Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 22
t
Lilja Margeirsdóttir.
urum
Islenskir leikarar, sem lærðu
listina í útlöndum, hafa til margra
ára átt í nokkrum erfiðleikum
með að fá tækifæri þegar heim er
komið. Það er eins og þeir hafi
verið litnir hornauga og leið
þeirra að góðum stykkjum hér á
landi hefur gjarnan verið löng.
Þeir hafa sumir byrjað að leika úti:
á landi og seint verið metnir .að
verðleikum. En nú er eitthvað
nýtt að gerast í þessum ..málum.
► Fyrr í vetur héldu tveir leikhús-
stjórar í víking, Þórhildur Þor-
leifsdóttir frá Borgarleikhúsinu og
Stefán Baldursson frá Þjóðleikhús-
-m-
j
inu. Bæði fóru þau til Bretlands í
þeim tilgangi að lokka til sín ís-
lenska leikara og báðum þótti
þeim Brynhildur Guðjónsdóttir
gimileg. Stefán vann það kapp-
hlaup og fór sæll og glaður heim
með fenginn sinn. Brynhildur
verður svo í stóru hlutverki hjá
honum í söngleiknum Rent, sem
verður frumsýndur eftir viku.
Þórhildur er ekki þekkt fyrir að
gefast upp og hélt ótrauð áfram
leitinni. Upp úr krafsinu hafði
hún stúlkuna Þórunni Lárusdótt-
ur og mun hún leika í sum-
arsmelli Borgarleikhússins, Litlu
hryllingsbúðinni. Þessar veiði-
ferðir leikhússtjóranna hljóta að
vera af hinu góða fyrir íslenskt
leikhúslíf. Loksins hafa menn átt-
að sig á því að erlendir leiklistar-
skólar geta líka búið til góða leik-
ara. Og ekki er verra að vita af því
að ferskir vindar séu farnir að
leika um íslensk leikhús.
skinn
i sumar
fæðingarbletti og húðkrabbamein.
Á öllum tískusýningunum sem
hafa nýlega verið haldnar í þessum
helstu borgum, New York, MUanó
og París, voru fyrirsæturnar hafð-
ar fallega brúnar á hörund en lítið
málaðar að öðru leyti, með hárið
sitt og ógreitt og tunglskinsblik á
vörunum.
Til að ná fal-
legum og
eðlilegum
suðrænum
húðlit er
best að nota
púður eða
krem sem er
meira brúnt
en appel-
sínugult og nota það
sparlega á þau svæði
sem verða hvort sem
er mjög brún í sól-
inni. Á varirnar virk-
ar betur að setja
gloss en varalit og
hann skal hafa ljósan,
jafnvel húðlitaðan eða
glæran þannig að hann
tóni við húðina. Ekki má
gleyma smáatriðunum,
augnhárin er fallegt að
krulla aðeins en það stingur
í stúf að maka á þau augn-
háralit. Á augabrúnirnar er
hins vegar gott að bera glær-
an maskara. Frísklegt, nátt-
úrulegt og ofsalega flott.
Kannski halda einhverjir að það
sé ekki lengur i tísku að vera sól-
brúnn. En það er mikill misskiln-
ingur. Þó íslendingar hafi um dag-
ana legið í ljósabekkjum eins og
þeir ættu lífið að leysa, hefur sá
hátturinn nefnilega ekki verið á
hjá öðrum í
þ e s s u m
heimi. Núna
fyrst eru út-
lendingar að
átta sig á því
að það er flott
að vera með
gullið hörund,
einmitt þegar
við hér á
Fróni erum að
gefast upp á
endalausu
brúnkukapp-
hlaupinu og
sætta okkur
við að vera
bara föl og
skitin. Staðan
er orðin
þannig að ef
við viljum
vera heims-
borgarar, verðum við að drífa okk-
ur aftur á sólbaðsstofurnar í hvelli
eða, og það sem er enn betra, nota
snyrtivörur sem gera okkur brún.
Þá verðum við ekki rauð og
freknótt, heldur fallega brún og
losnum þar að auki við útstæða
Fyrsta sunnudag desembermán-
aðar, árið 1987, kom hópur af fólki
saman á Hótel Borg kl. 14 til að
stofna til félagsskapar undir heit-
inu: Átak gegn hávaða. Þessi sam-
tök, eða áhugamannafélag, átti að
berjast gegn þeim óþarfa hávaða
sem mengar þjóðfélagið og ónáðaði
þá sem í samtökin gengu. Þarna
voru saman komnir „besservisser-
ar“ sem töldu sig eina hafa rétt á
að dæma um hvar væri viðeigandi
að heyrðist í útvarpi eða hljóm-
tækjum og vildu berjast gegn öllum
óþarfa- og heilsuspillandi hávaða á
almannafæri. Fundurinn var mjög
vel sóttur og samkvæmt DV á þess-
um tíma mættu þar menn á öllum
aldri og úr öllum stigum þjóðfélags-
ins.
Daqaði uppi vegna
dáðleysis
Einn af forsprökkum átaks gegn
hávaða var Atli Heimir Sveins-
son tónskáld. Hann er að vísu
ekki á myndinni sem birtist í DV
fyrir tólf árum og hafði ekki hug-
mynd um hvert samtökin hurfu
þegar haft var samband við hann.
