Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 10
Prinsessurnar á Bessastöðum Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti íslands fyrir þremur árum fengu íslendingar forsetafrú eftir sextán makalaus forsetaár. Eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, þótti glæsileg og margir höfðu á orði að án hennar hefði Ólafur aldrei náð kjöri. Guðrún Katrín fyígdi bónda sínum hvert fótmál og var hægri hönd hans í opin- berum erindrekstri. Eftir andlát Guðrúnar Katrínar í fyrra tóku tvíburadætur þeirra hjóna, Svanhildur Dalla og Guðrún Tinna, að mörgu leyti við hlutverki móður sinnar. Öfugt við börn fyrri forseta íslands, eru þær í sviðsljósinu og koma opinberlega fram við hlið föður síns við fjölmörg tækifæri. Fókusi fannst kominn tími til að fá að vita hvaða mann tvíburarnir hefðu að geyma; stúlkurnar sem í fjölmiðlunum sjást brosandi og fínar í ýmsum erind- rekstri fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Dalla og Tinna eru þær alltaf embætti Inspector Scholae og við Dalla kallaðar. Þær fæddust þrítugasta ágúst 1975 og eru fyrstu og einu börn Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar sem var 41 árs þegar hún ól þær. Frá blautu barnsbeini ólust þær upp á Seltjarnarnesi, voru í leikskólanum Fögrubrekku og gengu í Mýrarhúsaskóla og Val- húsaskóla. Systumar vora á allan hátt ósköp venjulegar stúlkur og að sögn skólafélaga þeirra úr barna- skóla voru þær ekkert sérstaklega vinsælar eða áberandi í félagslífi fyrr en siðar á skólaferlinum. Enda kannski ekki auðvelt að slá í gegn á Sjálfstæðisflokksins Seltjarnarnesi eigandi pabba sem er alþingismað- m- fyrir Alþýðubandalagið. Tinna og Dalla hafa alltaf átt sameiginleg- an hóp vina enda eru þær og hafa alltaf verið mjög nánar hvor annarri. Gísli Ellerup, aðstoðar- skólastjóri Valhúsaskóla, segir þær hafa verið duglegar og indælar stúlkur. „Ég er ekki að smjaðra fyrir nein- um þegar ég segi að þær hafa báðar tvær verið mjög aktívar og frjáls- lyndar í fasi. Virkilega góðar stúlk- ur en önnur var mun hlédrægari en hin,“ segir Gísli og Helga Kristín Gunnarsdóttir, kennari þar á bæ, tekur undir með honum. „Þessar stúlkur hrjáði engin ung- lingaveiki. Þær voru yndislegir unglingar en Tinna virkaði alltaf öruggari," segir hún. Valkyrjur í boltanum Tinna og Dalla æfðu handknatt- leik með Gróttu og þóttu nokkuð sterkar í boltanum, Dalla á línunni og Tinna sem skytta. Hildigunnur Hilmarsdóttir þjálfaði þær um tima og fór meðal annars með þeim í æfingaferðalag til Þýskalands árið 1990. „Þær voru í byrjunarliðinu og stóðu alltaf fyrir sínu. Tinna var ákveðnari en Dalla en báðar voru þær hörkuduglegar," segir Hildigunnur og vill meina að það sé synd að þær skuli hafa hætt að æfa. „Það er bara svo erfíttt að halda stelpunum í boltanum þegar þær fara í framhaldsskóla, sérstaklega þeim sem fara í MR af því að þar er fyrsta árs nemum kennt eftir há- degi,“ segi Hildigunnur. Tinna og Dalla fóru einmitt i Menntaskólann í Reykjavík og lögðu handboltaskóna á hilluna. Þær tóku mikinn og virkan þátt í fé- lagslífi MR-inga. Tinna gegndi þar Tinna s'tjórnartaumana þótti hún um margt lík föður sínum í starfshátt- um og vinnubrögðum. Hann var á árum áður forseti Framtíðarinn- ar, sem er hitt skólafélagið í MR. „Tinna er yf- irveguð og þegar hún var