Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 20
Arni og Hrönn í Kolkrabbanum eru systkin. Hann er ári eldri og þau eru óeðlilegá mikið sáman. Vinnu- fíklar sem verða úti í Síberíu að taka upp heimíldarmynd þegar þáttur sem þau gerðu um sfríðsglæpi verður sýndur á StöðA2. í kvöld verða þau að vísu í Ríkissjónvarpinu og bíða þar til í fyrramálið með að fara langleiðina til Mongólíu til að gera þátt sem verður enginn: „Siggi Háll í Öíberíu". Fókus fékk þessi brjáluðu börn til að gera upp Kolkrabbaárið og spá aðeins í Stjörnustriðsframtíðína. Systkini sem eru mikið saman eru sikk kannski heila nótt aö klippa eitt- hvað saman, launalaust, og mætti síðan í stúdióið daginn eftir.“ Af hverju verðið þið ekki á nœsta ári? Hrönn: „Það er ennþá óvíst.“ „En ef þátturinn fer af dagskrá þá er það örugglega vegna fjár- skorts," bætir bróðir hennar við og heldur áfram að sötra þetta kaffi sem gefur frá sér óvenju sterka angan. Og er þátturinn á fjárhagsáœtl- un? Hrönn: „Það er eiginlega engin áætlun komin enn þá.“ „Það er líka mikið rót á stofnun- inni núna vegna flutninga upp í Efstaleiti.“ Hrönn: „Annars held ég að það verði ekkert ákveðið fyrr en í haust því fjárhagsáætlunin er ekki tilbúin.“ Strákarnir spurðir hvort þeir fái að riða „Það fer allt eftir því hvað er í boði,“ segir Hrönn aðspurð hvort þau vilji ekki vera í sjónvarpi í framtíðinni. Árni: „Þessi Kolkrabbi er annars lengsta verkefni sem ég hef tekið þátt í.“ Hrönn: „Ég hef ekki einu sinni verið í fastri vinnu áður.“ „Þetta er búið að vera níu mán- aða útgerð hjá okkur, við komum bara heim með eitt lík, eða hann hvarf að vísu,“ segir Árni og á við hið dularfulla hvarf Þórs Bærings. Eruö þið sem sagt að segja að þió nennið þessu ekki aftur? Árni: „Þetta starf er erfiðara en margir halda. Fólk spyr mann til dæmis hvort maður sé í þessum Kolkrabba með skóla. Eins og þetta sé ekki alvöruvinna. En það er miklu meiri vinna á bak við þátt- inn en að vera einhverjar pissu- dúkkur í stúdíói." Hrönn: „En það skiptir einmitt minnstu máli að vera í Sjónvarp- inu og ég sé mig ekki fyrir mér á skjánum í framtíðinni." Það er ekki gaman að vera frœg- ur Kolkrabbi? Hrönn: „Allir strákamir í Kol- krabbanum hafa heyrt þessa línu: „Hey! Ert þú ekki í Kolkrabbanum? Færðu þá ekki nóg að riða út á það.“ Ég hef aldrei fengið þessa línu og mér finnst það þokkalega súrt.“ „Ég er bara fegin að vera út- brunnin sjónvarpsstjarna um tví- tugt,“ segir Árni og ídær. „Þetta hefur verið mjög skrítin vika,“ segir Árni Sveinsson Kol- krabbi um leið og þjónustustúlkan á kaffihúsinu réttir honum banana- kaffið sem hann pantaði. „Síðasta vikan okkar," bætir Ámi við og smakkar svo nautnalega á kaffinu. Bananakaffi? „Það er exótískt og maður verð- ur að grípa tækifærið þegar slíkt er í boði.“ „Já, þessi vika hefur verið svolít- ið skrýtin," samþykkir Hrönn, systir Árna, þegar hún hefur smakkað kaffisullið sitt. „Við Árni erum að fara að sjá um síðasta þátt- inn í kvöld og svo förum við til Sí- beríu klukkan 7 í fyrramálið." Síberíu? „Já,“ samþykkir Ámi og útskýr- ir að þau fljúgi til Novisibisk í Sí- beríu og þaðan til Tomsk, eins kon- ar höfuðborg, og síðan fara þau til Krasmoyask sem er ekki ýkja langt frá Mongólíu. „Við verðum í tíu daga,“ heldur Ámi áfram. „Ætlum okkur að gera heimildarmynd um Eskimo Models. Þær eru að störf- um þarna og flakka á milli skóla í leit að framtíðarfyrirsætum. Boða kannski þúsund stelpur í ginhvern íþróttasal og velja síöan,úr eins og í réttunum. Við ætlujfi að skoða þetta dæmi og kynn^st fólkinu í Sí-, beríu en þetta verður samt enginn „Siggi Hall í Síbéríu“.“ Þáttur sem fær þig til að gubba „Við voram líka að -klára þátt fyrir Stöð 2 sem fjallar iim stríðs- glæpi í Júgóslavíu,“ ségir Ámi og systir hans leiðréttir hann. „Já, auðvitað fyrrurrl 'Júgóslavíu. En það er þáttur sem mun öragglega fá þig til að gubba.