Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 $$ðtal Bónus átti tíu ára afmæli í gær og segir Jóhannes Jónsson að hugsjónin sem lagt var upp með sé enn í fullu gildi: Hvaö titlaróu þig? „Ég titla mig ekki neitt. Ég er bara Jóhannes í Bónusi. “ Á þessum orðum hófst samtal mitt við Jóhannes Jónsson sem undanfar- in ár hefur átt stóran þátt í að gjör- breyta íslenskri verslun. í gær var haldið upp á tíu ára afmæli Bónuss. Verslunin hefur stækkað gífurlega á þessum árum og velgengnin verið vonum framar. Nú eru 9 Bónusversl- anir á íslandi og tvær í Færeyjum. „Það hefur verið ævintýri líkast hvemig til hefur tekist. Við byrjuðum smátt og fengum strax gríðarlegt fylgi. Fyrirtækið hefur stækkað mjög en það hefur ekki stækkað á því höf- uðið; það hefur ekki fengið vatnshöf- uð. Skrifstofumar em enn í kjailaranum þar sem við hófum starfsemi. Við feðgamir byrjuðmn með verslunina til að hafa okkar lifibrauð af henni. Þegar fólk sá að ekki var um neina gorkúlu að ræða fundum við fyrir gifurleg- um velvilja sem efldi okk- ur. Við urðum hugsjóna- menn og hugsjónin efLdist við það þakklæti sem við fengum fyrir að gera vel.“ Er þetta enn hugsjón? „Já, Bónus er rekinn af ýtrastu varfæmi með það að leiðarljósi að halda sem lægstu vöraverði." Jóhannes hefur ekki ein- ungis komið við sögu Bón- uss, SS og Baugs. Hann stofnaði 10-11 með Eiríki Sigurðssyni og átti það með honum í tvö ár. Bónus kemur auk þessa að rekstri bensínsstöðva, lyfjaversl- ana og veitingastaða. 20 milljónir til Bamaspítalans Jóhannes segist muna fyrst eftir sér við verslunar- störf árið 1948 þegar hann sentist með vörur fyrir föð- ur sinn. Hann starfaði hjá Slátur- félagi Suðurlands í 25 ár, faðir hans starfaði í 55 ár við verslun og reiknast Jó- hannesi til að ættliðimir þrir hafi samtals starfað i 100 ár við verslun. Er versl- Ekkert magasár Bónus hefúr alltaf fylgst vel með nýjungum og sem dæmi um það var fyrirtækið það fyrsta sem tók upp strikamerki. „Strikamerkin gerðu það að verk- um að við gátum selt ódýrt og vissum hvað við vorum að gera. Við gátum því séð að kvöldi hvað dagurinn hafði geflð af sér. Við fengum ekki magasár eins og við hefðum væntanlega fengið hefðum við einungis fengið uppgjör á nokkurra mánuða fresti eins og tíðar- andinn var. Bónus hefur ekki verið rekinn með tapi einn einasta dag. Þegar sam- keppnin við Miklagarð var sem hörð- „Fyrstu mánuðirnir í Bónusi voru mjög erfiðir. Vinnudagurinn var mjög langur. Við unnum frá sjö á morgnana til ellefu á kvöldin fyrstu 2-3 árin. Það var oft erfitt en þó aldrei peninga- lega. Ég held að slíkir erfiöleikar fari verst með menn í viðskiptum.“ Jóhannes við opnun fyrstu Bónusverslunarinnar árið 1989. Bónus hefur gefið um 20 milljónir til Barna- spítala Hringsins. Pokasjóður fyrirtækisins rennur til spítalans. Myndin er tekin árið 1995. unin í blóðinu? „Ekki skal ég nú fullyrða það. Ég lærði til prentara á sínum tíma en það var aðallega til að hafa eitthvað í bakhöndinni. Þegar ég kem inn í prentsmiðju í dag virðist kústurinn hins vegar það eina sem ég kann að nota.“ Hvemig kom það til að þú ákvaðst að stofiia eigin verslun? „Sláturfélagið ákvað að leggja nið- ur smásöluverslanir sínar og starf mitt lagðist því af. Ég var í lausa- göngu í eitt ár þar til við feðgamir settum Bónus á laggimar." Jóhannes átti seinna eftir að lenda í deilum við Kaupmannasamtökin sem fóra í mál við Bónus. Niðurstaða þeirra deilna var sú að þeir feðgar sögðu sig úr samtökunum og sögðu þar með skilið við pokasjóðinn sem Jóhannes átti þátt í að stoftia. í stað- inn fyrir að styrkja landgræðslu og skógrækt, sem lengi hefur verið i tísku hér á landi, ákvað Jóhannes að pokasjóður Bónuss rynni til Bama- spítala Hringsins og á síðustu árum hafa um 20 milljónir runnið til spítal- ans. Hvers vegna ákváðuð þið að styrkja Bamaspítala Hringsins? „Við ákváðum að leita á önnur mið með okkar pokasjóð. Okkur fannst nægilega margir að rækta gras þannig að okkur fannst tilhlýðilegt að við færam að rækta fólk. Við höfum fengið miklar þakkir fyrir að leggja þessu málefni lið.