Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 16% hengingaról „Þú velur, hversu stóran hluta af mánaðarúttektinni þú greiðir um hver mánaðamót“, segir í bréfi eins bank- ans til viðskiptamanna sinna. AUir bankarnir bjóða núna þessa nýju aðferð við að lifa hátt á líðandi stund gegn því að síðar komi tímar og síðar komi ráð. Hvergi er þess getið í bréfmu, sem mestu máli skiptir, að vextir happafengsins eru 16%. Það eru óhagstæðustu vextir, sem völ er á. Þeir eru verri en dráttarvextir. Þeir eru sannkallaðir okurvextir á tímum 2-3% verðbólgu. Þeir eru bein leið til fjárhagslegrar glötunar. í auglýsingum og bréfum bankanna er höfðað til óraunsæis fólks, sem vill telja sér trú um, að engin vandamál séu önnur en þau, sem eru í núinu, að engin mánaðamót skipti máli önnur en yfirvofandi mánaða- mót. Þetta er kókaínsprauta eyðslufikilsins. Þessi siðlausa, en löglega aðferð bankanna við að hneppa viðskiptamenn sína í þrælahald eyðslufíkninnar mun leiða til gjaldþrota miklu fleira fólks, en ella hefði orðið. Bankarnir hafa fundið létta og ljúfa leið fyrir fólk til að telja sér trú um, að núið eitt skipti máli. Óforbetranlegir eyðslufíklar geta gengið milli bank- anna og fengið sér nokkur kort til að láta eina milljón hverfa í súginn í einu sukki. Síðan velja þeir, samkvæmt orðalagi bankanna, „hversu stóran hlut af mánaðarút- tektinni þú greiðir um hver mánaðamót". Svipaðar aðferðir tíðkast í útlöndum til að fá fólk til að sólunda fjármunum, sem það á ekki. British Airways býður fólki 175.000 króna ferðalán, ef það bara kemur í einhverja söludeild flugfélagsins og kaupir sér farseðil. Ekki er tilviljun, að þar eru vextir líka 16%. Komið er úr tízku, að ríkið telji sér skylt að hafa með handafli vit fyrir fólki. Samkvæmt nútíma markaðslög- málanna er hver sinnar gæfu smiður. Ríkið hefur eigi að síður hagsmuna að gæta, því að nýja sukkið mun magna innflutning, gjaldeyrishalla og verðbólgu. Nýju hengingarólar bankanna valda því, að stjórn- völdum mun ekki takast það markmið sitt að halda vöxt- um í skefjum og stöðva gjaldeyrisþurrðina. Þess vegna ætti ríkið að auglýsa á móti og senda fólki bréf með áherzlum á atriði, sem bankarnir þegja um. Skuldir íslenzkra heimila eru geigvænlegar, milli 400 og 500 milljarðar króna og hafa vaxið um 40-50 milljarða króna á ári. Nýju plastkortalánin munu auka hraðann á þessu sjálfsmorðsferli og valda fólki miklum þjáningum, þegar linnir sæluvímu líðandi sukkstundar. Það er sameiginlegt hagsmunamál ríkis og þjóðar, að fólk átti sig á, að lán með 16% vöxtum eru ekki leið þess til bjargálna. Þess vegna ber ríkinu að fletta ofan af felu- leiknum í auglýsingum bankanna og auglýsa á móti, að fólk sé að kaupa sér fjárhagslega hengingaról. Fleiri dæmi eru um, að höfðað sé til óraunsæis fólks. Happdrætti Háskólans auglýsir á myntamottum í verzl- unum, að lausn á þeim vanda fólks, að endar nái ekki saman um mánaðamót, felist í að kaupa sér happdrætt- ismiða. Lengra er ekki hægt að komast í ruglinu. Því miður eru íslendingar að meðaltali auðveld bráð fyrir bóndafangara. Við trúum, að happdrættismiðar láti enda ná saman. Við trúum, að ný plastkort gefi okkur sukkfæri, sem við höfðum ekki áður. íslendingar hafa þúsundum saman hrifsað upp 16%-vaxtakortin. Það er ekki fögur iðja að magna veruleikafirringu fólks. Þótt löglegt sé, er það ljótt af bönkum og sparisjóð- um að gera sér