Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 Fólk í fréttum___________ Gunnar Svavarsson Gunnar Svavarsson viðskipta- fræðingur, Fjarðarseli 26, Reykja- vík, hefur verið ráðinn forstjóri Sölumiðstöðar hraðfrystihúsanna. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík 6.11. 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, stundaði nám í viðskipta- fræði við HÍ og lauk þaðan prófum 1975. Gunnar var viðskiptafræðingur hjá Hampiðjunni hf. 1975-79, fjár- málastjóri fyrirtækisins 1979-84 og forstjóri Hampiðjunnar 1984-99 er hann tók við forstjórastarfi hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Gunnar sat i stjórn Lífeyrissjóðs verkstjóra 1984-96, í stjórn Félags ís- lenskra iðnrekenda frá 1984 og for- maður 1991-93, var varaformaður Samtaka iðnaðarins frá 1993, í stjóm Granda hf. frá 1988, í stjórn Icecon hf. 1991-93, í framkvæmda- stjórn VSÍ frá 1991, í stjórn Verð- bréfasjóðs VÍB frá 1993, í stjóm Rík- iskaupa frá 1993, í stjóm Þormóðs , ramma frá 1994 og í ráðgjafanefnd Iðnþróunarsjóðs 1995-96. Fjölskylda Gunnar kvæntist 3.12. 1976 Ólöfu Björk Þorleifsdóttur, f. 22.8. 1953, deildarstjóra hjá Fiskveiðasjóði fs- lands. Hún er dóttir Þor- leifs Þorsteinssonar, f. 25.6. 1929, járnsmiðs í Kópavogi, og k.h., Ragn- heiðar Jónasdóttur, f. 8.1. 1931, húsmóður. Börn Gunnars og Ólafar Bjarkar eru Valur Þór, f. 5.6. 1973, nemi í Danmörku; Berglind, f. 16.9. 1980, menntaskóla- nemi. Systkini Gunnars: Edda, f. 27.10. 1941, markaðsstjóri, búsett í Reykja- vík; Jóhannes Óttar, f. 24.6.1943, sjó- maður, búsettur í Reykjavík; Bragi, f. 23.10.1958, bílamálari og prentari, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Gunnars: Svavar Jó- hannsson, f. 13.10.1919, fyrrv. skipu- lagsstjóri hjá Búnaðarbanka fs- lands, og k.h., Helga Jóhannesdótt- ir, f. 5.7. 1920, húsmóðir. Ætt Svavar er sonur Jóhanns Frið- riks, byggingameistara og arkitekts í Reykjavík Kristjánssonar, b. á Litlu-Hámundarstöðum Jónssonar, b. þar, bróður Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS, og langa- langafa fréttamannanna Atla Rúnars og Jóns Bald- vins Halldórssona. Annar bróðir Jóns var Þorlákur, langafi Björns Th. Bjöms- sonar listfræðings. Jón var sonur Hallgríms, b. á Stóru-Hámundarstöðum Þorlákssonar, dbrm. á Skriðu Hallgrímssonar, bróður Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og langafa Hannesar Hafstein. Annar bróðir Þorláks var Jón í Lóni, langafi Pálínu, móður Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra, fóður Steingríms, fyrrv. for- sætisráðherra. Móðir Kristjáns var Þuríður Helga Stefánsdóttir, b. í Hraukbæ Jónssonar. Móðir Jó- hanns var Guðrún Vigfúsdóttir, út- vegsb. á Hellu, bróður Þorvalds, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Snjólaugar, ömmu Magnúsar Magn- ússonar, fyrrv. rektors Edinbogar- háskóla. Vigfús var sonur Gunn- laugs, b. á Hellu Þorvaldssonar. Móðir Guðrúnar var Anna Rósa Þorsteinsdóttir, b. á Skáldalæk Jónssonar, og Rósu Jónsdóttur, systur Sigríðar, langömmu Rósu, móður Baldvins Tryggvasonar, fyrrv. sparisjóðsstjóra. Móðir Svavars var Mathilde Vikt- oria Kristjánsson, dóttir Olavs Foss, ljósmyndara í Osló, og Marie Grön- dahl. Helga er systir Ólafs, fyrrv. fram- kvæmdastjóra hjá SÍBS. Helga er dóttir Jóhannesar, iðnverkamanns í Reykjavík Jónssonar, b. í Huppa- hlíð Jónssonar. Móðir Jóhannesar var Ólöf Helgadóttir. Móðir Helgu var Soffía Jónsdóttir landpósts, bróður Elínborgar, móð- ur Sigsteins á Blikastöðum og Jóns dýralæknis Pálssona. Jón var sonur