Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 15 Fyrir nokkrum vikum var ekki hægt að komast að annarri niður- stöðu en sjávarútvegsmál almennt og þó einkum stjórnkerfi fisk- veiða yrði eitt helsta ágreinings- mál í þeirri kosningabaráttu sem fram undan er. Sérstakur stjórn- málaflokkur var stofnaður undir því yfirskini að gjörbreyta verði þeim lögum og reglum sem gilda um fiskveiðar og sameiningar- sinnar á vinstri væng stjórnmál- anna sáu sóknarfæri með því að halda fram kröfu um einhvers konar auðlindaskatt á sjávarút- veg. Bæði Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin virtust hafa góð-. an byr í seglin. Það er ekkert óeðlilegt að kosn- ingar til Alþingis snúist að stór- um hluta um það hvernig við ís- lendingar viljum standa að skipu- lagi sjávarútvegs. Eftir mikið gjömingaveður, sem gengið hefur yfir íslenskan sjávarútveg í fjöl- miðlum og á vettvangi stjórn- mála, er ekki að undra að almenn- ingur kalli á breytingar. En sú pólitíska matarhola sem Samfylk- ingin og Frjálslyndi flokkurinn töldu sig sjá virðist að mestu horf- in. Hvort umræður og ályktun sjálfstæðismanna á landsfundi um sjávarútvegsmál eða ræða Hall- dórs Ásgrímssonar á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins skiptu þar einhverju verður ekki dæmt um. Dugnaður og elja Dugnaður, elja og útsjónarsemi eru hæfileikar sem öðru fremur prýddu og prýða þá sem skarað hafa fram úr í íslensku viðskipta- lífi, allt frá Thor Jensen, Haraldi Böðvarssyni og Einari Guðfinns- syni til Pálma Jónssonar, Arn- gríms Jóhannssonar og Þorvaldar Guðmundssonar. Það eru athafna- menn af þessu tagi sem hafa leitt Island inn í þjóðfélag velmeguncu og það þrátt fyrir ótal hindranir, sem fyrst og fremst var og er kom- ið fyrir af stjómmálamönnum. Á hátíðarstundum voru þessir menn og aðrir jafningar þeirra kallaðir athafnaskáld. Sömu hæfileikar og gert hafa einstaklinga að eignamönnum og um leið bætt kjör okkar hinna, hafa alið af sér öfund og óvild, enda fylgir öfund orðstír góðum. Stundum mætti ætla aö öfundsýki sé okkur íslendingum í blóð borin en hún er, eins og ég hef oft bent á, mörgum stjórnmálamönnum og jafnvel heilu stjómmálasamtök- unum lífsnauðsynleg. Slagorð verða þannig fræ öfundar og tor- tryggni. Fjölmiðlar taka undir og skemmta skrattanum. Nú er ekki lengur talað um athafnaskáldin í sjávarútvegi heldur sægreifa. Og kaupsýslumaðurinn hefur lotið í lægra haldi fyrir braskaranum. Auðlindaskattur Það er ekki undarlegt að jarð- vegur hafi myndast fyrir stjórn- málamenn sem krefjast þess að sérstakur auðlindaskattur, veiði- leyfagjald, eöa veiðigjald verði lagt á fiskveiðar. Eftir því sem af- koma fyrirtækja í sjávarútvegi hefur skánað hefur krafan oröið háværari. Sá er heldur hér um penna er ekki í hópi þeirra sem hæst hafa kallað á auðlindagjald eða hvað svo sem skattheimta af sjávarút- vegi verður nefnd. Kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi vantraust á hæfileika stjómmála- manna að fara vel með þá fjár- muni, sem þannig rynnu í sameig- inlegan sjóð - ríkiskassann. I öðm lagi nauðsyn þess að gera skýran greinarmun á því að láta atvinnu- fyrirtæki standa undir kostnaði Laugardagspistill Óli Bjöm Kárason rítstjóri samfélagsins af því að nýta ákveðna auðlind og greiða beint fyrir nýtingarréttinn. Ekkert er sjálfsagðara en að fyr- irtæki greiði þann heina