Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 27
tónleikar
Danir eru
kúl, hip
og „ligeglad
Strákarnir (karlarnir) í Shu-bi-dua eru
hressir og húmorískir Baunar sem
hafa verið í bransanum í 26 ár.
cc
Það vita allir hvernig hinn
klisjukenndi dönskukennari lít-
ur út og hagar sér. Yfirleitt eru
þetta „ligeglad" manneskjur
og að öllum líkindum fyrrum
hippar. Bjuggu í kommúnu í
Köben og halda að danskan
sé tungumál frelsisins og
skilja ekki af hverju það
gengur illa að troða því upp á
unglingaskratta á íslandi. Þá
grípa þeir tU þess ráðs að
sýna nemendum hvað dansk-
an og Danimir eru kúl, hip
og ligeglad. Zappa, Lars í
Metallica, Tuborg, Aqua, Lars
Von Trier, Lesið i snjóinn, Carls-
berg, góð laun fyrir dagvinnu og
rokkararnir i Shu-bi-dua. Það er
ein af þessum skemmtilega
dönsku hljómsveitum sem slegið
hafa í gegn í kennslustofum víða
um land. Ekkert er eins gaman
og að taka krossapróf upp úr
ferli hljómsveitarinnar.
„Sæt kryds ved det rigtige
svar“
En nú er grúbban mætt. Shu-
bi-dua spilar á Hótel íslandi á
morgun. Að vísu voru þeir með
skólatónleika í gærkvöldi og þar
voru auðvitað aUir dönskukenn-
arar landsins mættir með nem-
endur sína og sagan hermir
að gengið hafi verið í
aldönsku stuði. Shu-bi-dua er
einmitt svona Stuðmenn
þeirra Dana - eða öfugt. AUa
vega eru þetta ámóta hljóm-
sveitir þar sem Shubbaramir
hafa gert bíómynd og gefíð út
ótal plötur frá því þeir stofn-
uðu hljómsveitina árið 1973.
Þetta hefur verið samfeUt æv-
intýri og var mikið rokk og
ról á sínum tíma en nú eru þess-
ir sex sómasveinar orðnir að
virðulegum fjölskyldufeðrum.
Þeir lofa samt stuði á Hótel ís-
landi á morgun.
ins Jóhanns Strauss þjónar sögunni vel og er
í flutningi kunnra söngvara ásamt kór og
hljómsveit íslensku óperunnar undir stjórn
Garðars Cortes. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,
fer með hlutverk Rósalindu og Bergþór Páls-
son hlutverk von Eisenstein. Aðrir einsöngvar-
ar eru Þóra Einarsdóttir / Hrafnhildur Bjórns-
dóttir (Adele), Loftur Erlingsson (Falke), Sig-
urður Skagfjörð Steingrímsson (Frank), Þor-
geir J. Andrésson (Alfred), Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir (Orlofsky) og Snorri Wium (Dr.
Blind). Edda Björgvinsdóttir leikkona verður í
frægu gamanhlutverki fangavarðarins Frosch.
Leikstjóri uppfærslunnar er Davld Freeman,
kunnur leikhús- og óperumaður og þekktur fyr-
ir opinskáar uppfærslur. Freeman hefur leik-
stýrt fjölda verka, óperum og leikritum, víðs-
vegar í Evrópu. Sýningar hans hafa einnig ver-
ið settar upp í Metropolitan í New York og víð-
ar. Á síðasta
leikári leik-
stýrði Freeman
meðal annars
öðru af tveimur
opnunarverk-
um Globe
Theater Shakespeare í London. Síðasta verk-
efni hans var að leikstýra Toscu sem var frum-
sýnd i Royal Albert Hall í Lundúnum þann 18.
febrúar síðast liðinn. Var þetta þriðja sýning
hans í Royal Albert Hall á einu ári. Freeman er
íslendingum að góöu kunnur frá því hann leik-
stýrði Cosi fan tutte í Óperunni árið 1997. Var
þá einnig um aö ræða óhefðbundna upp-
færslu þar sem Freeman flutti sögusvið og
tíma til.
Abel Snorko býr einn, eftir Eric Emmanuel
Schmitt hinn franska, verður flutt á Litla sviði
Þjóðleikhússins kl. 20. Sími 5511200.
Brúðuheimili
Henriks Ib-
sens verður á
stóra sviði
ÞJóðleikhúss-
Ins kl. 20.
