Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 18
Undirbúningur stendur nú yfir við gerð Mission: Impossible 2. Sem fyrr er það njósnarinn Ethan Hunt, sem Tom Cruise leikur, sem er aðalpersónan. Til sögunnar kem- ur faðir hans og þykir mörgum eldri leikurum það freistandi hlutverk. Um tíma hefur því verið haldið fram að Ian McKellan muni leika fóður- inn en nú er talið líklegast að það verði Anthony Hopkins sem fái þetta eftirsótta hlutverk. Auk þeirra tveggja leika í myndinni, sem hinn ágæti Hong Kong leikstjóri John Woo leikstýrir, Ving Rhamses (var í fyrri myndinni), Thandie Newton og Dougray Scott. Hopkins, sem fyrir stuttu sagðist vera hættur að leika í kvikmyndum, stendur ekki við orð sín því nýlega lauk hann við að leika í Titus, sem gerð er eftir leikriti Williams Shakespeares, Titus Andronicus, og nú þegar framhaldið af Silence of the Lambs er komið út í skáldsöguformi hefur hann verið sagður jákvæður á að bregða sér aft- ur i gervi Hannibal the Cannibal. Hver annar ætti svo sem að leika hann? Sharon Stone hefur ekki náð sér almennilega á strik í síðustu kvik- myndum sínum, ef frá er tekinn leik- ur hennar í Casino þá hefur hún ekkert gert af viti síðan Basic In- stinct. Næsta kvikmynd hennar heit- ir Simpatico og nú er bara að sjá hvemig henni tekst til þar. Ekki get- ur hún kvartað yfir mótleikurum sínum sem eru Nick Nolte, Jeff Bridges og Albert Finney, sem eru þekktir fyrir annað en að skila slæmum leik. Fjallar myndin um elskendur (Nolte og Stone), sem lifa á veðmálum. Þeim tekst ásamt vini þeirra (Bridges) að komast yfir mikla peninga með ólöglegum hætti í veðmáli. Þegar peningamir em í höfn stingur Bridges af með Stone og alla peninga og skilur Nolte eftir í súpunni. 20 ámm seinna er kominn tími til að gera upp málin. Leikstjóri er Matthew Warhaus. Cameron Diaz hefur vakið athygli margra fyrir mikinn dugnað og þrek. Segja má að hún hafi ekki tek- ið sér frí síðan hún lék á móti Jim Carrey i The Mask. Þessa dagana er hún að leika undir stjórn Olivers Stones í Any Given Sunday. MiOi atriða samþykkti hún að fara beint í The Invisible Circus en tökur byrja á henni í maí og eru tökustaðir í Frakklandi, Portúgal og San Francisco. The Invisible Circus ger- ist á sjöunda áratugnum og segir af ferðum tánings (Jordana Brewster úr The Faculty) sem reynir upp á eigin spýtur að finna orsökina fyrir dauða eldri systur sinnar (Diaz) sem fannst látin á ferðalagi í Evrópu. Auk stúlknanna leikur Christopher Eccleston stórt hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Adam Brooks. Háskólabíó frumsýnir i dag spennumyndina Arlington Road, sem er sálfræðitryllir er sækir efni- viðinn í klassískt efni úr kvik- myndasögunni, efni sem leikstjórar á borð við Alfred Hitchcock skil- uðu frá sér um miðbik aldarinnar í eftirminnUegum kvikmyndum. Jeff Jeff Bridges er sonur leikarans Lloyd Bridges og yngri bróöir Beau Bridges. Hann var aðeins fjögurra mánaða gamall þegar hann kom fyrst fram í kvikmynd, The Company She Keeps hét hún. Átta ára gamall var hann farinn að leika af og til í sjðnvarpsseríu föður síns, Sea Hunt, og var tíður gestur á unglingsárum sinum í The Lloyd Bridges Show sem var vinsæll dag- þáttur. Tuttugu og tveggja ára gamall fékk hann sína fyrstu óskarstilnefningu fyrir leik sinn I The Last Picture Show. Eins og sumir aðrir kollegar hans sem hafa verið á miklum hraöa á framabrautinni lenti hann um skeiö í eiturlyfjum og var eitt sinn hætt kominn undir LSD áhrifum. Tuttugu og átta ára gamall hætti hann allri vitleysunni, giftist Susan Geston og hefur lifað fjölskyldulífi síðan. Fæðlngardagur og ár: 4. desember 1949. Fæölngarstaður: Los Angeles, Kaliforníu. Stjörnumerkl: Sól í bogamanninum, tungl í tví- burum. Foreldrar og systklnl: Lloyd Bridges, leikari (látinn), Dorothy Bridges, Beau Bridges, leik- ari. Eiginkona og börn: Susan Geston, Isabelle, Jessica, Hayley. Helstu kvlkmyndlr: The Last Plcture Show (1971), Fat Clty (1972), The lceman Cometh (1973), Thunderbolt and Llghtfoot (1974), The Last Amerlcan Hero (1974), Klng Kong (1976), Wlnter Kllls (1979), Heaven’s Gate (1980), Tron (1982), Agalnst all Odds (1984), Starman (1984), Jagged Edge (1985), The Mornlng after (1986), Tucker: The Man and Hls Dreams (1988), See You In the Mornlng (1989), The Faboulous Baker Boys (1989), Texasvllle (1990), The Flsher King (1991), The Vanishlng (1993), Fearless (1993), Blown Away (1994), Wild Blll (1995), The Mlrror Has Two Faces (1996), White Squall (1996), The Blg Lebowskl (1998), Arllngton Road (1998). bíódómur Stjörnubíó Waking Ned ★ ★★ Sprækir gamlingjar Lelkstjórn og handrit Kirk Jones. Kvlkmyndataka Henry Braham. Tónllst