Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 14
MAGENTA
14
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
|
t
)
!
Þá er setið við
Evrópusöngvakeppnin verður haldin í næsta mánuði. Pótt margir viður-
kenni ekki að þeirfylgist með keppninni, þá nær tæmast götumar ein-
hverra hluta vegna í þá þrjá klukkutíma sem keppnin stenduryfir. Pre-
menningarnir á síðunni viðurkenna ekki einungis að þeirfylgist með
keppninni. Hún er áhugamál þeirra.
• # # # # # # # # # #•#••#########• • •
Bestu dagar ævinnar
Arið 1975 sigruðu hollensku
keppendurnir með laginu
Ding A Dong. Fimm ára
drengur sat fyrir framan sjónvarpið
þegar keppnin var sýnd hér á landi.
Þetta var fyrsta Evrópu-
söngvakeppnin sem Páll Óskar
Hjálmtýsson horfði á og er Ding A
Dong því í meiri metum hjá honum
en önnur lög keppninnar.
Evrópusöngvakeppnin er eitt af
áhugamálum söngvarans, sem er í
þýskum og enskmn Eurovision-
klúbbum. „Það er ómetanlegt
að hitta manneskju í gegnum
sima eða skriflega, sem hef-
ur nákvæmlega sama
áhuga á jaíh sérhæfðu
áhugamáli og keppnin
er. Það er gott að fá svör-
un einhvers staöar úti í
heimi þannig að maður haldi
ekki að maður
sé klikkaður." „Ég stend fast
Hann hlær. á því að vikan á undan
„Þannig aö ég keppninni og dagarnir á
er búinn aö fá eftir eru örugglega bestu
staðfestingu á dagar ævi minnar."
þvi - ég er
ekki klikkað-
ur.“
Hann segir
að eftir að
hann tók
þátt í
keppn-
inni i
hitti-
fyrra
sé hann
farinn
að
nálg-
ast keppnina á allt annan hátt en
áður. „Segja má að ég eigi mér
tvenns konar uppáhalds Eurovison-
lög. Það er að segja þau lög sem mér
finnst flott og vel samin popplög sem
standast tímans tönn og svo aftur á
móti hin lögin og flytjendumir sem
gera sig að fífli.“ Hann kímir.
„Keppnin sjáif sem slík er ekki hall-
ærisleg og verður það aldrei."
Það var lífsreynsla fyrir Pál Ósk-
ar að taka þátt í keppninni. „Ég
stend fast á því að vikan á undan
keppninni og dagamir á eftir em
ömgglega bestu dagar ævi minnar.
Með því að taka þátt í keppninni
labbaði ég inn í stemningu sem á
sér enga líka í heiminum. Þetta er
suðupottur af tungumálum og fólki
af ýmsu þjóðemi sem á nær ekkert
sameiginlegt nema aö
ætla sér að slá í
fréttabréf frá enska klúbbnum. „Þar
er verið að spá í spilin og ég verð að
segja að Selma er að koma mjög vel
út úr þessu. Ég er vongóður um að
við eigum eftir að veröa ofarlega
þetta árið, þvi ég á ekki von á að
svona skvísa eins og Selma Bjöms-
dóttir - sem getur bæði sungið og
dansað í einu - eigi eftir að klúðra
neinu. Hún á eftir að gera mjög gott
sjóv og ég treysti henni 100% til
þess.“
-SJ
gegn a þrem-
ur mínút-
, , w-. «
„Þegar ég hef horft á Evrópusöngvakeppnina á myndbandi hef ég komist að
því að lögin sem heilluðu mig ekki fyrst eru yfirleitt bestu lögin.“
Þrisvar í dómnefnd
Ég lærði á píanó í átta ár og hef
sungið i nokkrum kórum,“
segir Elva Matthiasdóttir, sem
rekur efnalaug. Tónlist er aðalá-
hugamál hennar og hún hefur haft
áhuga á Evrópusöngvakeppninni
frá því byrjað var að sýna hana hér
á landi.
Spenntust var hún hins vegar fyr-
ir undankeppnunum sem haldnar
vora hér heima eftir að íslendingar
fóra að stíga á stokk í Evrópu-
söngvakeppninni.
„Mér finnst við aldrei hafa sent
út réttu lögin. Þau lög sem komust
ekki áfram í undankeppnunum hér
heima hafa verið spiluð meira en
lögin sem vora send út. Þau virðast
gleymast."