veika lund þjóðarinnar að féþúfu. Jónas Kristjánsson Stríðsaðild Þjóðverja Hvemig sem stríðinu í Kosovo lýkur, er ljóst að afstaða Þjóðverja til þátttöku í hemaðaraðgerðum hefur gjörbreyst. Hugtökin hægri og vinstri hafa misst merkingu sína í ljósi nýs gildismats í utanríkismál- um, sem rekja má til stríðanna í Bosníu og Kosovo. Mið-vinstri stjórn Gerhards Schröders fylgir sömu stefnu í Kosovo og mið-hægri stjóm Helmuts Kohls í Bosníu. Það era að- eins þau öfl sem era lengst til hægri og vinstri, sem tekið hafa afstöðu gegn hemaðaraðgerðum NATO í Kosovo. Fyrir aðeins nokkram árum hefði það þótt óhugsandi að þýskar herflugvélar tækju þátt í árásum gegn fullvalda ríki, án umboðs Sam- einuðu þjóðanna. Eftir voðaverk nasista í Serbíu í seinni heimsstyrj- öld hefði það verið talið útilokað að stríðsaðgerðirnar beindust gegn Júgóslavíu. Og hver hefði trúað því að græningjar í ríkisstjóm stæðu að þeirri ákvörðun að heimila aðild Þýskalands að loftárásum NATO? Á síðasta áratug gat þýska friðarhreyfingin fengið tug- þúsundir manna í mótmælaaðgerðir gegn stríðs- rekstri. Nú er friðarhreyfingin sem lömuð vegna þess að hún getur ekki leyst það siðferðisvandamál að vera á móti loftárásum, þegar her og öryggissveitir Serba standa að fjöldamorðum og nauðungarflutning- um í Kosovo. Mannúðarhjálp og stríð Færa má rök fyrir því að Þjóðverjar hafi með fullri þátttöku sinni í Kosovo-stríðinu endanlega brotist út úr þeim viðjum sem þeir hafa verið í frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Reyndar höfðu þeir sýnt það í Bosníu-stríðinu, að þeir vora reiðubúnir að taka þátt í hernaðar- aðgerðum NATO, en hlutverk þeirra var mun veigaminna og að mestu bund- ið friðargæslu. Stjórn sósíaldemókrata og græningja er alveg samstíga í afstöð- unni til Kosovo-stríðsins, þótt „bókstafs- trúarmenn" úr hópi hinna síðarnefndu hafi efasemdir um loftárásir NATO. Gerhard Schröder kanslari, Joschka Fischer utanríkisráðherra og Rudolf Scharping varnarmálaráðherra hafa komið fram sem þríeyki í þessu máli. Eins og gefur að skilja er Fischer nú undir mestum þrýstingi, enda eiga margir græningjar erfitt með að kyngja því að bera ábyrgð á hernaðaraðgerð- um. En Fischer sýndi það í Bosníu-stríð- inu að hann hafði kjark til að hafna andstöðu flokksins við stríðsaðgerðir, hvaða nafni sem þær nefndust. Hann neitaði að horfa aðgerðalaus upp á fjöldamorðin i Srebrenica og Sarajevo í nafni friðarhyggju. Hann studdi loft- árásir NATO, sem að lokum knúðu Slobodan Milosevic, leiðtoga Serbíu, að samningaborðinu, þrátt fyrir mikla and- stöðu „bókstafstrúarmanna" meðal græningja. Nú hefur leiðtogi þeirra, Júrgen Trittin umhverfismálaráðherra, haft hægt um sig til að auka ekki enn á spennuna og koma í veg fyrir klofning í flokknum. Helstu stjórnarandstöðu- flokkamir, kristilegir demókratar og frjálsir demókratar, hafa lýst yfir fullum stuðningi við stefnu stjómarinnar í Kosovo-stríðinu. Einu stjórnmálaöflin í Þýskalandi sem tekið hafa afstöðu gegn þátttöku Þýskalands í stríðsaðgerðum NATO, eru PDS, arftaki austur-þýska kommúnistaflokksins, og hægri öfga- Eriend tíðindi Valur Ingimundarsson flokkur repúblikana. Þar sem PDS hefur aldrei þótt trúverðugur kost- ur í vesturhluta Þýskalands vegna fortíðar sinnar, hefur stefna hans í þessu máli haft lítil áhrif á þjóðfé- lagsumræðuna. Það sama má segja um afstöðu Repúblikana. Sögulegar minningar