Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 13 "V" Kjartan Jónsson, talsmaður Húmanistaflokksins, á Beinni línu DV í gærkvöld: Munum fá 6% fvlgi „Nú kunnum við betur að setja hlutina fram og við ætlum að koma okkar málum í gegn. Það hefur líka sýnt sig að nýjar hugmyndir eiga erfltt uppdráttar. Við erum að koma meö þær inn í landslag þar sem hugtökin hægri og vinstri eru ráðandi þó að í rauninni sé það breytilegt hvað þau þýði á hverjum tíma. En Tólk skilgreinir sig út frá því og það er ekkert auðvelt að koma fram með nýjar hugmyndir þar til fólk fer að líta á sig sem t.d. húmanista. Þetta tekur tíma en það kannski átta einhverj- ir sig á að okkur er fúlasta alvara,“ sagði Kjart- an Jónsson, talsmaður Húmanistaflokksins, á Beinni línu DV í gærkvöld. Þar svaraði hann ýmsum spumingum hringjenda. Kjartan sagði stefnu Húmanistaflokksins snúast um mannréttindapólitík. „Mörgum flnnst að það sé ekki við hæfi aö tala um mann- réttindi hér á landi, það eigi við í öðrum lönd- um og heimsálfum. En við teljum að það séu brotin mannréttindi héma, meðal annars á öldruðu fólki og öryrkjum. Kvótamálið til dæmis er mannréttindamál." Kjrtan sagðist ekki eiga von á að kosninga- baráttan kostaði Húmanistaflokkinn meira en 300 þúsimd krónur. Stefnan væri sett á 2,5% fylgi svo flokkurinn fengi löggildingu sem stjómmálaflokkur. „Þá fáum við útgáfustyrki. Þetta gerir baráttuna skemmtilegri." Um kvótamálin sagði Kjartan: „Flokkamir hafa allir, ef Frjálslyndi flokkurinn er undan- skilinn, slegið skjaldborg um kvótakerfið. Ég lít svo á að kerfí þar sem hent er tugþúsundum tonna af fiski geti ekki verið viðunandi fyrir þjóð sem vill vera í fararbroddi í þessum mála- flokki.“ Barnaleg í fyrstu Stefán Stefánsson, Reykjavík: Húmanistar vilja einn lífeyrissjóð, gegnumstreymissjóö. Er ekki hyggi- legra aó hafa frekar núverandi fyrir- komulag þar sem samkeppni ríkir og tryggir hagstœöari ávöxtun? „Ég lít svo á að þegar lögin vora sett í fyrra og gengið frá því að 10% af öllum tekjum fólks færa í lifeyr- issjóð þá væri þetta í rauninni kom- ið inn í samtryggingarkerfið þannig að mér finnst engin ástæða til að það sé einhver samkeppni innan þess. Það sé rétt að stíga skrefið til fulls og stofha einn stóran lífeyris- sjóð. Nú era hér margir sjóðir og samkeppnin kostar sitt. Mig minnir að það kosti milli 7 og 800 milljónir á ári að reka sjóðina og annað eins er kostnaður við fjárfestingar, þannig að við eram að tala um einn og hálfan milljarð sem myndi spar- ast. Þá hefur ávöxtun sjóðanna, mikið vegna fjárfestinga erlendis að undanfomu, verið byggð á mjög vafasömum granni og margir vara við þeirri þenslu úti t.d. í hátækni- fyrirtækjum sem hafa vaðið upp og þrefaldast og fjórfaldast aö verð- mæti. Það spá margir að það muni springa og þá era þeir 100 milljarð- ar sem lifeyrissjóðimir era með þama í hættu.“ Konráð Stefánsson, Reykjavík: Þió hafió boöiö fram áöur og náö upp undir 1,6% fylgi. Þiö mœlist varla í könnunum nú. Er þetta ekki vonlaust og hrein þráhyggja aö vera aö bjóöa fram? „Það er Húmanistahreyfingin sem stendur að baki flokknum og þaðan era þær hugmyndir sem okk- ur finnst vera svar við mörgum málum í dag. Mér finnst það alveg jafn rétt nú að bjóða fram eins og fyrir 12-15 árum þegar við vorum að byija. Kannski hefúr það gerst í millitíðinni aö við höfum aflað okk- ur reynslu. Þá var uppistaðan fólk milli tvitugs og þrítugs og við vor- um að mörgu leyti bamaleg og sett- um mál þannig fram að mörgum þótti það skrýtið. Nú kunnum við betur aö setja hlutina fram og við ætlum að koma okkar málum í gegn. Það hefur líka sýnt sig að nýj- ar hugmyndir eiga erfitt uppdráttar. Við eram að koma með þær inn í landslag þar sem hugtökin hægri og vinstri era ráðandi þó að í rauninni sé það breytilegt hvað þau þýði á hveijum tíma. En fólk skilgreinir sig út frá þvi og það er ekkert auð- velt að koma fram með nýjar hug- myndir þar till fólk fer að líta á sig sem t.d. húmanista. Þetta