Shaun Davey. Aðalhlutverk: lan Bannen, David Kelly, Fionnula Flanagan, Susan Lynch, James Nes- bitt. í írska smáþorpinu Tullymore bjuggu til skamms tíma 53 sálir en hefur nú fækkað um einn. Ástæð- an er sú að einum íbúanna, gaml- ingjanum Ned Devine, varð svo mikið um þegar hann hlaut lottó- vinning upp á 6,8 milljónir punda (um átta hundruð milljónir króna) að hann geispaði golunni. Tveir aldraðir heiðursmenn, Jackie og Michael, geta ómögulega hugsað sér að láta þetta fé renna aftur i lotterípottinn og brugga því mikil launráð með hjálp hinna þorpsbú- anna. Hugmyndin er að telja sendimanni lotterísins trú um að Ned sé bara eldhress með því að láta Michael þykjast vera Ned og skipta fengnum jafnt milli allra í þorpinu (um 15 milljónir króna á haus). Upphefst þá hinn ágætasti skop- • leikur með fiölskrúðugu per- sónugalieríi og kostulegum uppá- komum. Waking Ned sver sig í ættina við hina keltnesku kómed- íuhefð (bíómyndir og sjónvarps- þættir frá írlandi, Skotlandi og Wales) þar sem ekki er þverfótað fyrir sérvitringum og forgangsröð- in kann að virðast einkennileg en er þegar allt kemur til alls í raun eðlileg sjálfsbjargarviðleitni. Af myndum í þessari deildinni má nefna The Englishman who Went up a Hill but Caine down a Mountain (þvílíkur titiU!), The Snapper, Local Hero og sjónvarps- þættina BaUykissangel. AUt er þetta nú frekar notalegt Bridges leikur Michael Faraday, söguprófessor sem er orðinn ekkju- maður. Hann býr einn ásamt tíu ára gömlum syni sínum, Grant, í út- hverfi höfuðborgarinnar Wash- ington. Tvö ár eru liðin frá því eig- inkona Faraday var drepin, en hún vann fyrir FBI, og leitar þessi at- burður mikið á prófessorinn. Af til- vUjun vingast hann við nágranna sína sem nýflutt eru í hverfið, Oli- ver og Chery Lang (Tim Robbins og Joan Cusack). Faraday tekur þessum vinskap með opnum hug, enda búinn að einangra sig í langan tína. Það renna þó fljótt á hann tvær grímur þegar hann kemst að því að ekki er allt satt sem þau segja um líf sitt. Óróleiki Fardays verður að sterkum grun um að Lang hjón- in séu aUs ekki það sem þau líta út fyrir að vera, þau hafi eitthvað á prjónunum sem ekki þolir dagsins ljós. Hann er einn um þessar skoð- anir og meira að segja vinkona hans Brooke (Hope Davis) telur þessar grunsemdir stafa af afbrýðisemi vegna þess hversu Lang hjónin eru hamingjusöm. En Faraday er viss í sinni sök, hver eru þau, hvað vUja þau og hvað er að gerast í næsta húsi? Leikstjóri Arlington Road, Mark PeUington, hóf feril sinn að loknu námi 1984 hjá MTV sjónvarpsstöð- inni, sem þá var að slíta bamsskón- um. Hann vann sig fljótt upp í að vera einn helsti hugmyndasmiður- inn á bak við velgengi stöðvarinnar um leið og hann leikstýrði eigin tónlistarmyndböndum. Hefur Pell- ington imnið með mörgum þekktum tónlistarmönnum og unnið til Grammy-verðlaunanna. Meðfram starfi hjá MTV vann hann að gerð stuttmynda og sú frægasta er Father’s Daze, þar sem hann fiallaði um föður sinn sem var langt leidd- ur af Alzheimer sjúkdómnum. Fór sú kvikmynd sigurför á kvikmynda- hátíðum 1994. Fyrir þremur árum leikstýrði Pellington Going AU the Way, fyrstu leiknu kvikmynd sinni í fullri lengd. Var hún frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni árið 1997 og var vinsælasta kvikmyndin á hátíðinni það árið. Milli þess sem hann gerði Going Ail the Way og Arlington Road gerði hann stutt- myndina Destination Anywhere, þar sem í hlutverkum voru Demi Moore, Whoopi Goldberg, Kevin Bacon og Jon Bon Jovi. -HK lan Bannen og David Kelly leika félagana tvo sem vilja komast yfir lottóvinning. og skemmtUegt, í raun aUs ekki fiarri íslenskri þjóðarsál, maður gæti mjög auðveldlega ímyndað sér íslenska þorpara bregðast ná- kvæmlega eins við. Húmorinn er mátulega galsafenginn en mest- megnis lágstemmdur og vissulega kemur hið siðferðislega spursmál um réttmæti þessara gjörða upp á yfirborðið og hangir yfir frásögn- inni eins og vera ber. En samt er engin spurning um hvar samúð manns liggur, þetta fólk er bara svo skrambi skemmtUegt að mað- ur óskar því aUs hins besta. Þetta er ómenguð veUíðunar (feelgood) kómedía og ánægjan er ekki hvað síst fólgin í að horfa á hvern sniUdarleikarann á fætur öðrum skapa skondnar persónur á áreynslulausan hátt. Þú kannast kannski ekki við nöfn leikaranna en margir hverjir eru þeir kunn- ugleg andlit af sjónvarpsskjánum og úr aukahlutverkum í bíómynd- um. Og það er afskaplega hressandi að sjá bíómynd þar sem gamalmenni fara með aðalhlut- verkin - þessir tUteknu gamlingj- ar eru sko langt í frá dauðir úr öU- um æðum. Ásgrímur Sverrisson f Ó k U S 30. apríl 1999 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.