Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 I lV .58 myndbönd MYNDBAUDA Grand Theft Auto: Corman-veislan heldur áfram ★★ Paula Powers (Nancy Morgan) er dóttir auðkýfings nokkurs sem vill gifta hana til fjár. Hún er aftur á móti ástfangin af hinum lítt efnaða Sam Freeman (Ron Howard). Skötuhjúin stinga af á Rollsinum hans pabba, sem stendur trítilóður eftir. Hann ræður til sín lið þrautþjálfaða „mannaveiðara" sem heija mikla eftirfór. Fleiri eru þó um hituna því miklar fjárhæðir eru boðnar fyrir að hafa upp á parinu. Hefst því hinn æsilegasti bílaeltingaleikur með tilheyrandi dekkjavæli, bensíninngjöf- um og svakalegum árekstrum. Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Rons Howards sem á undanfóm- um árum hefur stýrt myndum á borð við Willow (1988), Parenthood (1989), Backdraft (1991), Apollo 13 (1995) og Ransom (1996). Þrátt fyrir vit- leysisgang og innihaldsleysi Grand Theft Auto er hún meira virði en Apollo 13 og Ransom sem viðhalda fullkomnlega stereótýpískri glanshúð Hollywood-mynda þrátt fyrir litla innstæðu. Grand Theft Auto kemur til dyranna eins og hún er klædd - enginn þykjustuleikur þar á ferð. Hún er heimskuleg, fjarstæðukennd, illa leikin og bara nokkuð skemmtileg. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Ron Howard. Aðalhlutverk: Ron Howard og Nancy Morgan. Bandarísk, 1973. Lengd: 85 mín. Öllum leyfð. -bæn Savior: _ Að sigrast á hatrinu ★★★ Stríðsmyndir eru oft settar undir sama hatt þrátt fyrir að þær séu mjög ólíkar. í þennan flokk era settar myndir sem uppheija her- mennsku og fóðurlandsást (eða þjóðemishyggju). Einnig era þar myndir sem líta gagnrýnum augum á stríðsrekstur en þessum myndum hefur ijölgað mikið síðustu áratugina. Savior er slík mynd og rekur sögu Joshua, sem fyllist heöidarþorsta eftir að fjölskylda hans er myrt. Eftir að hafa myrt múslíma á bæn í mosku tekur hann upp nýtt nafn og gengur í frönsku útlendingahersveitina. Mörgum árum síðar er hann orðinn málaliði og berst fyrir Serba í Bosníu. Eitthvað er þó farið að sljákka í hatrinu og hann lærir að líta öðrum augum á hlutina þegar hann neyðist til að taka ábyrgð á ungbami sem er útskúfað af öllum vegna þess að það á serbneska og múslímska foreldra. Eins og svo oft vill verða þegar verið er að fjalla um vonda menn sem sjá villur síns veg- ar, reynist erfitt að gera umskiptin trúverðug. Hins vegar er ádeilan beitt, ekki síst fyrir það hversu grimm og óvægin myndin er, jafnframt því að sýna manngæsku hér og þar líka. Dennis Quaid er á stundum svolitið frosinn í að- alhlutverkinu, en á þó góða spretti. Natasa Ninkovic vakti athygli mína með hrífandi leik í hlutverki serbneskrar konu sem eignast bam eftir að vera nauðgað af múslímskum hermönnum. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Peter Antonijevic. Aðalhlutverk: Dennis Quaid og Natasa Ninkovic. Bandarísk, 1998. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ Left Luggage: TöskiM ★★★ Chaja er frjálslynd ung stúlka í Antwerpen í byrjun áttunda áratugarins.meðan blómabyltingin er enn í fullu fjöri. Foreldrar hennar lifðu helfórina af, en hafa meðhöndlað þá reynslu á ólíkan hátt. Móðir hennar hefur lokað augunum fyrir fortíðinni meðan faðir hennar reynir að endurheimta hana með leit sinni að ferðatöskum sem hann týndi í stríðinu. Chaja sárvantar peninga og fær vinnu sem bamfóstra hjá Kalman-hjónun- um sem era strangtrúaðir gyðingar. Frjálslyndar skoðanir hennar stangast á við hefðir þær sem hjónin halda í heiðri en ást hennar á einum sona þeirra fær hana til að þrauka í starfmu. Ferðatöskumar, sem faðir Chaja leitar svo ákaft að, era táknrænar fyrir þann fortíðarbagga sem helfórin er þeim gyðingum sem lifðu hana af og myndin veltir upp ýmsum spumingum um hvemig lifa megi með þann bagga eða losna undan honum, ásamt því að færa fram klassískan og einfaldan boð- skap um ást, virðingu, umhyggju og umburðarlyndi. Ekki er margt nýtt þar á ferðinni en myndin fjallar um þetta á látlausan og tilgerðarlausan hátt. Helsti styrkur myndarinnar felst þó í leikhópnum með Laura Fraser í farar- broddi en hún er mjög sannfærandi sem hin opna og einlæga Chaja. Þá era margar áhugaverðar aukapersónur snilldarvel leiknar af misþekktum leikur- um. