Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1999 Fréttir Halldór er „símadama“ IMOKIA 5110 Þegar hringt er í Landspítalann svarar digur karlmannsrödd og býöur góðan daginn. Það er Halldór Bragi Jensson sem þar starfar sem „símadama" og kann því vel. „Þetta er ekki kvenmannsstarf frekar en svo margt annað. Þetta starf getur hver sem er unnið,“ seg- ir Halldór Bragi sem er nítján ára og starfaði áður í Rúmfatalagem- um. Hann er búinn með tvö ár í menntaskóla. „Erfiðast hér er líkast til að kom- ast að því hver er hvar. Hér eru rúmlega þrjú þúsund símanúmer og það tekur tíma að átta sig á þvi öllu,“ segir Halldór Bragi sem var að leita sér að vinnu þegar hémn datt niður á símastarfið á Landspít- alanum. Hann hefur svarað þar í símann frá áramótum og hyggst www.brimborg.is finndu frelsið í fordfiesta á aðeins milljón og tólf halda því áfram. Hann er sáttur við launin: 76 þúsund á mánuði plús vaktaálag. -EIR Slippstööin á Akureyri: Hagnaður fimmta árið í röð DV, Akureyri: Rekstur Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri skilaði rúmlega 12 milljóna króna hagnaði á sl. ári og var árið það fimmta árið í röð sem stöðin skilar hagnaði. Heildarvelta stöðv- arinnar var 758 milljónir, rekstrar- gjöld 734 milljónir, hagnaður fyrir skatta 16,8 milljónir og veltufé frá rekstri um 43 milljónir króna. Ingi Bjömsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, segir árið í heild hafa verið nokkuð gott og reksturinn hafi verið í ágætu jafn- vægi þrátt fyrir miklar sveiflur milli mánaða. „Þó svo að nokkur samdráttur væri í erlendum verk- efnum á milli ára tókst fyrirtæk- inu að mæta því með fleiri verk- efnum fyrir innlenda aðila. Verk- efnastaðan er ágæt um þessar mundir og horfur nokkuð góðar fyrir komandi mánuði,“ segir Ingi. Meginþættir í starfsemi félags- ins vom sem fyrr slipptökur og al- mennar viðgerðir og viðhald fiski- skipa, ásamt smíði og uppsetningu á flskvinnslubúnaði. Ekkert var unnið við nýsmíðar skipa á árinu, minna um stór breytingarverkefni á skipum en áður en fyrirtækið vann að nokkrum stórum verkefn- um sem tengjast stóriðju og virkj- unum. Verkefnastaðan var erfið framan af ári en glæddist þegar á leið. Ýmsar ástæður voru fyrir erf- iðri verkefnastöðu fyrri hluta árs- ins en ein meginástæðan er að í byrjun árs var boðað verkfall á fiskiskipaflotanum sem svo var frestað í tvígang. Olli það miklum truflunum á starfsemi fyrirtækis- ins. -gk shRRi / Kauptu þér pakR&v^ af Kelioggs kornflögum og þú fœrð kassa af Kelloggs Crisplx morgunmúslí í kaupbœti! ---Kauptu þér pakka af Kelloggs kornflögum og þú fœrð kassa af Kelloggs Crispix morgunmúslí í kaupbætil Kauptu þér pakka af Síríus rjómasúkkulaði og þú fœrð annan í kaupbœti! v OjptS rxtag fróA&tQG-til 18.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.