“ ust fóram við í hálfan mánuð nokkuð nærri núllinu. I rekstri Bónuss höfum við stefnt að gróða um leið og við forð- umst græðgi. Það hefur verið okkar lukka.“ Stærð smásalans Jóhannes sagði í blaðaviðtali í Tim- anum árið 1991 að það væri mjög hættulegt að einn smásali yrði of stór: “Þaö er afar óhollt í kapítalísku þjóöfélagi aö eitt fyrirtœki verði svo stórt aó þaö nái kannski 30-40% mark- aöshlutdeild. Þaö á sér hvergi hlió- stœöu í nágrannalöndum okkar aö eitt fyrirtœki nái slikum tökum. “ Hver er markaðshlutdeild Baugs? „Baugur er talinn með um 45% markaðshlutdeild. Margt hefur breyst í samfélaginu frá því að þessi orð vora töluð. Einnig hefur margt breyst í innkaupum til landsins. Hagkvæmni felst í því að geta keypt sem mest í einu. Þessi hagkvæmni hefúr aukist mjög á síðari áram þótt ég ætli ekki að bera það á borð fyrir nokkum mann að eðlilegt sé að eitt fýrirtæki hafl yfirgnæfandi markaðsstöðu. Eng- inn hefur þó gert það að verkum að fyrirtæki nái slíkri stöðu annar en húshóndi okkar sem er neytendur. Þeir treysta okkur og telja sig ná góð- um kjörum. Þannig hefur fyrirtækið náð yfirburöastöðu. Það þarf hins vegar sterk bein til að þola góða daga. Ég vona að þeir sem „Við feðgarnir byrjuðum með verslunina til að hafa okkar lifibrauð af henni. Þegar fólk sá að ekki var um neina gorkúlu að ræða fundum við fyrir gífurlegum velviija sem efldi okkur. Við urðum hugsjónamenn og hugsjónin efldist við það þakklæti sem við fengum fyrir að gera vel.“ DV-mynd ÞÖK Jóhannes með innflutta kjúklinga árið 1995. Mikið fjaðrafok varð þegar Jóhann- es hóf að selja bækur í Bónusi. Þessi mynd er frá 1994. vinna með mér 1 dag beri gæfu til að vera vakandi um að gera vel fyrir við- skiptavini sína.“ Hornkaupmaður í nýrri mynd Margir hafa talað um að þeir sakni gömlu kaupmannanna á hominu sem nú era flestir hverjir að leggja upp laupana. Jóhannes segir ástæðuna fyrir fækkun „gömlu“ kaupmann- anna vera þá að það fyrirkomulag sé ekki hagkvæmt. „Kaupmaðurinn á hominu var merkilegur fulltrúi síns tíma. Hann var í nánu sambandi við fjölskyldum- ar í landinu. Aukin krafa um hagræð- ingu og lægra vöraverð leiddu hins vegar til stærri verslunar- eininga. Kannski má segja að Bónus sé í rauninni nú- tímaleg útfærsla á kaup- manninum á hominu, því eins og hann rekur Bónus fjölskylduvæna verslun sem með mikilli hagræö- ingu og magninnkaupum hefúr tekist að lækka kostn- að við rekstur heimilanna. í okkar alþjóðlega um- hverfi er sífellt gerð krafa um bætt lífskjör. Bónus hef- ur lagt sitt af mörkum til þess að íslensk verslvm er nú orðin samkeppnisfær við það sem best gerist erlendis. Við fáum oft er- lenda gesti til okkar sem vilja fræðast um rekstur Bónuss og telja sig geta margt af okkur lært. Þetta veit ég að á við um fleiri greinar í íslensku at- vinnulífi þannig að ég tel að íslend- ingar geti verið sáttir við stöðu sína í samfélagi þjóðanna. En alltaf má gera betur og baráttan heldur því áfram - alla daga. Aldrei tekið lán Ertu ekki orðinn ríkur? „Ríkur og ríkur. Við lögðum fyrir- tækið inn í Baug þannig að það er bara pappírar. Ríkidæmi í peningum er heldur ekki það sem við lögðum upp með. Það væri samt synd að kvarta.“ Hvaða tímabil var erfiðast á þess- um tíu árum? „Fyrstu mánuðimir í Bónusi vora mjög erfiðir. Vinnudagurinn var mjög langur. Við unnum frá sjö á morgn- ana til ellefu á kvöldin fyrstu 2-3 árin. Það var oft erfitt en þó aldrei peninga- lega. Ég held að slíkir erfiðleikar fari verst með menn í viðskiptum. Við rákum fýrirtækið líka öðravísi en aðrir. Viö höfúm aldrei tekið kredit- kort og voram því með peninga til- tæka og fengum vörumar ódýrari en aðrir. Bónus hefúr aldrei þurft að taka lán og það hefur sparað fyrirtæk- inu griðarleg vaxtagjöld. Áður en við hófum verslun hafði orðið hrina gjaldþrota í greininni þannig að keppinautamir vora róleg- ir og biðu eftir að við færum sömu leið. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum; Bónus var kominn til að vera.“ Hvaða tími hefúr verið bestur? „Besti tíminn er fram undan. Þetta hafa verið ár uppbyggingar. Hún held- ur áfram en við höfum aflað okkur þekkingar sem ætti að treysta undir- stöðurnai-.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.