“ Þátturinn sem um ræðir verður sýndur 4. maí og gerðu systkinin hann með Brynhildi Ólafsdóttur. Þessi þáttur er annars verkefni nýs fyrirtækis sem systkinin eiga hlut i. Það heitir O.k. og framkvæmda- stjórinn er Björn Steinbekk. Það er þvi greinilegt að þessi systkin era komin til að vera. En gengur vel að vinna saman eftir að hafa alist upp saman? Hrönn: „Við höfum alltaf verið rosalega mikið saman í gegnum tíðina. En þetta er mjög erfitt sam- band. Ég hef til dæmis farið tvisvar upp á slysó eftir slagsmál við Árna.“ „Já. Puttabraut ég þig ekki ein- hvem tíma?“ Litla systir Árna játar því. „En það kom síðan og núna er þessi þáttur búinn að sanna að hann er það hugaðasta sem Rúv hefur gert,“ segir Ámi og bætir því við að það sé mesta pönkið í þess- um stundum að vera í einn í þessu og skildi alveg af hverju hann ákvað að fara bara aftur í Háskól- ann.“ En þiö, gaf Sigurður Valgeirs- Árni: „Það var til dæmis innslag bannað sem ég gerði fyrir áramóta- þátt. Sigurður Valgeirsson sá það efni eiginlega fyrir tilviljun. Þetta innslag var svona árslisti, yfirlit Systkinin Árni og Hrönn eru í síðasta Kolkrabbanum í kvöld og í fyrramálið fara þau til Síberíu. Árni: „En það verður auðvitað að viðurkennast að systkini sem eru mikið saman eru sikk.“ Útvarpsráð = Svarthöfði Sjónvarpsins Hvernig finnst ykkur Kolkrabb- inn hafa gengió? „í rauninni mjög vel. Sérstaklega á síðari hluta tímabilsins," segir Ámi. „Já. Ég held að við séum að fara úr sjónvarpi með stæl. Höfum ver- ið að vinna ofsalega á í áhorfi á undangengnum mánuðum." Hrönn: „Þegar þátturinn byrjaði var þetta svolíið út og suður hjá okkur því konseptið var ekki alveg á hreinu til að byrja með.“ um þætti og öllu konseptinu í kringum hann. En hvert fór þessi náungi, Þór Bœring, sem sá um íþróttimar? „Það er mjög skrýtið dæmi allt sarnan," segir Ámi og blær raddar- innar gefur í skyn að um óleysta gátu sé að ræða. „Virkilega spúkí mál,“ samþykk- ir Hrönn. „En þetta var þannig," útskýrir Árni, „að hann kom bara inn í þennan þátt af því að íþróttadeild Sjónvarpsins vildi fá fimm mínút- ur af hverjum þætti. Þeir réðu þá Þór Bæring en gáfu honum ekkert bakköpp og hann endaði því bara aleinn í sinu horni.“ Hrönn: „Maður vorkenndi hon- son ykkur allt það bakköpp sem þið þurftuð? Hrönn: „Hann var mjög góður og var merkilega opinn fyrir öllu búll- sjittinu sem við höfum dælt í hann.“ Árni: „Eina óánægjuaflið er Út- varpsráðið. Það var ekki hrifið af þessum þætti en það er líka svona Svarthöfði Sjónvarpsins og því var Sigurður Valgeirsson alltaf okkar maður.“ Hefur hann bannað eitthvert efni frá ykkur? Árni: „Jú. Við höfum fengið nokkur efni bönnuð og ef ég man rétt þá var ég fyrstur til að fá efni i hausinn. Dæmi? yfir fólk sem skeit á sig á árinu og svo hét eitt atriði Runk ársins. Orðavalið þótti ekki alveg nógu fint og aðeins yfir strikið og því stöðvaði vinurinn innslagið." Óvissa um framhaidið Hvað með vinnsluferliö á þœttin- um, hvernig var þaó? Hrönn: „Við vorum tökumenn, hljóðmenn, klipparar og svo kynnt- um við kannski efnið sjálf í Sjón- varpinu um kvöldið." „Það gengur ofsalega nærri manni til lengdar. Sérstaklega hvað hugmyndavinnuna varðar." Hrönn: „Maður var líka kannski að framkvæma eitthvað sem skipti mann máli og þvi var maður Hrönn: „Já. Nú getum við farið að hringja í Hemma Gunn og Völu Matt sem kollegar þeirra.“ Svona að lokum. Þið verðið að kjósa utankjörstaðar af því aó þið eruð að fara til útlanda. Hvað œtlið þið að kjósa seinna í dag? Hrönn: „Ég ætla bara ekki að kjósa ríkjandi öfl.“ „Pólitík er leiðinleg. Hún er dauð og uppfull af einhverju leiðinda- liði.“ „Fólkið sem er í pólitík er liðið sem var í nemendafélögum í gamla daga og manni er eiginlega ekki vel við þetta fólk,“ segir Hrönn og kaff- ið er orðið kalt. -MT f Ó k U S 30. apríl 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.