Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 24
3 Lifid eftir vinnu Leikhús Abel Snorko býr elnn, eftir Eric Emmanuel Schmitt hinn franska, verBur flutt á Litla svlBI Þjóðlelkhússins kl. 20. Sími 5511200. Helllsbúinn býr í helli sínum í íslensku óper- unni. Sýning kl. 20. BJarni Haukur Þórsson er hellisbúinn. Síminn er 551 1475. Hádeglslelkhús Iðnó sýnir Leitum að ungri stúlku eftir Kristján Þórð Hrafnsson kl. 12. Leikritið er hálftími að lengd og á eftir fá gest- ir hádegismat og ættu að vera aftur komnir til ** vinnu á slaginu eitt. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjórí leikstýrir en Llnda Ásgeirsdóttir og Gunnar Hansson leika. Slminn er 530 3030. Hádeglslelkhús Iðnð er nýjung í leik- húslífi íslendinga, þar gefst fólki kostur á að snæða léttan hádegisverö og njóta stuttrar leiksýningar um leið. Verðlaunaleikrit eftir Krlstján Þórð Hrafnsson er fyrsta verkið sem sett er upp með þessum hætti. í kjölfar enduropnunar Iðnó í haust var efnt til leikritasamkeppni. 56 leikrit eftir 42 höfunda bárust í keppnina. Leitum að ungri stúlku eft- ir Kristján Þórð Hrafnsson hlaut fyrstu verö- laun. Verkið fjallar um unga stúlku sem kemur í áheyrnarprufu til ungs kvikmyndaleikstjora sem er að gera sína fyrstu stuttmynd. Hug- myndir þeirra um lífið og listina stangast harkalega á og samskiptin taka brátt óvænta og undarlega stefnu. Sálfræðilegt valdatafl, óvæntar uppákomur, spenna og fyndni - er lýs- ingin sem fylgir kynningu á verkinu. Höfundarnir sem lentu í öðru og þriðja sæti voru Hallgrímur Helgason og Bjami BJarna- son. Verk þeirra verða einnig sýnd I Hádegis- leikhúsi Iðnó innan skamms. Með hlutverkin í Leltum að ungri stúlku fara Gunnar Hansson og Linda Ásgelrsdóttlr. Leik- stjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd er eftir Snorra Freyr Hllmarsson og lýsingu ann- aöist Ólafur P. Georgsson. Maturinn sem gestirnir fá að lokinn sýningu er Hreindýra-Lasanga eða rjómaiöguð sveppa- súpu meö heimabökuöu brauði. * Maður í mlslltum sokk- um eftir Arnmund Back- man er á Smíðaverk- stæði Þjóðlelkhússlns kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur. Enn eitt gangstykkið með .gömlu leikurunum" - að þessu sinni Þóru Frlð- riksdóttur, Bessa BJarnasynl og Guðrúnu Þ. Stephensen. Síminn er 551 1200 fyrir þá sem vilja panta miða á sýningu einhvern tíma í framtíðinni. Rommí er í kvöld sunnan heiða, nánar tiltekiö í Iðnó kl. 20.30. Erllngur og Guðrún Ás eru bæði sæt og kvikindisleg saman. Sími 530 3030. Sex í svelt er vinsælasta stykki Borgarlelk- hússins þetta árið. Leikar- ar: Edda BJörgvlns- dóttlr, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jóns- son, Rósa Guðný Þórsdóttlr og Halldóra Gelrharðsdóttir. Sími 568 8000. Tveir tvöfaldlr á Stóra svlðl Þjóðlelkhússlns kl. 20. Uppselt. Upplýsingar um lausa miða á næstu sýningar í síma 5511200. Lelkfélag Húsavíkur sýnir Óskastjörnuna klukkan 20.30. Leikfélag Akureyrar sýnir kl. 20 Systur í synd- Innl eftir þær Iðunnl og Krlstínu Stelnsdætur. Verkiö byggia þær á þjóðlegum fróðleik frá Jónl Helgasynl ritstjóra, frásögn af atþuröum sem gerðust I Reykjavík veturinn 1874 til 1875. Meöal leikara eru Katrín Þorkelsdóttlr, Margrét Ákadóttlr, Helga Vala