Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 19
Permanent
Midnight er
byggð á ævisögu
Jerry Stahl, sem
var einn eftirsótt-
asti handritshöf-
undurinn í sjón-
varpsiðnaðinum í
Bandaríkjunum,
en ofneysla
eiturlyfja kom
honum í ræsið.
Ben Stiller hefur alist upp I skemmtanaiönaB-
inum allt frá barnæsku. Bæöi faðir hans og
móðir, Jerry Stiller og Anna Meara, voru vin-
sælir gamanleikarar og meðal annars komu
þau fram saman rúmlega þrjátíu sinnum í Ed
Sullivan Show. Að hans mati hefur það ekki
hjálpað honum í bransanum að eiga fræga for-
eldra og hann man alltaf útreiðina sem hann
fékk þegar hann byrjaöi með eigin sjónvarps-
þátt áriö 1992, The Ben Stiller Show, þá létu
sjónvarpsgagnrýnenduf 'hann heyra það að
hann hefði aldrei fengiö sjónvarpsþátt neð eig-
in nafni, nema vegna foreldra sinna. Stiller
náði sér þó niöur á þessum sömu röddum
þegar hann fékk Emmy-verðlaunin sem besti
gamanleikari I sjónvarpsþætti. Ben Stiller kom
fýrst fram serh'leikari tíu ára gamall í sjón-
varpsseríunni Kate4McShane, þar sem móðir
hans lék eitt aðalhlbtverkið. Steven Spielberg
fékk honum í hendur fýrsta kvikmyndahlutverk-
iö í Empire of the Sun.
Fæðlngardagur og -ár: 30. nóvember 1965
Fæðlngarstaður: New York, New York
Stjörnumerkl: Sól í bogmanninum, tungl í
fiskamerkinu
Foreldrar: Jerry Stiller gamanleikari og Anne
Meare gamanleikkona.
Systklnl: Amy leikkona.
Unnusta: Jeanne Tripplehorn leikkona
Kvlkmyndlr (leikari): Emplre of the Sun
(1987), Hot Pursult (1987), Fresh Horses
(1988), Stella (1990), Reality Bltes (1994),
If Lucy Fell (1996), The Cable Guy (1996),
There’s Somethlng about Mary, (1998),
Permanent Mldnlght (1998), Your Friends
and Nelghbors (1998), Zero Effect (1998).
Kvikmyndlr (leikstjóri): Reality Bites (1994),
The Cable Guy (1996).
geta að Stahl sjálfur leikur lltið
hlutverk í myndinni, lækninn Dr.
Murphy.
Ben Stiller þykir fara á kostum í
hlutverki Stahl og hefur myndin
fyrst og fremst fengið lof fyrir
frammistöðu hans. Auk hans leika
í myndinni Mario Bello, Elizabeth
Hurley, Janeane Garofalo, Lourdes
Benedicto og Cheryl Ladd. Leik-
stjóri og handritshöfundur er Dav-
id Veloz, en hann skrifaði meðal
annars handritið að hinni um-
deildu kvikmynd Oliver Stones,
Natural Bom Killers.
-HK
i Permanent Midnight er fjallað á
áleitinn hátt um eiturlyfjaneytanda
og þarfir hans og má segja aö hún
fylgi þeirri formúlu sem viðgengst 1
dag, að sýna sem mest og á sem ná-
kvæmastan hátt. Eiturlyf og eitur-
lyfjanotkun hafa þó ekki verið
áberandi í kvikmyndum fyrr en á
síðustu árum og það eru aöeins
þrjátiu og fjögur ár síðan The Man
With the Golden Arm kom á mark-
aðinn og verður hún að teljast
fyrsta alvöru úttektin á eiturlyfja-
neyslu. f þessari mynd þykir Frank
Sinatra ná hápunktinum sem leik-
ari. The Man With the Golden Arm
hneyksalði á sínum tima, en í dag
þykir það ekki tiltökumál að sjá
mann eða konu með sprautu og nál
koma eiturlyfjum f likamann. Hér á
eftir er listi yfir tólf bestu kvik-
myndirnar, að mati nokkurra
bandarískra gagnrýnenda, þar sem
eiturlyf og eiturlyfjanotkun skipta
miklu máli.
HoH
Permanent Midnight, sem
sýnd er í dag i Kringlubíói, Bíó-
höllinni og Nýja bíói á Akureyri,
markar tímamót fyrir hinn kunna
leikara og leikstjóra Ben Stiller. í
henni leikur hann sitt fyrsta aðal-
hlutverk sem flokka má sem
dramatíkst hlutverk. Myndin er
byggð á sjálfævisögu Jerry Stahl,
sem um tíma var einn eftirsóttasti
sjónvarpshandritshöfundur í
Hollywood, skrifaði handrit að vin-
sælum þáttum á borð við Moon-
lighting, Twin Peaks og Alf. Of-
notkun eiturlyfja og ótæpileg vín-
drykkja gerði það að verkum að
hann missti allt niður um sig og
þegar myndin hefst þá er hann af-
greiðslumaður á hamborgarastað.
Kvöld eitt endar hann í bólinu hjá
ungri og fallegri stúlku og byrjar
að segja henni sögu sína.
Meðan vegur Jerry Stahl var
sem mestur hafði hann í tekjur
5000 dollara á viku (ca 350.000 kr.),
en það dugði honum ekki. Hann
segir að flestar vikur hafi reikning-
urinn fyrir vímuefnum verið upp á
6000 dollara. Það fór því fljótt að
halla undan fæti hjá Stahl. Þess má
Janeane Garofalo leikur umboðsmanninn sem hefur í nógu aö snúast í kringum
Jerry Stahl.
1. Drugstore Cowboy,
1989 Leikstjóri: Gus Van Sant
2. Long Day's Journey
Into Night, 1962
Leikstjóri: Sidney Lumet
3. Trainspotting,
1996 Leikstjóri: Danny Boyle
4. Sid and Nancy,
1986 Leikstjóri: Alex Cox
5. Rush,
1991 Leikstjóri: Lili Fini Zanuck
6. Withnail and I,
1987 Leikstjóri: Bruce Robinson
7. Bird,
1988 Leikstjóri: Clint Eastwood
8. Dazed and Confused,
1993 Leikstjóri: Richard Linklater
9. I Love You, Alice B.
Toklas,
1968 Leikstjóri: Hy Averback
10. The Man With the
Golden Arm,
1955 Leikstjóri: Otto Preminger
11. The Panic in Needle
Park,
1971 Leikstjóri: Jerry Schatzberg
12. Up in Smoke,
1978 Leikstjóri: Lou Adler
VINNUSKÓLI
REYKJAVÍKUR
Sumarstarf 1999
ORDSENDINC
til nemenda í 8., 9. og 10. bekkjum Grunnskóla Reykjavíkur
Skráning í sumarstörf 1999 hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fer nú fram.
Upplýsingum og skráningarblöðum hefur verið dreift í skólunum.
Fylla skal skráningarblöðin nákvæmlega út og skila þeim
til afgreiðslu Vinnuskólans.
Skráningu lýkur föstudaginn 7. maí, en starfið hefst mánudaginn 7. júní.
Skrifstofa og afgreiðsla Vinnuskólans er opin kl. 8:20 -16:15 virka daga.
ISnorrabraut 60 • 105 Reykjavík
Sími 511 2590 • Fax 511 2599
Netfang: vinnuskoli@rvk.is
30. apríl 1999 f Ókus
19