Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 6
Viö sem hírumst hérna árin löng skiljum stundum ekki alveg hvað útlendingar sjá við þetta blessaða sker. Hvað þá fólk sem hefur engan sérstakan áhuga á náttúruskoðun, hestamennsku eða laxveiði. Mike Page var að koma í níunda sinn og svarar hér nokkrum afhverju- spurningum. Af hverju ísland, af hverju hardkor og af hverju 40 húðflúr? Uppreisn með húðflúri „Oþægilegasta húöflúrið. Fimm mínútur af helvíti og alsælu á sama tíma. Vinur minn geröi þetta í San Fransisco. Flestir halda að krafturinn á bak viö tilurö al- heimsins sé vera - guö guöanna - en ég sé þetta fyrir mér sem vef sem tengir allt, andlegt og líkamlegt, meövitaö og ómeövitaö, endalausa fortíö og enda- lausa framtíö. Þennan vef kraftsins kalla ég Kaos. Þegar ég fékk húöflúriö var ég þó bara reiður pönkari og þaö haföi allt aðra meiningu." Mike Page er Kani og eitt af þessum fríkum sem hefur gert ís- land að sínu öðru heimili. Hann kom fyrst fyrir átta árum, en er nýkominn aftur í níunda skipti. Hann er að spá í að vera í sumar til að slappa af, lesa, skrifa og búa til tónlist undir nafninu Wickerm- Byrjaði með millilend- ingu „Ég hafði heyrt í íslenskum hljómsveitum og erlendum tónlist- armönnum sem höfðu unnið á ís- landi,“ segir Mike. „Á leiðinni til Evrópu eitt vorið átti ég þess kost að millilenda hérna. Þannig byrj- aði þetta. En ég veit í sjálfu sér y (í ekki af hverju ég kem aftur og aft- ur. Það er e.t.v. hallærislegt að segja það, en kannski kem ég vegna þess hve það er friðsælt héma.“ Hér er alla vega meira næði en í New York, þaðan sem Mike kem- ur. Hann er þaulkunnugur „hard- kor“ rokk senunni í Bandaríkjun- um og hefur velkst í þeim pakka árum saman. Honum finnst frekar skondið að sú sena sé loksins kom- in til íslands. „Það hefur tekið þessa tónlist nítján ár að hafa einhver áhrif á íslandi, en því miður hafa flestir frumkvöðlarnir í þessu úti hætt. Þessi tónlist verður þó alltaf til staðar, ný bönd taka við af þeim gömlu, en þetta verður aldrei eins og á síðasta áratug. Eins lengi og það eru til krakkar sem ekki finnst allt með feldu í þjóðfélaginu og verða að fá útrás fyrir reiðina, þá veröur til hardkor." í síðermaskyrtu í tvö ár Mike verður að telja þegar hann er spurður hversu mörg húðflúr hann er með. Loks gefst hann upp, hlær og segir að í raun sé hann þakinn einu stóru húðflúri. Jánk- ar loks að þetta séu eitthvað í kringum 40 stykki. Eðlileg spurn- ing - en kannski heimskuleg - frá húðflúrlausum blaðamanni: Af hverju? „Ég var pönkari sem bjó í sveitalúðabæ og húðflúrin vora mín leið til að gera uppreisn gegn þröngsýnu þjóðfélagi og því stranga kristilega uppeldi sem ég hafði fengið. Ég var sautján þegar ég fékk fyrsta húðflúrið og gekk í síðermaskyrtu í tvö ár svo foreldr- ar mínir sæju það ekki. Þau vissu ekki um það fyrr en ég flutti úr smábænum." Hefuröu séö eftir einhverju í sambandi viö þetta? „Þetta er honnun frá Maya-indíánum, sem var upprunalega ofan á inngangi aö hofi í gömlum