig og halda áffam að lifa í árinu 1389 - þá er ekki þar með sagt að Nató sé sjálfkrafa vondi kallinn í málinu. Það er heldur ekki góði kallinn. Það er eins og Guð sem hefur verið steypt af stóli en veit ekki af því. Það var ljósmynd í Morgunblað- inu miðvikudaginn 31. mars frá útifundi herstöðvaandstæðinga, þar sem mótmælt var loftárásum Nató á hervélar Serba. Á mynd- inni eru menn með skilti, eins og löngum hefur við borið hjá her- stöðvaandstæðingum. Skilti; það er eitthvað tvíbent við það tjáning- arform, kannski að öU slagorðin sem dynja á manni úr auglýsinga- glamrinu daglega hafi laskað áhrifamátt skUtanna, en óneitan- lega finnst manni eins og skilti sé dálítið þröngur umræðuvettvang- ur fyrir svo flókna stöðu eins og nú er í Kosovo - það er einhvern veginn ekki hægt að tjá sig um þau mál með einfóldum slagorðum. . Skiltið: Tveir menn halda á því alvarlegir á svip, enda eru þeir að reyna að leiða ts- lendingum fyrir sjónir með þessu skUti hvað þeir telja vera á seyði í Kosovo; út- skýra tilfinningarnar að baki átökunum, útmála sinn málstað. Þessir menn eru sennUega ekki félagar í sam- tökum herstöðvaandstæð- inga, heldur má frekar reikna með því að hér séu á ferð menn af serbnesku bergi brotnir. Þetta er á skiltinu: Kosovo og Júgóslavía með hjarta á milli sín; ÞingveUir og ísland með hjarta á miUi sín; Jerúsalem og ísrael með hjarta á mUli sín. Það er með öðr- um orðum látið liggja að því að Kosovo hafi svipaða þýðingu í hjarta Júgóslava og ÞingveUir hafa í hjarta íslendinga og Jerúsalem í hjarta gyðinga. í þessu líkingamáli öUu er nokk- ur seinheppni. Jerúsalem hefur ekki bara mikUvæga þýðingu fyrir gyðinga, heldur líka kristna menn og þá ekki síst múslima, enda hafa múslimar um langan aldur verið íbúar þeirrar borgar að mestum hluta. íbúar tiltekinna staða eru í raun eina fólkið sem á tilkaU til staðanna - svo einfalt er nú það. Sá sem hefur reist hús einhvers staðar eða eignast það hús í frjáls- um viðskiptum við fyrri eigendur þess húss - hann á það hús. Það er satt að segja furðulegt að þurfa að útskýra svo einfóld sannindi fyrir fólki á vegum íslenskra her- stöðvaandstæðinga, sem einmitt snúast um að mótmæla veru er- lends hers á íslandi. Þær heitu til- finningar sem Serbar - hvar sem þeir annars búa - eru sagðir bera til Kosovo, eru einatt tengdar við stríð um þennan stað árið 1389, þegar svæðið féU í hendur Tyrkj- um. í þeim málflutningi kemur að visu aldrei fram að fyrir bjó í land- inu þjóð sem núverandi svokaUað- ir Kosovo-Albanar eru komnir af. En þótt maður láti það liggja á milli hluta og taki jafnvel undir það með Serbum að atburðir árs- ins 1389 hafi verið harmsefni, þá hefur venjulegur íslendingur ekki ímyndunarafl til að bera tU að setja sig inn i hvers vegna Serbi, búsettur í Belgrad - eða á íslandi - er enn að æsa sig yfir því sem gerðist þá, og viU drepa fólk og flæma burt frá lögmætum heimU- um sínum vegna svo aldagamaUa átaka. Nú viU svo tU að rúmlega öld áður en Kosovo féU var borgara- styrjöld hér á íslandi, svo sem seg- ir frá í safnritinu Sturlungu. Þessi tími hefur verið mönnum hug- stæður aUt fram á okkar daga og margir eru þeir sem telja Sturl- ungu bók bóka og lesa hana að minnsta kosti árlega. í þessum ófriði var margt níðingsverkið unnið, eins og jafnan er í stríði, það var heift og hatur og fólska og brjálæði - eins og jafnan er í stríði. En það hvarflar samt ekki að nein- um að fara að krefja menn reikn- ingsskUa út af því. Um aUt þjóðfé- lagið eru afkomendur Ásbiminga og Sturlunga, Vatnsflrðinga og annarra ætta sem bámst á bana- spjót og bmgguðu hver annarri launráð. Samt er þetta alveg sam- bærUegt. Við hér vitum hins vegar að á Sturlunga- öld voru það nokkrir höfð- ingjar, ærðir af