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Jeroen Krabbe. Aðalhlutverk: Laura Fraser, Isabella Rossellini, Maximilian Schell, Marianne Ságebrecht, David Bradley, Adam Monty og Chaim Topol. Hollensk/belgísk/bandarisk, 1997. Lengd: 96 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Dansinn: Kynngimögnuð brullaupsstefna ★★★ Brúðhjónin Haraldur (Dofri Hermannsson) og Sirsa (Pálina Jónsdóttir) bjóða til brúðkaupsveislu snemma á öldinni. Vinir og ættingjar sækja þau heim í afskekkt byggðarlag þeirra á eyju í Atlantshafmu. Á meðal þeirra er sögumaðurinn Pétur (Gunnar Helgason, Ámi Tryggvason) sem líkt og aðrir ungir menn í brúðkaupinu lítur kven- þjóðina vonaraugum. Það gerði þó lítt til ef bróðir brúðgumans, ívar (Baldur Trausti Hreinsson), horfði ekki hýra auga til brúðarinnar. Verða úr skrautleg- um samskiptum kynjanna margvíslegar flækjur og ekki bætir úr skák strand bresks togara í miðri dansveislu. Kvikmyndin fer afskaplega vel af stað og inn- gangur sögumanns heppnast vel, sem og útfærsla hans út myndina. Þótt efni- viður íslenskrar myndar sé nú sóttur út fyrir strendur landsins (að vísu er ekki langt farið) er myndin trú rótum íslenskrar kvikmyndagerðar. Horft er til fortiðar af nokkurri nostalgíu, landslagsmyndir era i fyrirrúmi og persónur myndarinnar drekka áfengi af mikilli lyst/list. Ágætur leikarahópur fer með hlutverk ijölmargra persóna sem nokkrar gjalda fyrir takmarkað rými. Engu að síður býr myndin yflr þokkafullum heildarsvip sem fleytir myndinni í flokk bestu íslensku mynda þessa áratugar. Hennar verður þó ekki siður minnst fyr- ir að með henni kvaddi Gísli Halldórsson - eflaust magnaðastur islenskra leik- ara. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Aðalhlutverk: Gunnar Helga- son, Baldur Trausti Hreinsson, Pálina Jónsdóttir, Dofri Hermannson, Kristina Sundar Hansen og Gísli Halldórsson. íslensk/alþjóðleg, 1998. Lengd: 87 mín. Öllum leyfð. -bæn Matt Dillon: Táningskyntáknið sem varð alvöruleikari Slegið í gegn Dillon, næstelstur fimm systk- ina, fæddist í New York hinn 18. febrúar 1964. Hann fékk snemma mikinn áhuga á leiklist og var uppgötvaður 14 ára gamall á æv- intýralegan máta. Leikstjórinn Jonathan Kaplan var að leita að hörðum götustrákum án nokk- urrar leikreynslu fyrir unglinga- myndina Over the Edge (1979). DUlon gerði sér lítið fyrir og þótt- ist vera einn slíkur af svo mikl- um sannfæringarkrafti að Kaplan varö um og ó þegar hann frétti að hann væri hæglátur millistéttar- drengur. Hann hafði uppgötvað hæfileikarikan leikara í stað götustráks. Dillon fékk því hlut- verkið engu að síður og þar með var ferillinn hafinn. Upgreisnargjarn taningur Dillon lék í hverri unglinga- myndinni á fætur annarri. Fram- an af var hann illa innrættur táning- ur en brátt þróaðist ímynd hans til hins betra, þótt hann væri ávallt í einhvers konar táningsuppreisn gegn Scimfélaginu. Við gerð myndar- innar Tex (1982) mynduðust sterk tengsl á milli hans og Susan Hinton, höfundar skáldsögunnar sem mynd- in byggist á. Það var ekki síst henni að þakka aö Coppola gaf honum hlut- verk í myndunum The Outsiders (1983) og Rumble Fish (1983) sem Svalur á mjólkurbarnum - Matt Dillon. byggðust einnig á sögum hennar. Eftir þessar þrjár