„Þetta var nú á þeim tíma þegar
síbyljan gerði vart við sig og opin-
berir staðir fylltust af óumbeðnum
hávaða,“ útskýrir Atli og bætir því
við að upphafið að Átakinu gegn
hávaða megi rekja til greinar sem
Steingrímur Gautur skrifaði á
þessum tíma.
En nú varst þú einn af forsprökk-
um samtakanna?
„Já. Ég var þá í eins konar for-
ystu en var mikið á ferðalögum á
þessum tíma og hef líklega ekki
staðið mig nógu vel.“
En þú hefur ekki hugmynd um af
hverju þau hurfu?
„Ætli þetta hafi ekki dagað uppi
vegna dáðleysis."
Hrafn Bragason hæstarréttar-
dómari er á myndinni sem birtist í
DV en hann sagðist ekkert vita um
þessi samtök og gat því ekki gefið
neinar upplýsingar um hvert þau
hurfu.
„Ég man eitthvað óljóst eftir
þessum fundi en var bara staddur
þarna fyrir forvitni sakir,“ segir
Hrafn.
Hávaði í blómabúð
„Já, já. Ég man eftir þessu,“ seg-
ir Örlygur Hálfdánarson, fyrrum
útgefandi hjá Erni og Örlygi. „Það
var hreyfing í gangi á þessum tíma
sem vildi gera þessi samtök öflug
gegn hávaða. En því miður lognuð-
ust þau út af og dóu hávaða- og
hljóðalaust," bætir Örlygur við.
Og þú hefur ekki hugmynd um af
hverju?
„Nei. Þetta var mjög fjölmennur
fundur og nægur áhugi en ekkert
fjármagn til að halda þessu áfram.“
Hvaö meö árangur?
„Það vakti mikla athygli að tO
væri fólk sem þætti hávaðinn i
samfélaginu óþægilegur. Það er til
dæmis ekki lengra síðan en i gær
að ég fór inn í blómabúð og það var
á mörkunum að ég gæti verið
þama inni fyrir hávaðanum frá út-
varpinu."
Flúinn frá Reykjavík
vegna hávaða
Flosi Ólafsson var líka á þess-
um fundi og Dagfari sagði einmitt
um veru hans eitthvað á þá leið að
hann þoli sennilega ekki að fólk
skapi hávaða með því að hlæja að
fyndni hans. En hvað sem þvi líður
þá er fundurinn mjög lifandi í
minningu Flosa.
„Ég var og er mikið á móti há-
vaða,“ segir Flosi, en hann hefur
samt ekki hugmynd um hvert sam-
tökin fóru.
Var ekki líka gert mikiö grin að
ykkur?
„Jú. Það var gert mikið grin að
mér fyrir að vera einn almesti há-
vaðaseggur landsins og samt á
móti hávaða. En við vorum að tala
um annars konar hávaða og ég er
til dæmis flúinn frá Reykja-
vík vegna hávaðans frá
flugvellinum. Ástandið er það
slæmt í bænum að maður getur
ekki einu sinni étið í friði á veit-
ingastað, hvað þá farið á hár-
greiðslustofu, alls staðar er útvarp-
ið á.“
Oddur Ólafsson blaðamaður
var einnig háttsettur innan sam-
takanna Átak gegn hávaða. Hann
segir að það hafi aldrei staðið til að
samtökin yrðu langlíf.
„Við ætluðum bara að vekja at-
hygli á þessu. Héldum tvo, þrjá
fundi og vorum hundskammaðir af
pressunni," segir Oddur. „Þetta var
sólarlagsfólk sem átti bara að vekja
athygli."
Árangur?
„Jú. Hann var dálitill," segir
Oddur og heldur strangan fyrirlest-
ur um að þetta hafi verið ómögu-
legt ástand á þessum tima sem um
ræðir. Þá voru hljómplötubúðir
komnar með hátalara sem sneru út
á götu og vörpuðu síbylju yfir
gangandi vegfarendur. Slíkt er
ruddaskapur að mati Odds og fé-
laga hans í Átaki gegn hávaða sem
er í rauninni ekkert átak lengur
heldur bara Gegn hávaða.
-MT
í desember 1987 var komið á félagsskap sem hugðist berjast gegn öllum óþarfa-
og heilsuspillandi hávaða á almannafæri. Þarna voru samankomnir landsþekktir
„kverólantar og sérviskupúkar sem aldrei hafa getað sætt sig við að annað
fólk láti í sér heyra og flokka það undir hávaða og læti“, sagði Dagfari
í tilefni af stofnun samtakanna. En lítið sem ekkert hefur heyrst frá
þessum samtökum síðan og því fór Fókus á stjá og athugaði hvernig
samtökin fóru að því að hverfa hávaðalaust.
Örlygur Hálfdánarson bókaútgef-
andi: „Því miður lognuðust þau út af
og dóu hávaða- og hljóðalaust."
Hrafn Bragason hæstaréttardómari
var einungis staddur á þessum fundi
fyrir forvitni sakir.
Oddur Ólafsson blaðamaður: „Þetta
var sólarlagsfólk sem átti bara að
vekja athygli."
Flosi Ólafsson leikari: „Ég man ekki
hvert þau fóru.“
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land-
læknir.
Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamað-
ur og rithöfundur.
Áskell Másson tónlistarmaður.
22