Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
13
Vinstri gegn hægri
Ungur vinur minn
spurði hvernig mér lit-
ist á skoðanakönnun
sem sýndi að Sjálfstæð-
isflokkurinn fengi
hreinan meirihluta í
kosningum. Ég sagði að
mér litist að sjálfsögðu
illa á það að færa ein-
um flokki slík völd, það
væri hættulegt lýðræð-
inu og flokkurinn ætti
þetta fylgi ekki inni hjá
þjóðinni. Þú verður að
vinna með mér í þvi að
efla mótvægi við hægri
öflin, sagði ég. Ja, ég er
nú eiginlega mjög
hægrisinnaður, sagði
þá þessi ungi maður og
í framhaldi spunnust
umræður þar sem ég
hafði áhuga á að vita
hvað gerði hann að
hægri manni.
Kjallarinn
Það eru grundvallarþættir...
Hann: Vinstri menn eru á móti
atvinnuuppbyggingu og
að frumkvöðlar sem
byggja upp fyrirtæki upp-
skeri afraksturinn um-
fram almenna verka-
menn. Ég: Það er ekki
réttur skilningur, við vilj-
um hvetja til uppbygging-
ar og framfara og fram-
takssemi er af hinu góða
en völdum fylgir ábyrgð
og fyrirtæki eru lítils
virði ef þau hafa ekki
góðu starfsfólki á að skipa
sem fær réttlátan skerf af
kökunni. Hann: Viljið þið
ekki að ríkið sé að
ráðskast með allt? Ég: Það
eru grundvallarþættir
eins og t.d heilbrigðis-
þjónusta, menntan, sam-
göngu- og orkumál þar
sem opinberir aðilar
verða að tryggja að allir
sitji við sama borð en í
einkavæðingaherferð
stjómvalda hefur í mörg-
um tilfellum einkaaðilum
verið færðar eigur lands-
manna á silfurfati.
Hann: Þið viljið að all-
ir fái allt fyrir ekki neitt,
þeir sem nenna
ekki að bjarga sér
eða geta ekki unnið
einhverra hluta
vegna verða að
sætta sig við léleg
kjör. Ég: Þetta er nú
ekki svo einfalt, ef
allir væru heil-
brigðir, í vel laun-
aðri vinnu, mis-
stigju sig aldrei i
lífínu og ekkert
færi úrskeiðis þá
væri kannski hægt
að segja að hver sé
sinnar gæfú smið-
ur, eða: Á ég að
gæta bróður míns?
En lífið er flóknara
en svo. Þú þarft
ekki annað en að
verða fyrir bíl og
lamast, þá breytast
öll þín framtíð-
arplön.Við vinstri
menn menn viljum að til sé öflugt
velferðarkerfi sem gerir fólki
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
varaforseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða, skipar
1. sæti U-lista Vinstri-
hreyfingarinnar - græns
framboðs á Vestfjörðum
kleift að lifa mannsæmandi lífi og
að þeim sem lenda í tímabundnum
erfiðleikum sé hjálpað til sjálfs-
bjargar. Hann: En hvemig er það í
dýraríkinu, em það ekki þeir
sterkustu sem komast af og á það
sama ekki við hjá mannfólkinu?
eiginhagsmunahyggja og misskipt-
ing kemur aldrei til með að ganga
upp til lengdar, það kallar á ófrið í
þjóðfélaginu.
Ungi vinur minn klóraði sér í
hökunni og sagði: þú segir nokk-
uð. - Já, rökræður eru nauðsyn-
------------1 legar, ekki síst
„Já, rökræöur eru nauðsynlegar,
ekki síst gagnvart ungu fólki
sem er opið og í mótun, en oft
snúast stjórnmál um annað en
innihald og alltof margir sem
eiga samleið með vinstri sjónar-
miðum flýja í skjól hins stóra
valdafíokks...u
Ég :Þama kemur þú að kjarna
málsins, þannig samfélag viljum
við vinstri menn ekki, frumskóg-
arlögmálið á ekki að ríkja, við vilj-
um þjóðfélag sem byggist á jöfn-
uðu samhjálp og réttlæti - græðgi,
gagnvart ungu
fólki sem er opið
og í mótun en
oft snúast
stjórnmál um
annað en inni-
hald og alltof
margir sem eiga
samleið með
vinstri sjónar-
miðum flýja í
skjól hins stóra
valdaflokks og
treysta sér ekki
til að taka sér stöðu þar sem vind-
ar geta blásið þótt málefnin séu
góð. - En nú er tími til að breyta
þjóðfélaginu með vinstra - græna
framboðinu.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
„Nú er tími til að breyta þjóðfélaginu með Vinstra - græna framboðinu,"
ingaskrifstofu Vinstrihreyfingar - græns framboðs ■ Reykjavík.