Stefán Bald-
ursson leikhússtjóri leikstýrir, en Elva Ósk
Ólafsdóttir brilierar sem Nóra - fékk líka Menn-
ingarverðlaun DV að launum. Meðal annarra
leikara eru Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún
Backman og Pálmi Gestsson. Sími 551
1200.
Lelkfélag Reykjavíkur
sýnir leikritið Feguröar-
drottningln frá Línakri,
eftir Martin McDonagh,
á litla sviði Borgarleik-
hússins kl. 20.30 Þetta
er kolsvört kómedía og
að sjálfsðgðu með harm-
rænum undirtóni. Það er
metsöluleikstjórinn Mar-
ía Sigurðardóttir sem leikstýrir, en Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Bjöms-
dóttir leika mæðgurnar. Siminn er 568 8000.
Hótel Hekla, Ijóðaleikrit í samantekt Lindu Vil-
hjálmsdóttur og Antons Helga Jónssonar, kl.
21 í Kaffilelkhúsinu. Þórey Sigþórsdóttir og
Hinrik Óiafsson flytja. Síminn er 5519055 fýr-
ir þá sem vilja panta miða.
Nemendaleikhúsið sýnir Krákuhöllina eftir
Einar Örn Guðmundsson. Þetta er síðasta
verkið sem sýnt verður í Lindarbæ en nú á aö
taka húsnæðið undir skjalageymslur. Hilmlr
Snær er leikstjóri en leikarar eru Eglll Heiðar
Anton Pálsson, Hinrik Hoe Haraldsson, Jó-
hanna Vlgdís Arnardóttir, Laufey Brá Jóns-
dóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magn-
úsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl
Stefánsson. Sviðsmynd og búningar eru I
höndum Jórunnar Ragnarsdóttur lýsingu
hannar Egill Ingibergsson og um hljóðið sér
meistari Sigurður BJóla.
Maður í mislitum sokk-
um eftir Arnmund Back-
man er á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins
kl. 20.30. Þessi farsi
gengur og gengur. Enn
eitt gangstykkið með
„gömlu leikurunum” - að
þessu sinni Þóru Frlð-
riksdóttur, Bessa
Bjarnasyni og Guðrúnu Þ. Stephensen. Sím-
inn er 5511200 fyrir þá sem vilja panta miða
á sýningu einhvern tíma í framtíðinni.
Tryllirinn Svart-
klædda konan
er í Tjarnarbíói
kl. 21. Leikarar
eru Viðar Egg-
ertsson og Vil-
hjámur Hjálm- j
arsson, auk þess sem Bryndís Petra Braga-
dóttir kemur við sögu. Leikstjóri er Guðjón
Sigvaldason. Sími 561 0280.
Leikfélag Akureyrar sýnir kl. 20 Systur í synd-
Inni eftir þær Iðunni og Krlstinu Steinsdætur.
Verkið byggja þær á þjóðlegum fróðleik frá
Jónl Helgasyni ritstjóra, frásögn af atburðum
sem gerðust í Reykjavík veturinn 1874 til
1875. Meðal leikara eru Katrín Þorkelsdóttir,
Margrét Ákadóttlr, Helga Vala Helgadóttir,
Anio Freyja Járvelá, Guðmundur Haraldsson,
Þrálnn Karlsson, Sunna Borg og Aðalsteinn
Bergdal. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir
frambjóðandi.
•Kabarett
( Súlnasal Hótel sögu er sýning á Sjúkrasög-
um þar sem fram koma Helga Braga, Stelnn
Ármann, Halll og Laddi. Grín, sprell og hrika-
legt stuð. Saga Klass leikur síðan fyrir dansi
frá kl. 23.30.
Danska sendiráðið efnirí samvinnu við Dansk-
íslenska félagiö og Broadway tii danskrar
gleði með vinsælustu hljómsveit Dana, Shu-bl-
dua. Hlaöborð með steiktri síld, flæskesteg
og kjúklingasalati á undan. NULL
Skari skrípó og Edda sprella í Kjallaranum viö
Hverfisgötuna. Hún er svaka beib og hann
alltaf jafn hlægilegur galdrakall. Eftir matinn
skiptir þvælukóngurinn Slggi Hlö um plötur.
Fyrir börnin
Borgarleikhúslð: Pétur
Pan er á stóra sviðinu kl.
14 og skemmtir þar ung-
um sem öldnum. Krókur
kapteinn er þó miklu
skemmtilegri, eins og
vondra manna er siður.
