Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 1TIV Fleury-Merogis fangelsið i París er ekki lengur dvalarstaður kon- unnar sem gekk undir nafninu „góða álíkonan“. Hin sjötíu og fjög- urra ára gamla Eisabeth Cons-Bout- boul fékk frelsið fyrir góða hegðun tíu árum áður en refsitíminn átti að renna út. Hún þótti góður huggari, sálusorgari og ráðgjafi samfanga sinna og reyndar sumra fangavarð- anna líka. Hún hlustaði á þá er þeir lýstu vandamálum sínum og gaf þeim góð ráð. Fangelsisstjórninni fannst Elisabeth hafa svo góð áhrif á fangana að hún var sérstaklega beðin um að sinna þeim sem erfið- astir voru taldir. Henni tókst ráð- gjöfin vel og lærði meðal annars spænsku til að geta sinnt nokkrum kólumbískum föngum. En hvers vegna sat Elisabeth Cons-Boutboul í fangelsi í París? Jú, hún var dæmd til fimmtán ára fangavistar fyrir að hafa lagt á ráð- in um morð tengdasonar sins. Sjálf neitaði hún því hins vegar að hafa á nokkum hátt komið að morðinu. Lögmaður kvænist knapa Tengdasonurinn, Jacques Perrot, var kunnur lögmaður og kominn af vel efnuðu fólki í París. Hann þótti myndarlegur og franska þotuliðið tók honum opnum örmum. Hann hafði verið skólabróðir Laurents Fabius, sem er nú forseti franska þjóðþingsins. Lögmannsstörf Perrots voru þó ekki það eina sem hann fékk orð á sig fyrir. Hann haföi áhuga á veð- reiðum, hraðskreiðum bílum og fal- legum konum. Við veðhlaupabraut- ina kynntist hann frægasta kvenknapa í Frakklandi, Darie, dóttur Elisabeth Cons-Boutboul. Darie varð fyrsta konan til að sigra í árlegu veðhlaupi í Boulogne í Par- ís. Hún var ýmist á veðhlaupabraut- um höfuðborgarinnar eða Deauville. Á kvöldin sást hún gjam- an í næturklúbbum. Þau Jacques og Darie gengu í hjónaband í apríl 1982 og hálfu ári síðar eignuðust þau son. Hvomgt þeirra hafði nægan tíma til að sinna honum nægilega vel og það kom því í hlut móður Darie að sjá um hann að miklu leyti, þó stundum væri drengurinn hjá bamfóstru. Vandræðin byrja Með tímanum fór þaö að ergja Per- rot að kona hans var frægari en hann. Vikublöðin fóm að nefna hann „Herra Darie Cons-Boutboul“. Darie kom að staðaldri fram í sjónvarpi og var þar að auki dálkahöfúndur hjá stærsta veðhlaupatímariti í Frakk- landi, Tierce Magazine. Þá þekkti hún vel ný-gaullistann Jacques Chirac, þá- verandi borgarstjóra í París, en hann er nú forseti Frakklands. Chirac skip- aði hana í íþróttanefnd flokks síns. Tengsl Darie við Chirac urðu Per- rot fjötur um fót í viðleitni hans til að hasla sér völl í stjómmálum á vegum sósíalista. Hann bjóst við því að verða tilnefhdur dómsmálaráðherra, en Laurent Fabius var þá nýorðinn for- sætisráðherra og hafði látið að því liggja að hann myndi biðja Perrot að taka við ráðherraembættinu. Það varð Perrot hins vegar ekki til fram- dráttar að í matarboðum hjá Fabius hafði Darie óspart í frammi gagnrýni á stefhu stjómar Fabius og þótti oft at- gangshörð. Bað um skilnað Þar kom að Perrot taldi sig ekki geta tekið konu sína með í boð hjá for- sætisráðherranum og fór að sækja þau einn síns liðs. Samtimis varð þeim er til hjónanna þekktu ljóst að sambúð þeirra var orðin erfið. Dag einn fór Perrot fram á skilnað og fór að heiman. Hann fluttist til for- eldra sinna, þar sem hann hugðist Morðið á tröppunum Það varð því ekkert úr því að Per- rot beitti tengdamóður sína þeim þvingunum sem talið er að hann hafi haft í huga svo dóttir hennar fengist til að ganga frá skilnaðinum á að- gengilegri hátt. Þetta kvöld ákvað Perrot að snæða með vini sínum á veitingahúsi. Hann gekk út um útidymar á heim- ili sínu klukkan hálfníu en komst aldrei niður tröppumar. Þegar hann lokaði dyrunum á eftir sér var hann skotinn þremur skotum. Byssurann- sóknadeild lögreglunnar gat síðar skýrt frá því að kúlurnar hefðu kom- ið úr byssu með hlaupvíddinni .22 og hefði hann verið skotinn af stuttu færi. Fyrsta kenning lögreglunnar var á þá leið að afbrýðisamur eiginmaður hefði skotið hann. Næst kom upp sú kenning að hann hefði staðið í vafasömum viðskiptiun. Var ástæð- an sú að hann hafði sagt vini sínum að innan tíðar myndi hann hagnast vel á máli sem hann gæti þó ekki rætt. Löng rannsókn Næstu þrjú árin gekk hvorki né rak í rannsókn málsins. Að vísu beindist grunur að Elisabeth Cons- Boutboul. Lögreglan hleraði sima hennar um tima og tók hana nokkrum sinnum til yfirheyrslu, en inni í Le Havre. Það var af Bruno Dessac. Hann hafði verið skotinn í hnakkann, en það benti til að glæpa- samtök hefðu tekið hann af lífl. Rannsókn þessa máls beindi á ný at- hyglinni að Elisabeth. Hún hafði um tíma fengið að nota síma í verslun sem hún kom reglulega í, en hafði gert það undir fölsku nafhi, Margar- et Sanson. Maðurinn sem hún ræddi við í símann kallaði sig Robert, en nú kom fram að það hafði verið Dessac. Var ljóst að maðurinn hafði sprn-t Elisabeth hvenær hann fengi „peningana vegna tjónsins sem hann hefði orðið fyrir vegna vatnslekans". 