Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 11
I fangi móður sinnar tæplega þriggja ára. Tinna ekki alveg jafn til í myndatöku
og Dalla sem sögð er hafa mun ríkari athyglisþörf en systir hennar.
Ólafur heilsaði mér líka. Dalla gekk
hins vegar burt þegar hún sá mig.
Hún kom líka hér við um daginn og
keypti sér ís. Ég gerði mér ferð fram
hjá henni til að athuga hvort hún
myndi kasta á mig kveðju en hún
gerði það ekki. Ég veit samt ekki til
þess að ég hafi gert henni nokkurn
skapaðan hlut.“
Undarlegur hlátur
Sem forsetadætur létu þær systur
ekki fara mikið fyrir sér í fjölmiölum
en annað veifið birtust hins vegar af
þeim myndir í blöðunum í tengslum
við stúdentapólitíkina í Háskólanum.
Eftir að móðir þeirra féll frá hafa
þær æ oftar komið fram, við opinber-
ar heimsóknir, frumsýningar og aðr-
ar uppákomur. Þær hafa verið fóður
sínum til halds og traust í tveimur
opinberum heimsóknum til útlanda,
Tinna fór með til Ítalíu í nóvember
1998 og Dalla til Póllands í mars sið-
astliðnum. Sindri Freysson blaða-
maður var með í Póllandsforinni.
Hann segir Döllu hafa staðið sig vel
og vakið nokkra athygli þar sem óal-
gengt sé að þjóðhöfðingjar hafi böm
sín með í slíkum ferðum.
Dalla fagnar sigri Röskvu í kosning-
um Háskólans í febrúar á þessu ári.
Meö henni á myndinni er Vilhjálmur
Vilhjálmsson, vinur þeirra systra og
baráttubróöir í stúdentapólitíkinni.
„Ég held að vera hennar hafi gert
ferðina formlausari og afslappaðri af
því að hún er svo ung. En ég skil
hins vegar ekkert í þvi hvemig henni
tókst að halda brosinu og góða skap-
inu allan tímann, jafn leiðinlegt og
þetta hlýtur að hafa verið. Hún stóð
sig með sóma og brosti breitt, sama
hvort hún sat leiðinlega fundi
eða drakk lýsi. Hún var eins
og lítil prinsessa og virtist
njóta þess í botn,“ segir
Sindri.
Tinna er einnig sögð hafa
staðið sig vel í Ítalíuferðinni
en hún er jafnan talin vera
harðari af sér en Dalla. Marg-
ir vilja meina að Tinna sé lík-
ari móður sinni heitinni i út-
liti og Dalla foður sínum en
skapferli þeirra sé öfugt farið.
„Dalla er glaðlynd og opin
skella með undarlegasta hlát-
ur sem heyrst hefur á göngum MR.
Við eram að tala um geðveikan
hrossahlátur," sagði fyrram skólafé-
lagi systranna og bætti við að hún
væri jafnframt með mun ríkari at-
hyglisþörf en Tinna.
Litiö yfir mannfjöldann sem stillti sér
upp fyrir utan heimiii fjölskyldunnar
til aö hylla nýkjörinn forseta Islands.
Kærastanum
haldið til hlés
Dalla hefur enn sem komið er
ekki lofað neinum manni tryggð
sinni en Tinna hefur í nokkur ár
átt í ástarsambandi við ungan flug-
mann sem heitir Fjölnir Pálsson.
Honum var haldið til hlés í kosn-
ingabaráttu Ólafs Ragnars þrátt
fyrir að fjölskyldan hefði verið
mikið í fjölmiðlunum. Mennta-
skólaást Tinnu var hins vegar
Magnús Geir Þórðarson leik-
stjóri sem var Inspector Scholae
tveimur árum á undan henni.
Hann vildi ekki tjá sig um sam-
band þeirra Tinnu.
Því hefur verið fleygt að hlut-
verk það sem faðir þeirra hefur
sétt þær f eftir andlát móður
þeirra sé þeim ekki að skapi. Eins
og fram hefur komið hafði Tinna
hugsað sér að fara í framhaldsnám
erlendis en getur ekki látið af því
verða sökum þess að nú vill faðir
þeirra hafa þær sér til halds og
trausts. Námið verður að bíða
betri tíma og þangað til vinnur
hún hjá VÍB. Það getur víst verið
einmanalegt, erfitt og þreytandi að
vera forseti íslands en tvær trygg-
ar og glæsilegar dætur hljóta að
gera manni lífið auðveldara. -ilk
Tinna á leiö í opinbera heimsókn til Ítalíu
ásamt föður sínum í nóvember á síöasta ári.
forte
Aldur er hugarástand.
Þú verður ekki þrítugur
einn daginn heldur læðist
þrítugsaldurinn smám
saman að þér. Fyrst er hægt
að sporna við þessu en
smátt og smátt bresta
varnirnar og fyrr en varir ertu orðinn að foreldrum þínum.
Hér er einfaldur gátlisti til að þú getir athugað
hvort þú hafir náð þessum tímamótum.
\ 1' P -*-*"Ay*
s i«rV3 r
5h.PR/Wí1*
R.E.VNior»
etur verí
um
yfir þrítugt þ
|P þú veist hvað gátlisti er.