tekur tíma en það kannski átta einhveijir sig á að okkur er fúlasta alvara." Margrét Jónsdóttir, Hafnar- flrði: Hvaó finnst þér um þá hug- mynd aö ná í kvótagróöann gegnum skattakerfiö? „Mér finnst það vera brandari satt aö segja. Það fyrst og fremst festir núverandi kerfi í sessi, - ein- okunarkerfi þar sem lokað er á alla nýliðun. Forsenda hæstaréttar- ðómsins var jafnræðisregla stjóm- arskrárinnar og enn hefur ekkert verið gert til þess að breyta grann- inum í kerfinu til samræmis við hana. Mér sýnist bara að ríkis- stjómin ætli að fara í einhvem pingpongleik við dómskerfið í því efni. Þetta mun ekkert taka á því. íjað munu einhverjar krónur nást inn en ég held að endurskoðendur og bókarar stórútgerðarfyrirtækj- anna glotti yfir hugmyndinni og hugsi um alla klækina og brögðin sem þeir munu nota til þess að losna við að borga skatta eins og þeir hafa gert. Þeir munu kaupa sér tap. Þeir munu offjárfesta og gera alla þessa hluti, aðra en að borga skattana. Mér finnst virkilega sorg- legt að Vinstri grænir þar sem fullt er af vel meinandi fólki skuli hafa asnast út i þessa stefhu, væntanlega undir stjóm Steingríms J. Sigfús- sonar sem er einungis til að við- halda þessu einokunarkerfi." Jón Hauksson, Reykjavík: Stefna hvaóa annars íslensks stjórn- málaflokks kemst nœst stefnu Húmanistaflokksins? „Þegar maður skoðar ákveðnar áherslur í velferðarmálum þá er það er það fyrst og fremst Vinstra grænt og Samfylkingin, en samt er munur. Vinstri grænir era með lík í lestinni sem er sjávarútvegsstefnan sem við getum aldrei samþykkt út frá mann- réttindasjónarmiðum og jafnræðis- reglu. Síðan era ákveðin grandvall- armál sem skilja okkur að frá öðrum flokkum, sem er hin húmaníska at- vinnustefha. Hún er sú að fólk hafi meiri áhrif á líf sitt og umhverfi og á vinnustað sinn. Við viljum að fyrir- tæki sem uppfylla ákveðin skilyrði njóti skattafríðinda, m.a. að starfs- menn eigi ákveðið lágmarkshlutfall í fyrirtækinu og hafi rekstrarleg og stjórnunarleg áhrif innan þeirra. Við erum ekki að tala um handahófs- kennda úthlutun hlutabréfa eins og í einkavæðingunni sem virkar að ein- hveiju leyti í þessa átt. En hvað ger- ist þegar fólk hættir í fyrirtækjunum eða selur hlutabréfin? T.d. gætu starfsmannafélög átt þennan hlut. I málum eins og t.d. utanríkismálum era Vinstri grænir kannski næstir okkur.“ Upplýst samþykki Stefán Stefánsson, Reykjavík: / Ijósi þess hve fylgi ykkar er lítiö, vœri þá ekki vœnlegra fyrirykkur aö starfa innan annarra flokka sem nœstir ykkur standa og eiga fulltrúa á Alþingi? „Nú hef ég reynslu af því. Ég var i framboði fyrir Húmanistahreyf- inguna þar til á því varð hlé eftir kosningamar 1991. Eftir það starf- aði ég með Þjóðvaka og Reykjavík- urlistanum. Þar reyndi ég að koma þessum hugmyndum á framfæri en síðan þegar að því kom að setja þær í stefnuskrámar þá var ósköp lítið orðið eftir af þeim og fátt komst til skila. Innan þessara flokka og sam- taka var margt af vel meinandi fólki en bara fast í ríkjandi hugsunar- hætti og sá ekki út úr honum.“ Anna Ós- valdsdóttir, Reykjavík: Hvaóa álit hefur Húmanista- flokkurinn á gagna- grunnslög- unum? „Við höf- um þá skoð- un að gagna- grannurinn sjálfur sé allra góðra gjalda verð- ur. Hvað varðar lögin þá er það fyrst að segja að okkar pólitík er mannréttindapólitík. Þess vegna viljum við að sett verði í þau ákvæði um upplýst samþykki, þannig að ekki fari upplýsingar um neinn inn í gagnagranninn nema viðkomandi hafi áður verið upplýst- ur um hvað þaö þýðir og að hann hafi gefið samþykki sitt. Ekki eins og nú er að fólk er sett í grunninn og þarf síðan að gera sérstakar ráð- stafanir til að komast úr úr honum aftur. Þetta er krafa sem tíðkast í öllum löndum þar sem metnaðarfull löggjöf um persónuvernd er í gildi.