Stefáns, b. á Þóreyjarnúpi, bróður Guðrúnar, ömmu Sveins Bjömsson- ar forseta. Önnur systir Stefáns var Sigurbjörg, amma Jóns Þorláksson- ar forsætisráðherra. Þriðja systir Stefáns var Þórunn, langamma Jó- hanns Hafstein forsætisráðherra, fóður Péturs, forseta Hæstaréttar. Stefán var sonur Jóns, pr. á Hösk- uldsstöðum Péturssonar, og Elísa- betar, systur Kristínar, langömmu Finnboga Rúts, föður Vigdísar Finn- bogadóttur. Elisabet var dóttir' Björns, ættföður Bólstaðarhlíðar- ættar Jónssonar. Móðir Jóns land- pósts var Margrét Pétursdóttir frá Miðhópi. Móðir Soffiu var Amdís Helga Bjarnadóttir. Gunnar Svavarsson. Afmæli Svanhildur G. Jónsdóttir Svanhildur Guðbjörg Jónsdóttir húsmóðir, Þangbakka 8, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Svanhildur fæddist í Reykjavik og ólst þar upp í vesturbænum. Hún lauk skólaskyldu í Laugarnesskóla. Svanhildur hefur stundað ýmis störf. Hún var m.a. starfskona á Elli- og hjúkmnarheimilinu Grand í fímmtán ár og starfaði við ræsting- ar í Vogaskóla. Lengst af hefur hún þó verið heimavinnandi. Fjölskylda Svanhildur giftist 19.10. 1957 Kristni Marinó Gunnarssyni, f. 23.8. 1934, d. 17.6. 1979, bifvélavirkja í Reykjavík. Hann var sonur Gunn- ars Ferdinards Guðmundssonar, f. 12.6. 1912, d. 28.5. 1987, bifvélavirkja, búsettur í Kópavogi, og f.k.h., Sigur- jónu Kristinsdóttur, f. 28.10. 1905, húsmóður. Böm Svanhildar og Kristins Mar- inós eru Jón Gunnar Kristinsson, f. 12.11. 1958, verslunarmaður í Reykjavík en kona hans er Stein- unn Skúladóttir, f. 21.10. 1954 og eiga þau fjögur böm; Þuríður Ósk Kristinsdóttir, f. 10.10.1959, talsíma- vörður í Reykjavík og á hún íjögur börn; Sigurjóna Kristinsdóttir, f. 28.10.1960, húsmóðir í Reykjavík og á hún fimm böm; Kristinn Bragi Kristinsson, f. 8.12. 1961, bifvéla- virki í Kópavogi en kona hans er Bryndís Olsen, f. 23.8. 1974 og eiga þau þrjú börn; Brynjar Kristinsson, f. 9.3. 1963, d. 24.3. 1996, hárgreiðslu- meistari í Englandi; María Hafdís Kristinsdóttir, f. 17.8. 1965, prent- smiður í Reykjavík, en maður hennar er Birkir Þór Fossdal, f. 30.11. 1962 og eiga þau tvö böm; Bryn- dís Hugrún Kristinsdótt- ir, f. 21.3.1972, húsmóðir í Reykjavík en maður hennar er Guðbjartur Óli Kristjánsson, f. 10.9. 1973 og eiga þau þrjú böm. Svanhildur giftist 31.12. 1993 seinni manni sínum, Rafni Reyni Bjarnasyni, f. 16.10. 1936, verktaka í Reykjavik. Rafn Reynir er sonur Bjarna Guðmunds- sonar, skipasmiðs í Reykjavík, og k.h, Gestfriðar Ólafsdóttur húsmóð- ur. Hálfsystkini Svanhildar, sam- feðra, era Svanhildur Jónsdóttir, lést tíu ára; Svava Hansdóttir, f. 28.12. 1921, búsett á Suðureyri við Súgandafjörð; Bragi Marteinn Jóns- son, f. 29.1. 1927, d. 1960. Foreldrar Svanhildar vora Jón Kristján Ein- arsson, f. 25.4. 1902, d. 25.2. 1972, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Ósk Þuríður Guðbjartsdóttir, f. 28.4. 1898, d. 31.10. 1951, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Svanhild- ar voru Einar Guð- mundsson, skósmiður á isafirði, og k.h., Svanhildur Jóns- dóttir húsmóðir. Svanhildur verður heima á af- mælisdaginn. Svanhildur G. Kristinsdóttir. Sverrir Davíðsson , Sverrir Davíðsson, fyrrv. sjómað- ur, Bláhömrum 2, Reykjavik, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Sverris fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp til fíórtán ára aldurs. Þá flutti hann tii Reykjavíkur þar sem hann hefur átt heima síðan. Sverrir var í millilandasiglingum og á togurum á árunum 1947-77. Hann stundaði síðan ýmis störf í landi en síðustu tólf árin starfaði hann hjá Tollvörugeymslunni í ^ Reykjavik. Sverrir hefur starfað mikið í AA- samtökunum. Þá er hann mikill KR- aðdáandi. Fjölskylda Sverrir kvæntist 26.10. 