þú átt rauövinsrekka.
I,,. þú hættir að geta staö-
ist húsgögn sem þú þarft
að setja saman sjálffur).
'vji,: þú kaupir þér skó af því að þeir eru þægilegir.
^hárin hverfa af hausnum og fara í
staðinn að vaxa á fáránlegustu stöð-
um eins og út um nefið og eyrun.
y,;lþú ert kominn meö oröið .lífs-
förunautur" á heilann þegar þú ferð
út að skemmta þér.
9 þú hittir skólafélaga þinn og ert
hissa á því hvað hann er breyttur.
... þú hættir við að henda hallæris-
legum stuttbuxum af því að þær
geta verið nothæfar í garöinum.
y.y þig dreymir um
að eignast verk-
færakistu.
þú manst eftir tón-
leikum með Bubba
þegar hann hafði hár.
>2/ þú skoðar Fasteignablað-
ið gaumgæfilega án þess að
þú sért endilega að leita þér
að húsnæði.
._... þú lætur ekki gamalt fólk sem
er lengi að koma sér út úr strætó
fara í taugarnar á þér heldur ung-
linga sem eru með læti.
þú átt inniskó og sefur í náttfötum.
(,.,.-þú bíður spennt-
ur eftir næstu
Schwartzenegger-
mynd.
Gullið spilar
fleiri lög sem þú
þekkir en X-ið.
kostnaður vegna húö-
mjólkurinnar er orðinn hærri
en stmreikningurinn.
í.„,. þú leggur á þig krók til að þurfa ekki að
ganga í gegnum miðbæinn um helgar.
(újj þú fyllist áhuga þegar talað
er um lífeyrissparnað.
þér finnst Mínus ekki vera að
gera neitt sem Sex Pistols
gerðu ekki miklu betur.
^Jþú sest fyrir
framan miðju í
strætó.
..... þú segir ,ég man nú þegar það var bara þú kaupir fyrsta
ein útvarpsstöð" og .þetta var nú eitthvað T-bolinn þinn sem
annað þegar ég var upp á mitt besta". ekkert er prentað á.
9 Þú ferð aö hafa áhyggjur
af heilsu foreldra þinna.
^þér finnst það spenn-
andi hugmynd að ferðast
innanlands f sumar.
i.r þér finnst Finnur Ing-
ólfsson ekki vera 44 ára,
heldur bara 44 ára.
0 þú flýtir þér út af
tónleikum í Laugar-
dalshöll til aö vera á
undan bflaröðinni.
V.,>'Þú ferð að kynna þér djass og
klassfk af þvf að það er ekkert að
gerast í þessu helvftis rokki.
þú hættir að láta þig dreyma
um að verða atvinnumaður f fót-
bolta og þig fer að dreyma um
aö eignast son sem verður það.
9 konan þín
veröur ekkert
reiö þó þér finn-
ist stelpurnar í
Ford-keppninni
sætar því þú
átt hvort sem
er engan séns f
þær.
þinn eigin dauðleiki verður þér Ijós í
fyrsta skipti og þú sérð eftir því hvernig þú
ert búinn að eyða æskunni í eintómt fylliri
og rugl og ef þú ferð ekki að róa þig bráð-
um og eignast börn mun enginn sjá um þig
í ellinni og þú verður biturt gamalmenni
sem sóaði lífinu og vááái, gott tilboð; sjö
pönnur saman í tilboði á nfu þúsund kall,
þú sparar þrjú þúsund kall og færð þessar
finu borðmottur með.
Niðurstöður
Ef fleiri en tuttugu fullyrðlngar elga vlð þlg;
Velkominn á þrítugsaldurinn! Þú ert kannski
tuttugu í nafnskfrteininu en það er bara líf-
fræðileg staðreynd. Alvara málsins er hins veg-
ar sú að hinn smitandi miðaldur hefur hellt sér
yfir þig og þú sérö fram á notaleg kvöid við ar-
ineldinn. Megum við stinga upp á slaufusöfnun
þér til afþreyingar?
Ef tíu til tuttugu fullyröingar elga viö þig:
Sko þig! Þú heldur f vonina og stendur þig vel.
Þú hefur sagst vera .tuttugu og eitthvaö" dálft-
ið lengi en Iftur annars björtum augum fram á
veginn. „Hvað ætli skipti máli hvað maður er
gamall?" hugsar þú með þér um leiö og þykist
ekki taka eftir skallameðals- eöa húðkrems-
auglýsingunni í sjónvarpinu.
Ef færri en tíu fullyrðingar eiga við þig:
Vááá folinn! Sjá þetta beib! Annaðhvort ertu 14,
lyginn, í bullandi afneitun, vanþroska - ég segi
ekki vangefinn - en þú verður alveg hrikalegt
gamalmenni. Mundu bara að læra allt nýjasta
slangið þegar þú ferð aö hanga fyrir framan gagn-
fræðaskólana árið 2020. Krakkarnir þá munu ör-
ugglega ekki skilja „Hva'segiði krakkar? Er'ekki
allir f filing?"
30. apríl 1999 fÓkUS
11