segir Lilja Rafney í lok greinar sinnar. Á kosn-
ísland kvíðalaust
árið 2004
Það er gott að vera íslendingur.
Nýlega lauk glæsilegum landsfundi
Sjálfstæðisflokksins og í lokaræðu
sinni á fundinum lýsti formaður
hans og forsætisráðherra íslands
þvi yfir, að hér liði öllum vel og allt
stefndi í enn meiri vellíðan ef þjóð-
in hefði vit á að rétta sitjandi
stjórnarflokkum aftur stjómar-
taumana í komandi alþingiskosn-
ingum.
Þjóðin gæti þá
horft kvíðalaus
fram til næstu fjög-
urra ára með betri
tíð og blóm í haga.
Og þjóðin fagnaði,
a.m.k. þjóðin sem
var stödd í Laugar-
dalshöllinni
sunnudaginn 14.
mars. - Það var
ekki svartagalls-
rausið á þeim bæ.
Önnur gleiðfrétt sama dag
Hvort eitthvert samhengi var
þarna á milli eða ekki, birtist þjóð-
inni önnur gleðiirétt þennan sama
dag, því að þrír virtir sérfræðing-
ar i geðlækningum gjörðu kunn-
ugt að þeir hefðu komist á spor
meinlegs gens sem bæri með sér
kvíða og steypti berendum þess
öðru hverju í djúpar geðlægðir.
Sérfræðingarnir hugðust nú
leita til íslensku þjóðarinnar um
að láta af hendi blóðsýni sem yrðu
rannsökuð á vegum íslenskrar
erfðagreiningar svo fmna mætti
meingen þetta sem fyrst, og
þannig stuðla að kvíðalausri fram-
tíð þjóðarinnar að stjómartíð nú-
verandi ríkisstjómar lokinni, eða
frá árinu 2004.
Sérstaklega var tekið fram (að
gefhu tilefni?) að rannsóknin yrði
gerð með upplýstu samþykki þátt-
takenda, en slíkt samþykki er í
„Sérfræðingarnir hugðust nú
leita til íslensku þjóðarinnar um
að láta af hendi blóðsýni sem
yrðu rannsökuð á vegum íslenskr-
ar erfðagreiningar svo fínna
mætti meingen þetta sem fyrst,
og þannig stuðla að kvíðalausri
framtíð þjóðarinnar....“
siðuðum þjóðfélögum
skilyrði fyrir siðrænum
rannsóknum á mönnum.
Tíðindi þessarar helg-
ar glöddu kjallarahöfund
óumræðilega, en hann er
á langri ævi búinn að
reyna flest það sem
manninum er kvíðvæn-
legt, allt frá kvíða fyrir
refsingu útaf strákapör-
um í æsku í kvíða fyrir
heillsu og afkomu í ell-
inni.
Erfðabundinn kvíði
Nú er -engu að kviða
því forsætisráðherrann,
formaður stærsta stjóm-
málaflokks landsins,
lýsti því yfir að gæfist
núverandi ríkisstjórn enn eitt
tækifæri til að létta kvíða af sjúk-
um, öldruðum og öryrkjum ásamt
fátæku bamafólki (hvað var hann
að gera á kjörtímabilinu á undan
og þar á undan?) myndi hún gera
það aö forgangsverkefni og stefna
að kvíðaleysi þessa fólks við lok
kjörtímabildins.