Kosovo-stríðið hefur vakið upp sögulegar minningar. Þjóðemis- hreinsanir og nauðungarflutningar Serba minna marga Þjóðverja á framferði þeirra sjálfra í seinni heimsstyrjöldinni. En það sem kem- ur á óvart er að engin raunveraleg þjóðfélagsumræða hefur farið fram í Þýskalandi rnn þátttöku Þjóðverja í Kosovo-stríðinu. Á Bandaríkja- þingi fóru fram snarpar umræður um aðild Bandaríkjamanna að stríðsrekstri NATO í Kosovo, en þýska þingið lagði blessun sína yfir þátttöku Þjóð- verja eins og eftir forskrift. Þetta er gjörsamlega úr takt við stjómmálaþróun í Þýskalandi eftir stríð: Það urðu miklar mótmælaað- gerðir gegn endurhervæðingu Þýskalands og hug- myndum um kjarnorkuvæðingu þýska hersins á 6. áratugnum, Víetnamstríðinu á 7. áratugnum, áform- um um að koma fyrir meðaldrægum eldflaugum í Þýskalandi á 9. áratugnum. Ef til hafði Persaflóastríð- ið og Bosníustríðið þau áhrif að réttlæta stríðsaðgerð- ir í augum þýsks almennings og gera greinarmun á „góðum“ og „vondum" stríðum. Eitt er víst: Stjóm- málaumræðan í Þýskalalidi hefur tekið stakkaskipt- um og ný siðferðisgildi ráða ferðinni í utanríkismál- um. Þjóðverjar taka nú í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar full- an þátt í hernaðaraðgerðum. Fyrir aðeins nokkrum árum hefði það þótt óhugsandi. Þjóðernishreinsanir Serba í Kosovo minna marga Þjóðverja á grimmdarverk nasista í seinni heimsstyrjöld. Friðarhreyf- ingin er sem lömuð vegna þess að hún getur ekki beitt sér gegn loft- árásum NATO meðan Serbar fremja stríðsglæpi í Kosovo. Á mynd- inni sjáum við albanska stúlku horfa út um gluggann og bíða eftir því að komast í þotu á leið til Þýskalands. skoðanir annarra Vandræðagangur í Moskvu „Vesturveldin, sem heyja nú í Kosovo íyrstu styrjöld sína eftir lok kalda stríðsins, hefðu svo sannarlega þörf fyrir sterkt Rússland á næstu dög- um og vikum. Hins vegar ríkir enn ein stjómar- kreppan hjá þessum stóra granna, kreppa sem ekki er neinum öðram að kenna og þar sem fara saman stjómmál, peningar og kynlíf. Þegar átökin á Balkanskaga era annars vegar setur hann upp móðgunar- og auðmýkingarsvip á sama tíma og það væri undir honum einum komið að gegna þar upp- byggilegri lykilstöðu." Úr forystugrein Le Monde 9. apríl. Fátækir hjálpa ríkum „í Lúxemborg var lagður grannurinn að því að enginn árangur næðist, nokkuö sem gæfi umheim- inum til kynna að Evrópusambandslöndin væru ekki tilbúin til að vera samtaka þegar virkilega á þyrfti að halda. Björgunin kom frá Albaníu. Stærstu og voldugustu ríki Evrópu munu fá aðstoð fátækasta lands álfunnar af því að þau geta ekki sjálf mannað sig upp í að taka í sameiningu ákvörð- un um að hjálpa flóttamönnunum.“ Úr forystugrein Aktuelt 9. apríl. Stofnun ríkis óhjákvæmileg „Það er sjálfgefið að sjálfstætt ríki Palestínu verð- ur stofnaö. í síðasta mánuði lýsti Evrópusambandið því yfir að það styddi óskoraðan rétt Palestínu- manna til sjálfstjómar. Bandarískir embættismenn halda sig við þá skoðun að um pólitiska framtíð Palestínu verði að semja þótt mörgum sé ljóst að stofnun ríkis verði óhjákvæmileg þegar fram í sæk- ir. Slíkar skoðanir era þeim ísraelsmönnum, sem eru staðráðnir í að halda yfirráðum yfir stærstum hluta Vesturbakkans um leið og samið verður um takmarkaða sjálfstjóm Palestínumanna, ekki að skapi. Slík viðhorf era hins vegar ávísun á áfram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.