Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 7
Fyrstu leikmennirnir sem KR-Sport hf. keypti eru fastagestir Rauða Ijónsins á Eiðistorgi. Mikael Torfason skellti sér á krána og athugaði hvort nýju liðsmennirnir væru sáttir við umskiptin sem verða á morgun þegar KR-Sport tekur við slotinu. Fólk var misjafnlega ánægt eða óánægt með fyrirhugaðar breytingar, en það er augljóst að sumt af fastagestunum sem KR keypti eijga eftir að bæta ásýnd KR og aðrir eiga bara eftir að láta sig hverfa af Rauða Ijóninu. Það var mikið stuð og heilmikil stemmning inni á Rauða ljóninu á þriðjudagskvöld. Það var að vísu enginn í pílukasti, en tveir félagar voru að leigja sér billiard-borð og Monica Lewinski brosti af mál- verki til allra sem skelltu sér á kló- settið. Á bamum stóð Guðjón Ing- ólfsson, gleiður eftir að hafa verið á vakt í tíu ár og afgreitt aba, jafnt KR-inga sem og aðra. En nú er þessi harði KR-ingur orðinn að löggiltum KR- ingi. „Þetta er glæsileg framistaða hjá þeim,“ segir Guðjón og hljómur raddar hans gæti rétt eins verið að tala um að KR hefði tekið titilinn heim í vesturbæ en ekki verið að kaupa Rauða ljónið. Eru allir KR-ingar sem koma hingað? „Það er stór hluti fastagestanna KR-ing- ar,“ segir Guðjón og endurtekur að allir séu afgreiddir jafnt, hvort sem þeir eru KR-ingar eða ekki. Þú ert annars ánœgöur með breytingarnar? „Ég er að sjálfsögðu ennþá starfs- maður Ráuða ljónsins og verð ekk- Unnari Stefánssyni og Atla Ingvarssyni finnst frekar fyndið að Rauða Ijónið telur sig hafa tekið þátt í öllum sigrum KR í gegnum tíðina. KR-veldið. Kjartan og Guðgeir eru fastagestir á Rauða Ijóninu og hæstánægðir með breytingarnar. Guðjón Ingólfsson barþjónn hefur helt í glös í tíu ár og kemur til með að halda því áfram.58,428 ert starfsmaður KR fyrr en á morg- un. En ég hef trú á að KR eigi eftir að gera góðan stað að enn betri stað,“ segir Guðjón, en rétt hjá hon- um stendur Einar Vilhjálmsson spjótkastari. Hann fylgir örugglega með í kaupunum en vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fram og KR Unnar Stefánsson stendur við barinn ásamt Atla Ingvarssyni og þeir félagar láta Guðjón skenkja sér bjór. Það er augljóst að þeir þekkja hann og þeir fara að ræða um með hvaða liði þeir halda. Unnar og Atli eru báð- ir gallharðir Frammarar. „Þetta er náttúru- lega viðeigandi,“ segir Unnar og lifir í sátt við að hverfíspöbbinn hans sé að falla undir „En ég er auðvitað Frammari og finnst þetta hálf glat- að þó ég hafi alla tíð búið í vestur- bænum. Pabbi var Frammari og því fékk ég þá skoðun bara i arf.“ Barþjónninn Guðjón grípur þá fram í og útskýrir að þetta sé já- kvætt á alla kanta því Rauða ljónið hafi átt stóran þátt í starfi KR. „Áttu þá við sigrana?" segir Atli þá og félagarnir hlæja. En heldurðu að þú munir breytast í KR-ing á morgun? „Nei. Ég hugsa að það geti verið gaman að þessum breyt- ingum en ég á ekki von á því að ég snúist," segir Atli. Við endann á barnum situr Baldur Frederiksen, stund- um kallaður Bóbó, en hann er alveg í skýjunum yfir fyrirhuguð- um breytingum og gefur lítið út á athugasemdir Frammaranna. „Þetta er mjög skynsamleg ráðstöf- un á þessu fé,“ heldur Bóbó áfram. „KR-ingar hafa alltaf verið gleðinn- ar menn, það eru jú allir sammála því, en um leið er hægt að snúa út úr því og segja að ef þeir hefðu keppt með gleðinni þá hefðu þeir verið meistarar frá upphafi." Bóbó er annars eini meiddi fasta- gesturinn á staðnum. Hann er í gifsi á vinstri handlegg og kemst því ekki alveg strax í liðið. Hann verður þvi að taka því rólega á morgun þegar KR-ingar taka við Rauða ijóninu, en Bóbó tók það fram að hann vildi endilega skila kveðju til Rósu og Árna, fyrrum eigenda, og sagði að þeirra yrði sárt saknað. Fastagestur frá upphafi „Mér líst bara ágætlega á þetta,“ segir Jóhanna Kristinsdóttir og sýpur