Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 10
10 írmúla LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 Heimamaðurinn Rubens Barrichello gæti látið til sín taka í kappakstri helgarinnan Góður en óheppinn í Formúla 1 kappakstri eru alltaf til ökumenn sem eru miklum hæfileikum gæddir en fá ekki nægi- lega góð tækifæri til að sanna sig. Rubens Barrichello er einn af þeim. Hann hefur nú ekið í Formúla 1 síðan 1993, fyrst fyrir Jordan og nú síðan 1997 fyrir Stewart Ford GP. Vélarbilanir og skortur á frammistöðu ökutækjanna hafa hindrað hann og hann hefur ekki alltaf haft erindi sem erf- iði, í þrú skipti komist á verðlaunapall. Af flestum er hann talinn mjög góður ökumaður og eftir glæsi- legan akstur í Melboume í mars sl. og góða æfinga- tíma undanfarið virðist sem þessi ungi Brasilíu- búi sé loksins að fá tæki- færi til að sanna hvað í honum býr. I nítugsta og níunda kappakstri sínum sem ræstur verður á morgun í Interlagos, ekur hann á heimavelli og er því líklegur til góðra hluta og styttist vonandi í að hann fari að skreyta feril sinn með sigmm. Margfaldur kartmeistari Rubinho Goncalves Barrichello fæddist í Sao Paulo í Brasilíu þann 23. maí árið 1972. Frá því hann var stráklingur hefur hann verið við stýrið og á sautjánda ári, þá marg- faldur brasilískur kartmeistari, fékk hann tækifæri og komst til Bret- lands og hreinlega rúllaði upp yngri flokkunum. 1990 varð hann GM Lot- us meistari, ‘91 varð hann breskur Formúla 3 meistari, einnig á fyrsta ári, og lenti þá í baráttu við David Coulthard sem varð annar i stiga- keppninni. Árið eftir var hann kom- inn í Formúla 3000 sem er síðasta þrepið í Formúla 1 og þar gerði hann góða hluti, endaði þriðji og í lok árs- ins var hann kominn með samn- ing við Eddie Jordan og að- eins tvitugur kominn í Formúla 1. ... Interlagos Brasilíski kappaksturinn 2. keppni ll.apríl 1999 Lengd brautar: Fjöldi hringja: Keppnislengd: 4.292 km 72 hringir 309.024 km Einkenni brautar: Taeknilega krefjandi braut suöur af Sao Paulo. Blanda af hröðum og hægum begium. Mlkiö um hæöabreytingar og mjög tíðar gírskiptingar. Brautin er ekin rangsælis sem er óvenjulegt og mæöir því Interlagos-brautin verulega á þol ökumanna. r~-Á— PITTUR 'u Lengd: 700 ni / ■ 1 '98 aksturstími:33.8sec. Shell | Heimildir: FIA Verðlaunapallur'98 A Mika Hákklnen (McLaren-Mercedes) B David Coulthard (McLaren-Mercedes) G Michael Schumacher (Ferrari) Útsending RUV: Sunnudag kl: 16:30 Brautarmet: Hraðasti hrineur: M. Schumacher,1994 Benetton-Ford, á lminl8,455secs, Meöalhraði: 198,458 km/h 98 MCIWORLDCQM Jiuuaesm ... Kubens BarricbeH^ j Alvarlegt slys Fyrsta ár hans í Formúla 1 var frekar tíðindalítið en hann skilaði sér í mark þegar Jordan Hart-bill- inn bilaði ekki. Árið 1994 var bæði besta og versta ár hans í kappakstri því effir að hafa náð fyrsta verð- launasæti sínu (Pacific, þriðji) lenti hann í slæmu óhappi á æflngu fyrir San Marino-kappaksturinn. Barrichello slasaðist alvarlega og segja sjónarvottar að hann hafi sloppið vel. Daginn eftir dó Ronald Ratzenberger á æfingu og í keppn- inni missti Barrichello átrúnaðar- goð sitt og vin, Ayrton Senna, í hræðilegu slysi i Tamburello- beygjunni. Rubens var fljótur að jafna sig líkamlega en andlega hliðin hafði orðið fyrir miklu álagi við missinn og nú fann hann fyr- ir auknum þrýstingi frá brasilísku þjóðinni um árangur. Fimm sinn- um í fjórða sæti og einu sinni í þriðja skilaði honum í sjötta ) sæti í t stiga- keppni | öku- | manna það ár og er það besti ár- angur hans hingað til. T Annað sætið í Monaco ‘97 Eftir erflð ár hjá Jordan Peugeot ‘95 og ‘96 gekk Rubens Barrichello til liðs við Jackie Stewart í nýju liði árið ‘97 og tókst á við það krefj- andi verkefni að koma liði á kopp- inn og vera tilbúinn að sætta sig við bilanir og vandamál sem fylgja því að koma af stað keppnisliði í Formúla 1. Ford hafði gert 4 ára samning við Stewart Grand Prix Racing, sem er fáheyrt við svo nýtt lið, og var það grunnurinn sem þeir byggðu á. Sem dæmi um erfiðleika þeirra undanfarin