Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 Fréttir Herkostnaður stjómmálaflokkanna fyrir kosningarnar: 200 milljónir í kosn- ingaauglýsingar - skortur á strategískum vinnubrögðum flokkanna, segja auglýsingamenn Herkostnaður flokkanna 1999 - tölur í miljónum króna 60 Y © Sjáfstæðis- Samfylkingin flokkurinn 50 m ra Framsóknar- Aðrir flokkurinn Ij Gera má ráð fyrir þvi að saman- lagður auglýsinga- og kynningar- kostnaður þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu verði upp undir 200 milljónir króna þegar upp verður staðið. Inni í þeirri tölu er rekstur kosningaskrifstofa, gerð auglýsinga, prentun og birting þeirra. Annað mál er síðan hveiju þessi kostnaður skil- ar síðan í kjörkassana á kjördegi. Það á eftir að koma í ljós, en í það minnsta sýna skoðanakannanir und- anfarið enga fylgni milli auglýsinga- magns og aukins fylgis, heldur þvert á móti. Samfylkingin hefur til þessa auglýst mest stóru flokkanna þriggja, Framsóknarflokkurmn hefur einnig auglýst mjög mikið, en Sjálfstæðis- flokkurinn farið hægar í sakimar, enn sem komið er í það minnsta. Vafi um ávinninginn En hve mikinn árangur bera aug- lýsingamar og kyniningarstarfíð? Það verður trúlega seint mælt á kvarða sem allir taka mark á, en á þessari stundu er það þó ljóst að Samfylkingin, sem mældist ámóta stór Sjálfstæðisflokknum með yfir 36% fylgi í DV-könnun í febrúar sl., hefur hrapað í vinsældum og mæld- ist í könnun DV í síðustu viku með um 24%. Sé hin mikla auglýsinga- herferð Samfylkingarinnar síðan um páska og fylgishrun hennar í fyrmefndum könntmum sett i sam- hengi, þá er nokkuð ljóst að þeim fjármunum sem hún hefúr varið hingað til og áætla má að séu um 20 milljónir, hafi verið afar illa varið. Þessar áætluðu 20 milljónir króna em tæpur helmingur þess sem Sam- fylkingarmenn ætla að kosninga- baráttan muni kosta, samkvæmt heimildum DV. DV hefur rætt við þaulreynda auglýsingamenn sem hafa langa reynslu af því að vinna fyrir sljóm- málaflokka og einstaka frambjóð- endur. Þeir segja að reynslan sé sú að flokkamir leggi upp í kosninga- barátlnna með ákveðna áætlun um hverju skuli eyða í baráttuna, í aug- lýsingar og hvers konar kynningu, svo sem auglýs- ingar í fjölmiðl- um og prentun bæklinga, Reynslan sé hins vegar sú að þessar fjárhags- áætlanir stand- ist sjaldnast og kostnaðurinn verði ætið meiri. DV spurði hinn þaulreynda aug- lýsingamann, Gísla B. Bjömsson, um gagnsemi kosningaauglýsinga yfir- leitt. Hann sagði að vitanlega þyrftu flokkar og framboð að koma ákveðn- um skilaboðum og staðreyndum á framfæri. Hins vegar væri spuming hvenær auglýsingar hreinlega sner- ust upp í það að vinna gegn flokkun- um. Hann kvaðst oft hafa séð auglýs- ingaherferðir sem byrjuðu vel. Síðan væri sama forskriftin notuð æ ofan í æ, meö smávægilegum breytingum sem væru þess eðlis að fólki fyndist sem stöðugt væri verið að birta sömu hlutina aft- ur og aftur. Það væri ekki væn- legt til árangurs. Dæmi um þetta hefðu þegar sést í þeirri kosninga- baráttu sem nú Skýr skilaboð og óskýr Fleiri auglýsingamenn taka í sama streng. Þeir em sammála um að sú stefna að miða hverja auglýs- ingu við ákveðinn markhóp og koma á framfæri við hann tiltekn- um skilaboðum sé vænlegasta leið- in. Þetta hafi hins vegar ekki verið gert nema í mjög litlum mæli á veg- um flokkanna - þó með einni und- antekningu, sem er Sjálfstæðis- flokkurinn á Reykjanesi. Þar beri auglýsingarnar merki skýrrar markmiðssetningar og afmörkuðum