Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
Útlönd Stuttar fréttir dv
Flugvélar NATO ráöast á sjónvarpssendi í Belgrad:
hugmyndir Rússa
Nýjar
Rússar ætla að leggja fram nýjar
hugmyndir til lausnar átökunum í
Kosovo. Borís Jeltsín forseti ræddi
við sendimann sinn, Viktor
Tsjemomyrdín, í morgun, skömmu
áður en sá síðarnefndi átti að hitta
Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna.
Talbott sagði eftir fundinn með
rússneskum ráðamönnum að við-
ræður þeirra hefðu verið góðar og
að Bandaríkjamenn og Rússar ættu
að geta unnið saman.
„Rússnesk stjómvöld hafa fjölda
tillagna um leiðir til að leysa deil-
umar í Júgóslavíu. Við höfum mót-
að stefnu sem getur orðið grundvöll-
urinn að viðræðum við lönd sam-
fylkingarinnar," sagði Viktor
Tsjernomyrdín i gær.
Viðræðurnar við Talbot í morgun
vora hinar fyrstu sem Rússar ætla
að eiga við háttsetta erlenda ráða-
menn í vikunni og eiga að sýna að
Rússar geti gegnt lykilhlutverki í að
leysa deiluna. Vesturlöndin vilja
hafa Rússa með við lausn Kosovo-
vandans, þrátt fyrir harða andstöðu
þeirra við loftárásirnar og náin
tengsl við stjórnvöld í Belgrad.
Ekkert lát virðist á straumi flótta-
manna frá Kosovo og em nágranna-
löndin sum að því komin að kikna
undan byrðinni.
Talsmaður Flóttamannastofnunar
SÞ sagði i gær að um þrjú þúsund
Kosovo-Albanir hefðu komið til
Blace í Makedóníu. Ríkisútvarp
Makedóníu sagði að þrjátíu þúsund
flóttamenn væru á leið til
landamæranna. Forseti Makedóníu
sakaði Evrópuríki í gær um að
svíkja loforð um móttöku flótta-
manna.
NATO hélt loftárásum áfram í
nótt og eyðilagði sjónvarpssendi á
þaki höfuðstöðva flokks Milosevics
Júgóslavíuforseta.
Gömul albönsk kona á flótta frá
Kosovo kfkir út undan ábreiðum í
aftanívagninum sem hún ferðaðist í
til Kukes í Albaníu.
Leigumorðingi
grunaður um að
drepa enska
sjónvarpsstjörnu
Breska lögreglan rannsakar nú
hvort atvinnuleigumorðingi hafi
myrt sjónvarpskonuna Jill Dando
um hábjartan dag í gær. Hin 37 ára
Dando var einhver vinsælasta
stjarnan hjá BBC-sjónvarpinu og
kynnti meðal annars þátt um glæpi
og glæpamenn. Þar er almenningur
beðinn að koma lögreglunni til
hjálpar við að leysa glæpamál.
Dando var skotin einu skoti í höf-
uðið fyrir utan heimili sitt í
London. Sjónvarpsstöðin Sky hafði
eftir ónafngreindum heimUdar-
mönnum innan bresku lögreglunn-
ar að atvinnumorðingi hefði þama
verið að verki.
Lögreglan leitar nú vel klædds
manns sem sást ganga rólega burt
af morðstaðnum með farsíma í
höndunum.
„Morðið ber öll merki þess að
hafa verið leigumorð," hafði blaðið
DaUy Mirror eftir heimildarmanni
sínum í lögreglunni.
Kosningar á Indlandi
Forseti Indlands, leysti í gær
upp neðri deUd þingsins, og boð-
aði þingkosningar eftir átta daga.
Ákvörðunin kemur í kjölfar mis-
heppnaðra tUrauna tU myndunar
nýrrar stjórnar í landinu.
Samþykkir sjálfstjórn
Habibie, forseti Indónesiu,
kvaðst í morgun mundu skrifa
undir samning,
unninn af Sam-
einuðu þjóðun-
um, þess efnis
að A-Tímor fái
sjálfstjórn. For-
setinn gerir
engar breyting-
ar við skjalið og
hyggst skrifa undir þann 5. maí
næstkomandi.
Ekki í framboð
Martti Ahtisaari, forseti Finn-
lands, mun ekki sækjast eftir end-
urkjöri í kosningum í janúar á
næsta ári. Talið er að Ahtisaari
muni tilkynna ákvörðun sína
formlega síðar í vikunni.
Berezovsky ákærður
Rússneski kaupsýslumaðurinn
Berezovsky hefur verið ákærður
fyrir ólöglega viðskiptahætti, pen-
ingaþvætti og misbeitingu valds
þegar hann var embættismaður.
Berezovsky neitar öllum ásökun-
um og segir pólitískt samsæri búa
að baki.
Stríð á Batkanskaga
Þriðja heimsstyrjöldin hefst á
Balkanskaga í júlí og stendur í sjö
mánuði. Bandaríkin og bandamenn
þeirra munu fara með sigur af
hólmi, að því er fram kemur í nýrri
túlkun á spádómum hins fræga 16.
aldar manns Nostradamusar.
Léttir í kauphöllum
Fjármálaráðherrar og seðla-
bankastjórar G7 iðnríkjahópsins
vörpuðu öndinni léttar í gær þeg-
ar ljóst varð að efnahagslíf heims-
ins hefúr styrkst að undanfórnu.
Japanir og Evrópubúar voru þó
hvattir til að gera betur.
Stríðið truflar flug
Tafir verða á allt að 30 prósent-
um áætlunarflugs í Evrópu á
hverjum degi vegna stríðsátak-
anna í Júgóslavíu. Suma daga
verður röskun á 40 prósentum
áætlunarflugsins.
Bush hjá CIA
Aðalstöðvar bandarisku leyni-
þjónustunnar CIA voru skírðar í
höfuðið á George
Bush, fyrrum
Bandaríkjafor-
seta, við hátíð-
lega athöfn í
gær. Bush var
forstjóri CIA á
sínum tíma og
notaði tækifærið
til að rifja upp skemmtileg atvik á
meðan hann var þar hæstráðandi.
X99
Vísir.is hefur opnað
öðruvísi kosningavef
sem unninn er í samvinnu við TölvuMyndir.
Gestum Vísis gefst kostur á að finna út hvernig
hreyfingar á atkvæðamagni í einstaka
kjördæmum breytir skipan þingsæta.
visir.is
Fréttir úr heimi stjórnmála
Fréttir úr kjördæmunum
Skýr framsetning á
niðurstöðum
allra skoðanakannana
Framboðin og
framboðslistarnir
Úrslit kosninga frá 1995
Allar upplýsingar
varðandi framkvæmd
kosninganna
Lesendabréf
Aðsendar greinar
Leiðarar
Véfréttir