Helgadóttlr, Anlo Freyja Járvelá, Guðmundur Haraldsson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg og Aðalstelnn Bergdal. Leikstjóri er Kolbrún Haildórsdóttlr frambjóðandi. •Kabarett Kosnlngaskjálftlnn er nú að komast á enda- stöð. Hann verður staddur á Hótel Loftleiðum í kvöid og hefst skemmtunin með borðhaldi kl. 20. Síðan fer í gang alkunn skemmtidagskrá. Stefán Hllmarsson og Eyjólfur Krlstjánsson leiða svo dansinn ásamt hljómsveit. Veislu- stjóri er Jóhannes Kristjánsson skemmtikraft- ur. Hún var talin ein kynþokkafyllsta kona ald- arinnar - fagurlagaðir fótleggir hennar, tælandi röddin og jafnvel kinnbeinin komu róti á hugi og hjörtu karlmanna um víða veröld; hún fékk bióöiö til að þjóta örar um æðar ráðherra I rík- isstjórn íslands I Trlpólíbíói, fékk virðulega gagnrýnendur til að reyta hár sitt af hrifningu á Signubökkum, bandaríska hermenn til að gleyma ógnum stríðsins á vígvöllunum - Mar- lene Dletrlch, söngfuglinn frægi frá Berlín. Sif Ragnhlldardóttlr mun í kvöld flytja nokkur frægustu lög Marlene I Kaffllelkhúslnu eins og henni einni er lagið. Um undirleik sjá tón- listarmennirnir Jóhann Kristlnsson og Tómas R. Einarsson. MC Arthúr Björgvln Bollason mun á sinn þjóðkunna hátt fjalla um ævi Mar- lene, sem eins og allir vita var ákaflega við- burðarik. Dönsk gleði á Broadway. Shu-bl-dua er komin til landsins. Danskt hlaðborð og kartöflur I hálsinn. NULL Skarl skripó heldur kommbakkinu áfram ásamt vinkonu sinni, henni Eddu. Hún er svaka beib og hann lélegur galdrakall sem reynir aö fá matargesti til aö hlæja að van- hæfni sinni. Eftir matinn leikur Sóldögg fyrir dansi. Sport Fótbolti karla. 16-liða úrslitin í deildabikarnum hefjast í kvöld með fjórum leikjum. IR tekur á móti Stjörnunni, Breiðablik fær íslandsmeist- ara ÍBV í heimsókn, Fylkir og Fram mætast í Árbæ og Vikingur og Valur leika á Víkingsvelli. Handknattleiksmenn og konur geta slett úr klaufunum í kvöld og fagnað eða drekkt sorg- un sínum. Lokahóf HSl verður nefnilega hald- tilraunaeldhúsiö Það eru komnir fastagestir í nartið Á mánudagskvöldið verður hrært í pottum Tilraunaeldhúss- ins á Kaffi Thomsen í síðasta skipti í bili. Á kryddhillunni þetta kvöld verða ýmis f]örefni eins og vanalega og reynt við óvenjulegar uppskriftir. Stuðgell- umar í Spúnk, þær Adda og Kristín, leggjast á eitt með trommaranum Óbó, hljómsborðs- leikaranum Daða úr Jagúar og Böðvari, sem helst er þekktur fyrir að hafa talað aftur á bak hjá Hemma Gunn þegar hann var sjö ára. Þá ætlar furðufuglinn Músikvatur að blanda geði við einmenningssveitina Vindva Mei og kannski rekur þjóðsagnaper- sónan Týri líka inn trýnið. Við grammófóninn stendur svo engin önnur en dj. Bíbí Blöndal. „Þetta hefur gengið framar öll- um fantasíum," segir Kristín spúnkari, sem er ein af þeim sem lögðu á ráðin með eldhúsið. „Stemningin hefur verið fin, þrusumæting öli kvöld. Það má eiginlega segja að það séu komn- ir fastagestir í nartið.“ Hér á Kristín við létt nart sem gestir hafa belgt sig út á um leið og þeir meðtaka tónlistina. Nart- ið hefur verið jafn framandi og tónlistin; léttsteiktir sveppir, ofn- bakað rósakál og djúpsteiktar kartöflubollur að hætti Matta Hemstock. Kristin dregur augað í pung þegar hún er spurð út í ‘nart lokakvöldsins. „Það skýrist bara. En það eru auðvitað aUt sniUdarkokkar sem eru í þessu.