“ Þorvarður Sigurgeirsson, Reykjavík: Hvaða tillögur hafiö þiö fyrir láglaunafólk í landinu? „Við eram með tillögu um 100 þúsund króna lágmarkslaun, en ein- hver hefur reiknað það út að 90-95 þúsund krónur á mánuði séu lág- marksframfærsla fyrir einstakling. En þetta er ekki nóg. Skattleysis- hlutfallið hefur staðið í stað síðustu árin. Hefði það fylgt launavísitölu síðustu 10 ára væra mörkin við 85.200 krónur á mánuði þannig að það verður að hækka þau lika og þar eram við með sömu tölu. Við eram gjaman spurð að því þegar við nefhum þetta hvaðan eigi að taka peningana. Núna era þessir peningar til. Þeir era í sjávarútveg- inum og það er verið að borga þá út úr greininni til einhverra útval- inna. Þangað viljum við sækja þá.“ Uppstokkun lífeyriskerfis Sigurrós Siguijónsdóttir, Reykjavík: Hvernig á að fjármagna afnám fátœktar? „Við eram með hugmyndir um uppstokkun á lífeyrissjóða- og al- mannatryggingakerfinu sem einn sameiginlegan lífeyrissjóð. Grunn- urinn þar era þessir 30 milljarðar sem era að fara núna inn i þau 10 prósent sem verða greidd af öllum launum og 17 milljarðar sem rikið er að veita inn í þessi mál. Þama er grandvöllurinn og gott betur en það. Þetta er hægt án þess aö hækka skatta. Þetta er róttæk breyting en raunhæf. Eflaust þyrfti að vera í þvi eitthvert punktakerfi þar sem fólk fengi eitthvað úr því í samræmi við það sem það leggur inn i það. Aðal- atriðið er mannsæmandi fram- færsla. Annað mikilvægt við afriám fátæktar er að leiörétta og hækka skattleysismörk. Við viljum prjóna saman auðlindagjald í sjávarútvegi við hækkun skattleysismarka upp í 100 þúsund á mánuði.“ Sigurður Hálfdánarson, Reykjavík: Hvert sœkir Húmanista- flokkurinn sitt fylgi? „Éjg fæ góð viðbrögð helst hjá ungu fólki. Ástandið í dag særir réttlætiskennd margra finnst mér. Eins það að yngra fólk vill hafa mannréttindi og fólk sem er í þess- ari stöðu, elli- og örorkulífeyrisþeg- ar.“ Guðjón Sigurðsson, Reykjavík: Hvaö fáið þið Húmanistar í styrki frá ríkinu vegna framboös ykkar? „Ekki krónu. Það er hluti af þessu öllu saman mikill aðstöðu- munur hjá flokki sem ekki hefur verið á þingi og ekki hefur útgáfu- og sérfræðingastyrki. Við höfum að vísu þann möguleika sem ekki var áður að ef við fáum 2,5 prósenta fylgi fáum við löggildingu sem stjómmálaflokkur. Þá fáum við út- gáfustyrki. Þetta gerir baráttuna skemmtilegri. Við eram langt frá því að ná manni en þetta er raun- hæft markmið sem gæfi okkur meiri möguleika næst meö því að vera með bullandi útgáfú næstu árin. Ég reikna með að 2 prósent af heildarstyrkjum myndu nema tæp- um 5 milljónum í okkar hlut.“ Forsætisráðherraefni Sigurður Halldórsson, Reykja- vík: Hvert er forsœtisráóherraefni Húmanistaflokksins? „Ætli það sé ekki ég sjálfur. Ég fór reyndar ekki í þetta framboð til að ná mér í vinnu. Samt er það auð- vitað það sem ég vil sjá því ég vil að við náum árangri. Mig langar að koma þessum hugmyndum í fram- kvæmd og láta þær gerast. Ég hef ekki verið að máta ráðherrastóla." Haraldur Haraldsson, Reykja- vík: Verður einhvem tímann raun- hœft aö þiö nájö manni? „Saga flokksins er þannig að Flokkur mannsins bauð sig fram þegar árið 1987. Fjóram árum síðar kom Þjóðarflokkurinn. Nú eram við með Húmanistaflokkinn. Það hefur verið gaman að því að sama fólkið er meira og minna með og hópurinn stækkar. Við þurfum að halda áfram og bæta í hópinn. Við mun- um ná í gegn. Ég efast ekkert um það. Þegar það gerist verðum við valkostur með bakland.“ Leifúr Jónsson, Reykjavík: Hver eru tengsl Samhygöar og Húmanistaflokksins og hver er þátt- ur Péturs Guöjónssonar í þessu framboöi? „Samhygð spratt út frá Húman- istahreyfmgunni sem andofbeldis- fyrirbæri með námskeið og fúndi. Pétur kom með þessar hugmyndir ‘79 held ég það hafi verið og stofliaði Samhygð. Síðan spratt flokkurinn fram að hluta í grænu framboði ‘91 og ‘90. Þar starfaði ég m.a. og hluti af Húmanistahreyfingimni. Varð- andi Pétur er hann í heiðurssætinu núna en er minnst hér á landi. Hann vinnur með hreyfingunnni og er að gera athyglisverða hluti í Haíti og Dóminíska lýöveldinu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.