27. september 1989 gaf sig fram leigubílstjóri, Isauro Figurier, en hann ók Elisabeth oft. Hann sagði hana hafa beðið sig að finna leigu- morðingja því hún þyrfti að láta ráða’ tengdason sinn af dögum. Kvaðst Figurier hafa mælt með Dessac. Gnmur vaknaði fljótlega um að Figurier hefði verið mútað svo koma mætti sök á Elisabeth. Því til stuðn- ings var vísað til ummæla kærustu Figuriers, sem sagði hann hafa farið á bókasafn ekki löngu áður en hann gaf sig fram, en þar hefði hann lesið sér til um morðið á Jacques Perrot. Elisabeth Cons-Boutboul var handtekin og leidd fyrir rétt. Þar þótti meira mark takandi á orðum Figuriers en þeirra sem töldu að honum hefði verið mútað. Mark var einnig tekið á tveimur lögregluþjón- um sem komu fyrir réttinn og sögðu að uppljóstrarar lögreglunnar, menn sem af vissum ástæðum yrðu ekki nafhgreindir, hefðu sagt að Elisabeth hefði borgað Dessac fyrir að skjóta tengdason sinh. Segist leita morðingjans 1994 var Elisabeth Cons-Boutboul dæmd til flmmtán ára fangelsisvist- ar, eftir að um hundrað vitni höfðu verið leidd fyrir réttinn, þar á meðal Laurent Fabius, fyrrverandi forsæt- isráðherra. Fimm árum síðar var Elisabeth látin laus, eins og áður segir. Hún er orðin sjóndöpur og hjartveik og býr hjá dóttur sini, Darie, í Marne-daln- um. Dóttir hennar er gift á ný, en maður hennar er knapi. Elisabeth segist ákveðin í því að gera sitt til að flnna morðingja Jacques Perrot. En hún getur ekki leitað til Figuriers leigu- bílstjóra því hann er horfinn af sjón- arsviðinu. “Ég hafði ekkert með morðið að gera,“ segir Elisabeth Cons-Bout- boul. „Ég er fórnarlamb samsæris- manna.“ Mönnum sýnist því sitt hverjum um hvort morðið á Jaques Perrot, manninum sem srnnir töldu verða dómsmálaráðherra í stjórn Laurents Fabius, hefur verð upplýst eða ekki. búa um sinn, eða þar til hann hefði fundið sér hentuga íbúð. Darie gerði manni sínum ljóst að eftir skilnaðinn myndi hún krefjast hás meðlags með syni þeirra. Jafnframt sagðist hún myndu sjá til þess að ekkert samband yrði framvegis milli fóður og sonar. Þetta féll Perrot illa. Hann vildi ganga frá skilnaðnum á annan hátt og til þess að reyna að fá því framgengt ákvað hann að snúa sér til tengda- móður sinnar, Elisabeth. Honum var ljóst að hún var mjög hrifin af dóttur- syni sínum. En Perrot vissi líka að Elisabeth var ekki talin öll þar sem hún var séð. Hún var sögð hafa staðið i ýmsu vafasömu og er talið að Perrot hafi ætlaö að hagnýta sér það. Máltíðin sem var ekki snædd Þann 27. desember 1985 ætlaði Per- rot að borða með tengamóður sinni. Hann þóttist viss um að ýmsar af þeim sögum sem um hana gengju ættu við rök að styðjast. Reyndar var hann sannfærður um, eða vissi, að hún væri stórlygari. ------------- Hún sagðist hafa próf frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og reka lögmannsstofu í Genf í Sviss. Perrot vissi að hún hafði gegnt lögmannsstörfum, en hafði misst réttindin. Þá sagðist hún vera komin af aðalsmönnum. En faðir hennar hafði ekki verið að- alsmaður, heldur bókhaldari á lög- mannsstofu í París. Þá sagðist hún líka vera ekkja og hefði maður henn- ar farist í flugslysi. 1 raun var hann á lífi og hafði það ágætt. Þaö sem Perrot er talinn hafa vit- að að myndi koma Elisabeth verst voru ásakanir um að hún hefði haft stórfé, jafhvirði um eitt hundrað og tuttugu milljóna króna, af samtökun- um „Trúboð erlendis", en þeim tengdist hún. Voru sögumar um að- ferð hennar við það á þá leið að hún hefði sent samtökunum reikninga fyrir lögfræðilega aðstoð við mála- ferli sem aldrei hefðu farið fram. Peningana var hún sögð hafa notað til að kaupa veðhlaupahesta handa dóttur sinni og leigja handa henni íbúöir í París og Deauville. Þau Jacques Perrot og Elisabeth Cons-Boutboul snæddu ekki saman umræddan dag, þvi hún hringdi og aflýsti fundi þeirra. ekkert kom fram sem nægði til þess aö hún yrði lögsótt. Þann 5. maí 1988 fannst lík í höfn- |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.