kostnað, sem sameiginlegur sjóður lands- manna verður fyrir vegna starf- semi þeirra. Þannig á sjávarútveg- urinn að standa sjálfur undir þeim kostnaði sem fellur til við að nýta auölindina - fiskimiðin kringum landið. Þar má meðal annars benda á Hafrannsókna- stofnun og hluta af starfsemi Landhelgisgæslunnar. Einnig er fráleitt að rikissjóður haldi áfram beinum niðurgreiðslum á launa- kostnaði útgerðar í formi sjó- mannaafsláttar. Þegar allt er talið má ætla að kostnaðurinn við að nýta auðlindir hafsins sé um fjög- ur þúsund milljónir króna á ári. Þennan kostnað hlýtur sjávarút- vegurinn að bera. Mér er hins vegar til efs að ís- lenskur sjávarútvegur standi und- ir meiri álögum hvað svo sem ger- ist í framtíðinni, enda er hún und- ir því komin að atvinnugreinin fái að þróast með eðlilegum hætti. Þess vegna má ekki leggja hömlur á sjávarútvegsfyrirtæki í leit þeirra að hagkvæmustu leiðinni. Þetta þýðir að sjómönnum mun fækka, útgerðarmönnum mun fækka, kvótinn færist á færri fyr- irtæki og mörg byggðarlög verða að sætta sig við að útgerð verður ekki stunduð þaðan svo heitið geti. Gangi þetta eftir er augljóst að sjávarútvegurinn verður í stakk búinn að greiða beint fyrir nýt- ingarréttinn á fiskimiðunum. En vitlausasta leiðin er að láta þá greiðslu renna í ríkiskassann til þess eins að 63 alþingismenn fái að dreifa fjármunum aftur út með þeim geðþótta sem þá einkennir. Miklu frekar er að þessi auðlind- arenta sé greidd beint til lands- manna og þar eru margar leiðir, sem ekki verða raktar hér að þessu sinni. Særð ráttlætiskennd Hitt er svo annað að það særir réttlætiskennd almennings þegar útgerðarmenn sem hafa spilað allt út úr höndunum - rekið fyrirtæk- ið illa - geta í krafti kvótaeignar sameinast hinu þokkalegasta fyr- irtæki og fengið afhent hlutabréf fyrir mörg hundruð milljónir króna eða leigja kvóta ár eftir ár án þess að leggja nokkuð til. Þetta eru fjármunir sem þeir eiga í raun engan rétt á - þeir hafa ekki unnið til þeirra - þvert á móti. Þetta er mein sem nauðsynlegt er að stinga á, þó hætt sé við að lækningin sem gripið yrði til sé verri en sjálfur sjúkdómurinn. Að nokkru væri hægt að nýta skatt- kerfið í þessum tilgangi. Vandi íslensks atvinnulífs eru ekki vankantar á kvótakerfinu, enda hefur það ekkert með það að gera hvort sjávarútvegur greiðir þjónustu- og nýtingarréttargjöld fyrir fiskimiðin. Kvótakerfið er að líkindum besta stjómkerfi sem komið hefúr verið á í heiminum við nýtingu fiskimiða og er undir- staða þeirrar efnahagslegu vel- sældar sem við íslendingar höfum notið undanfarin ár. Með nokk- urri aðlögun má vitna í banda- riska rithöfundinn J.B. Cabell: Bjartsýnismennirnir fullyröa aó vió lifum viö besta stjórnkerfi fisk- veiöa sem til er í heiminum, svart- sýnismennirnir óttast aö þaó sé rétt. Vandi launafólks er ekki auð- söfnun fárra útgerðarmanna held- ur vanmáttug og oft illa rekin fyr- irtæki sem geta ekki greitt hærri laun, innflutningshöft og skatt- heimtumaðurinn, beint eða óbeint. Mér segir svo hugur að æ fleiri geri sér grein fyrir þessum staðreyndum og einmitt þess vegna séu sjávarútvegsmál ekki jafnmikið í kosningaumræðunni og raun ber vitni. Þeir stjómmála- menn, sem ætluðu að gera út á að kollvarpa kvótakerfinu eða setja á auðlindaskatt, eru því ekki fisknir þessa dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.