„Ég sótti þrisvar sinnum um aö
vera í dómnefnd i aðalkeppninni og
komst alltaf að. Ég sótti þó um i
gríni. Við mættum að morgni
keppnisdagsins, fylgdumst með að-
alæfmgunni í beinni útsendingu en
þá fór fram prufuatkvæðagreiðsla.
Segja má að við höfum verið búin
að velja lagið þegar aðalkeppnin var
haldin um kvöldið."
Tvö lög sem hún gaf flest atkvæði
þessi þrjú ár reyndust vera sigur-
lögin, en þau vora bæði eftir írann
Johnny Logan. Hún segir að lög
Logans séu hennar uppáhalds lög úr
keppninni frá því hún byrjaði að
fylgjast með henni á sínum tíma.
„Mér fannst líka Waterloo með
ABBA meiriháttar." Eitt lag enn
með Sigríði Beinteinsdóttur og
Grétari Örvarssyni er líka í uppá-
haldi, en það lenti í 4. sæti í aðal-
keppninni.
„Þegar ég hef horft á Evrópu-
söngvakeppnina á myndbandi hef
ég komist að því að lögin sem heill-
uðu mig ekki fyrst era yfirleitt
bestu lögin. Þau verða betri eftir því
sem maður hlustar oftar á þau.“
Viss stemmning er á heimili Elvu
þegar Evrópusöngvakeppnin er
haldin. Allt er tilbúið þegar keppnin
hefst. „Pitsa og slikkerí og svo er
setið og enginn má helst segja orð.“
Burtséð frá því aö Elva hefúr ekki
heyrt önnur lög sem keppa þetta
árið en íslenska framlagið, þá gefur
hún laginu sex stig. „Ekki meira.
Lagið er grípandi en mér fmnst
vanta eitthvaö í það til að það eldist
vel.“ -SJ
Ekki bara tónleikar
Reynir Þór Sigurösson
dönskukennari hefur haft
áhuga á Evrópusöngvakeppn-
inni frá því hann var strákur.
„Áhuginn hefúr aukist eftir því sem
ég hef komist til vits og ára. Ég hef
mikinn áhuga á tónlist og tungu-
málum, auk þess sem ég hef áhuga
á tölum. Sem krakki fylgdist ég til
dæmis miklu frekar með stiga-
keppninni heldur en flutningi lag-
anna.“
Hann segir spenninginn vera
mest heillandi við keppnina. „Þetta
era ekki bara einhverjir tónleikar.
Þetta er vettvangur til að kynnast
tónlist þjóða sem maður hefði
kannski aldrei kynnst annars.“
Reynir Þór á nokkur uppáhalds-
lög úr keppninni. Þó nefnir hann
sérstaklega tvö lög - annars vegar
framlag Portúgala 1969 og hins veg-
ar framlag ítala 1964, en í íslenskri
þýðingu heitir lagið Heyr mína
bæn.
„Ef það er einhver ein þjóð sem
ég hef haldið með þá era það Finn-
ar. Mér finnst finnsku lögin yfirleitt
skemmtileg og það er oft einhver
lúmskur húmor í þeim. Mér finnst
lögin oft hafa fengið verri útreið en
þau hafa átt skilið."
Reynir Þór gegndi starfi fjöl-
miðlafulltrúa þegar Páll Óskar
keppti í Dublin í hittifyrra. „Það var
mjög skemmtilegt fyrir mig að kom-
ast út. Við Palli eram mjög góðir
vinir og höfum horft saman á Evr-
ópusöngvakeppnir. Þama upplifð-
um við keppni saman. Ég komst að
því hve ofsalega stóran aðdáenda-
hóp þessi keppni á. Mesta upplifun-
in var að sjá allan þennan fjölda
sem kom til Dublin bara til að fýlgj-
ast meö keppninni. Það sem stóð þó
upp úr var hvað allur íslenski hóp-
urinn var samheldinn.“
Um ffamlag íslands í ár segir
Reynir: „Mér finnst lagið skemmti-
legt og þetta er ekta sumarsmellur.
Þetta er lag sem mér finnst eiga
mikla möguleika og ég vona að það
verði í einu af þremur efstu sætun-
um.“
„Þetta er vettvangur til að kynnast tónlist þjóða sem maður hefði kannski
aldrei kynnst annars." Hér hlustar Reynir á framlag Portúgala 1969.