Maya-bæ, Yaxchilan. Listaverkiö er núna í The British Museum eftir aö Bretar stálu því og þrem öörum úr sama hofi. Mayarnir stunduöu þaö aö láta sér blæöa á pappírssnepla sem þeir síöan brenndu. Svo sáu þeir sýnir í reyknum. Þetta er ein sýnin, snákur sem rís upp úr öskunni. Mayarnir gátu talaö viö framliöna anda og spurt þá um leiö- sögn. Ef þú skoöar húöflúriö vel sést höfuö koma út úr munni snáksins. Þaö er einn hinna framliönu anda. Tattoo Don setti þetta á mig. Þaö tók samtals níu tíma í þrem skorpum.“ Þetta er bara pjúra skreyting. Eg sá mynd af þessari hönnun uppi á vegg hjá húðflúrlista- manninum Marcus Pacheco í San Fransisco. Mér líkaöi vel viö mynd- ina og viö ákváöum aö skella >. henni á mig.“ :>'Á ) „Fimm huöflur sem runnu saman í eitt. Fyrst kom sæhestur- inn, af því aö ég fíla sæhesta. Hann er umkringdur öldum og keltneskri hönn- un. Þaö er ekkert súper andlegt viö þetta, ég haföi bara áhuga á keltneskri list þegar ég fékk mér þetta. Þessi húöflúr eru um tíu ára gömul og Marcus geröi þau öll nema sæhestinn. Ég er búinn aö gleyma hver geröi hann.“ „Þetta er sambiand af Bakkusi og „Græna manninum", sem er gamalt goð úr heiðni og er tákn fyrir náttúruna. Tattoo Don geröi þetta í Buffalo, New York, og verkið tók ekki nema tvo tíma.“ „Það er ekki hægt að sjá eftir ein- hverju sem er ekki hægt að breyta og er hluti af sjálfum þér. Ef ég hefði ekki eitt einasta húðflúr núna myndi ég samt fá mér húðflúr. Ég myndi fá mér aðra hönnum, sam- hverfa og bara í svörtu." Húðflúrin byrjuðu sem uppreisn en urðu von bráðar að andlegri og persónulegri útrás. „Ég læt húðflúra mig með táknum sem standa fyrir gamla menningu sem ég flnn mig í og hef stúderað. Ég hef líka heimsótt flest þau svæði í heiminum sem þessi gamla menning átti sín blómaskeið." Glæsilíf á 300 kall Mike er búinn að vera á stanslitlu flakki í fimmtán ár. Hef- ur oft þrætt Evrópu og Mið-Amer- íku og á síðasta ári flæktist hann um Asiu. „Vegna áhuga á tíbetskri menningu og búddaheim- fór ég til Indlands til að sjá Dalai Lama. Þaðan fór ég til Nepal og Tíbet. Fæstir Tibetar vita eitthvað um menningarsögu Tíbet, enda kenna Kínverjar þeim bara kínverska sögu og vilja að þeir viti sem minnst um eigin arf- leið. Leiðsögumaðurinn minn vissi t.d. ekki að Tíbet Vcir sjálfstætt riki fyrir árásir Kínverja og að landið á eigin þjóðfána." „Astæöan fyrir þessu er aö ég kem af írum. Þetta er gömul írsk hönnun úr „The Book of Kells“. Hollensk- ur húöflúrari, Igor Mortis, geröi þetta í San Francisco. Þaö tók fimm tíma í tveim skorpum." Frá Tíbet hélt Mike til Taílands og Indónesíu. „Það var eingöngu til að slappa af,“ segir hann og rekur dýrðarsög- ur af eyjunni Bali þar sem vist á glæsihóteli og kóngamáltíð þrisvar á dag kostar 300 kall. „Maður er heppinn ef maður finnur bjórglas á 300 kall á ís- landi,“ segir Mike að lokum, „en ís- lendingar slátra allavega ekki svín- unum og hænunum sínum úti á miðri götu.“ -glh 6 f Ó k U S 30. apríl 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.