myndir var Dillon orðinn ein alvinsælasta unglinga- stjama samtímans. Brotist úr viðjum stereotýpu Dillon var orðinn fastur í hlut- verki uppreisnargjarna unglingsins, sem líkt og gefur að skilja er ekki hægt að leika alla ævina. Hann varð að sýna hvort hann ætti heima í hörðum heimi Hollywood eða til- heyrði þeim stóra fjölda unglinga- stjarna sem verða gleymskunni að bráð. The Flamingo Kid (1984) var fyrsta skrefið í átt frá stereotýpunni en í henni gerir hann eilítið grín að henni og sjálfum sér um leið. Næstu árin virtist framtíð hans óljós en með mynd Gus Van Sants, Drug- store Cowboy (1989), sannaði hann í Klassísk myndbönd The Panic in Needle Pari [ ★★ Ástarsaga í Nálagari 3i Ætli margir lesendur muni eft- ir kappanum Ralph Macchio. Hann var einn þeirra „ungfola“ sem öttu kappi við Matt Dillon um forsíðumyndir í tímaritum ætluðum unglingsstúlkum. Líkt og hjá fjölmörgum öðrum tán- ingsstjörnum (að vísu var Macchio miklu eldri en ímynd hans gaf til kynna) endaði kvik- myndaferill hans í blindgötu ster- eotýpu. Hann var karate-strákur- inn og náði aldrei að slá í gegn handan Karate Kid myndanna. Dillon varð einnig að stereotýpu en hefur á markvissan máta unn- ið sig úr henni og er í dag meðal betri leikara yngri kynslóða Hoflywood. Sumir stórleikarar þurftu að taka að sér alls kyns smáverkefni áður en þeir slógu í gegn og urðu að stjömum. Þannig var t.d. um bæði Clint Eastwood og Jack Nicholson. Aðrir, eins og Ro- bert De Niro og A1 Pacino, komu full- mótaðir fram á sjónarsviðið og slógu í gegn strax í byrjun ferilsins. A1 Pacino stormaði fram á sjónarsviðið árið 1971 og vakti gríðarlega athygli fyrir frammistöðu sína í fyrsta aðal- hlutverki í myndinni The Panic in Needle Park. Sögusvið myndarinnar er samfélag heróinneytenda í New York sem halda til í svokölluðum Needle Park og nágrenni hans. Kitty Winn leikur Helen, ófríska stelpu sem kemur til New York og fer í fóstureyð- ingu. Hún kynnist Bobby (A1 Pacino) og þau verða ástfangin. Hún kemst fljótlega að því að hann er heróínneyt- andi, og kemst sjálf á bragðið. Þegar hann fer i fangelsi fyrir rán byrjar hún að selja sig til að fjármagna fíkn- ina. Bobby tryllist þegar hann fréttir af þessu en þau sættast aftur og Bobby fer að sjá um heróínsölu i Needle Park fyrir einn af eiturlyfta- barónum borgarinnar. Helen heldur áfram í vændinu en svíkur Bobby að lokum í hendur lögreglunnar gegn því að sleppa við ákæra fyrir að selja krökkum læknadóp. Ást þeirra hvort á öðra lifír allar þessar hremmingar af og endirinn gefur ekkert annað til kynna en að þau muni halda áfram ömurlegu lífi sínu saman. Myndin má eiga það að hún er mjög blátt áfram og raunsæ og dregur ekkert úr fráhrindandi heimi heróínfiklanna. Því miður er þessi áhersla á raunsæ- ið á kostnað persónusköpunar og upp- byggingu sögunnar. Fyrir utan aðal- söguhetjumar tvær eru persónumar jafnflatar og þær eru fráhrindandi. Meira er lagt í Bobby og Helen sem hafa þá dýpt sem til þarf en era jafn- fráhrindandi og hinar persónumar þannig að myndin virkar sem frekar ógeðfelld frásögn af fólki sem maður hefur lítinn áhuga á að kynnast frek- ar. Þar með nær ástarsagan, sem er miðpunktur myndarinnar, heldur aldrei flugi. Sögulega séð er þetta mik- ilvæg mynd, sökum frábærrar frammistöðu Als Pacinos í sínu fyrsta aðalhlutverki. Kitty Winn er ekki síðri í hinu aðalhlutverkinu og var út- nefhd besta leikkonan á kvikmynda- hátiðinni í Cannes 1971. Hún fylgdi árangri sínum ekki vel eftir og gaf leikferilinn upp á bátinn í lok átúmda áratugarins. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Jerry Schatzberg. Aðalhlutverk: Al Pacino og K'rtty Winn. Bandarísk, 1971. Lengd: 105 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.