valdasýki, sem öttu saklausum bænd- um hverjum gegn öðrum - eins og jafnan er í stríði. Þetta er sambærUegt vegna þess að við eram í fyrsta lagi einstaklingar, öðru, þriðja, fjórða og fimmta lagi. Síðan erum við hluti af fjölskyldu, samfélagi, hugmyndafræði ef tU viU. Og loks eram við hluti hóps sem tU hægðarauka hefur verið nefndur þjóð. Sem er svo sem ágætt, en ástæðulaust að æsa sig yfir umfram tUefni. Það kann að vera rétt hjá Ögmundi Jónassyni og öðram VG- mönnum, sem hafa gagnrýnt loft- árásir Nató undanfarið, að í utan- ríkismálum sé ekki hægt að skila auðu. En vUji maður umfram aUt taka afstöðu þarf maður engu að síður að vanda sig. Það var sérlega ömurlegt að lesa í Morgunblaðinu grein eftir Ragnar Stefánsson jarð- Dagur í lífi Dagnýjar Þrastardóttur brúðar: A skíðum í skósíðum kjól Dagný Þrastardóttir gifti sig á skíöum um páskahelgina og greinir frá þeim degi í lífi sínu. Hér er Dagný ásamt Halldóri eiginmanni sínum og séra Magnúsi Erlingssyni sem gaf þau saman. Um páskahelgina var haldið óvenjulegt brúðkaup á ísafirði. Þá vora gefin saman þau Dagný Þrastardóttir og HaUdór Antons- son, ekki í kirkju eða hjá sýslu- manni eins og algengt er meðal brúðhjóna þessa lands, heldur á skíöum undir SandfeUi í Tungu- dal. Dagný féUst á að segja frá þessum óvenjulega degi í lífi sínu. „Þetta byrjaði með því að við tókum að okkur að sjá um veiting- ar í skíðaskálanum hér upp í dal. Við voram búin að vera saman í tíu ár og mig langaði ekki tU þess að gifta mig i kirkju en beiö eftir tækifæri tU þess að geta gert eitt- hvað sniðugt. Þegar við tókum að okkur skálann þá fannst mér þetta alveg upplagt, þó ekki hafi sú ver- ið skoðunin hjá öllum vinkonum mínum. Við vöknuðum auðvitað eldsnemma þar sem mikið um- stang fylgir brúðkaupsdögum. Veðrið var yndislegt, glampandi sól og heiður himinn. Þannig hafði það verið í fjóra daga og á þessum fimmta degi, þegar ég dró frá og sá sólina skína, hrósaði ég happi. Ég fór beint niður í Frímúrarahús og kláraöi að setja á brúðartertuna sem ekki var neitt smáflikki, fimm hæða terta á diski sem pabbi hafði smíðað af þessu tilefni. Við kláruð- um vinnuna við tertuna í samein- ingu systir mín, mamma og ég. Við gengum frá salnum og síðan var fariö í það að sækja blómin. Þar næst kom allt það dúllerí sem fylgir snyrtingu kvenna fyrir brúökaup. Ég fór í lagningu til systur minnar og í andlitsförðun til snyrtisérfræðings, en það var alls þriggja tíma prógramm, og að því loknu fóram við brúðhjónin í myndatöku. Þaðan var okkur ekið inn í Tungudcd þar sem við biðum eftir því að gestir kæmu sér á sinn stað svo að við gætum farið í lyftuna því ráðgert var að við kæmum síð- ust á svæðið. Við lögðum af stað rúmlega fimm. Halldór hafði sagað út spýtu til þess að við gætum set- iö saman í lyftunni en alla jafna getur það bara einn í einu. Sumir brúðkaupsgestir héldu að ég kæmi brunandi í hvítum skíðagalla til athafnarinnar en ég var í skósíð- um brúðarkjól á skíðunum. Prest- urinn fór líka á skíðum upp með lyftunni og renndi sér svo niður að svæðinu þar sem athöfnin fór fram. Gert hafði verið altari með kertum og krossi sem við skíðuð- um beint að undir brúðarmarsin- um sem leikinn var af trompet- leikurum. Veislan var haldin niðri í bæ í Frímúrarahúsinu þar sem við vor- um með mat og auðvitað kökuna góðu í eftirrétt. Frændi mannsins míns spilar í hljómsveit og gaf okkur það í brúðargjöf að hljóm- sveitin marseraði óvænt inn og lék undir brúðardansinum. Veisl- an stóð til tvö um nóttina og þá voru allir orðnir heldur þreyttir en það var mikið fjör og oíboðs- lega gaman. Við vorum á hóteli á brúðkaupsnóttina og vorum kom- in í rúmið um þrjúleytið. Þar skal látið staðar numið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.