Þegar sú sama ríkisstjórn hefur
líka létt kvíða af útgerðarmönnum
út af því að hrófl-
að verði alvarlega
við kvótakerfinu
og kvíða af dreif-
býlisfólkinu með
loforðum um stór-
iðju í hverjum
firði, með tilheyr-
andi virkjumun og
til vara jarðgöng-
um gegnum alla
fjallgarða til að
auðvelda búferla-
flutninga á suð-
vesturhornið, er
samt eftir dálítill
hópur manna
haldinn erfða-
bundnum kvíða,
sem jafnvel stjórn-
málamenn í for-
ystu Sjálfstæðisflokksins, ráða ekki
við.
En þá er komið að þremenning-
unum, sem með hjálp íslenskrar
erfðagreiningar munu fjarlægja
kvíðagenin, eða hrista upp í þeim
með viðeigandi erfðafræðilegum
aðgerðum. íslenska þjóðin mun þá
horfa björtum augum til framtíð-
ar, kvíðalaus um aldur og ævi.
Ámi Björnssson
Kjallarinn
læknir
Með og
á móti
Stelur Arsenal titlinum af
United annað árið í röð?
Magnús Pálsson,
knattspyrnuþjálfari
og stuðningsmaður
Arsenal.
Arsenal tapar
ekki fleiri stigum
„Arsenal er á fljúgandi sigl-
ingu þessa dagana eins og úrslit
síðustu tveggja leikja sýna. Leik-
menn Arsenal virðast vera frísk-
ari en leik-
menn United
eins og sást í
leikjum lið-
anna um helg-
ina, leikmenn
United virtust
ekki vera bún-
ir að ná sér eft-
ir erfiðan leik
gegn Juventus.
Leikmaður
eins og Kanu
gæti orðið lyk-
illeikmaður fyrir Arsenal, vegna
þess að hann er ekki búinn að
spila heilt tímabil eins og flestir
aðrir leikmenn beggja liða. Ég
held að Arsenal eigi ekki eftir að
tapa fleiri stigum fram á vor.
Vörnin er geysisterk og einnig
miðjan með þá Petit og Viera í
toppformi. Og nú þegar við erum
farnir að skora líkt og United
gerði í janúar og febrúar þá sé ég
ekki hvemig við verðum stopp-
aðir. United á mun erfiðara „pró-
gramm" en Arsenal fram til 16.
maí. United á eftir að spila 5 leiki
en Arsenal 4. Við þetta bætast
tveir úrslitaleikir sem leikmenn
United eiga eftir að spila. Ég held
því að það verði erfltt fyrir leik-
menn United að reyna að gleyma
þessum tveim bikarúrslitaleikj-
um og einbeita sér að deildinni.
United á eftir að tapa 4-5 stigum
í þeim leikjum sem þeir eiga eft-
ir og Arsenal stendur því uppi
16. maí sem enskur meistari ann-
að árið í röð.“
Stefnirí
góða uppskeru
„Það er alveg á hreinu að leik-
menn Manchester United munu
vinna enska
meistartitilinn
þetta árið.
Auðvitað er
deildin jöfn og
spennandi eins
og er en leik-
menn United
hafa sýnt það
og sannað að
þeir búa yfir
þeim karakter
sem til þarf til
þess að klára svona dæmi. Leik-
menn Manchester United eru
hungraöir í titla þetta árið og nú
stefnir i að þeir vinni þá þrjá!!
Þeir munu ekki láta það sem
gerðist á síðustu leiktíð henda
aftur, enda United nú með tals-
vert sterkara lið en þá og einnig
hafa þeir mun meiri breidd í
leikmannahópi sínum en
Arsenal-liðið. Leikmenn United
hafa einnig sýnt það nú í vetur
að þeir spila aldrei betur en þeg-
ar að mikið er í húfi. Mér sýnist
því að Arsenal-liðið þurfi að búa
sig undir að ganga titlalaust frá
þessari leiktíð. Það stefnir hins-
vegar í góöa uppskeru hjá Alex
Ferguson og strákunum hans í
Manchester United.
-GH
Elvar Guðjónsson,
stuöningsmaður
Manchester
United.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is