Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 21
 JLJ'V" LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 fréttir Nýtt Islendingafélag í Kaliforníu Kristrún P. Hoydal, formaður íslendingafélagsins, Magnea Santana gjaldkeri og Stefanía Gunnarsdóttir ritari. DV-myndir KGJ Nýtt íslendingafélag var fyrir skömmu stofnað 1 San Diego í Kali- forníu í Bandaríkjunum. Fyrsta árs- hátíð félgagsins var haldin 20. mars síðastliðinn. Ætlunin er að hafa eina slíka hátíð á ári en ekki þorra- blót þar sem þau eru haldin hjá ís- lendingafélaginu í Los Angeles fyrir suðurhluta Kaliforníu árlega. Á árshátíð félagsins nýja mættu um 60 manns. Kvöldið byrjaði með kokkteil klukkan sex og eftir það var komið að glæsilegu hlaðborði að amerískum hætti. Það var mikið sungið og einnig var happdrætti þar sem aðalvinn- ingurinn var tveir flugmiðar til ís- lands. Þá hlutu Guðbrandur Sig- urðsson og kona hans. Gleðskapur- inn stóð fram á nótt að íslenskum sið. í stjóm félagsins em: Kristrún Pálsdóttir Hoydal, sem er formaður, íris Óttarsdóttir varaformaður, Magnea Santana gjaldkeri, Stefanía Gunnarsdóttir ritari og Ingólfur Harðarson meðstjómandi. Bergþóra Homegarden, Katrín Gunnarsdóttir og Brynhildur Blomsterberg létu sig ekki vanta á fyrstu árshátíðina. Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þægilega á óvart. TEGUND: 1.3 GL3d 1.3 GL4d 1.6 GLX 4d, ABS 1.6 GLX 4x4, 4d, ABS 1.6 GLX WAGON, ABS 1.6 GLX WAGON 4x4, ABS VERÐ: 1.195.000 KR. 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. 1.575.000 KR. 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is Ewan McGregor: Leiddistí Stjörnu- stríðinu Ewan McGregor, sem leikur hinn unga Obi-Wan Kenobi í Stjömustríðsmyndinni nýju, lét nýlega hafa það eftir sér í við- tali í bresku blaði að vinnan við Stjörnustríðsforleikinn: The Phantom Menace hefði verið leiðinleg. „Vinnan var mjög flókin vegna allra tæknibrellnanna og ég hékk bara á staðnum. Það sem fór mest í taugarnar á mér var hvað allt var úthugsað. Það var engin sköpun augnabliks- ins. Vinna leikarans var bara að klára sinn hluta. Ég gretti mig mikið. Þetta var í raun bara grettuæfing." Þrátt fyrir leiðindin segist Ewan hafa skilað góðu verki. Hann er líka samningsbundinn til ársins 2005 þegar gerð þrí- leiksins lýkur. „Það er ekkert flottara en að vera Jedi-riddari,“ segir Ewan. Enn er stefnt á að myndin verði frumsýnd í Bandaríkjun- um þann 19. maí og ætla bresk- ir aðdáendur að fjöJmenna vest- ur til að berja verkið augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.