1987 Hildi Hafdísi Valdimarsdóttur, f. 15.4. 1937, d. 3.10. 1998, verslunarmanni. Hún var dóttir Valdimars Valdi- marssonar og Sigurbjargar Helga- dóttur. Sonur Sverris og Svövu Péturs- dóttur var Pétur Sverrisson, f. 23.11. 1954, d. 25.9. 1977. Hildur á fíögur börn frá fyrra hjónabandi. Systkini Sverris: Friðbjörg, f. Hjálmarssyni sem lést 1983; Kristín, f. 29.3. 1916, d. 1972, var gift Guð- mundi P. Ólafssyni sem lést 1978; Guðrún, f. 12.4. 1920, d. 1997, var gift Héðni Jónssyni sem lést 1950; Eyjólfur, f. 28.10. 1924, kvæntur Bertu Guðrúnu Engilbertsdóttur. Foreldrar Sverris voru Davíð Kristján Einarsson, f. 1882, d. 1970, verslunarmaður i Flatey og í Ólafs- vík, og k.h., Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 1886, d. 1943, húsmóðir. Ætt Davíð var sonur Einars Kolvig, farmanns í Bandarikjunum Guð- bjartssonar, b. í Kollsvík Ólafsson- ar, b. í Hænuvik Halldórssonar. Móðir Guðbjarts var Guðbjörg Brandsdóttir, b. á Hofsstöðum í Þorskafirði Árnasonar. Móðir Ein- ars var Guðrún Magdalena Hall- dórsdóttir Kolvig, skipherra i Stykkishólmi Einarssonar, ættfoður Kollsvíkurættar Jónssonar. Móðir Guðrúnar Magdalenu var Halldóra Tómasdóttir, b. á Hrauni á Ingjalds- sandi Eiríkssonar, og Þuríðar Páls- dóttur, i Álfadal Hákonarsonar, af ætt Mála-Snæbjarnar. Móðir Davíðs var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Skeiði í Selárdal Guð- mundssonar. Sigríður var hálfsystir, sam- mæðra, Guðmundar, kaupmanns og útgerðarmanns í Flatey, afa Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Sig- ríður var dóttir Eyjólfs, frá Sviðn- um við Breiðafíörð Ólafssonar, b. í Sviðnum Teitssonar, b. á Kinnar- stöðum Ólafssonar. Móðir Eyjólfs var Björg Eyjólfsdóttir, eyjajarls, alþm. og hreppstjóra í Svefneyjum Einarssonar. Móðir Sigríðar var Kristín, hálf- systir, sammæðra, Jóns Sveinsson- ar, Nonna. Kristín var dóttir Guð- mundar, pr. á Grenjaðarstað og á Borg á Mýrum Bjarnasonar, og Sig- ríðar Jónsdóttur, frá Reykjahlíð í Mývatnssveit. 31.10. 1913, d. 1993, var gift Karli Beltin bjarga www.umferd.is Til hamingju með afmælið 27. apríl 85 ára Haraldur Stígsson, Hraunbæ 38, Reykjavík. Ester Sveindóttir, hjúkranarheimilinu Eir, Reykjavík. 80 ára Sæmundur Einarsson, Rauðalæk 35, Reykjavík. 75 ára Sigurlaugur Þorkelsson, Hávallagötu 22, Reykjavík. Karl Sölvason, Álftamýri 42, Reykjavík. Páll Jóhannsson, Hraunbæ 118, Reykjavík. 70 ára Inga Guðrún Ingimarsdóttir húsmóðir, Tunguseli 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Skúli Einarsson, starfsmaður Matsveinafélags íslands. 60 ára Halldór Guðjónsson, Fannafold 7, Reykjavík. 50 ára Sigurður Jakobsson, Goðheimum 2, Reykjavík. Kristinn Páll Einarsson, Heiðarlundi 4 E, Akureyri. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Sunnubraut 8, Dalvík. Halldóra Ásmundsdóttir, Hrafnsmýri 4, Neskaupstað. 40 ára Kristín Friðriksdóttir, Njálsgötu 71, Reykjavík. Geir Sigurður Sigurjónsson, Kirkjuteigi 31, Reykjavík. Þorsteinn S. McKinstry, Veghúsum 31, Reykjavík. Þórarinn Ásmundsson, Frostafold 34, Reykjavík. María Friðrika Hermannsdóttir, Hamarsstíg 3, Akureyri. Björgvin Jónsson, Fögmsíðu 5 B, Akureyri. Hlöðver Steingrímsson, Laugartúni 25, Akureyri. Sigurður Joensen, Eskifirði, Eskifirði. Józef Daszkiewicz, Litlagerði 2 B, Hvolsvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.