“ Þó þetta sé síðasta eldhúsið í bili þurfa nartarar ekki að örvænta. „Það hefur ver- ið ákveðið að hafa aðra seríu í júní. Við erum þegar farin að setja saman glimrandi óskalista og farin að para góða gaura sam- an. Ég vU endilega hvetja fólk tU að hafa samband ef það vUl kom- ast í pottinn." ið í Súlnasal Hótel Sögu og ættu hand- boltaunnendur ekki aö láta þessa skemmtun fara fram hjá sér. Laugardagur 1. maí •Klúbbar DJ Klute bregöur plötum á fóninn í Ráðhús- kaffl á Akureyrl. Hann hefur spilað á mörgum þekktum klúbbum I Bretlandi, s.s. The Comp- lex, Planet Drum, Subterranla. og Mlnlstry of Sound. Þaö er Vlrknl, I samvinnu við Certificate 18 Records, sem býður til þessar- arveislu. • Krár Fógetinn (bölvuð yfirstéttin) ymur af keflvísk- um hreim þegar Rúnar Júlíusson stígur þar á svið alþýðunni til heiðurs Grandrokk er kjörinn vettvangur til að leita út- rásarfyrirtvenndarkenndina. Þar inni erfullt af fólki með sæmilegustu gen til að hræra sam- an við þln. Leyniflelagið heldur til á Grandinu núna. Söngkonur 8-villt eru nokkuð hægrisinnaðar að sjá og á það ágætlega viö efnisskrá sveit- arinnar. Þessi hægri sveifla riður húsum á Gauknum I kvöld. Eksdé eksdél Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upplýsingar I e-maii fokus@fokus.is / fax 550 5020 myndlist Lóa Sigurðardóttlr mun opna sýningu á laug- ardaginn kl. 14.00 á Myndlistarvori íslands- banka I Eyjum 1999. Eins og áður er sýnt I gamla áhaldahúslnu á horni Græöisbrautar og Vesturvegar. Þetta er síðasta sýningin I röö fimm sýninga sem staðið hafa frá því í byrjun mars. Lóa er yngst þeirra listamanna sem sýnt hafa á átaki bankans og þetta er hennar fýrsta einkasýning. Lóa hefur aldrei búiö I Eyjum en á ættir aö rekja þangað. Hún hefur þvælst um heiminn og lært I fínum skólum. Næst ætlar hún aö flippa feitt og skella sér I danskan trúöaskóla. Kannski fiskvinnslufólkiö geti skellt sér með henni ef þaö missir vinnuna? Lóa sýnir 20 ný málverk og nokkur eldri verk frá 1997 og 1998, en auk þess mun hún verða með gjörning á sýn- , ingunni, sem oþin verður frá 1. til 9. maí. Hin árlega vorsýning Félags áhugamanna um tréskurð er í safnaöarheimili Hátelgsklrkju v/ Háteigsveg. Margir fallegir og hugvitssam- lega útskornir munir félagsmanna skreyta sýninguna. Heiöursgestur hennar er Hannes Flosason, myndskuröarmeistari sem sýnir verk sín. Tréskuröur er kúl. Kristján KristJánsson sýnir að Kambi. Þetta eru 40 tölvuklippmyndir en Kristján birtir reglulega slíkar myndir meö draumaráöninga- greinum Morgunblaösins auk þess sem hann hefur hannaö mörg fræg þlötuumslög, s.s. Megas & Spilverkiö - Á bleikum náttkjólum. Sýnendur á sýningunni If I ruled the world eru átta talsins og allir búsettir í Glasgow. Þetta eru þau Claire Barclay, Roderic Buchanan, Martln Boyce, Ross Sinclair, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Simon Starling, Rose Thomas og Clara Ursitti. Um þessa helgi er síöasti séns að tékka á hvað þessir hressu krakkar eru aö bralla í Nýló. Sýningin íslenskar myndasögur í dagblöðum og tímaritum stendur yfir í Norræna húsinu. Halldór Carlsson