skilaboðum komið á framfæri með ským og myndrænu máli. Aðra sögu sé að segja af auglýsingum Samfylkingarinnar og Framsóknar- flokksins. í þeim hafi verið kraðak efnisatriða, en ekkert eitt eða tvennt sem beinlínis höfðaði til til- tekinna hópa, svo sem bamafólks,- aldraðra, ungra o.s.frv. Tveir menn, sem stjómað hafa kosningastarfi um árabil og hafa gert kynningarmál að ævistarfi, segja í samtali við DV að það sem helst skorti á í kynningarmálum flokkanna nú, með fyrmefndri und- antekningu, sé skortur á strategísk- um vinnubrögðum. Þetta sé mjög greinilegt hjá Samfylkingunni og raunar einnig Framsókn, en síður hjá Sjálfstæðisflokknum. Greinilegt sé að frambjóðendur séu sjálfir að vasast í því að búa til auglýsingar og skrifa greinar í blöð og setja á þær fyrirsagnir samkvæmt eigin til- finningu og tímasetningu. Engin yf- irstjóm sé á málunum sem lesi í gegn hvem stafkrók og gæti þess að frambjóðendur gangi í takt og ekk- ert komi frá frambjóðendum sem orki tvímælis. Áberandi sé hjá Sam- fylkingunni að hún hafi látið lokka sig út í það að vera sífellt í vöm fyr- ir sig og markmið sín. Auglýsingar hennar og blaðagreinar frambjóð- enda fjalli meir um það að svara fullyrðingum frambjóðenda stjóm- arflokkanna um hve vel þeir hafi staðið sig og reyna að benda á hið gagnstæða, í stað þess að greina frá því sem Samfylkingin sjálf hyggst gera eftir kosningar. Samfylkingin sendi stöðugt frá sér neikvæð skila- boð og sé því að nýta illa fjármun- ina. Skoðanakannanir síðustu daga og vikur sýni það skýrt. -SÁ Fréttaljós Stefán Ásgrímsson stendur yfir. Kínverjar vandir af grjónaáti1 ísland var lengi annars eða þriðja flokks land í augum al- heimsins. Það var ekki vegna þess að við seldum ekki bjór eða leyfðum ekki hundahald í höfuðborginni. Ástæðan var heldur ekki sú að barir voru lokaðir á miðvikudögum og ekki sjónvarpað á fimmtudög- um. Þetta þótti að vísu skrýt- ið, merki um þjóðlega sér- visku eða afdalamennsku. Það mátti fyrirgefa með góðum vilja. Það sem felldi okkur í al- þjóðlegum samanburði var eitt og aðeins eitt. Hér á landi var útilokað að kaupa McDon- ald’s hamborgara. Ef eitthvað er alþjóðlegt þá er það nefnd keðja hamborgarastaða. Það er sama hvar menn eru á ferð, þeir eiga að geta treyst því að finna McDonald’s. Þetta þekkja allir þeir sem þvælst hafa víða um lönd. Þar blasa merki hamborgarakeðjunnar við. Séu þau ekki í augsýn finnast önnur sem segja að 500 metrar séu í næsta stað, ýmist beint áfram eða í aðra hvora áttina. íslendingar vildu McDonald’s en fengu ekki. Hiða sama gilti um Sovétríkin sálugu. Þar vildi fólkið hamborgara að vestrænum hætti en fékk ekki fyrr en járntjaldið féll. Þá voru Kínverjar og á þessum báti enda öldungastjómin á því að þegnar þeirra legðu sér annað til munns. Hér á landi var þvi ýmist haldið fram að flytja yrði inn kjötið eða brauðið. Við því var hins veg- ar blátt bann enda íslenskar kýr á sinn hátt heilagar líkt og þær indversku. Bannið var hins vegar afnumið þegar það uppgötvaðist að íslensk- ar kýr og afkvæmi þeirra væru bragðbetri en annað nautakjöt. Þá fór landið okkar upp um flokk og forsætisráðherrann borðaöi fyrsta ham- borgarann. Rússarnir fylgdu í kjölfarið. Útlendir ferðamenn í þessum afturhcddssömu löndum tóku gleði sína. í þessum efnum eins og svo mörgum byrjuðu íslendingar ekki í grunnu lauginni. Þeir hentu sér þegar í stað í þá djúpu. Alþjóðlegu veitinga- staðimir em nú á flestum götuhomum, hvort sem þeir heita