Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Qupperneq 4
hahnhif Þeir öldnu nýbylguhundar sem sáu Utangarðsmenn spila í Stutt i spuna um daginn velta nú eflaust fyrir sér hvort framhald verður á kombakkinu. „Það er vilji fyrir hendi og við erum allir spenntir fyrir því að gera eitthvað," sagði Mikki Pollock, gitarleikari Utangarðsmannanna, i gær. „Bubbi er m.a.s. orðinn æstur og ef Bubbi verður æstur þá stopp- ar hann enginn af.“ Ætlunin er að kombakkiö verði um verslunarmannahelgina en þá kemst Rúnar bassaleikari frá vinn- unni sinni erlendis. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt enn þá og málið er þvi á viðkvæmu stigi,“ seg- ir Mikki. „Hugmyndin er að taka þrjú kvöld en áður en við færum út á land myndum við prufukeyra bandið einhvers staöar i bænum.“ Utangarðsmenn hafa lika verið orðaðir við að hita upp fyrir Roll- ing Stones. „Þeim var víst sendur hellingur af músík með islenskum böndum í fyrra þegar þeir áttu að koma og þeim leist best á Utan- garðsmenn." Utangarðsmenn voru að vísu ekki starfandi í fyrra og því út úr myndinni, en nú horflr málið allt öðruvísi við. Hvort Rollingamir koma og þá hvenær virðist enn jafn mikið á huldu. „Þeir em með svo mikið ljósasjó að þeir myndu ekki njóta sín héma fyrr en fer að skyggja á ný,“ segir Mikki Pollock að lokum. Mikki Pollock segir aö þaö sé vilji fyrir því aö Utangarösmenn komi aftur saman eftir áralanga pásu. Hljómsveitin Hyskið er að koma saman aftur eftir áralanga pásu. Hallí gulltönn út-' skýrir dæmið og segir hverjir eru í grúppunni en meðlimírnir eru útibússtjóri, tamningamaður, verkformaður, bókmenntafræðingur og sjálfur er Hallí sjómaður. Og þó Hyskið sé ekki þekktasta hljómsveit landsins þá var hún á sínum tíma að spila með ekki ómerkarí grúppum en Fræbbblunum og Ham. „Þetta er lokahnykkurinn í því að klára það sem byrjað var á í Kópavoginum fyrir tíu, fimmtán árum,“ segir Hallgrímur Guð- steinsson sjómaður, eða Halli gull- tönn eins og hann var kallaður í Kópavoginum í gamla daga. Það sem um er að ræða er að hljómsveitin Hyskið er að koma saman aftur. Þetta var pönk-rokk- þjóðlagagrúppa sem tók þátt í pönk- bylgjunni sem átti sér stað í Kópa- voginum fyrir allmörgum árum. Þá spilaði hún aðallega í bílskúrnum en tróð auk þess upp á hinum ýmsu pönksamkomum, jafnt í Kópavogi sem Reykjavík. En nú ætla piltam- ir ólíku í Hyskinu sem sagt að koma saman aftur og skella sér í stúdíó til að taka upp nokkur lög fyrir sjálfa sig. Þeim er alla vega al- veg sama um alla aðra í þessu sam- hengi og em einungis í tónlistinni fyrir sjálfa sig og hljómsveitina. Fræbbblarnir og Ham „Þetta var fimm manna rokk- þjóðlaga-hljómsveit sem æföi í sama húsnæði og Fræbbblarnir," segir Halli gulltönn, aðspurður um hvað þetta Hyski sé. „Jú. Og við æfðum líka með Ham og það má segja að Hyskiö hafl dáið þegar Ham tók trommarann okkar.“ En hverjir era í hdjómsveit- inni? „Benedikt Sigurðsson bók- menntafræðingur, Benjamín Gíslason, útibússtjóri hjá Spari- sjóðunum, Böðvar Guðmunds- son, verkstæðisformaður hjá Alp- bílaleigu, Ármann Jóhannesson hestatamningamaður og auðvitað ég, Hallgrímur Guðsteinsson sjó- maður, stundum kallaður Halli gulltönn." Af hverju Halli gulltönn? „Það festist á mér af því að ég var með eina framtönn 1 efri góm sem var hálf gulltönn. En ég missti hana síðan þegar ég flaug á haus- inn í tröppunum heima í 25 ára af- mælisveislunni minni. Ég datt á útitröppunum og þegar ég kom inn og sagði gestunum frá þessu þá greip gullæði gestina og þeir ruku út til að leita að tönninni en enginn fann hana,“ segir Halli gulltönn, sem er ekki gulltönn lengur og ekki er að heyra að hann sakni Halli gulitönn er búinn aö missa gulltönnina og veröur því bara aö kallast Halli eöa Hallgrímur. þess. Sjómannspönk „Það verður bara að sjá hvað kemur út úr þessari endurkomu,“ segir Halli þegar hann hefur út- skýrt að söngvarinn, Böðvar, komi alla leið frá Danmörku til að taka þátt í „kombakki" Hyskisins. „Ég fer annars út á sjó í dag. Er á gömlu Guggunni, Guðbjörgu ÍS 46, sem heitir Hannover NC 100 núna. Skipið er í Noregi og ég á von á þvi að við fljúgum þangað í kvöld. En svo stefni ég á að vera í fríi í júní og júlí. Ætla að vera með strákinn minn og djöflast með bandinu. Söngvarinn verður á ís- landi á þessum tíma og þá stefnum við á að spila alveg á fullu.“ Þetta verður pönksumar? „Já. Við vorum náttúrlega pönk- arar í gamla daga.“ Ertu pönkari núna? „Það er alltaf léttur anarkisti í mér þó músíkin höfði ekki svo mikið til mín í dag. En á þesum árum, þegar ég var 12-13 ára, þá var mikil pönksveifla í Kópavogin- um og mér fannst ég hafa himinn höndum tekið,“ segir Halli og er rokinn heim til að pakka fyrir túr- inn. -MT f Ó k U S 30. apríl 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.