Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 DV 28 yiðtal fi. >. W y( Lýður Árnason háraðslæknir seilist inn í trúarlíf Flateyrir Lýður Árnason, héraðs- lœknir á Flateyri, hefur vak- ið rœkilega á sér athygli með frumlegum uppákomum og framkvœmdagleöi af ýmsu tagi. Lýður hefur verið læknir Flateyringa í liðlega tvö ár og á þeim tíma hefur hann, ífélagi við aðra, stað- ið fyrir því að halda nokkra tónleika sem vakið hafa mikla eftirtekt þar sem hann hefur meðal annars komið fram sem dragdrottning og nú síðast var hann einn af frumkvöðlum þess aö halda poppmessu á staðnum. Þá er Lýður viðriðinn útgáfu tveggja geisladiska á sumri komanda auk þess sem hann er að vinna að gerð bíó- myndar. „Ég kom til Flateyrar í janúar 1997 og mér hefur fundist gott að vera hérna enda er ég eins konar farandlæknir líkt og Bubbi Morthens var farandverkamaður. Ég er þó ekki með stál og með tölu- vert öðruvísi hníf heldur en hann var með. Það er dúndur að vera hérna, mjög fmt, Vestfirðingar taka manni vel. Þeir eiga það til að vera nokkuð viðskotaillir til að byrja með en það rjátlast fljótt af þeim,“ segir Lýður. En hvernig skyldi þeim Vestfirð- ingum hafa orðið við þegar virðu- legur héraðslæknirinn birtist sem dragdrottning á tónleikum? Fór ekki af stað nein umræða sem oft vill verða fylgifiskur slíkra uppá- koma? „Sumir koma sérstaklega á stof- una til mín vegna þessa held ég, til að skoða þennan popplækni eða doktor Drag eins og þeir kalla mig á meðan aðrir leita annað. Þetta með umtalið hefur breyst á síðustu árum. Fyrir fimmtíu árum þegar amma var ung voru lausaleiksbörn hneyksli, nú eiga böm orðið 2 og 3 pabba og eitthvað annað eins af mömmum og þykir ekkert mál. Á meðan maður er ekki að gera nein- um illt er þetta allt hið besta mál. Það gerir engum neitt þó ég klæði mig eins og kerling, það er bara mitt mál, á meðan ekki er gengið á hlut annarra þá er þetta í lagi. Það er auðvitað skoplegt að þurfa þetta til að vekja athygli á þeirri þræl- góðu tónlist sem við höfum verið að flytja. En þetta er líka gert fyrir þá sem hafa gaman af að nagga og lifa fyrir slíkt því auðvitað verður þeirra tilvera innantóm ef ekkert er til að tuða yfir, þannig að ég held að það sé öllum gert til hæfis með þessu,“ segir Lýður. Karlmenn að verða kerlingar Lýður lætur ekki duga að halda tónleika heldur er nú verið að gefa tónlistina út á geisladiskum sem em væntanlegir seinnipart sumars. „Ég er núna að vinna að Karl- rembuplötunni með þeim Ólafi Ragnarssyni, skipstjóra og poppara Læknirinn og prédlkarinn við dyr Flateyrarkirkju. Lýður stóð, ásamt fieirum, fyrir þvi að sett var upp vegleg popppassía í kirkjunni á skírdag. DV-mynd H.Kr. hérna, og Jóni Rósmann Mýrdal óp- erusöngvara og mun diskurinn koma út í haust. Með þessari plötu verður leitast við að vinna karl- mennskunni sess að nýju en eins og flestir vita em alltof margir karl- menn að verða hálfgerðar kerlingar. Við héldum tónleika í Vagninum á Flateyri nú um páskana þar sem við fluttum meðal annars efni af nýju plötunni. Heiðursgestur á tónleik- unum var hinn þekkti rokk- og Roll- ing Stones-aðdáandi Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði. Svo erum við félagamir í hinni um- deildu hljómsveit Kartöflumúsun- um að gefa út disk sem kemur út í sumar.“ Útgerðarmaður með sál Framkvæmda- gleðin hjá þess- um merka lækni á sér lítil tak- mörk. Nú í vetur hófust tökur á bíó- mynd sem Lýður er að gera ásamt fleirum. Myndin er að mestu tekin upp á Flateyri og koma heimamenn mjög við sögu i henni. „Ég og Jóakim Reynisson vihur minn eram að gera bíómynd. Myndin er komin vel á rekspöl. Við emm þegar búnir að filma um fjórðung hennar og nú bíðum við bara eftir sumrinu til að klára tökur. Myndin er tekin hér á staðnum utan þess sem smáskot er tekið í sundlaug Hafnarfjarðar. Þessi mynd fjallar í stuttu máli um útgerðarmann með sál. Auðvitað urðum við að búa persónuna til þar sem ekki er vitað um neina fyrir- mynd að slíkum manni. Áætluð frum- sýning er um pásk- ana 2000. Við höf- um fengið til Lýður læknir brá sér í miðju viðtalinu í ac okkar leikara annars staðar frá en mikið af heimamönnum kemur við sögu í myndinni. Þorpsbúar eru okkur mjög hjálplegir við gerð myndarinnar og það er sama hvað kemur upp á, því er reddað á auga- bragði. Myndatökumennimir, sem öllu eru vanir í þessu, undrast mjög hvað fólk hér bjargar öllum hlutum og þekkir ekki orðið vandamál. Þessi mynd á að breyta ásýnd fólks á þessa litlu krumma, sem kallaðir era, gera þá aðlaðandi og girnilega og gera dreifbýlisfólk stolt af stöðu sinni því það er engin spurning að það má vera stolt, enda em þessir staðir eftirsóknarverðir. Það era bara of fáir sem af því vita.“ Að undanfómu hafa verið nokkr- ar umræður um fjárhagsstöðu kvik- myndaiðnaðarins hér á landi og stöðu Kvikmyndasjóðs í því sam- bandi en úthlutanir þar hafa verið nokkuð gagnrýndar á köflum. Hvemig gengur þeim félögum að fjármagna það stórvirki sem gerð bíómyndar er? „Við emm engir aukvisar, við Jóakim. Báðir vel launaðir. Við eig- um vini og kunningja sem hafa ver- ið okkur innanhandar auk þess sem velviljuð fyrirtæki hafa stutt okkur. Við höfum ekki fengið neina fyrir- greiðslu enn annars staðar frá. Kvikmyndasjóður hafnaði okkur. Ég held aö það hefði hjálpað okkur ef einhver okkar hefði farið til Eng- lands og verið þar i þrjú ár og kom- ið með diplómu á bakinu heim. Við hefðum átt að láta einhvem slíkan sækja um fyrir okkur. Ég veit um menn sem farið hafa þama út i skóla og komið með pappíra til baka en þeir vita ekki einu sinni hvað em margir fætur á þrífæti þegar heim er komið.“ Kirkjan tvífyllt Lýður og Ólafur skipstjóri sóttu um að fá að þjóna við Flateyrar- kirkju þegar sóknarpresturinn Gunnar Björnsson fór í ársleyfi frá sókninni og töldu þeir félagar sig ! geta sinnt trúarlífi þorpsbúa sem hlutastörfum enda væm þeir tveir. Þá töldu þeir að með þessu móti mætti spara nokkra peninga enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.