tvö ár hefur bíll Barrichello bilað 20 sinn- um í þeim 33 keppnum sem hann hefur keppt fyrir Stewart og hefur hann þá gert ágætishluti. Eftir- minnilegasti árangur hans fyrir Stewart er annað sætið í Monaco ‘97 þegar hann ók í rigningunni úr 10. rásstað og steig ekki feilspor alla keppnina og kom Stewart Ford í fyrsta skipti yflr marklínuna í öðru sæti. Jackie Stewart, þrefald- ur heimsmeistari, lýsir þessu augnabliki sem einu dýrmætasta augnabliki i lifi sínu. Það er einmitt í rigningunni sem hæfilek- ar ökumanna koma best í ljós og er Barrichello yfileitt talinn með Jean Alesi og Schumacher-hræðr- um sem bestu regn-ökumennirnir. Jafnvel á verðlaunapalli Bernskuskeið Stewart Grand Prix Racing er brátt á enda og er nú komið með eina léttustu og aflmestu vélina í Formula 1 og bíllinn virðist vera mjög rennilegur og vel hannað- ur og lítur nú fram á bjarta framtíð. Ef vél og ökutæki haldast í lagi er öruggt að Rubens Barrichello og fé- lagi hans, Johnny Herbert, verða mjög framarlega í baráttunni í ár og koma til með að slá út allt Supertec gengið ( Benetton, Williams og BAR). Barátta þeirra verður við Ferrari og Jordan á eftir McLaren og aldrei að vita nema heimamaður- inn Rubinho Goncalves Barrichello komi til með að veifa til aðdáenda sinna af verðlaunapallinum á sunnudagseftirmiðdag. McLaren-menn eru bjartsýnir á góðan árangur í Brasiliu og segj- ast vera komnir með lausn á bil- unum sem hrjáðu þá í Melboume. Mika Hákkinen: „Melboume hleypti í okkur kjark þrátt fyr- ir engin stig en við höfum ekið keppnisvega- lengdh- á æf- ingum undan- farið og nú er bara að vona að það heppnist þegar í alvöruna er komið.“ David Coult- hard: „Interia- gos er mjög sérstök keppn- isbraut því hún er ein af fáum sem ekin er rangsælis. Og vegna þess að við keppum og æfum oftast á brautum sem era eknar réttsælis getm- þetta valdið óþægindum í hálsinum vinstra megin." Ron Dennis: „Við höfum nýtt til fullnustu þessar flmm vikur milli ástralska og brasilíska kappakst- ursins til að koma saman miklum hraða og áreiðanleika. TU að klára fyrstur þarftu að geta klárað.“ Þeir hjá Ferrari hafa verið að æfa á brautum á ítahu, Fiorano og Mugello og segjast verða sam- keppnishæfari en í Melboume þar sem þeir vom í vandræðum með að fá nægilegt grip í Bridgestone- hjólbarðana. Michael Schumacher: „Síðan við kepptum í Ástralíu höfum við æft mikið og nú höfum við mun betri þekkingu á bílnum og þvi hvemig við getrnn náð þvi besta út úr honum. Ég vonast til að við verðum mun nær frammistöðu McLarens i Brasil- íu.“ Eddie Irvine: „Það var frábært að vinna sinn fyrsta sigur með Ferrari eftir svona langan tíma, kannski er mögu- leiki á öðrum ef McLaren-bílamir bila aftur.“ Williams hefur æft minnst af öllum liðunum i þessu fimm vikna hléi sem myndaðist vegna þess að argentínski kappaksturinn féll af móta- skránni. Alex Zanardi: „Ég átti nú ekki þá byijun á tímabilinu sem ég hafði vonast eftir svo fyrir mér byijar allt i Brasiliu. Það verður mjög krefjandi að sefja upp bílinn fyrir þessa braut en ég hlakka til.“ Ralf Schumacher: „Ég var óheppinn i Interlagos í fyrra en ég vonast til að geta gert betrí hluti fyrir Williams og náð til endaflaggsins í stig- um. Ef hin liðin lenda ekki i bilun- um verður það erfitt fyrir okkm- að kom- ast í toppbarátt- una.“ Stewart Ford-liðið fer til Bras- iliu fúllt sjálfstrausts eftir góðan árangur á æfingum undanfarið. Rubens Barrichello: „Auðvitað er brasiliski kappaksturinn mjög sérstakur í minum augum. Nú era allir miðar á keppnina uppseldir sem þýðir að stuðningur heima- manna verður frábær. Ég er mjög rólegur eins og er. Billinn reynd- ist mjög góður í Melboume en annað er enn betra: við náðum að bæta frammistöðuna á æfingmn i Barcelona. Ég er mjög vongóður fyrir þetta ár.“ Johnny Herbert: „Interlagos býður upp á góða blöndu af beygj- um, hrööum og hægum, svo bíll- inn ætti að hæfa vel þvi hann hef- ur sýnt að hann aðlagast auðveld- lega hinum mismunandi aðstæð- um.“ -ÓSG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.