Indíánar, hafmeyjar,
krókódíll, draumar og
ævintýri. Sfmi 568
8000.
•Opnanir
Klukkan þrjú opnar Haraldur (Harry) Bilson
málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar,
Rauðarárstíg 14. Sýninguna nefnir listamaður-
inn AÐEINS EITT ER VÍST: EKKERT!
Lífid eftir vinnu
Á sama tíma veröa sýndar í galleríinu gamlar
vatnslitamyndir eftir Tryggva Magnússon.
Sýningin stendur til 16. maí.
Opið er f Galleríi Fold daglega frá kl. 10.00 til
18.00, laugardaga frá kl. 10.00 til 17.00 og
sunnudaga frá kl. 14.00 til 17.00.
Kristján Krlstjánsson opnar í dag sýningu að
Kambi. Þetta eru 40 tölvuklippmyndir en Krist-
ján birtir reglulega slíkar myndir með drauma-
ráðningagreinum Morgunblaðsins auk þess
sem hann hefur hannað mörg fræg plötu-
umslög, s.s. Megas - Á bleikum náttkjólum.
Hin árlega vorsýning Félags áhugamanna um
tréskurð verður opnuö i safnaöarheimili Há-
teigskirkju v/ Háteigsveg klukkan 14. Margir
fallegir og hugvitssamlega útskornir munir fé-
lagsmanna skreyta sýninguna. Heiðursgestur
hennar er Hannes Flosason, myndskurðar-
meistari og mun hann sýna verk sín.
•Fundir
í tiiefni 100 ára afmælis
Jóns Leifs verður dag-
skrá í Þjóðarbókhlöðunni
þar sem opnuð verður
heimasfða tónskáldsins.
Einnig verðu opnuð sýn-
ing á handritum Jóns í
samvinnu við íslenska
tónverkamiðstöö. Þar
verða til sýnis eldri hand-
rit Jóns, ásamt nýjum
tölvusettum handritum sem unnið hefur verið
að undarfarna mánuði með styrk frá mennta-
málaráðuneytinu. i tengslum við þá sýningu
munu þeir Árnl Heimir Ingólfsson og Karl
Gunnar Áhlen halda stutta fyrirlestra um Jón
og tónlist hans.
Blfhjólasamtök lýöveldlsins, Sniglarnir og for-
varnadeild Lögreglunnar munu f dag standa
fyrir hópakstri bifhjóla á
höfuðborgarsvæðinu.
Þema dagsins er
hætturnar f umferð- %
inni og af því tilefni
munu tfu gatnamót í
Reykjavík verða
merkt með svörtum
borðum. Lagt verður upp
frá Kaffivagninum við Granda-
garð kl. 13.30 og endað við Borgartún 22
(Karphúslð). Þar verður gestum og gangandi
boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni 15 ára
afmælis Sniglanna.
Kjalarnessprófastsdæml stendur fyrir mál-
þingi um fjölskyldugerðlr og sambúöarform
klukkan hálf tvö. Þar munu kirkjunnar menn
horfast í augu við þá staðreynd að fólkið I
landinu hegðar sér ekki eins og þeir vilja. Það *■-
eru ýmis sambúðarform f gaHgi, vfgð og óvfgð,
stutt og löng, barnlaus og samkynja. Stangast
sem sagt á við gömlu biblíuskrudduna. Kirkjan
spyr þvf: „Er hugsanlegt að kirkjan þurfi að
laga sig að breyttum aðstæðum þegar kemur
að fjölskyldumálum?" Fókus segir já, það skal
hún gera, eöa leggja sjálfa sig niður ella. Fyrir-
lesarar verða dr. Sigrún Júlíusdóttir og dr. Slg-
urjón Ámi Eyjólfsson. Allir velkomnir og að-
gangur ókeypis.
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsíngar í
e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020
... sem segjast vera boðberar nýrra tíma en boða ,
aðeins gamlar lausnir? /
... sem segjast vera sameinaðir en eru aðeins /
sundruð fylking?
... sem hampa ungu fólki en vísa þeim aftast
í biðröðina? \
... sem tala fjólglega um jafnrétti til nóms en tóku \
þdtt í að skerða það í fyrri ríkisstjórn Davíðs Oddssonarr
... sem
hafa í fylkingarbrjósti gömlu nótttröllin
íslenskum stjórnmólum?
SVAR: U!2u!>||X^uios
UNGIR FRAMSOKNARMENN
LyjTzJmTÍ fflÍJg
W WMW
m