sagnfræöingur og kvik- myndageröarmaöur valdi verkin á sýninguna. Þetta er spennandi sýning og allir teiknóbolt- ar eru heilshugar hvettar til að mæta. Svo er líka mötuneitið á svæöinu þokkalega spenn- andi og kleinurnar ferskar. Tveir sífullir Sunnlendingar, Blrglr Andrésson og Ólafur Lárusson, sýna í Listasafni Ámes- Inga á Selfossi til 2. maí. Opiö milli kl. 2 og 5. Aögangur ókeypis. Sýningu Gretars Reynissonar átti aö Ijúka um síöustu helgi en hún var framlengd fram á nk. þriöjud. Þetta er 16. einkasýning Gretars. Verkin eru unnin í framhaldi af sýningu hans frá síöasta ári, en þá sýndi hann eina mynd fýrir hvern dag ársins. Þaö er opið hjá Gretari, í Gallerí Ingólfsstræti 8 til klukkan 18. Ein athyglisveröasta sýningin á landinu stend- ur nú yfir í Listasafnl Akureyrar. Hún nefnist Jesús Kristur - Eftiriýstur! og þar sjá ýmsar túlkanir á Jesúsi frá mörgum tímaskeiöum. Sýndar eru eftirmyndir af mörgum góöum gripum en aöaláherslan er lögð á þrjú tímabil: Rómanska stílinn, síðendurreisn á Ítalíu og I Þýskalandi og samtíma. Hvernig var Jesús?, hafa margir spurt sig í gegnum tíöina og á Ak- ureyri má fá svör við þeirri spurningu, a.m.k. nokkur svör þvi svörin viö þessari spurningu hafa veriö æöi mörg. Hvaö væri Jesús að gera ef hann væri meðal vor í dag? er svo önnur spurning og öllu erfiöari. Kannski væri hann bara fiskvinnslukona I Vestmannaeyj- um? Anna Sigríður er hress í Stöðlakotl viö Bók- hlööustíg meö verk sem öll voru unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 9. maí og er oþin milli kiukkan 13 og 18. I Listasafni ASÍ, Ásmundarsal sýnir b>Steinunn Þórarinsdóttur höggmyndir. Verkin mótar listamaöurinn úr steyptu járni, áli, gleri, gifsi og fleiru, og aö vanda er mannslíkaminn í fyrirrúmi. Sýningin stendur til 9. maí og er opin milli 14 og 18 alla daga nema mánudaga. Ólöf Nordal sýnir í Gerðarsafni sem er i menningarstórborginni Kópavogi. Ólöf kallar sýninguna Nord AI13 og vinnur meö þemu úr fortíðinni - sögu og sögnum, þjóötrú og minn- um frá fýrri tímum. í Listasafni íslands eru gömlu goöin upp um alla veggi: KJarval, Þorvaldur Skúlason og fleiri slíkir. Lifi sagnfræðin! Skuggaspeglar heitir sýning þar sem safnaö er saman myndum og textum myndlistar- manna og rithöfunda. Hún er I Gerðarsafni. Sýningin er afurö verkefnis þar sem reynt var að grafast fyrir um þaö meö áþreifanlegri vinnu hvað myndlist og skáldskaþur eiga sameiginlegt og hvernig þróa megi rökræöu þeirra á milli. er’ekki allir í stuöi? Ha? Þór Vigfússon er líka í Gerðarsafnl með sýn- inguna Brothættir staðlr 15. Þar pælir hann í litum, rými þeirra (getur þaö verið?), sam- virkni og merkingu, brothættu endurvarpi spegilmálverksins út/inn i rýmiö og ástundar samtal viö sögulegar víddir. Fiskvinnslustúlk- ur frá Vestmannaeyjum sérstaklega velkomn- ar, er'þaggi? Samsýning 18 myndasöguhöfunda frá Norður- löndunum, Cap au Nord stendur yfir í Norræna húsinu. Sýningin var fyrst sett upp á mynda- sögumessunni miklu í Angouléme í Frakklandi og hefur siðan ferðast um Norðurlöndin. I and- dyri er sýning á myndasögum í dagblöðum. Þá er allskonar sprell og teiknimyndastuö í gangi og því gráupplagt að skreppa. I anddyri Hallgrimsklrkju sýnir Bjórg Þor- steinsdóttir sex málverk. Myndirnar eru flest- ar unnar á þessu ári og eru geröar með akryllitum á striga. Einnig eru fjórar vatnslita- myndir eftir Björgu til sýnis í safnaðarsai kirkj- unnar. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og stendur út maí. Norski myndlistarmaöurinn Egil Roed heldur til í Hafnarborg. Hann sýnir grafikmyndir af is- lensku landslagi. Egil hefur starfaö sem kennari við Listaháskólann í Bergen í mörg ár. Hann hefur haldið einkasýningar í Noregi og annars staöar og tekiö þátt í mörgum sam- sýningum. Sýningin stendur til 10. maí og er Oþiö alla daga nema þriöjudaga frá klukkan 12 til 18. Krlstín Arngrímsdóttir sýnir verk sín i Galler- íi Sævars Karls á sýningunni Epli, fiðla og lokkur I bogastreng. Kristín rannsakar sam- spil rýmis og texta og m.a. spyr: 0Á textinn við þann veruleika sem áhorfandinn sér i myndefninu, annan veruleika utan þess, eða vísar hann I hvort tveggia?0 Hér standa flest- ir á gati nema Kristín, sem hefur pælt í þessu. Svörin liggja frammi til 6. maí. Gömlu góðu næfistarnir sýna enn í Gerðu- bergi. Þórður G. Valdimarsson (alias Kíkó Korrlró), Sigurður Einarsson, Svava Skúla- dóttir, Hjörtur Guömundsson og systurnar Guörún og Slgurlaug Jónasdætur sýna. Þetta er alvöru fólk sem stundar sina list af þeirri einu ástæðu aö því finnst það gam- an. Ef þú ert ekki búinn aö fara skaltu skreppa um helgina. Skreppa líka í Árbæj- arlauginni og fá þér svo ís. Þaö er finn pakki. Kynningu á verkum Ingunnar Emu Stefáns- dóttur og Jónu Sigríðar Jónsdóttur lýkur um helgina. Þær stöllur sýna i Snegla, sem er á horni Grettisgötu og Klapparstígs og er opiö frá 12 til 18. Daði Guöbjörnsson sýnir sínar snilldarlegu myndir í kaffistofunni i Regnboganum. Þaö kostar 650 kr. í bió en Daöi fýlgir meö frítt. Góöur bónus það. Ilmur Maria Stefánsdóttir sýnir lágmyndir og þrívíðar veggmyndir á Mokka og er starfsemi mannslíkámans viöfangsefniö; meltingin, heiiadingullinn og allt þaö. Þarna snúast Ijós inn í gegnsæum og framandi myndverkum og einmana kaffiþambarar geta mænt á gripina og alltaf uppgötvað eitthvaö nýtt. Mokka hef- ur hækkað kaffiö um 20 kall. Skamm! Gunnar S. Magnússon (GSM) sýnir í Llsthúsl Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Á sýningunni kynnir GSM myndamöppu sína. Silkiþrykktar mynd- irnar eru frá löngu tímabili í ferli hans. Sýning- in stendur til 12. maí og er opin á verslunar- tíma. Bandariski listamaðurinn Jlm Butler sýnir sem fastast í Ganginum, Rekagranda 8 Hug- myndir Jims eru skemmtilegar, t.d. málar hann uppblásinn sebrahest sem loftiö er aö leka úr. Sýningin stendur fram eftir sumri. Haukur Dór sýnir í myndlistarsal Smiðjunnar Ármúla 36. Málverkin eru unnin á pappír og striga meö akríl og olíu. Haukur Dór nam myndlist í Reykjavík, Edinborg, Kaupmanna- höfn og Bandaríkjunum. Hann á yfir þrjátiu ára sýningarferil aö baki og mörg verka hans eru í eigu listasafna á íslandi og erlendis. Á Kjarvalsstööum er líf í tuskunum. Spessier meö bensinsstöðvarnar sinar, Kjarval með drauga í mosa og hrauni og Mlchael Young með töff-stöff-hönnun eftir sig og Jasper Morrison og Marc Newson. Eitthvaö fyrir alla. 24 f Ó k U S 30. apríl 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.