á kaifibollanum sínum. Þetta er hugguleg kona á miðjum aldri, gengur með gleraugu og kíkir á Rauða ljónið á hverjum einasta degi. „Ég er að vísu bara KR-ingur að nafninu til, en hef verið vestur- bæingur frá upphafi." Vinkona hennar, Guðný Egils- dóttir, er ekki KR-ingur og hefur þrátt fyrir allt einhverjar áhyggjur af því að breytingarnar verði of rót- tækar. „Hún Jóhanna hringdi í mig um leið og hún las þessar fréttir í blaðinu og við vitum ekkert hvað verður." Jóhanna er ekki jafn áhyggjufull, en tekur það fram að hún muni samt koma til með að sakna Rósu og Árna. „Þau eru alveg yndisleg," segir Guðný. „Ég hef verið fastagestur hérna frá upphafi og enginn veit hvort það fari svo að fastagestimir hætti að koma hingað og kannski verður einhverjum ekki hleypt inn.“ Jóhanna brosir hughreystandi til Guðnýjar og segir henni að svo illa hafi hún nú ekki hagað sér. Þær arins. Gera hann fjöl- skylduvænni og vonin hlýt- ur þá að vera að þá sé átt við stórfjöl- s k y 1 d u fastakúnna- hóps Rauða ljónsins. Kem ekki aftur á Rauða Ijónið „Önnur félög ættu að taka þá til fyrir- myndar," seg- ir Kjartan Ragnarsson, fasta gestur og stuðn ingsmaður Kefla- víkur í fótboltanum. Félagi hans, Guð- geir Sigurbjörns- son, fastagestur og Valsari, er sammála og báðir líta þeir á þessa breytingu sem sjálfsagðan hlut og líta alls ekki á málin þannig að þeir hafi verið keyptir með Fyrsti maöur inn á hjá ftauóa Ijóni KR heitir Bald- ur Frederiksen. Hann'er stundum kallaöur Bóbó og er 45 ára útfararstjóri. Eini gallinn er að hann veröur eiginlega aö vera á bekknum um tíma því hann er meiddur á vinstri handlegg. Jóhanna Kristinsdóttir og Guö- ný Egilsdóttir hafa dálitlar áhyggjur af framtíö sinni sem fastagestir. hlæja og augljóst að framtíð þeirra sem fastagesta á Rauða ljón- inu er frekar óljós. Nýjir eigendur, nýjar hugmyndir og eitthvað hefur komið fram um að eigendur Rauða ljónsins ætli að breyta ímynd stað- Jón Olafsson billiard-spilari ætlar ekki aö fara á Rauða Ijóniö aftur. staðnum. Þeim flnnst bara að nú sé boltinn að verða eins og hann á að vera, eins og hann er í Bretlandi. En eruöi báðir vestur- bœingar? „Við vor- um einmitt að ræða það,“ segir Kjartan. „Ég er harður vesturbæing- ur en hann vill ekki alveg skrifa undir að hann sé það.“ „Ég var að selja íbúð hérna og er að gera upp hug minn,“ út- w skýrir Guðgeir ‘,S og ekkert annað ~,V að gera en að leyfa honum að ákveða sig í friði. En hvað sem boltanum líður þá eru ekki all- ir fastagestir Rauða ljónsins fót- boltabullur eða úr vesturbænum. Jóni Ólafssyni billiard-manni er alveg nákvæmlega sama um fót- boltann og hann hefur engar sér- stakar skoðanir á vesturbænum. „Ég er fastakúnni hjá Árna og er nú hættur við að koma hingað aft- ur,“ segir Jón og er alveg harðá- kveðinn að láta KR ekki kaupa sig sem fastagest á Rauða ljóninu. -MT □ KRAFTMESTA OG HRAÐVI l$l NINTEþtpO Einföld í notkun (Bamavæn) Aflmikil - 64 bita Rauntlma - þrividd • Enginn bíðtími. (Allt að 15 min i öðrum leikjatólvum) Allt að 4 spilarar • Besta leikjatölvan ‘98 í einu UMBOOSMENN LEIKJATÖLVAIHEIMI 'J tíSi' Golden Eye 007, hæst dæmdi leikurinn 1998 (98%) Margfðld ending leikja Um 80 leikjatitlar 8 R Æ Ð U R N i R Lógmú Sími 533 2800 I Keykjavik: Hagkaup. smitanum. Bko. BT-Blvur, HeimskringkM, SAM-tánhst japís. Vesturland: MMmngarMíaustan. Akrancsi. Hljómsýn, Akranern. Kf. Borgftrðirsa Borganesi. Vcstfirðir. Getrseyiarpúðm. Patreksfirði. , 1 Batverk, Boiunsarvík. Sífaumur. isaftrðs. Korðurlanit: Kl. Húitvetnínga, Bíör.Ouési. wúsfuníit Heqrí, Sauðárkróki, Híjómver, Akureyrí. Bikvai, Akureyd. Hagxaup Akáreyri. ðr/ggi. Húsavfk. Suðurlaiut: Árvirkinn. Selíossi. I Amesinga, Seítossí. ftá», ÞoftáksftUfs. Beykjanes: tjUsbiigmn, Kettavik-, Samkaup, Ketiavik. 30. apríl 1999 f ÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.