Inspector kom í ljós að hún getur líka verið slæg,“ seg- ir fyrrum skólafélagi systranna. Sögukennari þeirra úr MR, Guðný Jón- asdóttir, ber þeim vel söguna og líkt og aðrir kennarar segir hún þær hafa verið til fyrirmyndar í alla staði. „Óskanemendur sem gleymast aldrei. Duglegar, greindar og iðnar og feikilega skemmtilegar. Reyndar tók félags- lifið nokkurn tíma frá Tinnu en báðar útskrifuðust þær með toppeinkunnir. Fram- koma þeirra einkennd- ist aUa skólagönguna af sjálfsöryggi, hæversku og kurteisi." Þó Tinna hafi verið meira áberandi í félags- lffl MR tók Dalla líka þátt og var í stjórn Fram- tíðarinnar en það var ekki fyrr en þær systur hófu nám við Há- skóla íslands að hún hellti sér í félags- starf af fullri alvöru. Hún nemur nú stjórnmála- fræði og er að sögn kunnugra pólitískari i sér en systir hennar. Að kjósa pabba sem forseta. forseta- Stúdentapólitíkusar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, laganemi og frambjóðandi Samfylk- ingarinnar í Reykjavík, er góður vinur Tinnu og DöÚu. Hann kynnt- ist þeim í gegnum Röskvu, samtök Sætar og fínar háskólastelpur og sjoppustarfsmenn í upphafi forsetakosn- ingabaráttu föðurins. félagshyggjufólks við Háskóla ís- lands. Hann segir að í byrjun hafi þeim báðum verið boðið sæti á framboðslista Röskvu til Stúdenta- ráðs 1996 en raunin varð sú að Dalla fór fram fyrst og Tinna í kosn- ingunum árið eftir. „Ég kynntist þeim systrum í starfinu i Háskólanum og það má segja að ég hafi kynnst Tinnu í gegnum Döllu. Þær eru yndislegar báðar tvær og við eram ágætir vin- ir.“ Aðspurður um hvað sé líkt með systrunum segir Vilhjálmur það helst vera stríðnina. Báðar séu þær miklir húmoristar og það er alltaf stutt í kaldhæðnina. „Þær eiga það til að slá því fram að ég verði aldrei stór, sem mér finnst skrýtið þar sem ég er 185 sentímetrar á hæð og fer stækk- andi,“ segir Villi og glottir. „Þær eru eitur klárar, þær syst- ur, og það er alltaf stutt í hláturinn hjá þeim. Dalla er hins vegar póli- tískari en Tinna,“ segir Viihjálmur og bætir við að það kæmi sér ekki á óvart þó að hún myndi eitthvað dunda sér við stjómmál í framtíð- inni. Metnaður Tinnu liggur frekar á viðskiptasviðinu. Hún er útskrifuð úr viðskiptafræði í Háskólanum og vinnur hjá Verðbréfadeild íslands- banka. Hún hafði undirbúið sig undir framhaldsnám erlendis þegar móðir þeirra lést og frestaði af þeim sökum frekara námi. Heilsar ekki Systurnar unnu með námi í sölu- turninum Svarta svaninum vetur- inn 1995 til 1996. Hinrik Auðuns- son, verslunarstjóri í Svarta svan- inum, segir þær báðar hafa staðið sig vel, verið samviskusamar og ljúfar í viðmóti. Þegar faðir þeirra ákvað að bjóða sig fram til forseta- embættisins sögðu þær starfi sínu lausu og helltu sér í baráttuna með honum. „Síðan hefur Dalla ekki heilsað mér. Tiijma er aftur á móti alltaf jafn ljúf og viðfelldin. Hún heilsar fyrrum samstarfsmönnum sinum enn, þótt faðir hennar sé forseti ís- lands," segh Hinrik og skrifar hegð- un Döilu á snobb og flnnst hún lé- leg. „Einu sinni fór ég til dæmis á kosningafund með Ólafi Ragnari fyrh kosningarnar og á eftir mættu fundargestir á Sólon íslandus. Þar stóðu þau öll þrjú, Ólafur, Tinna og Dalla. Tinna tók í höndina á mér og f Ó k U S 30. apríl 1999 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.