McDonald’s, Kentucky Fried eða Domino’s. Pitsur og borgarar eru allsráðandi. Og ekki nóg með það. íslendingar bjuggu til sínar eigin keðjur. Þær fluttust þorp úr þorpi, frá Reykjavík til ísafjarðar, þá norður og austur. Og hver segir að þjóðleg keðja geti ekki orðið alþjóð- leg. Pizza 67 byrjaði í efri byggðum Reykjavíkur og teygði sig sfðan um landið. Forseti landsins gat ekki verið minni maður en forsætisráðherr- ann og opnaði einn slíkan í Kaupmannahöfn. Leiðin lá síðan suður Evrópu og í gær mátti lesa í dagblaði að endanlegur sigur væri unninn. Eitt land var eftir á landakortinu, sjálft Kína, fjöl- mennasta ríki heims. Hvers vegna að láta McDonald’s, Kentucky Fried, Burger King, Pizza Hut eða þá karla ná þeim stóra markaði. Nei, veljum íslenskt. Það getur gilt í Kína ekki síður en hér. Nú skal venja Kínverjana af grjónaáti. íslensk- ar pitsur bíða þeirra. Hver var svo að tala um af- dalamennsku? Dagfari Hægri snú Yfirlýsingar Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra í blaði ungs fólks í Samfylkingunni, þess efnis að íslendingar eigi að sækja um aðild að Evrópusamband- inu, hafa að vonum vakið athygli. Ekki síst fyrir þá sök að Margrét Frí- mannsdóttir, odd- viti fylkingarinnar og forsætisráð- herraefhi að eigin sögn, segir slíkt ekki á dagskrá. Framsýnir menn þykjast sjá að Ingibjörg Sólrún sé einfaldlega íramsýn kona, eins og þeir. Hún geri sér grein fyrir að tími Samfylkingarinnar sé ekki kominn, hún sé eingöngu kosninga- bandalag fjögurra flokka. Timinn komi þegar stór jafnaðarmanna- flokkur a la Tony Blair og Jón Baldvin verður tO. Hún virðist einnig sjá að vænlegast til atkvæða- veiða sé að kitla Evrópukratana, sækja fylgi til hægri... Allt er þegar... Góðvinur Sandkoms sagðist hafa fyrir því geimegldar og rækilega límdar heimOdir að Halldór Guð- bjamason myndi verða fúOtrúi Framsóknar í stóh seðlabankastjóra, en ekki Helga Jóns- dóttir eins og ýjað var að í þessum dálki á dögunum. Við þessar fréttir rifjaðist upp fyrir mönnum að nefndur Halldór er tvírekinn bankastjóri, fyrst úr Útvegsbankan- um og síðar úr Landsbankanum. Nú eigi enn að reyna enda segi menn: AUt er þegar þrennt er. Og verði hann rekinn einu sinni enn megi endurtaka hið fomkveðna: AUt er... Hörð atlaga Framboðsfundir em ekki lengur það sem þeh- vom, í það mumsta ef marka má þá sem komnir em á efri ár. Á framboðsfúndi fyrir vestan á dög- unum var þó svolít- ið líf í tuskunum. Var gerð nokkuð hörð atlaga að Einari Oddi Kristjánssyni, þuigmanni sjálf- stæðismanna, sem ekki er alveg ömggur um að halda þing sæti sOiu. Amar Barðason, triOu karl frá Suðureyri, hefur lengi ver ið talinn harður sjálfstæðismaður En á þessum fundi gekk hann svo nærri EOiari Oddi að öðrum iram- bjóðendum stóð ekki á sama og fúrðuðu sig reyndar á hvers vegna fúndarstjóri greip ekki í taumana... Þungbær þrautin Það er mörg mæð- an sem hrjáir suma í aðdraganda kosn- inganna. Maður sem styður Fijáls- lynda flokkinn ekur daglega tO vinnu fram hjá stóm flettiskOti. Á því er boðskapur sem er honum lítt að skapi. Á skOt- Oiu gefúr að líta mynd af formanni Framsóknarflokksins og Siv Frið- leifsdóttur, frambjóðanda OokksOis í Reykjaneskjördæmi. HOium frjáls- lynda manni er þetta skOti ekki að skapi og setti því saman þennan kveðskap: Við upplifum þungbæra þrautina þegar kemur í Kópavogslautina. Þar finnum við sýni, af framsóknartrýni, á flettiskOti við brautOia Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.